Morgunblaðið - 18.09.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.09.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1993 Tafír við Strandgötu vegna lóðadeilna Verkinu lokið eft- ir um mánaðartíma SÍÐUSTU daga hefur verið unnið af krafti við gerð nýrrar Strand- götu, en hún er lögð út í Pollinn og verður gamla gatan notuð sem húsagata í framtíðinni. Áætlað er að nýja gatan verði tilbúin eftir um það bil mánuð. ■£• /n Morgunblaðið/Golli I flaumnum GERT er ráð fyrir að búið verði að leggja götuna í lok þessa mánað- ar eða byijun þess næsta. Framkvæmdir hófust í apríl og var áætlað að ljúka verkinu í byijun júlí síðastliðins, en verkið hefur taf- ist í sumar vegna deilna sem upp komu um lóðamál. Þau hafa nú ver- ið leyst og heimild veitt til að halda verkinu áfram. Guðmundur Guðlaugsson verk- fræðingur hjá Akureyrarbæ sagði að þessa dagana væri verið að ljúka við að leggja iagnir í götnuna sem og niðurföll, þá yrði burðarlagi ekið í götuna og hún síðan malbikuð. „Það er meiningin að láta þessa hluti_ ganga hratt fyrir sig og vinna verk- ið af krafti,“ sagði Guðmundur. Tilbúin eftir mánuð Áætlað er að í lok mánaðarins eða byijun þess næsta verði búið að leggja götuna en þá tekur við ýmiss konar frágangur, eins og gerð kant- steina og fleira þannig að Guðmund- ur áætlaði að ekið yrði um nýja Strandgötu eftir um það bil mánuð. Gatan er 350 metra löng, frá Glerár- götu að Hjalteyrargötu, tvær akrein- ar með umferðareyju á milli. Síðar er áætlað að leggja göngustíg með- fram götunni og hlaða upp steinvegg meðfram honum. MESSUR Akureyrarprestakall: Messað verður í Akureyrar- kirkju næstkomandi sunnudag kl. 11. B.S. Fundur verður í Æskulýðsfélagi Akureyrarkirkju kl. 17 sama dag í kapellunni. Rætt verður um landsmót æsku- lýðsfélaga. Verslunarrekstur til sölu Til sölu er verslunin FÍNAR LÍNUR á Akureyri, rótgróin fataverslun ífullum rekstri. Verslunin er í góðu leiguhús- næði í miðbænum. Góð erlend og innlend viðskiptasam- bönd fylgja. Ath.: Góður sölutími framundan. Markaður með ódýran fatnað Til sölu er verslun á Akureyri, sem selur ódýran fatnað á börn og fullorðna, staðsett í hjarta bæjarins við Ráð- hústorg. Góð erlend og innlend viðskiptasambönd fylgja. jm FASTEIGNA & (J Sími 96 11508. “ SKIPASALA3C Pétur Jósefsson, sölustjóri. NORÐURLANOS íl Benedikt Ólafsson hdl. Skinnaiðnaðarfyrirtæki verður endurreist á Akureyri Akureyrarbær leggur 22,5 milljónir í nýtt fyrirtæki BÆJARRÁÐ Akureyrar sam- þykki á fundi á fimmtudag að leggja fram allt að 50% af hlutafé til stofnunar nýs skinnaiðnaðar- fyrirtækis á Akureyri en þó ekki hærri upphæð en 22,5 milljónir króna. Verið er að safna hlutafé þessa dagana en ætlunin er að leggja upp um 45 milljónir króna í hlutafé hins nýja fyrirtækis. Á fundi bæjarrráðs var til umfjöll- unar bréf frá Iðnþróunarfélagi Eyja- fjarðar þar sem farið var fram á að Framkvæmdasjóður Akureyrar að- stoði við endurreisn skinnaiðnaðar- fyrirtækis á Akureyri með hlutafjár- framlagi að upphæð 22,5 milljónir króna, en bæjarráð hafði í sumar lýst sig reiðubúið til þátttöku sem minni- hlutaaðili í uppbygginu fyrirtækisins. Meirihluti bæjarráðs samþykkti á fundinum að leggja fyrirtækinu til allt að 50% af hlutafé til stofnunar fyrirtækisins, en þó ekki hærri upp- hæð en 22,5 milljónir króna. Starfsfólk Rekstrarfélags ÍSÍ ákvað í síðustu viku að leggja fram andvirði sumarhúss starfsmannafé- lagsins sem hlutáfé. Starfsmannafé- lagið á sumarbústað við Bifröst í Borgarfirði, sem ákveðið hefur verið að selja, en áætlað er að andvirðið nemi um þremur milljónum króna. Þá hafa þeir starfsmenn sem hljóta vinnu hjá hinu nýja félagi iýst sig reiðubúna að leggja fram hlutafé úr Að sögn Gunnars Jónssonar for- manns Iþrótta- og tómstundaráðs liggja fyrir hugmyndir tveggja sér- fræðinga á þessu sviði um hvað best sé að gera til að bæta hljómburðinn. Hann sagði að þessi úttekt sem fyrir- hugað væri að gera tengdist hugsan- eigin vasa. Þannig er áætlað að fram- lag starfsmanna geti í heild numið 4-5 milljónum króna. Rekstrarfélag Landsbanka íslands .hefur rekstur þrotabúsins á leigu til næstu mánaðamót, en fram til þess tíma verður ötullega unnið að því að safna hlutafé. legum tónleikum Kristjáns Jóhanns- sonar næsta vor. íþróttahöllin er sá staður sem sterklega kemur til greina vegna tónleikahaldsins. „Ef menn vilja á annað borð fara út í þetta verk er ástæða til að gera það núna,“ sagði Gunnar. íþróttahöllin Úttekt á hljómburði BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur samþykkt að veita allt að hálfri milljón króna til áð láta gera úttekt á hljómburði í íþróttahöllinni. Upphæðin sem varið verður til þessa verks verður flutt frá fjárveitingaliðnum „óvænt og óviss útgjöld" yfir á liðinn „íþróttamál“. í ' iHtööur r a tnorgun ________ ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörns- son. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Foreldrar hvattir til þátttöku í vetrarstarfinu. Guðsþjónusta kl. 14. Athugið breyttan messutíma. Fjöl- breytt tónlist. Einsöngur Reynir Guðsteinsson. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Guðs- þjónusta fyrir alla fjölskylduna í upphafi barnastarfs. Dómkórinn syngur. Organisti Kjartan Sigur- jónsson. Sr. Jakob Á. Hjálmarsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón- usta kl. 14. Sr. Grímur Grímsson. Organisti Kjartan Ólafsson. Félag fyrrverandi sóknarpresta. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarfið hefst kl. 11. 3-6 ára börn á neðri hæð. 6-10 ára börn og foreldrar í fjölskyldumessu í kirkjusalnum. Föndur og fræðsla. Leikræn tjáning og mikill söngur. Messa kl. 14. Alt- arisganga. Barnakór Grensáskirkju syngur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Organisti Árni Arin- bjarnarson. Prestur sr. Gylfi Jóns- son. Innritun fermingarbarna eftir messu. Þess er óskað að foreldrar fermingarbarna komi til kirkju ásamt börnum sínum. HALLGRÍMSKIRKJA: Barnasam- koma og messa kl. 11. Altaris- ganga. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Orgeltónleikar kl. 17. Kvöldmessa kl. 20 á vegum Reykjavíkurprófasts- dæmis vestra fyrir presta, sóknar- nefndir, starfsfólk, söngfólk og sjálfboðaliða safnaða í prófasts- dæminu. Fjölmennum. Fjórir prest- ar og fjöldi leikmanna annast mess- una. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur. Organisti Hörður Áskels- son. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Kristinn Á. Friðfinns- son. Organisti Jón Stefánsson. Kór Langholtskirkju (hópur V) syngur. Kaffisopi eftir guðsþjónustu. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Bjöllusveit Laugarnes- kirkju leikur. Organisti Ronald Turn- er. Sr. Jón D. Hróbjartsson. Barna- starfið hefst á sama tíma í umsjá Þórarins Björnssonar. Heitt á könn- unni eftir guðsþjónustu og köku- basar bjöllusveitar. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Munið kirkjubílinn. Sr. Frank M. Halldórsson. Messa kl. 14. Orgel og kórstjórn Reynir Jónasson. Guð- mundur Óskar Ólafsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Organisti Hákon Leifsson. Þema ársins Biblían verð- ur kynnt. Kirkjugestir taki Biblíuna með sér til messu. Barnastarfið hefst á sama tíma. Nýtt barnaefni. Umsjón Eirný Ásgeirsdóttir og Bára Friðriksdóttir. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Þór Hauksson. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. Guðmundur Þorsteinsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Organisti Daníel Jónas- son. Samkoma Ungs fólks með hlutverk kl. 20.30. Gísli Jónasson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Organisti Lenka Máté- ová. Prestarnir. GRAFARVOGSPRESTAKALL: Guðþjónusta kl. 11 í félagsmiðstöð- inni Fjörgyn. Guðsþjónusta kl. 12.30 í Hjúkrunarheimilinu Eir. Org- anisti Sigurbjörg Heigadóttir. Vig- fús Þór Arnason. HJALLAPRESTAKALL: Guðsþjón- Guðspjall dagsins: (Matt. 6). Enginn kann tveimur herrum að þjóna. usta kl. 10.30. Fundurmeðferming- arbörnum og foreldrum þeirra að lokinni guðsþjónustu. Organisti Kristín G. Jónsdóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Fundur með fermingarbörn- um og foreldrum þeirra að lokinni guðsþjónustu. Organisti Kristín G. Jónsdóttir. Kristján Einar Þorvarð- arson. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur. Organ- isti Stefán R. Gíslason. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SEUAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Sóknarprestur. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Guðs- þjónusta kl. 11. Organisti Smári Ólason. Bogi Arnar Finnbogason syngur einsöng. Safnaðarprestur. FRÍKIRKJAN,JRvík: Barnaguðsþjón- usta kl. 11, upphaf barnastarfsins í vetur. Guðsþjónusta kl. 14, sér- staklega beðið fyrir friði og kær- leika. Gestir aðstoða í tali og tón- um. Organisti Pavel Smid. Cecil Haraldsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugar- daga messa kl. 14 og ensk messa kl. 20. Aðra rúmhelga daga messur kl. 8 og kl. 18. KFUM/KFUK, SÍK: Almenn sam- koma í upphafi vetrarstarfs félag- anna. Upphafsorð og bæn hefur Willy Petersen. Ræðumenn verða Aðalsteinn Thorarensen, Anna Hilmarsdóttir og Linda Sjöfn Sig- urðardóttir. Einnig verður leikræn tjáning. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11. Alla rúmhelga daga messa kl. 18.30. HVÍTASUNNUKIRKJAN Ffladelfía: Brauðsbrotning kl. 11. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður David Jenkins. Öllum opið. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudag kl. 11 helgunarsamkoma, kl. 20 hjálpræðissamkoma. Major Anne Gurine og Daníel Óskarsson stjórna og tala á báðum samkomunum. FÆR. sjómannaheimilið: Sam- koma sunnudag kl. 17. Ræðumaður Eiríkur Skála frá Tórshöfn. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11 og guðsþjónusta kl. 14. Prest- ur sr. Olafur Jóhannsson. Kór Víði- staðasóknar syngur. Organisti Úlrik Ólason. Sóknarprestur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.