Morgunblaðið - 18.09.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.09.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1993 15 ISLENZKA SJAVARUTVEGSSYNINGIN Baader selur flökun- arvél á sýningunni BAADER, fiskvinnsluvélaframleiðandinn frá Þýzkalandi, kynnir þrjár nýjar vélar á Islenzku sjávarútvegssýningunni. Það eru flatfiskflökunar- vélin Baader 176, en fyrsta vélin var seld hér innan lands á sýning- unni nú, Baader 201 fyrir stóran bolfisk og karfavélin Baader 151. Það er fiskverkun Jónasar Ágústssonar í Hafnarfirði, sem keypti þessa fystu vél, en hún kostar um 19 milljónir króna. Vélin verður afhent á mánudag, og hefur þegar verið keyptur koli til að vinna í henni. Öm Jóhannesson, framleiðlsu- stjóri hjá Baader, segir að flatfiskvél- in sé að koma á markað nú. Reynd- ari hafi þijár vélar verið til prufu- keyrslu um tíma, ein í Danmörku, önnur í Hollandi og sú þriðja í Kanada. Síðan hafí 10 vélar verið framleiddar og sé þessi, sem nú er seld, ein þeirra. Vélin er byggð á tölvutækni. Hún byijar á því að setja fískinn í skúffu og síðan mælir vélin stærð físksins og færir þær upplýs- ingar inn í tölvu. Þá tekur róbóti við og haussker flatfískinn og sporðsker og skilar honum til flökunar. Önnur nýjung í vélinni er að hausaskurður- in er kúrfulegar, en í flökunarvélinni eru þunnildahnífar, þannig að lítið þarf að snyrta flökin. Afköstin era hámark 55 fískar á mínútu og nýting á rauðsprettu er um 50%. Þá hafa mælingar sýnt að nýting almennt er svipuð og góðir handflakarar ná. Vélin roðflettir ekki, en til þess er venjulega notuð Baader 52 roðfletti- vél. Flökunarvélin Baader 201 er svo fyrir bolfísk, þorsk, ýsu og ufsa af stærðinni um 50 sentimetra upp í 120, sem þýðir mestu þyngd í þorski um 13 kíló og 12 kíló í ufsa. Vélin afkastar allt að 20 fískum á mínútu. Vélin á sýningunni er fyrsta og eina vélin þessarar gerðar og er hún fram- sýnd hér á íslandi. Baader 151 er ný tölvustýrð karf- aflökunarvél, sem tekur 30 til 55 sentímetra langan karfa. Vélin er mötuð í eins konar hringeykju, sem matar í hausingarvél, sem færir fisk- inn síðan yfír í flökun, en í tölvunni er hægt að stilla hvaða stærð á haus menn vilja, og lögun og stærð á þunnildum og ýmsilegt fleira er hægt að gera. Þá er talva sem sýnir hvem- ig gengur að mata vélina, en hún afkastar allt að 60 fískum á mínútu og segir Örn að markmiðið með vél- inni hafí verið að ná sömu áferð á flökunum eins ogþau komi úr handfl- ökun og það hafí tekizt. Við þörfnumst fisks- íns héðan frá Islandi Rætt við Jochen Jantzen, framkvæmda- stjóra Fiskmarkaðsins í Bremerhaven UM 85% alls ísaðs fisks, sem seldur er á uppboðum á Fisk- markaðnum í Bremerhaven er frá Islandi og kemur ýmist í gámum eða með veiðiskipunum sjálfum. Við erum nyög ánægð- ir með það og sömuleiðis það skipulag, sem Aflamiðlun hefur á þessum útflutningi á ferskum fiski. Við fáum að vita með löng- um fyrirvara hvenær von sé á togurunum og upplýsingar um magn í gámum berast okkur einnig nægilega timanlega, til að gæta þess að framboð verði ekki of mikið og verð lækki. Það er prýðileg samvinna milli umboðsfyrirtækjanna í Bremer- haven, bæði íslenzkra og þýzkra, en það ræður úrslitum að útflytjendur á íslandi hafa skipulagt söluna svo vel, að þeir geta tryggt ákveðið lágmark og komið í veg fyrir offramboð. Það eina, sem veldur erfiðleik- um er, að Færeyingar ráða ekki yfir slíku skipulagi,“ segir Joc- hen Jantzen, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðsins í Bremerhaven. Fiskmarkaðurinn er með bás á sýningunni ásamt umboðsfyrir- tækjunum í Bremerhaven og Cuxhaven, sem sjá um innflutn- ing á íslenzkum fiski þangað. „Við eigum ekki í neinum vand- ræðum með íslendinga, hins vegar gengur okkur afar illa að fá upp- lýsingar um fyrirhugaðan útflutn- ing frá Noregi og sérstaklega Færeyjum og það veldur okkur umtalsverðum vandræðum. Fær- eyingar selja fyrst og fremst flak- aðan karfa inn á markaðina í Bremerhaven. Það er erfitt að selja flökin, þegar framboð er mikið. Þá fer verð niður úr öllu valdi og það dregur niður verð á öllum ferskum fiski þá vikuna. Fýrir nokkru kom upp gott dæmi um það, hvemig fer, ef framboðið er of mikið. Þá kom gífurlega mikið af flökum frá Færeyjum, en venju- lega selja þeir þau beint. í þessu tilfelli neyddust þeir til að setja mikið af flökunum á uppboðs- markaðinn og fengu þá allt of lágt verð fyrir flökin eða 2 til 3 mörk á pund af flökum 86 til 129 krón- ur á kíló, sem er sama og ekki neitt, með tilhreyandi lækkun á heilan fisk. í þessari viku gerðist hið gagnstæða. Þó tókst Færey- ingum ekki að koma með það magn, sem þeir höfðu lofað og verð á heilum karfa hefur því ver- ið mjög gott. Ég tel að Færeying- ar ættu ekki að senda jafnmikið af flökum inn á markaðinn og þeir gera. Minna magn gæti skilað þeim sömu upphæð. Þeir ættu því að taka upp samstarf við íslend- inga til að fá sem mest fyrir minna magn. Það er reyndar lágmarks- verð á ferskum flökum, en það er afar erfítt að framfylgja þeim ákvæðum, þegar um beina sölu á flökum er að ræða. Hvað uppboðs- markaðinn varðar, er það hins vegar auðvelt, þar sem okkur er bannað að selja físk til neyzlu undir lágmarksverðinu. Náist það ekki, fer fiskurinn í gúanó. Hér hittum við alla, sem era í útflutningi á ferskum fiski, út- gerðarmennina, skipstjórana og áhafnir skipanna. Flesta þeirra þekkjum við mjög vel. Við viljum koma þeim skilaboðum til þeirra, að við þörfnumst fisksins frá ís- landi og það sé þess vegna, sem við erum hér. Við erum með bezta fiskveitingamann Þýzkalands hér og það fer vel saman að hann matreiði bezta fáanlega fiskinn fyrir gesti okkar. Við bjóðum líka upp á þýzk-íslenzkan rækjukok- teil, en þar sem rækjan í honum hefur fyrst verið veidd hér og unnin, en síðan flutt utan til Þýzkalands, þurfum við að greiða toll af henni, þegar við fytjum hanna hingað aftur,“ segir Jochen Jantzen. Framleiðsluvörur Póls vöktu mikla athygli sýningargesta. Margir að gera goða hlutí - segir Bjarni Þór Jónsson, fulltrúi FÍI á sjávarútvegssýningunni „ÞAÐ eru margir að gera mjög góða hluti. Kvikk sf. er til dæmis að sýna nýja vél, sem þeir vænta mikils af. Marel og Póll eru að vanda að gera góða hluti og framleiðendur fatnaðar fyrir sjómenn og fisk- verkafólk ná sífellt lengra og lengra. Menn eru komnir með þróaðri og vandaðri vöru en áður, en ekki mikið um stökkbreytingar. Á svona sýningum er sjaldan um mikið af beinni sölu, þó oft sé tækifærið not- að og gengið endanlega frá samningum, sem hafa verið lengi í burðar- liðnum,“ segir Bjami Þór Jónsson, skrifstofusljóri Félag íslenzkra iðn- rekenda, en FÍI og Málmur, félas fyrirtækja í málmiðnaði, skipuleggja þátttöku íslenzku framleiðslufyrirtækjanna á tslenzku sjávarútvegssýn- ingunni. Við gegnum svipuðu hlutverki á þessari sýningu og útflutningsráð gegnir á sýningum erlendis, þar sem íslenzk fyrirtæki safnast saman und- ir merkjum þess. Við í samvinnu við félag fyrirtækja í málmiðnaði tökum í upphafi frá sýningarsvæði og reyn- um að gæta hagsmuna þeirra, þann- ig að þau fái beztu staðina. Nú eru reyndar sömu fyrirtækin með sömu staðina sýningu eftir sýningu, þannig að vinna við skipulagninguna er ekki eins mikil og fyrir fyrstu sýninguna 1984. Þessi fyrirtæki eru föstu punktarnir í skipulaginu, en aðrir koma svo inn í heildarmyndina. Hlut- verk okkar er fyrst og fremst að gæta hagsmuna þessara þessara framleiðslu fyrirtækja, sem era milli 50 og 60, en félögin sjálf standa ekki í neinni sölumennsku. Þá höfum við fengið styrk frá Útflutningsráði til að gefa út bækling um starfsemi þessara fyrirtækja. Þá hefur verið hannað sérstakt merki fyrir íslenzku framleiðslufyrirtækin og básarnir og íslenzka sýningarsvæðið sker sig úr á ýmsan samræmdan hátt, þó hver um sig sjá síðan um hönnum og frá- gang á básunum. Það er kominn mikill atvinnumannsbragur á upp- setningu básanna hjá sýningavön- ustu fyrirtækjunum og margir sýn- ingarbásanna eru mjög glæsilegir. Mér sýnist þessi sýning fara vel af stað og menn taka heimsóknir hingað eins og hveija aðra vinnu. Þá kemur fjölskyldufólk einnig hing- að, líklega um helgina og mörg fyrir- tækin eiga erindi við það líka, því þau framleiðal mörg meira en vörur fyrir sjávarútveg. Því er gott að hafa sýninguna þetta langa. Sýningin er mjög góður vettvangur fyrir þá, sem þurfa að kynna vörur sínar og oftar ekki fylgja viðskipti í kjölfarið," seg- ir Bjami Þór Jónsson. artilboð Haustlaukar 10Túlipanar rauðir Verð áður'245^. Verð nú 119,- 5 Páskaliljur Verð áður^íS^ Verð nú 119,- 10 Perluliljur Verð áðurTTSs: Verð nú 99,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.