Morgunblaðið - 06.04.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.04.1994, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1994 Verðlauna- skipting á Skíðamóti íslands 1994 ÍSAFJÖRÐUR (17 verðlaun) Gull Silfur OOO Brons ÓLAFSFJÖRÐUR (17 verðlaun) Guii oooooo SilfurOOOOOO Brons < AKUREYRI (12 verðlaun) SilfurOOOOOOO REYKJAVÍK SIGLUFJÖRÐUR Brons Brons i ■ HRANNAR Hólm hefur verið endurráðinn þjálfari úrvalsdeildar- liðs Þórs í körfuknattleik og miklar líkur eru á því að Bandaríkjamað- urinn Sandy Anderson verði áfram hjá félaginu. ■ KRISTINN Lárusson skoraði mark fyrir Valsmenn, þegar þeir töpuðu, 1:2, fyrir Falkirk í æfinga- leik í Skotlandi um páskana. ■ PETE Sampras, tennisspilari númer eitt á heimslistanum, tryggði sér 6,3 millj. ísl. kr. um helgina, þegar hann varð sigurvegari á Sal- em Open í Japan. Hann vann Frakkann Lionel Roux í úrslitum 6-2 6-2. ■ SAMPRAS vann sitt fimmta stórmót á ári, en alls hefur hann unnið 25 mót á keppnisferli sínum. ■ REOX, sem var í 210. sæti á heimslistanum fyrir mótið, er kom- inn á topp 120 listann. Hann fékk 3,7 millj. kr. í vasann fyrir að kom- ÍÞRÓmR FOLK ast í úrslitaleikinn. I JIM Courier var sleginn út í fyrstu umferð á opna Spænska mótinu sem hófst í gær. Hann tap- aði fyrir Alex Corretja , 19 ára Spánverja. „Hann er góður spilari en ég á ekki að tapa fyrir honum. Ég veit ekki hvemig stendur á þessu„“ sagði Courier. ■ ARNOR Guðjohnsen og Hlyn- ur Stefánsson náðu ekki að skora, þegar Orebro vann sinn fyrsta leik á keppnistímabilinu — Helsing- borg, 3:0. ■ DIEGO Maradona sagði frá því um helgina, að það verði ljósi í næstu viku hvort hann geti leikið með í HM í Bandaríkjunum; ■ BESTU kylfingar heimsins undirbúa sig nú fyrir US Open sem hefst á morgun. Mac O’Grady, fyrrum atvinnukylfingur og núver- andi þjálfari Seve Ballesteros sagði á blaðamannafundi í gær að hann vissi að sjö af 30 bestu kylf- ingum heimsins notuðu lyf reglu- lega, lyf sem hjálpaði þeim á golf- vellinum. ■ LYFIÐ sem hann segir kylfing- ana taka er í lyljaflokki „beta-blok- kera“ en það eru hjartalyf og blóð- þrýstingslyf. Margir af fremstu kylfingum heimsins neituðu þessu um leið og Faldo sagði að það sterkasta sem færi í hans líkama væri wiskeysopi öðru hveiju, „sér- staklega eftir erfiðan dag með börn- in,“ sagði hann. ■ ÚLFAR Jónsson tók þátt í móti á Florida í Bandaríkjunum fyrir páska og varð þar í 6. sæti af 26 keppendum. Úlfar lék Ma- rum Point völlinn á pari báða dag- ana, 72 höggum, og sagðist nokkuð ánægður með spilamennskuna, nema hvað hann hefði gert sig ánægðan með að pútta aðeins bet- ur. LANDSMÓT Skíðalandsmótið, hið 56. í röðinni, fór fram á Siglu- firði um páskana við frekar erfiðar aðstæður. Ástæðan var veðrið, sem svo oft setur strik í reikning- inn í mótshaldi utan-- dyra hér á landi. Þrátt fyrir það náðist að ljúka keppni í öll- um greinum nema samhliðasvigi, sem hefur verið einskon- ar aukagrein. Siglfírðingar eru höfðingjar heim að sækja og skíðaaðstaða þeirra í Skarðsdal er öll til fyrirmyndar. Það sást loksins þegar fjallasýn varð síð- asta keppnisdaginn eftir lát- lausa snjókomu fyrstu dagana. ísfirðingar og Ólafsfirðingar stálu senunni, unnu öll 16 gull- verðlaunin sem í boði voru. Það vakti athygli mína að vetrar- íþróttabærinn Akureyri náði ekki á efsta þrep og er það óvenjulegt á þeim bæ. Kristinn, Ásta og Daníel sýndu yfirburði sína og hefur þeim farið mikið fram síðustu ár og eiga bjarta framtíð fyrir sér því öll eru þau ung að árum. En það þarf líka að gera þeim kleift að stunda íþrótt.sína við bestu hugsan- legu aðstæður. Hugur þeirra stefnir hærra — á tindinn á alþjóðlegum mælikvarða, en þau þurfa aðstoð. Skíðasambandið hefur verið stefnulaust í þessum málum og afreksfolkið veit varla hvað tekur við næsta vetur. Þau hafa verið í B-flokki afreks- manna hjá ÍSÍ undanfarna mánuði, eða frá því í nóvem- ber. Það verður að tryggja þessu íþróttafólki meira öryggi peningalega. Það er dýrt að sunda skíði, ein fjárfrekasta íþróttagrein sem hægt er að hugsa sér, því ef árangur á að nást verður að dvelja langdvöl- um erlendis við æfíngar. Eng- inn landsliðsþjálfari var í starfi hjá SKÍ og sér hver heilvita maður að það getur ekki geng- ið. Það er mikið og vandasamt verk sem bíður nýrrar stjórnar Skíðasambandsins. Það er auð- veldara að rífa niður en byggja upg. Ég er á því að bilið í skíða- íþróttum getulega sé'meira nú en oft áður. Við eigum þijá mjög góða skíðamenn og síðan tvo til þtjá þar rétt á eftir, en síðan kemur stórt bil. Ungl- ingaflokkamir eru að vísu að styrkjast og þá er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sínu. Stökkið á ekki rétt á sér á Skíðamóti íslands. Það voru aðeins tveir af sex keppendum í stökkinu sem höfðu stokkið áður en þeir komu á landsmót. Tveir voru að taka þátt í fyrsta sinn og var stíllinn eftir því. Það er hreinlega verið að bjóða hættunni heim með því að láta algjörlega óreynda menn stökkva og það á landsmóti. Það er lágmarks krafa að æft sé fyrir íslandsmót. Stökk- keppnin var að mínu viti skrípaleikur og greininni alls ekki til framdráttar. Valur B. Jónatansson Það er mjög vanda- samt verk sem bíður nýrrar stjómar SKÍ Erskíðakappinn BJÖRN ÞÓR ÓLAFSSON ekkertað fara aðhætta? Þorí ég framaf heMégáfram BJÖRN Þór Ólafsson, sem sagður er faðir skíðaíþróttarinnar í Ólafsfirði, er orðinn 53ja ára gamall. Hann keppti fyrst á Skíðamóti íslands 1957 og er enn að. Hann fór heim frá Siglufirði með tvo verðlaunapeninga — silfurverðlaun í nor- rænni tvíkeppni og bronsverðlaun í stökki. Hann sagði að þetta væri alltaf jafn gaman og að hann væri ekkert á þeim buxunum að fara að hætta, enda ungur enn. „Ég held mér ungum, allavega í anda, með þátttöku minni á Skíðamóti íslands. Hann var ekki eini keppandinn úr fjölskyldunni því öll börn hans og Margrétar Toft; Ólafur, Kristinn og íris, voru á meðal keppenda á Siglufirði um páskana. eins og pabbinn. að stökkva framaf pallinum held ég áfram. En ég neitá því ekki að ég var svolítið hræddur í þetta sinn enda pallurinn ekki góður,“ sagði Björn Þór, sem keppti fyrst á landsmóti 1957 og hefur aðeins misst út fjögur landsmót síðan. Hvaða titil þykir þér nú vænst um ef þú lítur til baka? „Það er fyrsti sigurinn í nor- rænni tvíkeppni 1970. Þá voru Siglfirðingar í fullu fjöri í þessu og það var mikill sigur að stöðva sigurgöngu þeirra.“ En hver er framtíð skíða- göngunnar á íslandi að þínu nmti? Börn Þór stofnaði skíðadeild- ina á Ólafsfirði 1968 og hef- ur verið formaður hennar nær allar götur síðan. Hann hefur starf- að sem íþrótta- kennari í 33 ár og er með eldri mönnum í því fagi. Hann er jafn- framt sigursælasti skíðamaður íslands, hefur unnið 21 íslands- meistaratitil; 10 í stökki og 11 í norrænni tvíkeppni. En fær hann aldrei leið á þessu? „Nei, þetta er alltaf jafn skemmtilegt. Ég er í þessu núna meira upp á grín. Meðan ég þori Eftir ValB. Jónatansson Morgunblaðið/Golli Björn Þór hefur verið að tileinka sér nýja V-stílinn eins og sést á mynd- inni. Hann stökk lengst 38,5 metra á Siglufirði og hafnaði í 3. sæti. „Hún er björt. Við eigum Daní- el og ég hef alltaf sagt að hann er frábær íþróttamaður. Ég trúi því að hann eigi eftir að ná mjög langt í göngunni á alþjóðamæli- kvarða. Hann er jákvæður og hefur rétt hugarfar. Hann veit hvað þarf til og hann er vissulega á réttri braut og til fyrirmyndar.“ En ekki er það nóg að eiga einn, hvað um aðra göngumenn? „Ungu stákranir, Gísli Einar Árnason, Kristján Hauksson og Árni Freyr Elíasson, eru allir mjög efnilegir og geta náð langt ef haldið er rétt á spilunum og þeir fái þá aðstöðu til æfinga sem til þarf. Annars eru unglinga- flokkarnir frekar daprir .en ég hef trú á því að það sé hægt að rífa gönguna upp í yngstu flokkunum." Hvað þarí' að gera til þess? „Við á Ólafsfírði erum byijaðir að rækta garðinn. Við keyptum tuttugu pör af skíðum fyrir krakka sem eru 12 ára og yngri þar sem stúlkur eru í meirihluta. Það komust færri að en vildu. Þetta er liður í átaki okkar til að efla gönguna — koma börnun- um af stað án mikils tilkostnað- ar. Við höfum líka hug á að gera þetta sama til að efla stökkið — kaupa stökkskíði og leyfa þeim að prófa. Andrésar Andar-leik- arnir hjálpa mikið því það er það mót sem er mesti kvatinn hjá þeim yngstu.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.