Morgunblaðið - 06.04.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.04.1994, Blaðsíða 5
4 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROi I IUmIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1994 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1994 B 5 SKIÐAMOT ISLANDS Kom til að sigra - sagði Kristinn Björnsson sem varð þrefaldur íslandsmeistari KRISTINN Björnsson hafði mikla yfirburði íalpagreinum karia eins og vænta mátti. „Ég kom hingað til Siglufjarðar til að sigra og það tókst.“ Það var sérstakt að vinna þrjá meistaratitla sama daginn. Vilhelm Þorsteinsson frá Akureyri varð annar í báðum greinum og ísfirðingurinn Arnór Gunnarsson þriðji. Þessir þrír voru í nokkrum sérflokki. Kristinn sagði að skíðafærið hafi verið of mjúkt fyrir sinn smekk. „Það var ekkert annað að gera en að fylgja ,, , „ sporinu. Ef maður lónatansson stel£ of fast attl skrifar maður það til að festast. Því var um að gera að láta sig fljóta í gegn,“ sagði hann. „En þetta var eins fyr- ir alla.“ Kristinn var með besta tímann í öllum fjórum ferðunum á sunnu- daginn. Munurinn á honum og Vil- helm í bæði sviginu og stórsviginu var þó ekki mikill — tæp sekúnda samanlagt. „Ég vissi að Vilhelm ætlaði sér stóra hluti svo ég mátti Ólafur Björnsson varð tvöfaldur meistari í stökki og norrænni tví- keppni. Hér svífur hann 41,5 metra sem var lengsta stökkið í keppninni. ekkert gefa eftir. Ég keyrði þétt og tók énga óþarfa áhættu,“ sagði Kristinn. Ólafsfirðingurinn ungi er greini- lega á mikilli uppleið sem skiðamað- ur og ef heldur fram sem horfir er varla langt að bíða að hann fari að renna sér í heimsbikarmótunum. „Ég er að nálgast þá bestu, en síð- asta skrefið er mjög erfitt á topp- inn. Ég þarf enn að bæta mig punktalega til að geta farið á fullu í Evrópubikarimí eða heimsbikar- inn. Ég ætla að æfa á fullu næsta vetur, en ég veit ekki hvernig þetta verður því það er ekki möguleiki fyrir mig að vera lengur í Geilo því ég er búinn með skólann. Vilhelm Þorsteinsson frá Akur- eyri, sem varð þrefaldur ís- landsmeistari í fyrra, vann þrenn silfurverðlaun á Siglufirði. Hann sagðist vera nokkuð ánægður með árangurinn. „Ég vonaðist eftir þessu fyrirfram. Það er aðeins Kristinn sem nær að slá mig út og það er engin skömm að vera rétt á eftir honum. Ég náði að sanna að ég er næst bestur, þó ég vildi reyndar meina að ég hafí ver- ið búinn að því fyrir Ólympíuleik- ana, en það kom enn betur í ljós Það þarf að marka afreksstefnu hjá Skiðasambandinu fyrir hæsta vetur og peninga til þess. Það sem hefur hjálpað mér í gegnum þennan vetur fjárhagslega eru styrkir úr afreksmannasjóði ÍSÍ og eins hef ég fengið aðstoð frá Sparisjóði Ólafsfjarðar, Skíðasambandinu og fleirum. Þetta er mjög dýrt dæmi og vonandi að ný stjórn geti tekið þessi mál fastari tökum en áður. Það er mjög mikilvægt að ráða landsliðsþjálfara. Ég get ekki séð annað en að hann verði að vera erlendur." Kristinn segir það bestu lausnina á landsliðsmálunum að ný stjórn SKÍ bytji á því að ráða landsliðþjálf- ara. „Ég held að landsliðið þurfi að vera með aðsetur í Austurríki svipað og Akureyringar og Ar- menningar gerðu í vetur. Æfa þar og keppa til að ná árangri. Það þýðir ekki að æfa hér heima því aðstæður leyfa það ekki.“ núna,“ sagði Vilhelm, sem hefur æft í Austurríki í allan vetur. Arnór Gunnarsson frá ísafirði sagðist vera frekar svekktur með útkomuna. „Ég er sáttur við brons- verðlaunin'en ég hefði viljað veita þeim meiri keppni, sérstaklega í sviginu. Þetta var einum of létt hjá Kristni," sagði Arnór, sem hef- ur verið við æfingar í Noregi í all- an vetur og ætlar sér að halda áfram að æfa á fullum krafti næsta vetur. Rögnvaldur snýr sér að frjálsum Rögnvaldur Ingþórsson frá Akureyri hefur ákveðið að leggja göngu- skíðin á hilluna — fengið nóg. „Ég var mjög óánægður með Skiðsambandið í vetur. Þó svo að ég hafi keppt á Ólympíuleikunum fékk ég ekki krónu í styrk,“ sagði Rögnvaldur. Hann sagðist nú ætla að snúa sér alfarið að frjálsíþróttum sem er mun ódýrara að stunda. „Ég ætla að reyna við íslandsmetið í 3.000 metra hindrunarhlaupi í sumar. Til þess þarf ég að bæta mig um 15 sekúndur." IMáði að sanna mig - sagði Vilhelm Þorsteinsson frá Akureyri íslandsmeistarar ÞESSIR íþróttamenn urðu sigursælastir á Skíðamóti Islands á Siglufirði. Frá vinstri; Asta S. Halldórsdóttir, Isafirði, Sigurgeir Svavarsson, Ólafsfirði, Daníel Jakobsson, Isafirði, Kristinn Björnsson, ísafirði, Ólafur Björnsson, Ólafsfirði, Árni Freyr Elíasson, íspfirði og Gísli Einar Árnason, ísafirði, Ekkert hægt að bóka fyrirfram í íþróttum - sagði Daníel Jakobsson skíðagöngukappi sem stendur á ákveðnum tímamótum Þátttakendur í alpagreinum á landsmótinu urðu að bíða í fimm daga eftir að hægt væri að keppa vegna veðurs. Þeir voru ekki aðgerðarlausir og dund- uðu sér m.a. við að búa til snjókarla. „ÉG er sáttur við árangurinn á þessu landsmóti ef á heildina er litið, þó ég hefði vissulega viljað fara heim með fullt hús. Þetta sýnir að ekkert er hægt að bóka fyrirfram í íþróttum," sagði ísfirðingurinn Daníel Jak- obsson, sem vann þrenn gull- verðlaun og ein silfurverðlaun. Hann sagði að Sigurgeir hefði komið sér á óvart í fyrstu göngunni, „en eftir það var ég staðráðinn f að vinna restina." Daníel sagði að Sigurgeir hefði átt skilið að vinna eina göngu miðað við hve mikið hann væri búinn að leggja á sig í vetur. „Hann gekk þetta reglulega vel og fékk ákveðna uppreisn æru eftir að hafa ekki komist á Ólympíuleikana. En ég sýndi honum það í boðgöngunni og 30 kílómetrunum að ég er best- ur,“ sagði Daníel. Hann sagði að uppgangur væri í göngunni og breiddin væri meiri en áður. „Það eru fleiri sem eru að berjast um verðlaunasætin en áður. Urslitin í unglingaflokknum er gott dæmi um það. Það átti engin von á því að Árni Freyr næði að vinna Gísla og Kristján Hauksson. En hann gerði það samt.“ Æfi á fullu næstu tvö árin „Ég er ákveðinn í að æfa á fullu næstu tvö árin — gefa allt í þetta og sjá svo til hvar ég stend og gera þá upp hug minn um framhaldið. Ég veit að ég get bætt mig enn frekar. Það þarf þó að finna ein- hveija lausn á mínum þjálfunarmál- um. Þetta hefur ekki verið alveg nógu gott í vetur eftir að ég flutti til Östersund. Það er erfitt að standa í þessu meira og minna einn. Það er margt sem þarf að laga. Ég held ég hafi ekki þróast eins hratt sem skíðamaður og þegar ég var í Jerpen. Ég er betri en í fyrra en það hefur verið hægari framför." Þarf að komast inn hjá Norðmönnum „Ég stend á hálfgerðum tíma- mótum því ég veit ekki hvar ég æfí næsta vetur. Besta lausnin fyr- ir mig og sjálfsagt Skíðasamban- bandið líka er að koma mér inn hjá norska B-landsliðinu. Ég held að það sé hægt því ég hef verið í sam- bandi við fyrrum þjálfara norska landsliðsins sem býr í Östersund og hann er tilbúinn að hjálpa mér. Sem einstaklingur þarf ég að leggja meiri áherslu á kraftþjálfun en áð- ur,“ sagði Daníel. Hann fer út til Svíþjóðar fyrir helgi og mun keppa í nokkrum mótum og kemur svo heim til ís- lands aftur í sumar og ætlar þá meðal annars að taka þátt í Reykja- víkurmaraþoninu í ágúst ásamt Rögnvaldi Ingþórssyni. Morgunblaðið/Golli Kristinn Björnsson var sigursæll á Siglufirði. Hann vann þijá íslandsmeistaratitla af þremur mögulegum og það sama daginn. Hér er hann að kéýra til sigurs í stórsviginu. Sigurgeir og Gísli bikar- meistarar Sigurgeir Svavarsson frá Ólafs- firð varð bikarmeistari SKÍ í göngu karla árið 1994. Þetta var tilkynnt á lokahófi landsmótsins á Siglufirði á sunnudagskvöld. Hann hlaut 100 stig út úr bikar- mótum vetrarins. Haukur Eiriksson frá Akureyri varð annar með 80 stig og Daníel Jakobsson, ísafirði, þriðji en einu bikarmót hans voru á Siglufirði. Gísli Einar Árnason frá ísafirði varð bikarmeistari SKÍ í göngu pilta 17 - 19 ára. Hann hlaut_95 stig. Kristján Hauksson frá Ólafsfirði varð annar með aðeins fimm stigum minna, eða 90 stig. Árni Freyr El- íasson, ísafirði, endaði í þriðja sæti með 70 stig. Bikarmeistarar SKÍ í alpagrein- um fullorðinna verða krýndir eftir alþjóðamótin sem verða hér um aðra helgi. Danfel Jakobsson fagnar hér sigrinum er hann kemur í markið eftir 30 km gönguna á sunnudaginn. Hann vann þrenn gullverðlaun og ein silfurverðlaun á mótinu. Á minni myndinni óskar hann Árna Frey til hamiogju með óvæntan sigur í 15 km göngu pilta 17 - 19 ára. Gerði mér aldrei vonir um sigur - sagði SigurgeirSvavarsson, íslands- meistari í 15 km göngu karla SIGURGEIR Svavarsson frá Ólafsfirði sigraði mjög óvænt i 15 km göngu karla, sem fram fór fyrsta keppnisdag mótsins. Fyrirfram var búist við að Daníel Jakobsson frá ísafirði ætti sigurinn vísann. „Ég er geysilega ánægður. Draumurinn var aðeins að ná öðru sæti því ég gerði mér aldrei vonir um að vinna Daníel," sagði Sigurgeir. etta var annar íslandsmeist- aratitill Sigurgeirs á ferlinum því þeim fyrsta náði hann í 15 km göngu fyrir fjórum árum. Hann gekk mjög vel frá upphafi til enda. Veður var ekki eins og best verður á kosið, snjókoma og talsverður vindur. „Ég er bestur í vondu veðri því ég er svo þijóskur og gefst aldrei upp,“ sagði Sigur- geir, sem er 27 ára. „Ég var mjög svekktur að kom- ast ekki á Ólympíuleikana í Lille- hammer og þess vegna var mikil- vægt fyrir mig að vinna báða ólympíufarana. Ég er búinn að leggja mikið á mig í vetur og þessi árangur undirstrikar að ég hefði átt fullt erindi til Lillehammer.“ Sigurgeir segist reikna með að minnka æfingaálagið og jafnvel hætta alvöru keppni. Hann hefur meiri áhuga á að rífa upp göngu- íþróttina hér á landi og leggja al- farið fyrir sig þjálfunina, en hann hefur þjálfað yngstu krakkana á Ólafsfirði í vetur með góðum árangri. „Ég er búinn að æfa á fullu í átta ár og nú er kominn tími til að slaka aðeins á.“ Daníel sagði að færið og veðrið hafi gert sér erfitt fyrir, en það væri þó engin afsökun. „Sigurgeir gekk mjög vel og var einfaldlega betri en ég. Hann átti þetta skilið því hann er búinn að leggja mjög mikið á sig. Það er ekkert öruggt fyrirfram í þessu,“ sagði Daníel eftir 15 km gönguna og var greini- lega svekktur. Ami setti strik í reikninginn Gísli Einar Árnason frá ísafirði, sem hefur haft nokkra yfir- burði síðustu tvö árin í flokki pilta 17-19 ára, sigraði örugglega í 10 km göngunni en fékk óvænta keppni frá félaga sínum, Árna Frey Elíassyni, í 15 km göngunni á sunnudaginn. Árni Freyr, sem er aðeins 56 kg, var mjög léttur á sprettinum og nánast sveif er hann koin fyrstur í gegnum markið. „Ég trúi þessu varla. Ég hugs- aði um að ná öðru sæti því eg hef ekki unnið Gísla í vetur. Ég var alveg útkeyrður þegar ég kom í markið," sagði Árni Freyr eftir 15 km gönguna á sunnudag. Gísli Einar, sem vann þrefalt í þessum flokki í fyrra, var að sjálf- sögðu ánægður með fyrri gönguna sína (10 km) en svekktur með að tapa fyrir Árna Frey í 15 km. „Ég er búinn að vinna hann í allan vet- ur og bjóst því ekki við þessu, en Árni gekk mjög vel,“ sagði Gísli, sem gat þó vel við unað því hann kom heim með þrenn gullverðlaun og ein silfurverðlaun. Sigurgeir Svavarsson frá Ólafs- firði kom, sá og sigraði í 15 km göngu karla. Hann sagðist hafa undirstrikað það með sigri sínum að hann hefði átt fullt erindi á Vetrarólympíuleikana í Lillehammer — en fékk ekki að fara. Hann varð einnig bikarmeistari SKÍ 1994. Nú ætlar hann að snúa sér alfar- ið að þjálfun unglinga. Morgunblaðið/Golli í stöðugri sókn k

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.