Morgunblaðið - 06.04.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.04.1994, Blaðsíða 8
___ /ÞROntR KNATTSPYRNA / EVROPA Spennaá Englandi, Spáni og í Þýskalandi LEiKMENN Blackburn höfðu betur íviðureigninni gegn Manc- hester United í Blackburn, þar sem Alan Shearer tryggði heima- mönnum sigur, 2:0, með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Það var mikil taugaspenna hjá leikmönnum liðanna, sem sást best á því að fyrri hálfleikurinn var bragðdaufur — ekkert skot að marki, en dómarinn dæmdi 31 aukaspyrnu. ' lan Shearer opnaði leikinn strax í seinni hálfleik, er hann skor- aði með skalla — þrumaði knettinum framhjá Peter Schmeichel, eftir auka- spyrnu frá Tim Sherwood. Leikmenn United gerðu harða hríð að marki Blackburn eftir það og ekki munaði miklu að leikmenn United næðu að skora — tvisvar komst mark Black- burn í hættu. Tim Flowers varði vel skoti frá Andrei Kanchelskis og Paul Ince átti stangarskot. Blackburn, sem hafði ekki tapað ellefu leikjum á Ewood Park, fagnaði sínum fyrsta heimasigri á Manchester United í 32 ár, eftir að Shearer bætti við öðru marki á 77. mín. Shearer var ánægð- ur eftir leikinn og sagði: „Fólk af- skrifaði okkur eftir tapið gegn " Wimbledon, en við erum komnir á ferðina á ný — ákveðnir að beijast. Það eru margir leikir eftir í baráttu okkar við United.“ Bæði liðin voru í sviðaljósinu á annan í páskum. Manchester United tók á móti Oldham á Old Trafford og fagnaði sigri, 3:2, en leikmenn Blackbum gerðu góða ferð á Goodi- son Park í Liverpool, þar sem þeir lögðu Everton að velli, 0:3. Manchest- er United og Blackbum eiga eftir að leika sex leiki. United hefur þriggja stiga forskot og tólf mörk í plús. Hörö fallbarátta Baráttan um fall er mikil, en mörg fræg félög eru að beijast um að halda • sæti sínu í úrvalsdeildinni, eins og Tottenham, Manchester City, Ever- ton, Southampton og Sheffield United. Teddy Sheringham lék sinn fyrsta leik með Tottenham í fimm mánuði og virkaði sem lukkudýr er Totten- ham lagði Norwich að velli, 2:1, á útivelli. Sheringham skoraði fyrsta mark leiksins, en síðan varði Ian Walker, markvörður Tottenham, víta- spyrnu frá Chris Sutton. Það var svo Sutton sem jafnaði, 1:1, en heppnin var með Tottenham þegar Colin Woodthorpe, varnarmaður Norwich, skoraði sjálfsmark og færði Lundún- arliðinu sinn annan sigur í síðustu tólf leikjum. Sheringham var ánægður eftir leikinn og sagði: „Þetta er eins og draumur. Ég trúi þessu varla ennþá. Það var stórkostlegt að koma aftur, skora mark og fara frá Norwich með þijú dýrmæt stig.“ Leikmenn Totten- ham komu síðan niður á jörðina á annan í páskum, en þá máttu þeir þola skell, 1:4, á heimavelli gegn West Ham. Leikmenn Everton riðu ekki feitum páskahesti — þeir töpuðu tveimur leikjum stórt. 1:5 fyrir Sheffield Wednesday á útivelli og síðan 0:3 fýrir Blackburn heima — fimmta tap liðsins i sex leikjum. Southampton tapaði einnig báðum leikjum sínum, en aftur á móti fögnuðu leikmenn Manchester City tveimur sigrum og leikmenn Sheffield United lögðu Li- verpool að velli og gerðu jafntefli við Arsenal. Norðmaðurinn Jostein Flo skoraði bæði mörk Sheffield Utd. í sigurleik á Anfíeld Road, 1:2. Flo hafði aðeins skorað eitt mark í síðustu 20 leikjum Sheff. Utd. og Liverpool mátti þola sitt fyrsta tap á heimavelli síðan í september. Leikmenn Sheff. Utd. léku sinn áttunda leik í röð án taps, þegar þeir gerðu jafntefli, 1:1, við Arsenal á ar.nan í páskum. Nýliðarnir hjá Manchester City Peter Beagrie, Paul Walsh og Þjóð- veijinn Uwe Rosler skoruðu allir í sigurleik gegn Aston Villa, 3:0. Leik- menn Southampton, sem hafa leikið sjö leiki án sigurs, urðu síðan fórn- arlömb leikmanna City. Þjóðveijinn Stefan Karl, sem er í láni frá Dort- mund, skoraði sigurmark City tveim- ur mín. fyrir leikslok á The Dell. Frankfurt tapaði óvænt í Leipzig Barern Múnchen stefnir á þrett- ánda meistaratitil sinn í Þýskalandi, eftir heppnissigur 1:0 gegn Köln á sama tíma og Frankfurt tapaði óvænt, 0:1, fyrir botnliðinu Leipzig. Kólumbíumaðurinn Adolfo Valencia skoraði mark Bæjara gegn Köln, eft- ir að hann fékk 30 m sendingu fram völlinn frá varnarmanninum Christ- ian Ziege á 67 mín. Hann hljóp með knöttinn og sendi hann framhjá Bodo Illgner af 14 m færi. Frankfurt lék án miðheijans Anth- ony Yeboah, sem var að leika með Ghana í Afiríkumeistarakeppninni. Leikmenn liðsins náðu sér ekki á strik og skoraði Júrgen Rische fyrir heima- menn á 27 mín. — þeir fögnuðu sínum fyrsta sigri í fjórtán leikjum. „Ég var búinn að vara mína leikmenn fyrir þennan leik. Eftir þetta tap okkar geta leikmenn Bayern Múnchen fagn- að meistaratitlinum,“ sagði Klaus Toppmöller, þjálfari Frankfurt. Reuter Andy Cole fagnar fímmtugasta marki sínu fyrir Newcastle, í fimmtugasta leik sínum fyrir félagið. Franz Beckenbauer, þjálfari Bay- ern, sagði að sínir leikmenn hefðu engan tíma til fagna. „Ef við leikum áfram eins og gegn Köln, er löng leið að meistaratitlinum. I fyrra var Bayern með fjögurra stiga forskot, en missti af meistaratitlinum til Bremen.“ AC Milan missti af sigri Roberto Donadoni sofnaði smá- stund á verðinum, eða þegar fimm mín. voru til leiksloka á leik AC Milan og Parma og það kostaði meistarana sigur — vítaspyrna var dæmd á Dona- doni, sem felldi Argentínumanninn Nestor Sensini. Gianfranco Zola skor- aði úr vítaspyrnunni, 1:1. Daniele Massaro skoraði fyrir heimamenn á 72. mín., eftir aukaspyrnu frá Dona- doni. AC Milan þarf þijú sig út úr fjórum síðustu leikjum til að fagna meistaratitli þriðja árið í röð. Inter Mílanó tapaði sínum fjórða leik í röð, þegar leikmenn félagsins sóttu Juventus heim í Tórínó. An- tonio Conte skoraði sigurmark heima- manna, 1:0, með skalla á 85. mín., eftir sendingu frá Roberto Baggio. Juventus er í öðru sæti á Ítalíu, sex stigum á eftir AC Milan, með 41 stig, en Sampdoría í þriðja sæti með 40 stig. Einvígi La Coruna og Barcelona Eftir að Real Madrid tapaði óvænt, 2:3, fyrir botnliðinu Celta, er ljóstað meistarabaráttan á Spáni stendur á milli La Coruna og Barcelona, en ekki má þó afskrifa Real Madrid. Tvær vitaspyrnur á síðustu sjö mín. leiksins bjargaði félaginu frá háðung. Emilio Butragueno og Fernando Hi- erro skrouðu úr vítaspyrnunum. Real Madrid er nú fímm stigum á eftir La Coruna og þremur á eftir Bracel- ona. Barcelona átti í erfiðleikum með Lerida og var það ekki fyrr en undir lokin að liðið náði að tryggja sér sig- ur. Ivan Iglesias skoraði, 1:1, á 77 mín. og sjö mín. seinna skoraði Guilil- ermo Amor sigurmarkið. Þess má geta að Barcelona tapaði heima, 0:1, fyrir Lerida fyrr í vetur. Brasilíumaðurinn Bebeto skoraði tvisvar þegar Deportivo La Coruna lagði Real Oviedo að velli, 5:2. Leikur- inn tók sinn toll, því að tveir leik- menn La Coruna fengu að sjá gula spjaldið í fímmta skipti á keppnis tímabilinu og missa af leik gegn At- letico Madrid nú í vikunni. Það voru þeir Jose Ribera og Salvador Voro. Barcelona hefur ekki leikið vel að undanförnu, en unnið samt leiki. „Ef við höldum áfram að fagna sigrum þrátt fyrir að leika illa, sé ég ekki annað en við getum fagnað meistar- atitli,“ sagði Koeman, miðvörðurinn sterki. Brasilíumaðurinn Romario segir að leikmenn La Coruna eigi eftir að leika erfiðari leiki en Barcel- ona. „Þeir eiga eftir að tapa þremur til fjórum stigum.“ Urslit / B6 Stöður/ B6 ÍÞR&ntR FOLK XABIER Azkargorta, lands- liðsþjálfari Bolivíu, sem er Spán- verji, stendur í stappi þessa dagana þar sem tvö af bestu félögum landsins vilja ekki lána leikmenn sína í æfingabúðir. Landslið Boliv- íu, sem kemur til Islands og leikur vináttuleik í maí, fer í þriggja vikna æfingabúðir til Spánar á næstu dögum. INTER Mílanó hefur tilkynnt Arsenal að hollenski landsliðsmað- urinn Dennis Bergkamp sé ekki til sölu, en hann er óánægður hjá félaginu. Arsenal var tilbúið að borga 443 millj. ísl. kr. fyrir Berg- kamp. ANDY Cole skoraði sitt fimm- tugasta mark fyrir Newcastle í fimmtíu leikjum, þegar Newcastle gerði jafntefli, 1:1, við Leeds. ■ CHRIS Fairclougii skoraði mark Leeds og bjargaði því að fé- lagið hefði þurft að sætta sig við tap, eftir fimmtán heimaleiki í röð án taps. Leeds hefur aðeins tapað þrisvar í síðustu 61 leik á Elland Road. ■ KEVIN Keegan, framkvæmda- stjóri Newcastle, gerir sér miklar vonir að Newcastle tryggi sér rétt til að taka þátt í Evrópukeppni í fyrsta skipti í sautján ár. Newc- astle er í þriðja sæti, sem gefur félaginu rétt á sæti í UEFA-keppn- inni. ■ 200 rciðir stuðningsmenn QPR, sem hafa ekki verið ánægðir með framgang stjórnarformannsins Ric- hard Thompson að undanfömu, ruddust inn á Loftus Road, rétt fyrir leikhlé. Það tók meira en fimmtán mín. að koma áhorfendun- um út af vellinum. QPR tapaði, 0:4 fyrir Leads. ■ SEAN McCarthy skoraði 1000 mark ensku úrvalsdeildarinnar, þegar hann skoraði fyrir Oldham gegn Manchester United, sem vann 3:2. ■ DION Dublin skoraði fyrir United, tveimur mín. eftir að hann kom inná sem varamaður — kom félaginu yfir 2:1. ■ EVERTON gekk illa um pásk- ana og getur svo farið að félagið keppi ekki í hópi þeirra bestu næsta keppnistímabil, en félagið hefur leikið í 1. deild og síðan úrvalsdeild síðan 1954. Everton hefur aðeins náð einu stigi úr síðustu sex leikjum — og aðeins skorað tvisvar. ■ TREVOR Morley, sem nær var búinn að ganga til liðs við Totten- ham fyrir tveimur vikum, skoraði tvö mörk fyrir West Ham gegn Tottenham, 4:1. ■ JULEN Guerrero, 20 ára mið- heiji Athletio Bilbao var fyrstur leikmanna á Spáni 5 vetur til að skora fjögur mörk í leik. Það gerði hann gegn Sporting Gijon, 7:0. Þetta var í fyrsta skipti í 35 ár síð- an Athletio hefur skorað sjö mörk í leik. ■ JOAO Havelange, hinn 78 ára forseti FIFA, ætlað að gefa kost á sér til endurkjörs á ársþingi alþjóða knattspyrnusambandsins í ár, en hann tók við starfínu 1974. „Ég er tilbúinn í slaginn og mun ekki gef- ast upp,“ sagði Havelange, en margir telja að tími hans sé útrunn- inn sem forseti FIFA. ■ BÚLGARINN Krassimire Bal- akov, sem leikur með Sporting Lissabon, skoraði fimm mörk þegar Sporting lagði Lourosa að velli, 6:0, í undanúrslitum bikarkeppninn- ar í Portúgal. Þá lagði hann upp sjötta markið. Sporting mætir Porto í úrslitum. ■ FRANZ Beckenbauer, þjálfari Bayern Miinchen, sagði fyrir helg- ina að hann myndi vilja sjá Morten Olsen sem eftirmann sinn hjá Bay- ern. Olsen er þjálfari Köln. SVIÞ./ENGLAND: 1 2 X 2 12 11 ITALIA:X X1 X12 X11 1X11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.