Morgunblaðið - 02.12.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 02.12.1997, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1997 MIIMIMIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ t Konan mín, móðir okkar og tengdamóðir, ÁLFHEIÐUR KJARTANSDÓTTIR þýðandi, Háteigsvegi 42, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 28. nóvember. Jóhannes Jóhannesson, Sigrún Guðnadóttir, Ingimar Sigurðsson, Kjartan Jóhannesson, María Guðmundsdóttir, Sigurður Jóhannesson, Sóley Reynisdóttir, Egill Jóhannesson, Elín María Guðjónsdóttir, Halla Jóhannesdóttir, Andri Lárusson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, MARTÍNA NÍELSEN, Smáragrund, Borgarfirði eystri, lést á heimili sínu aðfaranótt laugardagsins 29. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Aðalsteinn Sveinsson, Henný Níelsen, Þórarinn Gunnlaugsson, Guðlaug Aðalsteinsdóttir, Jóhann Jensson, Marta Aðalsteinsdóttir, Jóhann Tr. Sigurðsson, barnaböm og barnabarnaböm. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÁRNI ÞORKELLS ÁRNASON, Vesturgötu 34, Keflavík - áður Þórshöfn, lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja laugardaginn 29. nóvember. Fyrir hönd aðstandenda, Helga Gunnólfsdóttir. t Systir mín, VALDÍS KRISTJÓNSDÓTTIR frá Svignaskarði, Berugötu 8, Borgarnesi, er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Skúli Kristjónsson. t Maðurinn minn, HELGI JENSSON, Bogarholtsbraut 50, Kópavogi, er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Heimahlynningu Krabbameins- félagsins. Fyrir hönd fjölskyldu okkar, Dóra Frímannsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fóstur- faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR SÖEBECK jámsmlður, Kleppsvegi 144, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 3. desember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Guðrún Kristinsdóttir, Gunnþórunn Sigurðardóttir, Viðar Eirfksson, Sigurður Sigurðsson, Áslaug Jóhannsdóttir, Styrmir Sigurðsson, Helga Marfa Jónsdóttir, Kristjana Mjöll Sigurðardóttir, Óskar Sigurðsson, Vífill Sigurðsson, Freygerður Guðmundsdóttir, Sofffa Margrét Hrafnkelsdóttir, Þorlákur Jónsson, barnabörn og barnabarnabarn. + Guðrún Guð- mundsdóttir fæddist á Seyðis- firði 14. mars 1913. Hún lést á St. Jósepsspítala í Hafnarfirði 26. nóvember sl. For- eldrar hennar voru Guðmundur Jónsson, f. 3. ág- úst 1871 í Suður- koti, Vatnsleysu- strandarhreppi, d. 15. desember 1937 á Seyðisfirði. Og Auðbjörg Árna- dóttir, f. 23. október 1874 á Krókfelli í Garði, d. 8. apríl 1958 í Neskaupstað. Systkini Guðrúnar sem upp komust: Kjartan Ágúst, f. 23. ágúst 1899, d. 1919, Jón, f. 23. júní 1902, d. 28. september 1977, Guðbjörg, f. 5. júní 1904, d. 3. janúar 1984, Skafti, f. 23. október 1905, d. 6. apríl 1930, Bjarni f. 23. mars 1907, d. 28. desember 1957, Gísli, f. 2. júní 1910, d. 17. janúar 1980, Gróa Sveinbjörg, f. 1911, Agústa Guðný, f. 15. júlí 1920, d. 16. janúar 1987. Guðrún ólst að mestu leyti upp á Seyðisfirði, dvaldi einnig á Brimnesi og fleiri stöðum á Mamma ætlar að sofna mamma er svo þreytt sumir eiga sorgir sem svefninn getur eytt Sumir eiga sorgir og sumir eiga þrá sem aðeins í draumheimum uppfyllast má. (Davið Stefánsson) Skötufjörður í ísafjarðardjúpi er langur mjór fjörður umkringdur fjöllum með grasivöxnum hjöllum víða annars lítið undirlendi nema í fjarðarbotninum. Snæfjalla- ströndin snævi krýnd allt árið fyr- ir mynni fjarðarins. Stórbrotið landslag, náttúran fögur, máttug og miskunnarlaus í senn. Langt á milli bæja, enginn sími eða önnur lífsgæði. Engar sam- göngur nema á sjó og illfært á vetrum oft til ísafjarðar á litlum opnum bátum sem voru einu farar- tækin. Þannig var sá heimur sem blasti við móðursystur minni Guðrúnu Guðmundsdóttur haustið 1934, þegar hún gekk á vit örlaga sinna og gerðist ráðskona hjá Guðröði Jónssyni bónda í Kálfavík í Skötu- firði. Þá var hún rúmlega tvítug að aldri, falleg kona, lágvaxin, grönn með dökkt liðað hár. Hún var söngvin og glaðlynd, æðrulaus og hæglát í fasi, en ákaflega dul uppvaxtarárum og vann þau störf sem til féllu til 20 ára aldurs. 1934 fluttist hún að Kálfavík í Skötu- firði, N-ísafjarðar- sýslu til Guðröðar Jónssonar bónda þar, fyrst sem ráðskona en þau giftust 15. febrúar 1941. Guðrún var húsfreyja í Kálfa- vík til 1960. Flutt- ist þá til ísafjarðar og vann við físk- vinnslustörf til 1980. Það ár flutti hún til Hafnarfjarðar og dvaldi þar til æviloka. Barn Guðrúnar áður en hún flutti að Kálfavík: Guðmundur, f. 30. desember 1933, d. 8. maí 1996. Börn Guðrúnar og Guð- röðar í aldursröð: Anna Nína, f. 2. janúar 1936, Sigurjón, f. 28. apríl 1937, Jón Marteinn, f. 16. mars 1941, María Sigríð- ur, f. 19. nóvember 1942, I^'alti, f. 10. október 1946, Hálfdán, f. 4. nóvember 1948, Auðbjörg, f. 17. mars 1950. Útför Guðrúnar Guðmunds- dóttur fer fram frá Hafnar- fjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. og talaði fátt um sjálfa sig og sína hagi. Orsökin til þess að frænka mín settist að á þessum afskekkta stað, hygg ég vera þá, að hún kom með níu mánaða son sinn Guðmund með sér, og á þessum tíma áttu fátækar einstæðar mæður fárra kosta völ og urðu að öllu leyti að sjá fyrir sér og bömum sínum. Húsakostur í Kálfavík var góð- ur eftir kröfum þeirra tíma, er Guðrún settist þar að. Stórt stein- hús byggt 1909. Eldhús og búr í kjallara eins og þá var siður, bað- stofa, herbergi og stofa á mið- hæð, tvö lítil herbergi og geymslu- rými í risi. Fyrir voru á heimilinu auk bóndans María Örnólfsdóttir móðir Guðröðar, er reyndist Guð- rúnu mikil hjálp við heimilisstörfin og var henni góð. Sigurjón bróðir Guðröðar sem dvaldi þar af og til og stundaði sjómennsku. Einnig var þar fyrir fóstursonur Guðröð- ar, Bragi Halldórsson fimm til sex ára gamall. Útræði var frá bæn- um, fiskhjallur niðri við sjó þar sem fískur var þurrkaður. Guðröð- ur átti að jafnaði einn til tvo báta, lítinn vélbát og árabát, veiddi á línu og seldi físk út á ísafjörð. Margs þurfti því búið við og Guð- rún tókst á við öll störf af miklum dugnaði og ósérhlífni. Einstöku sinnum reri hún til fiskjar, en aðallega vann hún í landi við að stokka upp og beita lóðir að ógleymdum heyskap og heimilis- störfum. Fljótlega dró saman með Guð- rúnu og Guðröði, þótt þau væru gjörólík að allri gerð, hann mjög skapbráður, jafnvel ofsafenginn er hann reiddist, en drengskapar- maður þess á milli. Hún var hægl- át og jafnlynd en gat verið stríð- in. Þess vegna var sambúð þeirra oft stormasöm, en þau voru sam- hent við búskapinn og komu upp stórum barnahópi. Þau eignuðsut sjö börn sem öll eru bráðmyndar- leg og hafa komið sér vel áfram með dugnaði. Eg sem rita þessi minningarorð átti þess kost að dvelja þrjú sumur hjá Guðrúnu og manni hennar á bemsku- og unglingsámm og er það mér eftirminnilegur tími. Stór- brotin náttúra, fjölbreytt dýralíf, sjósókn á árabát og fjölbreytt sveitastörf þar sem allt var unnið með handafli. Allt þetta heillaði mig, borgarbarnið og er ég ekki í vafa um að þessi tími mótaði mig að vissu leyti og var mér góður undirbúningur fyrir mitt lífsstarf. Eins og áður segir, voru oft erfíðleikar í sambúð þeirra hjóna, Guðrúnar og Guðröðar og ég veit með vissu að hún þjáðist af óyndi öll árin sem þau bjuggu í Kálfavík. En þessi hljóðláta starfsama kona var á vissan hátt mikill einfari, gekk sinn veg, sinnti sínum störf- um, en enginn vissi hug hennar, ekki einu sinni bömin hennar. Þess vegna var eins og stífla brysti þeg- ar hún fór að vinna við fiskvinnslu á ísafírði á vetuma síðustu ár bú- skapar eða um 1958. Þá komst hún í kynni við Bakkus konung og glímdi við hann í allmörg ár eins og fleira mikilhæft og gott fólk. Engu að síður er hún í huga mínum mikil hetja sem stóð sinn vörð á meðan henni var fært. Vissulega vom þessi ár henni erf- ið, en börnin hennar sýndu henni skilning og umhyggju allt fram á síðasta ævidag hennar. Um 1960 slitu þau hjónin samvistum og Guðrún fluttist til Hafnarfjarðar. Þar leið henni vel, hún vann við ráðskonustörf og fiskvinnslu á meðan heilsa hennar leyfði. Síð- ustu árin voru Guðrúnu þungbær, elsta barn hennar Guðmundur lést 8. maí 1996. Varð það henni mik- ið áfall, ásamt öðmm áföllum sem hún varð fyrir. Hjartveiki háði henni mjög og undir það síðasta hafði hún að mestu misst sjónina. Hún lést á St. Jósepsspítala í Hafn- arfírði 26. nóvember sl. Elsku Gunna mín, hlýjar þakkir og kærleikskveðjur frá mér og móður minni fylgja þér í ný heim- kynni. Vonandi rætast þar óskir og vonir sem ekki uppfylltust héma megin landamæra. Bömum þínum og tengdafólki sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Guð verndi þig og varðveiti. Ragnheiður Guðmundsdóttir. GUÐRUN G UÐMUNDSDÓTTIR Blómabúðin Ga Crfisdrykkjur om } v/ Fossvogski>*kjMgai»ð Símit 554 0500 GRPt-inn Sími 555-4477 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Olsen, útfararstjóri Útfararstofa íslands Suóurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. ir ^ Sími 562 0200 ^ riXXXXXXXXXll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.