Morgunblaðið - 02.12.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.12.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1997 31 LISTIR Listamennirnir flýja Prag Prag. The Daily Telegraph. Safn styttri ljóðrænna verka BRYNDÍS Halla Gylfadóttir sellóleikari og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari hafa sent frá sér hljómdiskinn Ljóð án orða. Titillinn vísar til verksins Lied ohne Worte eftir Felix Mendelssohn, en á hljóm- disknum er að finna safn stuttra og ljóðrænna verka sem þær Steinunn og Bryndís hafa gjarnan leikið með öðrum verk- um á tónleik- um sínum í gegnum tíð- ina. „Flest eru þetta lög sem við höfum mikið spilað áður og þess vegna þótti okkur eðlilegt framhald að hljóðrita þau saman á einum stað,“ segir Steinunn Birna. Meðal verka á hljómdisknum má nefna Fagurt kvöld eftir Debussy og Söng Sólveigar eft- ir Grieg, tvö íslensk sönglög, Dagný eftir Sigfús Halldórsson og Þú ert eftir Þórarin Guð- mundsson og nokkur verk spænski’a tónskálda eins og Manuel de Falla og Enrique Grandos. Steinunn Birna segir verk- efnavalið nú talsvert ólíkt síð- asta hljómdisk þeirra, sem skipaður var háklassískum verkum. „Verkin ættu að renna ljúft niður og sjálfar höldum við mikið upp á þau. Við ætlum ekki að halda formlega útgáfu- tónleika en framundan eru fjöl- margir tónleikar og þar munu verkin að sjálfsögðu hljóma í bland með öðrum.“ TÓrVIJST Digraneskirkja EINSÖNGSTÓNLEIKAR Gunnar Guðbjörnsson, tenór. Jónas Ingimundarson, píanó. Norræn lög og Dichterliede eftir R. Schumann. 29. nóvember. GOTT vald hefur Gunnar yfir röddinni, hvort sem sungið er veikt eða sterkt, og virðist vera nokkuð algjört. Röddin hefur einnig fengið meiri breidd, vonandi þó ekki um of, því synd væri ef þessi fallegi Moz- art-tenór missti of snemma þennan sjaldgæfa Mozart-lit, sem Gunnar hlýtur að byggja sína framtíð á sem söngvari. Tvímælalaust verður að telja Gunnar einn af okkar ágæt- ustu tenórum í dag, hann tekur list- ina alvarlega, er ágætlega mús- íkalskur, smekkvís og líklega ágæt- ur tungumálamaður, sem ekki alveg er ónauðsynlegt söngvurum 20. og 21. aldarinnar og þá ekki síst far- andsöngvarahópnum, sem Gunnar tilheyrir. Norrænu lögin söng Gunnar yfirleitt vel og hentar þessi norræni blær raddarinnar norrænni músík vel, enda kom oft fyrir í þess- um lögum að röddin minnti á fursta þessarar raddgerðar, N. Gedda og er Gunnar kannski ekki óvanur að heyra þessa samlíkingu. Misjafnlega vel söng hann þó þessi norrænu lög og gjarnan of sterk, eða átakamikið, nokkuð sem Gunnar á ekki að þurfa að bjarga sér á, því hann hefur mikið vald á röddinni í veikum og milliveikum söng. Hætta er á að ljóðrænan í norrænum lögum verði útundan ef FLOTTI er brostinn á í liði er- lendra listamanna, sem flykktust til Prag í Tékklandi eftir hrun kommúnismans, til að leita andar- giftar. Fullyrða listamennirnir að ekki sé búandi lengur í Prag, m.a. vegna þess að verðlag hafi rokið upp úr öllu valdi. Talsmenn flutningsfyrirtækja segja að brottflutningurinn hafi hafist fyrir alvöru í upphafi þessa árs er Bretar og Bandaríkjamenn gáfust upp á dýrtíðinni. Segja þeir að fyrir hvern einn sem flytji til borgarinnar, hverfi þrír til fjórir á braut. Margir íbúar Prag anda léttar og vonast til þess að þessi brott- flutningur verði til þess að verðlag raddmagninu er ætlað að skila inni- haldinu. Af hverju t.d. að syngja Ack Vármeland út í gegn af fullum styrk, eða Flickan kom, eins og Wagner væri höfundurinn, þegar hægt er að gera hluti eins og Jung- frun under lind, Skogen sover, Saf saf, susa, Tunerna, þar sem hann sýndi algjört vald yfir röddinni á háa tóninum í lokin, eða Svarta rosor jafn fallega og glæsilega og hann gerði og leyft sér jafnframt að halda í taumana á raddmagninu? Þegar undirritaður var við nám í tónlistarháskólanum í Vínarborg fan niður að nýju. Það voru ekki síst endalausar fréttir af því hversu lágt verðlagið væri, sem lokkuðu listamennina til Prag í upphafi þessa áratugar. Talið er að Bandaríkjamennirnir hafi verið um 30.000 og líktu bandarískir blaðamenn stemmn- ingunni í borginni við París á milli- stríðsárunum þegar rithöfundar á borð við Ernest Hemingway og Gertrude Stein voru áberandi í listalífi borgarinnar. Eitthvað hefur hins vegar stað- ið á bókmenntaafrekum landa Stein og Hemingways í Prag og virðist stór hópur þeirra nú ætla að gefast upp á borginni ný- frjálsu. kom þar á sal gamall frægur söngv- ari og söng Winterreise Schuberts. Þeim flutningi er erfitt að gleyma. Söngvarinn var að vísu kominn á þann aldur að ekki var mikið eftir af röddinni, en tónlistarþroski hans virtist hafa dýpkað og að öllum lík- indum allur annar þroski jafnhliða og hver perlan af annarri byggði upp þennan risa-ljóðaflokk í ná- kvæmum hraða, í nákvæmum ryþma, í nákvæmum blæbrigðum, þar sem engin ein perlan skyggði á aðra. Dichterliebe Schumanns lítur sömu lögmálum. Til eru þau tón- Augun þín blá LEIKFÉLAG Reykjavíkur æfír nú skemmtidagskrá byggða á lögum og textum þeirra bræðra; Jónasar og Jóns Múla Arnasona. Atriðin eru úr söng- og gaman- leikjunum Deleríum búbónis, Allra meina bót, Járnhausnum og Rjúkandi ráði og einnig verða flutt nokkur ný lög og textar. Söngvunum tengjast leik- og dansatriði úr verkum þeirra bræðra. Dagskrána flytja; Andrea Gylfadóttir, Bergþór Pálsson, Selma Björnsdóttir, Víðir Stef- ánsson, Jóhanna Jónas, Kjartan Guðjónsson og Theódór Júlíus- son. Hljómsveit skipa; Kjartan Valdemarsson, Matthías Hem- stock, Sigurður Flosason og Þórður Högnason. Jón Hjartar- son tók dagskrána saman og sljórnar henni. verk þar sem þessi fullkomnun næst ekki fyrr en aldurinn leyfir, nær því á þeim tímapunkti þegar grasið er í þann veginn að spretta úr sér. Þessa nákvæmni fannst mér víða vanta í ljóðaflokkinn, hraðaval- ið ekki nákvæmt valið alltaf, ryþm- inn ekki nákvæmur, heldur ekki í píanóinu, t.d. þar sem punkteraðar nótur þurfa að vera nákvæmar til að undirtónn lags og ljóðs náist. Ekki það að margt hafi ekki verið fallega og einlæglega gert í ljóðaflokknum, jú sannarlega, en viss er ég um að Gunnar á eftir að ná dýpri skilningi og meiri ró í flutning ljóðaflokksins og Jónas heldur áfram að skapa fal- legar stemmningar og kannske fal- legastar í hljóðlátum og rólegum lögum. Jónasi liggur n.f. vel að leika undir (akkompanera) fyrir söngv- ara, og það er sko ekki ómerkilegt fag og ekki öllum gefið. Hins vegar skil ég ekki hvers vegna ekki má halda sér við orðið undirleikur, sem notað hefur verið um aldir og er annars staðar enn í fullu gildi. Að leika undir söng merkir ekki að fýlgja eigi söngvaranum eins og þræll hans væri, heldur miklu frem- ur að lyfta undir sönginn, minna á áherslur, styrkleikabreytingar og spennu í laginu o.fl. „Píanóleikari var“ (í efnisskrá) segir í raun ekki neitt og getur meira að segja verið vafamál hvernig skilja skal. Undir- leikari er gott og virðulegt orð og mun ég nota það framvegis ef ég skrifa um píanóleik með söngvara eða - vörum. Vona ég að Jónas bregðist ekki ókvæða við þessu þótt að nokkru hafi hann lagst á móti orðinu undirleikari. Ragnar Björnsson Lokið við ófullgerða sinfóníu Elgars London. The Daily Telegraph. ERFINGJAR breska tón- skáldsins Edwards Elgar hafa gefið leyfi fyrir flutningi þriðju sin- fóníu hans, sem tón- skáldið Anthony Pa- yne fullgerði, þrátt fyrir að Elgar legði blátt bann við slíku í erfðaskrá sinni. Hart hefur verið deilt um þá ákvörðun ei’fingjanna að leyfa Payne að ljúka við sinfóníuna og víst er að þeim deilum linnir ekki nú, þegar verkinu er lokið. Verkið hefur þegar verið fiutt fyrir lítinn hóp áheyr- enda en það verður frumflutt opinberlega í febrúar nk. í Royal Festival Hall í London og á sumartónleikum BBC, en sinfóníuhljómsveit BBC mun flytja verkið í bæði skiptin. Elgar byrjaði á þriðju sin- fóníunni árið 1933 en þá hafði hann nær ekkert samið í þau þrettán ár sem liðin voru frá láti eiginkonu hans. BBC pantaði sinfóníuna en Elgar náði ekki að ljúka við hana áð- ur en hann veiktist og lést 1934. A dánarbeði sínum óskaði hann eftir því að drög að sinfóníunni yrðu brennd og að ekki mætti undir nokkrum kringumstæðum Ijúka við þau. Námskeið í kamrner- tónlist FIÐLULEIKARINN og hljómsveitarstjórinn Sidney Harth heldur námskeið á veg- um Tónlistarskólans í Reykja- vík í Grensáskirkju, þriðju- daginn 2. desember kl. 17. A námskeiðinu leiðbeinir hann kammerhópum skipaða nemendum úr Tónlistarskól- anum í Reykjavík. Aðgangs- eyrir er 500 kr. Nýjar plötur • MEÐ ósk um gleðileg jól er með 11 jólalögum Óskar Óskarsdóttur og syngur hún og leikur eigin lög við ljóð ís- lenskra skálda. Ahersla er lögð á að kynna íslensku jóla- sveinana og Gi-ýlu. Lögin á plötunni heita Stjarnan, Kertaljós, Jól, Litla barn, Grýlukvæði, Jólasveinarnir, Gi’ýluþula frá 17. öld, Jóla- barnið, Um jól, Jólanótt og Jólnasumbl. Höfundur gefur út sjálfur og útsetti. Tímarit • ÓPERUBLAÐINU, ellefta tölublaði hefur verið dreift til styrktarfélaga íslensku óper- unnar. I blaðinu eru m.a. dómar Ólafs Gíslasonar um Cosi fan tutte, frásögn Guð- rúnar Vilmundardóttur af „gjöf aldarinnar" - íslensku ópemnni, fjallað um söngferil Guðmundu Elíasdóttur og viðtal við leikstjórann Gúnther Schneider-Siems- sen, sagt frá starfsári og tón- leikaröð Ópemnnar í vetur. Blaðið fæst í bókaverslun- um og í fslensku óperunni. Steinunn Birna Ragnarsdóttir Bryndís Halla Gylfaddttir Með hljóðfærið á hreinu JÓNAS Ingimundarson og Gunnar Guðbjörnsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.