Vísir - 13.05.1960, Blaðsíða 1

Vísir - 13.05.1960, Blaðsíða 1
12 síður 50. árg. q t\ I V 12 síður Föstudaginn 13. maí 1960 107. tbl. NORÐMENN ÁKVEÐA TÖLF MÍLUR. Halvard Lange, utanríkisráðherra Noregs, gaí þá yfirfýsingu á fundi í norska Stórþinginu í morg- un, að úr því að Genfarráðstefnan hefði engan árangur borið, mvndu Norðmenn færa fiskveiðitak- mörkin út í 12 mílur, eins og Island hafi gert. Sama góðviðrið hvarvetna. Næstum methiti í Rvk. í gær — Munaði tæpu hálfu stigi í gær. veitti Krúsév gott tækifæri til aii snúa við blaði. Hitinn í Reykjavík komst í tæp 18 stig og var því næstum um met-hita fyrir maí að ræða (í Rvk), en hann var mestur 18 stig hér í þessum mánuði á tímabilinu 1931—50, að því er Veðurstofan hefur tjáð Vísi. Munaði hálfu stigi eða tæplega það, að hitinn næði 18 stigum í gær. Mestur hiti á landinu í gær varð 21 stig á Egilsstöðum og 20 á Nautabúi í Skagafirði, 19 á Hellisandi og 18 á Hellu á Rangárvöllum og Hæli í Hrepp- um. Kl. 9 í morgun var 15 stig á Hellu og 13 í Rvík. Ekki er sjá- anlegt, eins og er, að veður- breyting sé á næstu grösum. Hægviðri er um mestallt Norð- urland, en þoka á ströndum og á miðunum, en bjart sunnan lands og fyrir Suðurlandi. Eins og' getið var í blaðinu fyrr í vikunni er nú yfir íslandi sending sunnan úr álfu, megin- landsloft hingað komið með austlægri átt. Góða veðrið hefur sett annan svip á allt og fólk gengur nú léttklætt eins og sunnar í álf- unni, en við njótum nú sama veðurs og Danir og Þjóðverjar norðan til í Þýzkalandi. Verði framhald á þessu góðviðri má jafnvel búast við, að þeir fáu, sem enn spóka sig í gæruskinns fóðruðum hettuúlpum, leggi þær frá sér og fari að klæða sig léttara eins og fjöldinn. Ráðherrar komnir heim. Ráðherrarnir Bjami Bene- diktsson og Guðmundur I Guð- mundsson voru meðal farþega í „Gullfaxa“ flugvél Flugfélags íslands, sem lenti á Reykjavik- Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, er 66 ára í dag, 13. maí. Mynd sú, sem hér birtist af honum, er nýgerð, og er höfundurinn hin góðkunna listakona Nína Sæmundsson. urflugvelli um kl. 10.30 í gær- kvöldi. Ráðherrarnir sátu fund Atl- antshafsbandalagsins í Mikia- garði, sem nýlega er lokið. Eft- ir fundinn var ráðherrunum boðið til Grikklands af grísku ríkisstjórninni, og dvöldust þeir í Aþenu í nokkra daga. Flóttamannanefnd Samein- uðu þjóðanna hefir útvegað 1.000.000 evrópskum flótta- mönum samastað. Bretar vilja 3ja mánaða „vopna- hlé“ í deilunni við Islendinga. Á í vök að verjast vegna „friðar“ stefnu sinnar heima fyrir. Kína-kommúnistar eru honum lika erfiðir. Daily Mirror, róttækt út- breitt blað í London ráðleggur Krúsév £ morgun að hætta öll- um bægslagangi og áróðri út af njósnafluginu og láta það kyrrt liggja, a.m.k. fram yfir fund æðstu manna, og Eisenhower, að lýsa yfir nú fyrir fundinn, að njósnaflugferðum verði hætt. Yfirleitt búast blöðin ekki við teljandi árangri af fundi æðstu manna, sem hefst í París mánudag næstkomandi — og sum búast ekki við neinum árangri. Sum leggja áherzlu á, að Vesturveldin verði hvað sem tautar ekki fyrri til að hverfa af fundinum. Times segir, að þrátt fyrir allt gæti svo farið, að njósnaflugið yrði til þess, að brotið yrði nýtt land á ráð- stefnunni, eins og það orðar það. Blaðið Scotsman segir, að engum lifandi manni detti i hlg að „kommúnistar — eða hinir“, eins og það kemst að I firnipiíii ú toyurum eni enu í verkííiitshííí/. íogaraeigendur styðja stjórnina og skipa togurunum að vera utan 12 mífna. Eitt kunnasta blað Lundúna, Fjármálatíðindi (Financial Times), gerir I morgun að um- talsefni þá ákvörðun Sambands brezkra togaraeigenda, að láta togara sína ekki fara inn fyrir 12 milna mörkin við ísland til veiða næstu 3 mánuði, í von um að á þeim tíma væri unnt að leita samkomulags. Lætur blaðið vel af þessari ákvörðun og telur mjög til bóta, að hún hefur fram komið. Blaðið tekur þó fram, að það sé alveg augljóst, að engin trygging sé fyrir, að ekki breyti Nýtt ofbeldi rauða Kína. Kínverskir kommúnistar hafa lagt nýjan veg um lú8 umdeilda Ladahk-svœSi, 320 km vega- lengd, yfir indverskt land. Hafa þeir þar með raunveru- lega fært yfirráð sín yfir 8—10 þúsund fermílur til viðbótar. Frá þessu var sagt í blaðinu „The Times of India“. aftur til hins sama að þriggja mánaða tímabilinu loknu, ef ekki næst samkomulag á þeim tíma. Fréttir af ofannefndri á- kvörðun brezkra togaraeigenda, þar sem varaformaður sam- j bandsins, sem hafði Qrð fyrir því á fundi með fréttamönnum í gær, kvað svo að orði, að sam- bandið hefði samúð með fiski mönnum, en skildi einnig af- stöðu ríkisstjómarinnar (brezku) og gæti því ekki orð- Framh. á 2. síðu. Eídur í morgun. í morgun kl. rúmlega sex, var slökkviliðið kvatt að húsina Digranesvegur 10 í Kópavogi, en þar hafði kviknað í íbúðar- húsi. Þegar slökkviliðið kom á staðinn logaði út með þekju hússins, og varð að rífa þar töluvert til að komast að eld- inum. Tókst samt fljótlega að ráða niðurlögum eldsins, en skémmdir munu hafa órðið nokkrar á húsinu. orði, fallist á neitt sem gæti orðið til þess að rýra áhrifa- aðstöðu þeirra i heiminum, og loks heyrast laddir um það, að vandinn mikli sé sá hinn sami, er hann hafi al.lt af verið: að eyða tortryggni, en það sem gerst hafi nú hafi orðið til þess að auka hana. Ern heyrast raddir um, að Krúsév hafi gripið tækifæri til „að snúa við blaði“ fyrir fund- inn, — hann kunni að eiga erfitt fyrir vegna óánægju með „friðar“-stefnú hans heima fyrir og frá kommúnistum er- lendis, einkum kínverskum. Á förum til Parísar. Herter utanríkisráðherra Bandarikjanna lagði af stað til Parísar í gærkvöldi með miklu föruneyti, þeirra meðal ýmsir ráðunautar og þeirra einnig helztur Bohlen fyrrverandi ambassador Bandarkjanna í Moskvu. Herter ræðir við Sel- wyn Lloyd og Couve de Mur- ville, utanrikisráðherra Bret- lands og Frakklands, fyrir fundinn. Eisenhower sagði í gær, að ef Krúsév drægi ekki heimboð sitt til baka færi hann til Sovét- ríkjanna, og 'oætti hann því við, að sér væri sama, þótt Krúsév gerði það, — hann gæti notað þá daga, sem hann þá fengi, til annars. Haft er eftir Eisen- Framh. á 7. síðu. Dauðaslys á Norðfirði. Fimm ára drengur í Nes- kaupstað, Kristinn Ilelgason, varð fyrir bifreið á mánudags- kvöld og lézt af völdum meiðsla í fyrradag. Þetta vildi til með þeim. hætti, að fólksbifreið var á leið í bæinn og ók drengurinn í veg’ fyrir bílinn með þessum sorg- legu afleiðingum. Kristinn var fyrsta fórnar- lamb bíláumferðarinnar í Nes- kaupstað.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.