Vísir - 06.10.1962, Blaðsíða 6

Vísir - 06.10.1962, Blaðsíða 6
6 V I S I R . Laugardagur 6. október 1962. 5? Yið verðum að ten Efnahagsbandala inu ií Baráttan um verðbólg- una aðalverkefnið Hér birtist meginhluti ræðu Gylfa Þ. Gíslasonar á aðalfundi Verzlunar- ráðs í gær. Fáeinir kaflar eru felldir úr er þar merkt með stjörnu. Undanfarin ár hefi ég á að- alfundi Verzlunarráðs tslands fiutt stutt yfirlit um þróun efnahagsmála tslendinga á Iiðnu ári og lýst skoöunum minum á helztu vandamálum, sem uppi eru í viðskiptamál- um þjóðarinnar. Ég ætla nú enn að gera hið sama og byrja á því að fara nokkrum orðum um efnahagsþróunina undan- fama 12 mánuði. Ríkisstjórnin hefur haldið fast við þá stefnu, sem hún mótaði í ársbyrjun 1960, skömmu eftir að hún tók við völdum. Höfuð- mark þessarar stefnu er að halda jafnvægi í greiðsluviðskiptum þjóðarinnar við önnur lönd og efnahagsmálum þjóðarinnar inn á við. Með þessari stefnu hugðist ríkisstjórnin skapa atvinnuveg- unum traustan og heilbrigðan starfsgrundvöll og stuðla að því, að sparnaður ykist f landinu og lánstraust þjóðarinnar erlendis styrktist. Þar með hefðu skil- yrði verið sköpuð fyrir því, að vöxtur þjóðarframleiðslunnar yrði sem mestur og lffsskilyrðin bötnuðu eins ört og frekast væri unnt. Gjaldeyrisstaðan stórbætt. Mikil breyting varð til batn- aðar á greiðslujöfnuði þjóðarinn- ar á árinu 1961. Var þá í fyrsta sinn síðan í stríðslok greiðslu- afgangur á vöru- og þjónustu- reikningi að upphæð 258 millj. kr., en á árinu 1960 hafði orðið greiðsluhalli, að upphæð 484 millj kr., og á árinu 1959 greiðsluhalli að upphæð 540 millj. kr. Efna- hagsráðstafanirnar, sem gerðar voru í ársbyrjun 1960 höfðu þeg- ar f stað mikil áhrif til þess að bæta greiðslujöfnuðinn. Vegna óvenjulega mikils innflutnings skipa og báta þetta ár varð heild arinnflutningur ársin.. 1960 hár, þrátt fyrir þetta, og mikill halli á greiðslujöfnuðinum. Á árinu 1961 komu áhrif efnahagsráð- stafananna hins vegar fram að fullu jafnframt þvf sem útflutn- ingur óx vegna bættra aflabragða og hærra verðlags á útflutnings- vörum. Gjaldeyrisstaða bankanna batnaði á árinu 1961 um um það bil 400 millj. kr. Þessi bati á gjaldeyrisstöðunni átti auðvitað að lang mestu leyti rót sína að rekja til þess, að greiðslújöfnuð- urinn var hagstæður um 258 millj- kr. eins og ég gat um áðan, én auk þess naut ísland 85 millj. kr. efnahagsaðstoðar frá Banda- ríkjunum. Að öðru leyti átti bati gjaldeyrisaðstöðunnar rót sfna að rekja til ýmissa breytinga á gjald eyrisstöðu einkaaðila. í fyrsta skipti í mörg ár varð nokkur lækkun. á samningsbundnum skuldum erlendis til meira en eins árs. Á fyrra helmingi yfirstand- andi árs hélt gjaldeyrisstaðan áfram að batna. í lok júnímánað- ar hafði gjaldeyriseign bankanna náð 912 millj. kr., borið saman við 527 millj. kr. í árslok 1961, en lækkun birgða af útflutnings- vöru átti verulegan þátt f þess- ari aukningu gjaldeyrisforðans. gjaldeyrissjóðinn, þegar frá , er talinn yfirdráttur að upphæð 2,8 millj. dollara, sem er jafnvirði gullinnstæðu íslands hjá sjóðn- um. Verður sá yfirdráttur vænt- anlega greiddur um næstu ára- mót. Eitt aðalatriði hinnar nýju stefnu ríkisstjórnarinnar f efna- hagsmálunum var að binda enda á hinn öra vöxt bankaútlána um- fram innlenda sparifjármyndun. Á árinu 1961 jukust útlán banka og sparisjóða um 349 millj. kr. Auk þess var stuttum lánum fyrirtækja í sjávarútvegi, að upp- hæð 298 millj. kr., breytt 1 löng lán hjá stofnlánadeild sjávarút- vegsins. Samtals var því hér um að ræða útlánaaukningu að upp- hæð 647 millj. kr. En sparifé jókst um 550 millj. kr. og inn- stæður á hlaupareikningum um sem nú hefur verið lýst, má hik- laust fullyrða, að ástandið í gjald eyrismálunum, peningamálum og fjármálum hafi mjög batnað á starfstíma núverandi ríkisstjórn- ar og sé nú komið í gott horf. Hins vegar hefur þróunin í kaup- gjalds- og verðlagsmálum verið uggvænleg að ýmsu leyti. 1 upp- hafi starfstíma ríkisstjórnarinnar tókst að vísu að stöðva hina skað legu verðbólguþróun, sem staðið hafði að heita mátti látlaust síð- an á styrjaldarárunum. Hafði þetta fljótlega mikil áhrif til góðs á þróun efnahagsmála. En það er ástæðulaust og væri raunar skaðlegt að draga fjöður yfir það, að á þessu sviði varð mikil breyt ing sumarið 1961 og að þróuniin hefur síðan orðið önnur en ríkis- stjórnin stefndi að f upphafi. Vor- ið 1961 hækkuðu laun um 13—19 Viðskiptamálaráðherra flytur ræðu sína. Sitjandi, frá hægri: Þorvarður J. Júlíusson, Gunnar Guð- jónsson, Þorsteinn Bernharðsson og Helgi Hjálmarsson. Hins vegar jókst innflutningur verulega á fyrri hluta ársins 1962 samanborið við fyrrihluta ársins 1961, og gera má ráð fyrir, að á árinu 1962 f heild verði ekki - eins mikill greiðsluafgangur og var 1961. Aukning gjaldeyrisforðans hef- ur gert það kleift að endurgreiða að fullu þá upphæð, sem á sfnum 236 millj. kr. Innistæðuaukningin nam því 786 millj. kr. Hin mikla aukning gjaldeyrisforðans hlaut að hafa í för með sér aukið pen- ingamagn, en það tókst engu að síður að halda heilbrigðu jafn- vægi í peningamálunum. Hið sama er að segja um þróunina á fyrri hluta ársins 1962. I lok júní s.l. áttu bankarnir innstæð- ur hjá Seðlabankanum að upp- hæð 161 millj. kr. f samanburði við 251 millj. kr. skuld f lok s.l. prósent. '.’ar það augljóslega mun meiri launahækkun en svaraði til samtíma aukningar -'þjóðarfram- leiðslunnar, enda hafði lítil aukn- ing orðið á þjóðarframleiðslunni á árinu 1960 og verðlag á útflutn ingsvörum farið lækkandi. Af þessum sökum reyndist gengis- breyting óhjákvæmileg. Kaup- hækkanirnar og gengisbreytingin höfðu sfðan f för með sér veru- legar verðhækkanir, sem þó urðu nokkru minni en meðalkauphækk Úr rœðu Gylfa Þ. Gíslasonar viöskiptamálaráöherra tfma var notuð af yfirdráttar- heimild þeirri, sem fékkst frá Evrópusjóðnum í París. Yfirdrátt arheimild þessi nam 12 millj doll ara, en af þeirri uppUæð voru 7 millj dollarar notaðir Þessir 7 millj. dollarar höfðu að fullu verið endurgreiddi: fyrir ferbúar iok 1962 Hiá Alþióðagialdeyris- sjóðnum í Washington hafði ríkisstjórnin einnig aflað sér 8,4 millj. dollara yfirdráttarheimild- ar. Af þessari heimild voru 6,8' millj dollarar notaðir og hafa 4 millj. dollarar af þessari upphæð þegar verið endurgreiddir. Er Is- land nú skuldlaust við Alþjóða- árs, en í lok sept. höfðu inn- stæðurnar lækkað f 89 millj kr. Uggvænleg þróun. Síðan núverandi rfkisstjórn tók við völdum, hefur verið greiðslu- afgangur hjá ríkissjóði. Af þess- um sökum hefur reynzt kleift að greiða að fullu allar lausa- skuldir ríkissjóðs. f fjárlagafrum varpinu fyrir árið 1963, sem lagt verður fyrir Alþingi, er það kem ur saman innan fárra daga, verð ur einnig jafnvægi milli tekna og gjalda. Á grundvelli þeirra staðreynda unin, þannig að raunveruleg laun munu á árinu 1961 hafa hækkað um 3 — 4% að meðaltali. I kjölfar hinna miklu kaup- hækkana og gengisls^kkunarinn- ar á árinu 1961 hlaut að sigla verðþensla. og nokkur hætta hlaut að vera á því að verðbólgu hugsunarháttur tæki á ný að festa rætur. Ríkistjórnin hlaut að telja það eitt meginverkefni sitt undir þéssum kringumstæðum að stuðla að áframhaldandi trausti þjóðarinnar á því að takast mætti að varðveita heilbrigðan grund- völl undir atvinnurekstri lands- manna og koma eftir því sem unnt væri f veg fyrir rýrnun á ■ gildi krónunnar. Ríkisstjórnin lagði því áherzlu á að láta þessa þróun ekki verða til þess, að aukning bankaútlána færi fram úr aukningu sparifjár, eða að halli yrði hjá ríkissjóði, auk þess sem ströngu verðiagseftirliti hef ur verið haldið. Það var stefna ríkisstjórnarinnar, að kaupgjald héldist stöðugt, þangað til 4% aukning sú yrði á kaupgjaldi, sem samningar gerðu ráð fyrir að taka skyldi gildi 1. júní 1962. Engin undirstaða. I ársbyrjun 1962 ræddu fulltrú- ar Alþýðusambandsins við ríkis- stjórnina og báru fram ýmpar ósk ir um breytingar á gildandi stefnu i efnahagsmálum. Ríkis- stjórnin lét hins vegar í ljós á- huga sinn á því að athuga ihögu leika á styttingu vinnutíma og aukningu framleiðsluafkasta til þess að bæta raunveruleg kjör launþega. Ríkisstjórnin benti enn ‘ fremur á, að sú kauphækkun, er taká ætti gildi 1. júní væri meiri en árleg aukning á framleiðslu- afköstum væri yfirleitt og að meiri kauphækkun gæti því ekki orðið raunhæf nema fyrir tak- markaðan hóp launþegai Ríkis- stjórnin benti ennfremur á, að lægstlaunuðu verkamennirnir hefðu fengið minnsta hækkun á kaupi sínu árið á undan, og hún teldi því sérstaka kauphækkun þeim til handa geta komið til grcina, ef aðrir launþegar gerðu ekki kröfu til hins sama sér til handa. Þessar viðræður Alþýðu- sambandsins og ríkisstjórnarinn- ar leiddu því miður ekki til neinn ar niðurstöðu. Vinnuveitendur og verkamenn sömdu hins vegar um 5% hækkun til viðbótar þeim 4% ,sem áður höfðu verið ákveð in. Faglærðir verkamenn fengu síðar 7—16% hækkun til við- bótar 4%. Meðalhækkun fag- lærðra og ófaglærðra verka- manna er líklega um það bil 8% í viðbót við 4%, þannig að kaup- gjald hefur á þessu ári hækkað um því sem næst 12% að meðal- tali. Kauphækkun sú, sem orðið hef- ur á þessu ári, er þess vegna ekki miklu minni en sú, sem varð á árinu 1961 og leiddi til gengis- lækkunarinnar í ágúst á því ári. Nú eru aðstæður til þess að greiða hækkað kaup hins vegar mun betri en í fyrra. Bráðabirgða tölur benda til þess, að aukning þjóðarframleiðslunnar á árinu 1961 hafi verið ijm 5% eða meiri en á nokkru ári síðan 1955. Von- ir standa til þess, að aukningin verði ekki minni á þessu ári, og útflutningsverðlag er nú um 4% hærra en pað var 1961. Greiðslu- geta útflutningsatvinnuveganna er mun meiri en í fyrra vegna góðs afla, einkum vegna óvenju- lega hagstæðra sumarsíldveiða, og vegna hækkandi útflutnings- verðlags. Gjaldeyrisstaðan er einn ig góð, og miklu betri en um mitt ár 1961, þegar svo að segja eng- inn gjaldeyrisforði var fyrir hendi. Aukinn útflutningur og sterk gjaldeyrisstaða gera það mögulegt að mæta auknum inn- flutningsþörfum. Ef kaupgjald Frh. á 10. bls.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.