Vísir - 06.10.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 06.10.1962, Blaðsíða 7
V1SIR . Laugardagur 6. október 1962. Rússar eru að koma sér upp herbækistöðvum í Marokkó Á Spáni hafa menn mikl- ar áhyggjur af því, að Rúss ar virðast vera að gera VTarokko að bandalagsríki sínu og korna þar með á tot bækistöð og vopnabúri í Norður-Afríku. Spænskur sendimaður, sem er fyrir skemmstu kominn frá Rabat, hefur skýrt svo frá, að vissulega sé hætta á því að stjórnin í Marokko krefjist nýlendna Spánverja í Af- ríku, en það sé ekki það hættu- legasta, sem í uppsiglingu sé — það sé undirbúningur á hliðarárás á Vestur-Evrópu. Síðan Hassan 2. tók við völd- um af föður sinum, hafa Rúss- ar gerzt æ yfirgangsmeiri, og þeir hafa neytt hann tii að gera við sig samning um ýmis konar hjálp. Meðal annars var Marokko boðið, að komið skyldi upp kafbátahöfn og landinu látnir í té kafbátar. Vitanlega verða þeir allir und- ir rússneskri stjórn og með rússneskum áhöfnum. Kafbátahöfninni á að koma upp næstum beint á móti Gibraltar, og í Tangier bjóðast Rússar til að koma upp fullkominni skipasnjiíða- stöð, sem mundi fyrst og frémst sinna viðgerðum á skipum þeirra. Vopn og skotfæri hafa verið flutt til landsins samkvæmt hjálparsamn ingnum við stjórn Hassans 2., — Her Iandsins hefur ekkert við því líkt magn að gera, þar sem í hon- um eru alls 32,000 menn, sem kunna lítt til notkunar á nýtízku vopnum. Sambúð Spánar og Marokkós hef ur einnig versnað við það, að Mar- okko tilkynnti nýverið, að land- helgi þess væri framvegis 12 mil- ur, en við það verður mikill hluti Gibraltarsunds orðið innan land- helgi Marokkos. Sundið er breiðast 23 mílur, en aðeins 8,5 mílur þar sem það er mjóst. Róma borgargötur eru meira en 9 þúsund Áður eu Rómaborg varð höfuð- borg ítalíu, var það siður, að íbúar hverrar götu um sig gáfu henni nafn, sem dregið var af einhverju sérkennilegu húsi við hana, ein- hverjum íbúum hennar eða því- líkt. En þetta breyttist árið 1870, þeg- ar Ítalía sameinaðist eftir margra alda sundrungu, og þá tók borgar- stjórnin að sér að skíra göturnar, en þó voru hin gömlu nöfn látin haldast. Húsnúmer höfðu verið tek- in upp mun fyrr, því að Píus 7. hafði skipað svo fyrir árið 1802, að hús við allar götur skyldu núm- eruð þannig, að tölusetningin hæf- ist vinstra megin, en héldi áfram hægra megin, og er þetta svo enn í elztu hverfum borgarinnar. Árið 1870 voru götur Rómaborg- ar taldar 1007, en voru orðnar 2904 árið 1911, en 4985 árið 1938. Loks voru þær orðnar 6277 árið 1950, 7082 fjórum árum síðar, og á þessu ári eru þær komnar á tíunda þús- undið. In memorinm Stefán Lyngdal koupmaður NÝTT NORSKT VARÐSKIP Norðmenn hafa fylgt fordæmi íslendinga og tekið upp hjá sér tólf mílna fiskveiðilandhelgi, þó þeir hafi veitt útlendum tog- urum nokkru Iengri frest til að hafa sig á burt. Samtímis víkkun landhelginn ar eru Norðmennirnir nú að efla landhelgisgæzlu sfna eins og íslenzka Iandhelgisgæzlan og hafa þeir smíðað tvö ný varð- skip. Hér fyrir neðan birtist mynd af nýjasta varðslcipi Norðmanna Heimdalli, sem var afhentur norska flotanum um síðustu helgi. Á hann að koma að góðu gagni til að verja hina stækk- uðu fiskveiðilandhelgi. Það er Bolsönes Verft sem smíðaði Heimdall, en sú skipa- smiðastöð er þekkt hér á landi fyrir byggingu ýmissa skipa. Má m.a. nefna að Fagranesið sem áður var í siglingu milli Reykjavíkur og Ákraness og nú er Djúþbátur á ísafjarðardjúpi er var byggður þar. Einnig eru Eldborgin og Eldey og fleiri fiskiskip frá Bolsönes. Heimdallur er 600 tonn með 1250 hestafla vél sem gefur skipinu 16,3 sjómíina hraða. Hann er búinn sænskri fall- byssu af Brofoss-gerð. f. 15. 10 1913 d. 22. 8 1962 Þeir eru famir að týna tölunni gömlu félagarnir, þótt aldurinn sé ekki orðinn hár. Mér varð ósjálf- rátt hugsað til æskuáranna, þegar ég frétti lát Stefáns Lyngdals, kaupmanns. Ég minnist tápmikils unglings, sem oftast var sjálfkjör- inn foringi í leik. Ég minnist geð- prúðs og skemmtilegs félaga, nolck uð skapmiklum á stundum, en ó- áleitnum og miklumvini vina sinna. Þannig kom Stefán mér fyrir sjón- ir fyrr og síðar. Stefán var einn af gömlu fé- lögunum, sem fæddur var og upp- alinn hér í bænum og ég hafði fylgzt með frá barnæsku. Þegar við nálgumst miðjan aldur má alltaf gera ráð fyrir að jafnaldrarn- ir, vinirnir frá æskuárunum, hverfi af sjónarsviðinu einn og einn, og því hraðar, sem aldurinn færist yfir mann. Þetta kemur þó flatt , upp á okkur hverju sinni, og getur | verið þungbært eftir því hve vin- ' áttan hefur verið náin. Og sumir eru þannig gerðir, að þeir líða okkur ekki úr minni. Stefán var skemmtilegur per- sónuleiki fyrir margar sakir. Hann var myndalegur á velli og fríður sýnum. Hann hafði skemmtilega skapgerð, sem vann honum marga vini, enda þótt hann mætti teljast hlédicegur að eðlisfari. Hann hafði þetta óskýranlega við sig, sem lað- aði menn að honum, þótt hann gerði ekkert til þess sjálfur. Hann var háttprúður en átti þó til mikla gamansemi, og það sem, var mikilsvert, vildi öllum gott gera. Stöðugir fundir Að undanförnu hefir Verðlags- ráð sjávarútvegsins setið á stöðug- um fundum ‘il undirbúnings á- kvarðana um verð á síld og síldar- afurðum á komandi síldarvertíð suðvestanlands. Verðákvarðanir hafa ekki verið teknar ennþá. Sverrir Júlíusson er formaður ráðs- ins en alls eru 12 fulltrúar á þess- um fundum. Sex þeirra eru frá síldarkaupendum og sex frá selj- endum, það er að segja útvegs- mönnum og sjómönnum. Náist ekki samkomulag um verðlagningu í verðlagsráðinu sjálfu kemur til kasta yfirnefndar. Aukuar ísienzkar fiskmlur — segir General - Blaðið General-Anzeiger í Bonn greinir frá því nýlega, að þýzkir fiskkaupmenn hafi gist ísland. Hafi þeir verið frá Bremerhaven og Cuxhaven. Blaðið skýrir frá því að þeim hafi ekki þótt ástand íslenzku út- gerðarinnar blómlegt. Hvorki meira né minnu en 12 útgerðarfyrirtæki íslenzk hafi orðið að hætta starf- semi sinni á síðasta ári. Nú séu 40 togarar gerðir út frá íslandi. En spurningin er hvort það verður nokkur eftir 5 ár, höfðu hinir þýzku fiskkaupmenn sagt eftir kynnisför sína hér. ' Þá benda þeir á þao í blaðavið- talinu að auðvelt verði með íslenzk ai fisksölur í Vestur-Þýzkalandi, ef enginn tollur sé lagður á íslenzka fiskinn. Hins vegar sé í ráði að setja á sameiginlegan fisktoll Efna hagsbandalagsins. Hann á að koma til framkvæmda í janúar í vetur og mun nema 11.5% Auk þess sem slíkur toliur mundi valda erfiðleik um á íslenzkum fisklöndunum í Breme iven og Cuxhaven myndi hann hækka verð fisksins til þýzkra húsmæðra. Blómasýningin Blómasýningunni í Alaska lýkur j nú um helgina eða á sunnudags- kvöld og hefur hún þá staðið í! hálfan mánuð. Aðsókn að henni hefur verið góð. Einna mesta athygli á þessari sýningu hafa vakið kaktusar, blómstrandi Chrysanthemum og Saintpaulia. Enn fremur hafa vakið athygli sýnishorn af íslenzkum jólatrjám, en þau verða seld nú fyrir jóliri. í ár verða þó aðeins 1 seld um meters há jólatré, en inn- an fárra ára mun Alaska hafa nægj anlegt magn af jólatrjám í öilum stærðum. íslenzku -jólatrén eru vinsæl fyrir það að þau halda barrinu betur en þau innfluttu. Á þessari blómasýningu hefur meira selzt af blómstrandi potta- plöntum heidur en „grænum", þó allmikið hafi selzt af hengiplönt- Það verður okkur mönnunum alltaf óskiljanlegt hvers vegna ungir menn á bezta aldri skuli kvaddir á burt, þegar enn virðast næg verkefni, og nægur áhugi til þess að leysa hvert það verkefni sem lífið hefir upp á að bjóða. Hins vegar er þetta staðreynd, sem við verðum að sætta okkur við. Vita- skuld eigum við öll eftir að deyja, en stundum er erfitt að skilja rök- in fyrir tímanum, sem er valinn. Og þótt ekki verði sagt, að lát Stefáns hafi komið alveg á óvart var það svo, að þeir sem bezt þekktu táp hans og lífsgleði áttu erfitt með að skilja að hann væri fyrir fullt og allt horfinn af sjónar sviðinu. Stefán var lengst af hraustur, en á fáum árum breytt- ist heilsufar hans á þá lund, að dauðinn virtist bezta lausnin. Það er að minnsta kosti skoðun mín. að það hefði ekki samrýmst skap- gerð hans, að þurfa að lifa, án þess að taka virkan þátt í staríi. Stefán valdi sér hlutskipti f líf- inu að starfa að kaupsýslu, eins og faðir hans hafði gert. Hann stofnaði ungur hljóðfæraverzlunina Rín og rak hana til dauðadags eða um 20 ára skeið. Verzlun þessi er fyrir löngu o'rðin landsþekkt sem sérverzlun með hljóðfæri. Stefán var tónnæmur með afbrigðum og lék á flest hljóðfæri, og mun það ekki hafa átt lítinn þátt í þvi að vinsældir verzlunar hans jukust með hverju ári. Hann hafði gott vit á vörunum, sem hann verzlaði með og gat alltaf leiðbeint við- skiptavinum sinum. Hann sýndi það snemma,, að hann var þeim vanda vaxinn að reka umfangs- mikla verzlun. Hann kunni vel skil á því, að ráðvendni og heiðar- leiki er stoðin undir velfarnað á þvi sviði. Enda var Stefán í starfi sínu jafn vinsæll og velmetinn og hann var meðal gamalla vina sinna, sem kunnu að meta hann fyrir aðrar sakir. Stefán var hamingjusamur í einkalífi. Hann eignaðist ungur góða konu, sem stóð við hlið hans alla tíð og studdi hann mest, þegar mest lá við. Mér er einnig kunnugt um það, að hugur hans var allur heima hjá konu og dætrum, þeg- ar hann lá á sjúkrahúsi erlendis og beið þess að ganga undir upp- skurð. Stefán eignaðist þrjár dæt- ur Huldu, Svölu og Elsu Guðrúnu Dæturnar og eiginkonan eiga á bak að sjá ástvini, sem ekki verð- ur þeim bættur. En minningarnar um góðan föður og eiginmann er huggun harmi gegn. Og við gömlu félagarnir erum einum vini fá- tækari. k.j. t

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.