Vísir - 06.10.1962, Blaðsíða 15

Vísir - 06.10.1962, Blaðsíða 15
V í SIR . Laugardagur 6. október 1962. 15 Friedrich Dúrrenmatt GRUNURINN OG skaltu kveðja mig hér, Samuel“, sagði Barlach. „Enginn má vita að við erum vinir. Á þessari fyrstu yfirheyrslu hvílir mikið“. „Yfirheyrslu?“ spurði Hung- ertobel undrandi. „Hvað annað?“ svaraði lög- reglufulltrúinn hæðnislega. „Emmenberger mun rannsaka mig og ég mun yfirheyra hann“. Þeir tókust í hendur. Systurnar komu. Nú voru þær fjórar. Gamla manninum var lyft upp á sjúkravagn. Er hann hallaði sér aftur é bak, sá hann Hungertobel afhenda töskurnar. Síðan leit gamli mað- urinn upp í myrkan, tóman him- inn, þaðan sem snjóflygsurnar svifu í léttum, mjúkum dansi. Hann fann þsér snerta andlit sitt, rakar og kaldar. Er sjúkravaginn var dreg- inn inn í anddyrið, heyrði Bárlach bifreið Hungertobels fjarlægjast. „Hann er farinn, hann er farinn,“ sagði hann hjjóðlega við sjálfan sig. Sjúkra vagninn rann hljóðlaust um leyndardómsfulla ganga. Fóta- tak systranna heyrðist heldur ekki. Gamli maðurinn horfði á hvítt loftið þjóta framhjá. Með vissu millibili voru á því stórir speglar, þar sem hann sá sjálf- an sig, liggjandi hjálparvana á vagninum. Á veggjunum til beggja hliða voru svartir tölu- stafir, en hurðirnar voru ósýni- legar. Ajlt rann út í eina hvít- glampandi móðu. Höggmynd af nöktum líkama kom í Ijós í einu horninu óg hvarf síðan framhjá. Enn einu sinni kynntist Bár- lach rólegu, en þó ógeðfelldu andrúmslofti sjúkrahúss. Að baki sér skynjaði hann rautt, þrútið andlit sjúkrasysturinnar, sem ýtti vagninum. Gamli maðurinn krosslagði hendurnar undir höfðinu. „Er hér dvergur?" spurði hann á há- þýzku, þar sem hann hafði látið skrá sig sem útlending. Sjúkrasystirin hló: „En hr. Kramer. Hvernig í ósköpunum getur yður dottið slíkt í hug?“ Hún talaði há-þýzku með svissneskum hreim. Af því þótt- ist hann geta ráðið, að hún væri frá Bern. Og enda þótt svarið gerði hann afar uggandi, hugs- aði hann með sér, að fremur væri bót í máli, að hér væru þó Bernarættaðir tij að gæta hans. Og hann spurði: „Hvað heitið þér, systir?" „Ég er systir Klári.“ „Frá Bern, er það ekki?“ „Frá Biglen, hr. Kramer." Við skulum sjá til, hugsaðij lögreglufulltrúinn. YFIRHEYRSLAN Systirin ýtti Bárlach inn í skínandi bjart herbergi, þar sem allir veggir virtust úr gleri. í því miðju stóðu tvær manneskjur. Önnur þeirra var grannvaxinn, eilítið hokinn karlmaður í lækn iskyrtli, með þykk hornspangar gleraugu, sem þó megnuðu ekki að hylja örið í hægri augabrún inni. Þetta var Fritz Emmen- berger. Gamli maðurinn leit að- eins Iausjega til hans í fyr&tu, en virti þeim mun betur fyrir sér konuna, sem stóð við hlið læknisins. Konur vöktu forvitni hans. Hann horfði tortryggnis- lega á hana. Yfirleitt hafði hann andúð á hámenntuðum konum, en þessi kona var fögur. Það varð hann að viðurkenna, og sem gamall piparsveinn hafði hann mikinn . veikleika fyrir kvenlegri fegurð. ‘Strax við fyrstu sýn, þóttist hann geta séð, að þetta væri hefðarkona, svo tígurleg og leyndardóms- full var hún, þar sem hún stóð í hvítum kirtjinum við hlið Emmenberges.sem ekki virtist samboðinn henni. „Komið þér sælir“, sagði Bárlach og lét há-þýzkuna niður falla, enda þótt hann hefði ný- lega talað hana við systur Klári. „Það gleður mig mjög að kynn- ast svo frægum lækni“. „Þér talið þá Bernarþýzku?" sváraði læknirinn á sama máli. (E) PIB Af slíkum aukvisa að vera eruð þér í ágætu standi. „Utlendingar ættu nú líka að geta kunnað Bernarmálýzku“, muldarði gamli maðurinn. „Já, svo sannarlega", sagði Emmenberger hjæjandi. „En hinn sérkennilegi framburður Bernarmállýzkunnar er þó yfir- leitt einkenni Bernarbúans“. „Hungertobel hafði rétt fyrir sér“, hugsaði BárlaQh. „Þetta er ekki Nehle. Berlínarmaður hefði aldrei leitt talið að Bernarmál- lýzkunni". Hann leit að nýju á konuna. „Aðstoðarlæknir minn, dr. Marlok", sagði Emmenberger. „Einmitt" sagði gamli maður inn þurrlega. „Gleður mig mjög“. Síðan spurði hann ajlt í einu, um Ieið og hann snéri sér að lækninum: „Voruð þér ekki í Þýzkalandi, dr. Emmen- berger?" Enginn getur rænt mig fjár- aði Juan. hættulega mikilli nákvæmni.... sjóð mfnum — arfi mínum, flrr- Hann kastaði hníf sínum af En með snöggri hreyfingu tókst apamanninum að koma sér undan glampandi hnífsblaðinu. Barnasagan KALLE græm pófa- gaukur- :iSí Af tilviljun ..oniu Kalli og Tommi þar að, sem Jack Tar og menn hans höfðu grafið „Hvert þó í logandi," hrópaði Kalli, „þeir hafa komið á undan okkur. Hvernig getur þessi sjó- ræningjabjáni vitað, að fjársjóður inn er einmitt hér?“ „Einmitt hér“ var sagt fyrir ofan hann „grafið dýpra, klórið þá í hnakk- anum.“ Fyrir ofan þá sat þá páfagaukur. „Nú, svo að það varst þú sem kjaftaðir frá leynd- armálinu," hrópaði Kalli reiður. ,,Leyndarmálinu“ endurtók fugl inn allir hafa unnið í blindni." „Svo að þú hefur þá leitt alla hina á villigötur sniðugur fugl“ Þú ert aldeilis Ktði Kalli. „Ég kom þangað eitt sinn fyr ir mörgum árum“, svaraði lækn- irinn. „En lengst af var ég í Chile, Santiago". Ekkert gaf til kynna, hvað hann kynni að hugsa, eða að spurningin héfði komið honum úr jafnvægi“. „í Chile, í Chile“, sagði gamli maðurinn og enn einu sinni: „í Chile, í Chile“. Emmenberger kveikti sér í sígarettu'og gekk að ljósaborð- inu, og lækkaði Ijósin, Svo að nú logaði aðeins á einum bláum lampa yfir höfði lögregjufull- trúans. Ekkert var sýnilegt, nema skurðarborðið og andlitin á hinum tveim hvítklæddu ver- um, sem stóðu andspænis hon- um.Þó fann gamli maðurinn, að við enda herbergisins var stór gluggi og í gegnum hann sá hann nokkur fjarlæg ljós. Rauð glóðin í sígarettu Emmenberg- ers hreyfðist upp og niður. „I slíkum herbergjum reykja menn yfirleitt ekki“, datt lög- reglufulltrúanum allt í einu í hug. „Eitthvað hlýt ég að hafa komið honum úr jafnvægi“. „Hvað varð af Hungertobej? spurði læknirinn. „Ég sendi hann í burtu“, svar aði Bárlach. „Ég vil láta yður rannsaka mig án hans viðurvist- ' ar“. Læknirinn lyfti gleraugunum upp á ennið: „Ég held nú samt að við getum borið fullt traust til Hungertobels“. „Eflaust", svaraði Bárlach. „Þér eruð sjúkur“, hélt Emm- enberger áfram. „Þér genguð undir hættulega aðgerð, sem heppnast ekki alltaf. Hunger- tobel sagði mér, að yður væri það aljt kunnugt. Það er gott. Vestur þýskar alullarúEpur verð frá kr. 385,@0

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.