Vísir - 21.06.1965, Blaðsíða 1

Vísir - 21.06.1965, Blaðsíða 1
SöltunarsíldtilSiglufjarðar Fyrsta söltunarsíldin til Siglufjarðar barst þangað í gær Það var Hafglit, sem fékk þessa síld, alls 1247 tunnur og varð 60% nýting á síldinni, upp- •saltaðar tunnur urðu 777. Síld þessí fékkst á Langanesmiðun- um, um 18 klst. s'iglingu frá Siglufirði. Slldin var 18% feit. Til Rauðku á Siglufirði hafa komið 41.550 mál til braeðsiUi, og til SR hafa borizt um 7D. 000 mál. Af síld til SR komu 10.000 mál með flutningaskip- um S.R. frá Seyðisfirði. SAMKOMULAG A SEYUSfíRÐI Reykjavíkursamkomulagið samþykkt é Reyðarfirði, EskHirði og Féskrúðsfirði Þau tíðindi gerðust í gær að samkomulag varð milli verklýðsfélagsins á Seyðisfirði og vinnuveitenda á grundvelli heildarsamkomulagsins, sem gert var hér í Reykjavík um hvítasunnuna. Gilda þeir samningar þá á Seyðisfirði með smávægilegum breytingum. Var Reykjavíkursamkomulagið samþykkt af stjóm og trúnaðarmannaráði verklýðsfélagsins og verður það lagt fyrir almennan félagsfund í kvöld. Áður hafði stjóm verklýðsfélagsins á Seyðisfirði haldið fast við Egilsstaðasamþykkt nokkurra verklýðsfélaga á Austurlandi og undirbúið auglýsingu kauptaxta. Er nú horfið frá því ráði. Fleiri Austfjarðafélög hafa nú bætzt í hóp hinna mörgu félaga sem samþykkt hafa Reykjavík- ursamkomulagið. 1 gærkvöldi samþykkti verklýðsfélagið á Reyðarfirði samkomulagið og á föstudagskvöidið var það sam þykkt af verklýðsfélaginu á Eskifirði. Skömmu áður hafði félagið á Fáskrúðsfirði sam- þykkt það. Eru þá aðeins þrjú félög á Austfjörðum sem halda fast við þá ákvörðun að auglýsa kaup- taxta, aðra en samkomulagið gerir ráð fyrir. Eru það félögin f Neskaupstað, Vopnafirði og Breiðdalsvík. Vinnuveitendasamband Is- lands hefur lýst þvi yfir, að ef þessi félög auglýsi kauptaxta muni vinnuveitendur auglýsa annan taxta í samræmi við sam komulagið fyrir norðan og aust an og grfpa til gagnráðstafana í þessu efni, svo farið verði eft ir þeim töxtum. Hafa þá öll félög á Norður- landi samþykkt Reykjavíkur- samkomulagið og þorri Aust- fjarðafélaganna, eftir að fram angrelnd þrjú félög bættust í hópinn. Ekki höfðu neinir samninga fundir með fulltr. Dagsbrún- ar og Hlffar verið boðaðir í morgun. Á morgun fara jámiðnaðar- menn og bifvélavirkjar í eins sólarhrings verkfall, til þess að leggja áherzlu ' á kröfur sínar um nýja samninga. • 9 •"swwjr.;; / REYKJA VIK Nægar hirgðir annars staðar Skortur á dilkakjöti hefur allmikið gert vart við sig í kjötbúðum Reykjavíkur og nágrenn is að undanförau, og veldur þetta óþægind- um. Heyrast gagnrýnis- raddir í þessu sambandi þess efnis, að ekkert vit sé í því að vera að flytja út mikið magn af kjöti með miklum niður- greiðslum en láta svo vera kjötskort í sjálfu landinu. Kjötskorturinn í búðunum er þó allmis- jafn og fer það eftir mis- LAÐIÐ I DA munandi aðdráttarleið- um. Blaðið hefur snúið sér til framleiðsluráðs landbúnaðarins og beiðst skýringar á þessu fyrirbæri. Skýrði fulltrúi þess, Jónmundur Ólafsson frá því, að birgðir af dilkakjöti hafi ekki verið mikið minni í landinu 1. júní í ár en í fyrra. Munurinn sé um 70 tonn, sem nemur að- eins nokkurra daga kjötsöíu í Reykjavík. Ástæðan fyrir þess um erfiðleikum sé sú, að víða út um land, einkum f þeim plássum þar sem einhver von sé um að síldarskip komi liggi kjötsölufyrirtækin með miklar birgðir, sem þau halda til þess að freista þess að ná sölum til síldarflotans. Verzlunarmálin eru þannig að það er ekki hægt að gefa beina fyrirskipun um að senda kjöt af þeim birgðum til Reykjavíkur. En ráðstafanir Framh. á bls. 6. Bls. 2 Shadows f fyrsta sæti. — 3 í stúdentafagnaði M.A. — 9 Ef vin þú átt... — 10 Viðtal við Kristján Eldjárn. Manlio Brosio, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, heilsar forseta íslands í Alþingis- húsinu í morgun. Manlio Brosio íheimsókn íReykjavík Manlio Brosio framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins kom hingað til lands í heim- sókn með flugvél Flugfélags ís- lands seint í gærkvöldi, I morgun gekk hann á fund íslenzkra ráðamanna og snæddi í hádeginu í boði forseta Is- lands að Bessastöðum. Kl. 10 í morgun gekk Brosio á ífund forseta fslands i skrif- stofu hans í Alþingishúsinu og ræddi þar við hann í hálfa klukkustund en eftir það hélt framkvæmdastjórinn til Stjórn arráðshússins við Lækjartorg til viðræðna við dr. Bjarna Benediktsson forsætisráðherra og Guðmund í. Guðmundsson ut anríkisráðherra. Meðan Brosio dvelst hér ' býr hann að Hótel Sögu. Síðdeg is í dag fer hann f kynnisferð um Reykjavík og nágrenni og mun koma á fund Samtaka um vestræna samvinnu og Varð- bergs f Sigtúni, síðan situr hann kvöldverð í boði utanrfkisráð herra i ráðherrabústaðnum f Tjamargötu. Hann mun dveljast hér fram á fimmtudag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.