Vísir - 21.06.1965, Blaðsíða 10

Vísir - 21.06.1965, Blaðsíða 10
VISIR . Mánudagur 21. júní 1965. F * * 1 i • * jj i • > f horgin i dag horgm i dag borgin i dag SLYSAVARÐSTOFAN Opið allan sólarhringinn. Sími 21230. Nætur- og helgidagslæknir ’ sama slma Næturvarzla vikuna 19.—26. Vesturbæjar Apótek Næturvarzla í Hafnarfirði að- faran. 22. júní Jósef Ólafsson ölduslóð 27, sími 51800. Útvtirpið Mánudagur 21. júní. Fastir liðir eins og venjulega. 15.00 Miðcfegisútvarp. 16.30 Síðdegisútvarp. 18.30 Pjóðlög frá ýmsum lönd- um. 20.00 Um daginn og veginn And rés Kristjánsson ritstjóri talar. 20.20 Orgelleikur í Kristsk'irkju í landakoti: Martin Hung- er leikur. 20.45 Skiptar skoðanir Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur hefur með höndum umsjón þáttarins. 21.10 íslenzk tónlist Sinfóníu- hljómsveit íslands leikur. 21.30 Útvarpssagan: „Vertíða- lok“ eftir séra Sigurð Ein arsson höfundur les (12). 22.10 Á leikvang'inum Sigurður Sigurðsson talar um íþrótt ir. 22.25 Hljómplötusafnið í umsjá Gunnars Guðmundssonar. 23.15 Dagskrálok. sjonvarpíö Mánudagur 21. júní. 17.00 Science all-star — Þáttur um vísindamál. 17.30 Synir mínir þrír. Úr heim- il'islífi Steve, sona hans og föður. 18.00 Getraunaþáttur. 18.30 Shotgun-Slade. 19.00 Fréttir. 19.30 Harrigan & Son. 20.00 Dagar í Dauðadal. 20.30 Skemmtiþáttur Danny Kaye. 21.30 Stund með Alfred Hitch- cock. 22.30 Fréttir. 22.45 The Tonight show. BRÉFASKIPTI Ungur Englendingur, 25 ára, sem er að reyna að læra íslenzku á eigin spýtur, hefir áhuga á að eignast pennavin á íslandi. Hef áhuga á bókmenntum, tónlist, vísindum. Heimilisfang hans er: John Dl. Heritage. 140 Farn- borough Rd. Heath End, Farnham Surrey, England. % % STJÖRNUSPÁ Spáin gildir fyrir mánudaginn 21. júní. Hrúturinn. 21. marz til 20. apríl: Þú skalt ekki dreifa um of kröftunum í dag, heldur einbéita þér að hverju fyrir sig unz því er lokið. Annars er hætt við töfum og vafstri. Nautið. 21. april til 21. mal. Hafðu vaðið fyrir neðan þig og gerðu ekk’i neina bindandi samninga, nema þú hafir at- hugað ' allt vandlega: Varastu áhyggjur að óþörfu er á líður. Tvíburamir, 22 mai til 21. júní: Sennilega færðu einhver skilaboð eða fréttir, sem þú hefur beðið eftir og varða þ'ig miklu. Einhver peningavandr æði, sem leysast þó. Krabbinn. 22. júnl til 23. júli. Tilvalinn dagur til ferðalaga eða til undirbúnings ferðalaga Þér mun ganga felst vel sem viðkemur beinum fram- kvæmdum, fyrri hluta dagsins Ljónið. 24, júlí til 23 ágúst: Sennilega býðst þér tækifæri í dag til að bæta afkomu þína, að minnsta kosti í b'ili. Bjóðist þár einhver skemmtun I kvöld, skaltu taka því. Meyjan. 24 ágúst til 23. sept Hafðu allan varann á og gættu þess að bjóða ekki hættunum að neinu leyti heim. Farðu að minnsta kosti varlega í sk'iptum við gagnstæða kynið. Vogin. 24. sept. til 23. okt.: Þú átt gott tækifæri, sem þú ættir ekki að láta ónotað, gætii verið i sambandi við ferðalög. Athugaðu fjármálin og láttu ekki hafa af þér. Drekinn. 24. okt. til 22. nóv.: Athugaðu að ekki er alltaf að marka vinalæti og hrós, , og taktu slíkt eins og það er tal- að. Kvöldið er að einhverju leyti varhugavert. Bogmaðurinn. 23. nóv til 21. des.: Vertu heill vini af gagnstæða kyninu, sem þú ve’izt þér einlægan. Upp frá þessum degi gerast merkilegir hlutir varðandi framtið þína. Steingeitin. 22. des. til 20. jan.: Þér er óþarft að hafa þungar áhyggjur vegna éin- hvers þér nákomins. Það lag- ast betur en áhorfist. Léitaðu einveru ,og hvíldar í kvöld. Vatnsberinn. 21 jan. til 19. febr.: Þú færð óvænta heim- sókn, eða það gerist eitthvað óvænt, sem þér er fagnaðar- efni. Reyndu að halda sem beztu samkomulagi heima fyr- ir. Fiskarnir. 20. febr. til 20. marz: Þú átt gott tækifæri, ef þú kemur auga á það. Taktu lífinu að öðru Ieyti með ró — þó að allt gangi sinn hægagang nú, verður þar breyting á. Árnað heilla Laugardaginn 29. maí voru gef in saman í hjónaband i Suður- eyrarkirkju af séra Jóhannesi Pálmasyni ungfrú Nanna Jóns- dóttir, Isafirði og Valdimar Ólafs son skrifstofumaður, Reykjavík. Heimili' þeirra er á Suðurlands braut 106. (Studio Guðmundar, Garðastræti). Þann 10. júní voru gefirf sam an f hjónaband af séra Frank M. Halldórssyni ungfrú Sigrún And- rwsdóttir kennaranemi og Grétar Áss Sigurðsson, viðskiptafræð- ingur. Brúðhjón'in fóru samdæg- urs I brúðkaupsferð til Norður landanna með Gullfossi. Heimili þeirra verður á Bergstaðastræti 55. Þann 12. júní voru gefin sam- an i hjónaband af séra Gunnari Ámasyn'i ungfrú Kristín E. Sig- urðardóttir og Jóhann Helgason, Austurgerði 6, Kópavogi. (Studio Guðmundar, Garðarstræti). hlutabráf Hallgrims- kirkju fást hjá prestum lands- ins og i Rvfk. hjá: Bókaverzlun Sigf. Eymunds- sonar Bókabúð Braga Brynjólfs sonar, . Samvinnubankanum Bankastræti, Húsvörðum KFUM og K 0o hjá Kirkjuverði og kirkjusmiðum HALLGRÍMS- KIRKJU á Skólavörðuhæð. Gjaf ir til kirkiunnar má draga frá tekjum við framtöl til skatts. BIFREIÐA SKOÐUN Þann 12. júní voru gefin sam an í hjónaband af séra Þorsteini Bjömssyni ungfrú Ástg Krist'ins dóttir og Pétur Wunche, Boga- hlíð 9. (Sutdio Guðmundar, Garðastræti). Mánud. 21. júní: R-7201 R-7350. • VIÐTAL DAGSINS Kristján Eld- jám, þjóð- minjavörður — Hvemig var aðsóknin á bergristusýninguna? — Aðsóknin var alveg sæmi- leg, sýningar eru ekki mjög fjöl sóttar bæðí á þessum árstíma og einnig er svo mikið um sýn ingar að fólk veiur úr þeim. En við erum. sérstaklega ánægð'ir með þetta að hafa getað feng- ið norsku sýninguna hingað, og teljum að aðsóknin hafi ver ið góð. — En hvemig er með aðsókn að Þjóðminjasafninu yfirleitt? — Á sumrin er aðsóknin jöfn ust en það hefur verið þannig að þá er safnið opið á hverj- um degi, sem óhjákvæmilegt vegna ferðamanna, sem koma öl þess að skoða það. í kring- um 30 þúsund manns koma á sýningartími safnsins á ári bæði almennir ferðamenn og svo safnverðir og fræðimenn. — Hefur safnið fengið ein- hverja nýja muni? — Nýjir munir bætast alitaf við, og safninu berast alltaf góðar gjafir og má þá nefna myndimar frá Watson, sem margir taka sérstaklega eftir. — Hvað starfið þið utan safnsins á sumrin? — Við notum tímann til ým- issa starfa, sem. þarf að gera utanhúss, við ætlum að vinna dálít'ið við Stöng en rústimar þar þarfnast nákvæms eftirlits. Árlega þarf að hréinsa þar til, lagfæra veggi og annað. , — Hvað eru staðirnir marg- ir, sem Þjóðminjasafnið hefur til umráða með og eftirlit? —Það munu vera um 20-30 staðir. — Og hvað um fornle'ifarann sóknir? — Jú, við reynum að gera fornleifarannsóknir. Ætlum að vinna við uppgröft í Hvftár- holti i Hrunamannahreppi í fomaldarbústaðnum þar, sem er bæjarstæði frá Söguöld en Þór Magnússon safnvörður hefur þetta mest með höndum. Eitt- hvað munum v’ið gera meira en þetta er aðalverk sumarsins. - «/VAAAA/\A/WVWW\AAA^- TILKYNNING Kirby er að fara f svifbraut- ina og ég verð að fylgja honum annars getur hann sloppið frá mér éinhvers staðar á leiðinni. Ó. þetta er hryllilegt. Hann er kom inn um borð þetta er aðeins byrjunin Vinur minn. Kvenfélag Laugarnessóknar fer í skemmtiferð upp f Borgar- fjörð m'iðvikudaginn 23. júní. Upplýsingar gefa Unnur Áma- dóttir, sfmi 32716 og Rafnhildur Eyjólfsdóttir sfmi 16820. Kvenréttindafélag íslands heldur 19. jún'fagnað f Tjamar- búð uppi (Tjarnarcafé) laugar- daginn 19. júnf kl. 8.30. Góð dag skrá allar konur velkomnar. KÓPAVOGUR Konur Kópavogi. Orlof hús- mæðra verður að þessu sinni að Laugum f Dalasýslu dagana 31. júlí-10. ágúst. Uppl. f sfmum 40117, 41002 og 41129. — Orlofs- nefnd.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.