Vísir - 21.10.1966, Blaðsíða 16

Vísir - 21.10.1966, Blaðsíða 16
/ VISIR Föstudagur 21. október 1966. Hefði vel qetað verið án verðiaunanna en þau eru engu síður kærkomin — segir Agnon, israelski Nobelsverðlaunahafinn Bókmenntaverðlaun Nobels hafa verið veitt tveimur höfund um er eiga þaö sameiginlegt að flytja boðskap Gyðinga til sam- tímamanna sinna. Þessir höfund ar eru Samuel Joseph Agnon, 78 ára gamall, fyrsti ríkisborg- ari Israel er hlýtur Nóbelsverð- laun og Nelly Sachs, 75 ára l'gömul, þýzkfædd en hefur ver- ið búsett í Svíþjóð síðan 1940. Agnon er hinn mikli höfundur Israels, ritar á seinni árum ein- göngu á herbresku. Hann var afkastamestur fyrir 40 árum en hefur verið nefndur í sambandi við Nóbelsverðlaunin s.I. 10 ár. Hann ritaði sögur sem eiga rætur sínar frá Póllandi æskuára hans. en hann fluttist þaðan til Palestínu 1920. Önnur og veigameiri verk hans fjalla um lífið og breytingarnar í hinni eilífu borg Jerúsalem. Hann ræður vfir frábærum frá- sagnarhæfileika, sem m. a. ein- kennist af djúpri trúartilfinn- ingu. Nelly Sachs flúði Þýzkaland á ógnarárum Hitlers og settist að í Svíþjóð. Þar ritaði hún ljóð- rænan, dramatískan skáidskap um líf Gyðinga undir ógnar- stjórn Hitlers. Hún komst tii Svíþjóðar fyrir tilstilli Selmu Lagerlöf. Nelly Sachs ritar á þýzku. Mikili fögnuður er ríkjandi í Israel vegna veitirigarinnar til Agnons. I viðtali segir Agnon, að hann hefði vel getað veriö án verðlaúnanna en þau séu sér engu að síður kærkomin. Aitkbossador USA hjó NATO talar á fundi Varðbergs Einn virtasti embættismaður ut- anríkisþjónustu Bandarikjanna, Harlan Cleveland, fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá Atlantshafs- bandalaginu heldur fyrirlestur á vegum Varðbergs n. k. mánudag Framh. á bls. 6. Sögusinfónían í út- varpinu á sunnudag Kynning „Sögusinfóníu“ Jóns Leifs fer fram í dagskrá Ríkisútvarpsins á sunnudaginn kemur klukkan tvö eftir hádegi. Höfundur skýrir verk- ið og les viðeigandi kafla úr ís- lendingasögum. Tónverkið verður allt flutt af tónböndum frá frum- flutningi verksins í Helsingfors. Er það eina skiptið, sem Sögusinfónían hefur verið flutt opinberlega í hljóm leikasal. Áður hafa verið fluttir kaflar úr henni í útvarpið. Sibelius, er varð síðar heiðurs- forseti Norræna tónskáldaráðsins, hlustaði á frumfiutning verksins undir stjórn tengdasonar síns og lét í ljós aðdáun á því, en hann var frægur fyrir dálæti sitt á forn- bókmenntum íslendinga. íslenzkir listamenn gera víðreist með sýningar sínar Verk íslenzkra listamanna hafa að undanförnu prýtt sýn- ingasali víða um lönd og af þeim sýningum sem nú standa yfir á verkum íslenzkra lista- manna ber hæst sýningarnar tvær í Kaupmannahöfn: Minn- ingarsýninguna um Júlíönu Sveinsdóttur og Ásgrímssýning- una. „Kammeraterne" í Kaup- mannahöfn helga Júlíönu Sveinsdóttur sérstakan sal á sýningu sem nú stendur yfir hjá þeim og eru þar 25 myndir. Var sýningin opnuð 8. október og stendur til 23. 15. okt. sl. var opnuð sýning á verkum Ásgríms Jónssonar í „Kunstforeningen“ í Kaup- mannahöfn og stendur hún 1 3 vikur. Eru þar 80-90 mynd- ir, olíumálverk, vatnslitamynd- ir og teikningar og eru þær sýndar í 5 sölum. Sex íslenzkir listapienn taka þátt í sýningu norrænnar nú- tímalistar í Hásseibyslotinu í Stokkhólmi og mun sú sýning standa í eitt ár eins ofe venja er um slíkar sýningar þar. En þar er eitt verk eftir hvern eftirtal- inna listamanna: Benedikt Gunnarsson, Jóhannes Geir, Nínu Tryggvadóttur, Sigurð Sig- urðsson, Jóhann Eyfells (högg- mynd) og Jón Benediktsson (höggmynd). Þess má geta aö Stokkhólmsborg hefur látið taka frá myndina eftir Benedikt, en sú mynd nefnist „Eldlönd." Vestur í Kanada var opnuð sýning 6. október á verkum eft- ir Islenzka listmálara, og er það hiuti norrænnar sýningar, sem stórfyrirtæki nokkurt, „Eaton“ stendur fyrir. Eru þar einnig gamlir íslenzkir munir frá Þjóð- minjasafninu. íslenzku málverk- in á sýningunni eru eftir eftir- Framh. á bls. 6. Álaveiði með minnsta móti Talib.að birgðirnar endist varla fram yfir jól Álaveiðin virðist ætla að verða með lélegra móti í ár. — Nú er farlö að síga á seinni hluta veiði- tlmabilsins og ennbá hafa ekki komið nema tvö tonn til vinnslu hjá Tilraunaverksmiðju SÍS i Hafn- arfirði, sem reykir allan álinn. Sagði Einar Jóhannsson forstöðu- maður verksmiðjunnar að birgðim- ar yrðu búnar fyrir jól, ef ekki rættist neitt úr veiðinni, en hann bjóst við að hún stæði fram undir miðjan næsta mánuö. í fyrra veiddust 3 tonn af álnum og þótti það mjög lélegt ár enda miklir þurrkar, kalt í veðri í fyrra haust og verri skilyrði en nú. Þess- ar birgðir entust fram á miðjan vetur í fyrra, en állinn á vaxandi vinsældum að fagna. Haustið 1964 sagði Einar að veiözt hefðu tæp 6 tonn, sem er eitt bezta árið í hinni stuttu sögu álaveiðanna. Það em nœr eingöngu bændur, sem stunda þessar veiðar enn sem komiö er og gera þaö meira og minna í hjáverkum, svo að áilinn kann að hafa setið á hakanum i ár fyrir búverkum. Einar sagði, að þeir hjá Tilrauna- verksmiðjunni gerðu sér þó vonir um að aflinn yrði eins mikill og i fyrra, svo að kannski verður hægt að fá ál ofan á brauð eitthvað fram i janúar. Súsanna búin að I I \ ■ ' ' ./ ^ , nú fyrri stærð Eins og menn rekur minni til fullnaðarviðgerðar og lengingar, varð mikil rekistefna út af björg en við björgunina voru 10 metr- un þýzka sklpsins Susönnu Reith, sem strandaði á sírram tima við Raufarhöfn. Eftir að menn frá Björgun hf. höfðu kom ið skipinu á flot og siglt því til Reykjavíkur, kom Reith út- gerðarmaður og vildi leggja hald á skipið. Fór þó svo að Björgun hf. taldist cigandi skipsins og var því siglt utan til Glasgow til ar teknir úr miðju skipsins. Súsanna Reith er nú 1764 tonn að stærð og sagði Kristinn Guðbrandsson forstjóri Björgun ar hf. að skipið væri á sölulista og mundi verð þess verða ein- hvers staðar mllli 12 og 14 mfllj óna króna. Það var fyrirtækið Barley Curl í Glasgow, sem sá um vlð- gerð skipsins. -<s>= Framsóknarmenn andvígir leyfi fyrir ísl. togara að veiða innan landhelgi — Miklar umræður í borgarstjórn Allmiklar umræður urðu í borgar stjóm út af samþykkt útgerðarráðs Reykjavíkur, um að leyfa ísl. tog- urum veiðar innan landhelgi, inn að þeirri landhelgi, sem var ákveð in 1952, er flóum og fjörðum var lokað fyrir togveiði og landhelgin færð út í fjóra'r mílur. Kom þar fram, aö allir flokkar borgarstjórn ar, utan Framsóknarflokkurinn eru samþykkir heimild fyrir ísl. togara að veiða inn að fyrrgreindri land- helgislínu frá árinu 1952. Geir Hallgrímsson borgarstjóri, sagöi aö vandamál Bæjarútgerðar- innar hefði oft borið á góma. Hann sagði gð margar ástæður lægju til þess, að ekki væri eins hagkvæmt að gera út togara héöan frá íslandi og öðrum löndum. 1) Samningar verkalýðsfélaga og vinnuveitenda gerðu ráð fyrir fjölmennari áhöfn- um en tíökuðust á erlendum veiöi- skipum. 2) Brennsluolía væri 50% dýrari ef hún væri keypt hér á landi, en væri hún keypt eriendis. 3) íslenzkir togarar þurfa að greiða innflutningstolla á erlendum mark- aði og næmi tollur þessi um 10 — 20% af heildarsöluverði togararma. Þá sagði borgarstjóri, að forstjórar BÚR, þeir Þorsteinn Amalds og Marteinn Jónasson, hefðu gert at- hugun á því, hvort hagkvæmt væri fyrir BÚR að kaupa skuttogara Framh. á bís. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.