Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.01.1997, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.01.1997, Blaðsíða 1
Flutningafyrirtækið Þórður Þ. Þórðarson eða ÞÞÞ, breytti um rekstrarform í lok árs 1994 og er í dag skráð sem einka- hlutafélag í eigu barna Þórðar Þórðarsonar, sem Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í fyrradag til fangelsisvistar og 40 milljóna króna sektar vegna skattsvika. Stjórn félagsins var skipuð þann 3. mars 1995 og er Þórð- ur Þ. Þórðarson formaður, Guðni Þórðarson og Ólafur Þórðarson eru meðstjórnendur. Framkvæmdastjóri var sem fyrr, Þórður Þórðarson, faðir þeirra stjórnarmanna. Pró- kúruumboð fyrir ÞÞÞ ehf. hafa þau Ester Teitsdóttir, eiginkona Þórðar Þórðarsonar, Þórður sjálfur og sonur þeirra, Þórður Þ. Þórðarson. Endurskoðendur fyrirtækisins eru KPMG end- urskoðun hf. að Vegmúla 3 í Reykjavík. Hlutafé fyrirtækisins er skráð 400 þúsund krónur. Talsmaður ÞÞÞ sagði í gær að dómurinn yfir Þórði hefði til þessa engu breytt um viðskipt- in. -JBP Félagsráðgjöf Ámælisverð viimubrögð Stjórn stéttarfélags ís- lenskra félagsráðgjafa tel- ur ámæhsvert að Akureyr- arbær skuli hafa gengið fram hjá Kristjáni Jósteinssyni, fé- lagsráðgjafa við ráðningu í stöðu deildarstjóra atvinnu- deildar bæjarins. í ályktun stjórnarinnar segir að Kristján hafl uppfyllt allar kröfur um menntun, sem gerðar höfðu verið í auglýsingu um starfið. Eigi að síður hafi verið freklega fram hjá honum gengið. Sá sem ráðinn hafi verið, sé hins vegar menntaður iðjuþjálfi og með fullri virðingu fyrir iðjuþjálfun, sem sé vissulega nám á há- skólastigi, eigi hún ekkert skylt við félagsvísindi. Stjórmn telur ámælisvert að opinber stofnun auglýsi eftir fólki með ákveðna menntun, en sniðgangi það síð- an við ráðningu. Böm Þórðar reka ÞÞÞ Núverandi og fyrrverandi formenn Alþýðuflokks stinga saman nefjum, eftir að Alþingi kom saman að nýju í gær eftir jólaleyfi. Þingmenn byrjuðu að ræða utandagskrár um álmál. Sjá bls. 6 M,nd: bg Aiþýðubandalagið Verulegar skuldir og bókhaldsóreiða Alþýðubandalagið skuldar yfir 50 milljónir króna, sem er mun meira en talið var Amiðstjórnarfundi Alþýðu- bandalagsins um helgina kom fram að skuldir flokksins nema nú um 51 millj- ón. „Ég tek við erfiðu búi,“ seg- ir Heimir Már Péturson fram- kvæmdastjóri. Hann segir að mun meiri skuldir en ætlað var hafi komið í ljós þegar árið 1995 var gert upp. Þá voru Al- þingiskosningar og kosið til for- manns í flokknum. Skuldir Al- þýðubandalagsins hafi verið taldar um 36 milljónir króna og því sé mismunurinn talsvert áfall. Hann segir að „bókhalds- óreiða" hafi að hluta vald- ið því að ekki var yfirsýn yfir stöðu mála. Ekkert bendi þó til óheiðarleika í meðförum fjár. Heimir Már segir að reikningar flokksins fyrir árið 1995 hafi verið sendir til endurskoð- enda til að koma fjármálum á hreint og búa í haginn fyrir þá stefnu nú- verandi formanns að bókhald verði opið og gegnsætt. „Ætlun- in er að 1996 verði gert upp af löggiltum endurskoðendum," segir Heimir Már, og þar með hafi Alþýðubandalagið eitt Heimir Már Péturson framkvæmdastjóri segist taka við erfiðu búi. Hér er hann á tali við Margréti Frímannsdóttur og Flosa Eiríksson stjórnmálaflokka opnað bók- hald sitt, þótt lög krefjist þess ekki. „Það tók tfma að vinda of- an af þessum málum og þetta er vissulega alvarlegt, en á þessu ári verða miklar úrbæt- ur“. Eignir flokksins eru 13-15 milljónir á móti skuldum, en Sigfúsarsjóður, sem Alþýðu- bandalagið nýtur góðs af, á miklar eignir til viðbótar. Einar Karl Haraldsson, fyrr- verandi framkvæmdastjóri Al- þýðubandalagsins, neitar að eiga persónulegan þátt í því sem Heimir Már kallar bók- haldsóreiðu. Einar Karl segir að það hafi verið tillaga hans við formannsskiptin að Alþýðu- bandalagið tæki það merkilegt skref í sögu stjórnmálaflokka að opna sitt bókhald og láta löggilta endurskoðendur um að setja upp reikningana. „Hitt er ljóst að miklu verri afkoma Vikublaðsins, árið 1995 en gert var ráð fyrir, spilar hér mikið inn í. Það kom okkur mjög á óvart hvernig Vikublaðið var statt.“ BÞ Bls. 3 Milljónir í póstinn AUGLYSWGADEIDAR fR 551 6270 in

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.