Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.01.1997, Blaðsíða 9

Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.01.1997, Blaðsíða 9
íDagur-CEíntmn Miðvikudagur 29. janúar 1997 - 9 ÓÐMÁL Finnur Birgisson skrifar Um daginn hringdi í mig kunningi minn og var mikið niðri fyrir. Hann sagðist endilega þurfa að ræða við mig um skattamál, en hon- um er kunnugt um undarlegan áhuga minn á þeim. Þannig væri mál með vexti, að hann hefði nú um hátíðarnar öðlast alveg nýjan skilning á eðli skattkerfisins, og við það orðið fyrir slíku sjokki að hann hefði sjálfrátt rokið upp úr hæginda- stólnum sínum og orðið að ganga um gólf drjúga stund þar til honum varð rórra. Þessi kunningi minn er ijölskyldufað- ir í meðalijölskyldu með tvö börn á framfæri, hefur meðal- tekjur, og er tæplega meðal- maður á hæð. Atvikið átti sér stað þar sem hann sat fyrir framan sjónvarp- ið milli jóla og nýárs. Hann fær þá að veita athygli endalausu flóði auglýsinga frá verðbréfa- fyrirtækjum, þar sem fólk var hvatt til að verða sér úti um skattaafslátt vegna hlutabréfa- kaupa. Ef hjón keyptu bréf fyrir 260 þúsund fyrir áramót, myndu þau fá endurgreiddar 87 þúsund krónur frá skattin- um á næsta ári - fyrir utan svo allan arðinn og garanteraðar gengishækkanir bréfanna. Kunningi minn og kona hans eiga enga peninga aflögu til að kaupa sér hlutabréf fyrir, en hann fór samt að velta þessu fyrir sér. Honum virtist þessi upphæð, sem kaupa mætti hlutabréf fyrir, vera eitthvað svipuð því, sem framfærsla eins barns kostaði. Svo vildi til að á borði við hlið hans lá óinnleyst ávísun frá ríkisféhirði fyrir þriggja mánaða barnabótum vegna sonarins, sem er 12 ára - dóttirin er orðinn 16 og út á hana fæst engin skattaafsláttur lengur. Datt honum nú í hug að athuga til samanburðar hversu mikinn skattafslátt barnaupp- eldið gæfi í aðra hönd. Hann teygði sig eftir ávísuninni og gáði að upphæðinni, sem reyndist vera 1.159 krónur. - Ekki var það nú mikið, hugsaði hann, - en ég fæ nú ijórar svona á ári og konan líka. - Og fór að reikna í hugan- um. í sama mund og útkoman var fengin, - barnabæturnar reyndust vera 9.272 krónur á ári, - birtist næsta auglýsing á skjánum: - Fjárfestið í hluta- bréfum fyrir 260 þúsund og þá fáið þið ávísanir upp á 87 þús- und krónur sendar 1. ágúst næstkomandi. Það var á þessu augnabliki, sem kunningi minn hentist skyndilega upp úr stólnum, svo að konan og börnin tvö hrukku í kút. Ástæðan fyrir geðshræringu hans var sú að þarna blasti allt í einu við honum skattlagning íslenskra barnaíjölskyldna í öll- um sínum fáránleika. Fyrir það að ala önn fyrir syni sínum ár- langt fengu þau hjónin einn skitinn níuþúsundkall í skattaf- slátt, meðan önnur hjón og af- lögufærari, gátu orðið sér úti um tífaldan þann afslátt með því að ijárfesta í pappírum fyr- ir álíka upphæð og uppeldi son- arins kostaði! Nú er þess að geta að ijöl- skylda kunningja míns er á mjög óhagstæðum aldri í skattalegu tilliti. Af visku sinni hafa landsfeðurnir nefnilega fundið út að börn séu ákaflega misdýr; - eftir ijölskyldugerð, raðtölu í systkinahópnum og aldri, og að þegar þau verði 16 ára kosti þau ekki neitt. Þess vegna hafa þeir búið til 7 gjald- flokka barnabóta, þar sem sá hæsti er ellefu sinnum hærri en sá lægsti. Væri ijölskylda kunn- ingjans 10 árum yngri myndi hún lenda í hæsta mögulega gjaldílokki og þá fengi hún heldur meiri skattafslátt í forrni barnabóta en hún gæti náð sér í með hlutabréfakaupum, eða 98 þúsund krónur. En nota bene, börnin eru tvö og kosta því helmingi meira en hluta- bréfin. Það er því Ijóst að skatta- lega er það ávallt heppilegra fyrir fólk að verja peningum sínum til hlutabréfakaupa en til barnauppeldis. Ef sama hlut- fallsregla gilti um skattafslætti vegna barna og hlutabréfa, ættu barnabætur vegna tveggja barna að vera 174 þúsund á ári, en geta eins og fyrr segir aldrei orðið hærri en 98 þús- und. Þar fyrir utan eru góðar líkur á að hlutabréfin muni skila álitlegum hagnaði seinna meir, og af honum þarf ekki að greiða nema 10% í íjármagns- tekjuskatt. - Hvernig ber að skilja þetta? spurði kunningi minn undir lok samtals okkar. - Hverskonar samfélag er það eiginlega, sem telur papp rssnepla meira virði en börnin sín? - Eru börn ef til vill óæski- leg á íslandi, getur verið að hér sé alvarlegt ofijölgunar- vandamál? - Ilversvegna er skattkerfinu beitt markvisst til þess að halda barnaijölskyld- unum við fátæktarmörk, meðan þeim ríku er hjálpað á allan hátt að auðgast ennþá meira? Mér varð fátt um svör, og skila því þessum spurningum kunningja míns áfram til ykk- ar, hlustendur góðir. Dýrmætir pappírar - verðlaus böm Vísitölufjölskyldan Um 707.000 kr. í orlofið, vertshús og einkabílinn Hlutur brýnustu nauðsynja í heimil- isútgjöldum hefur minnkað úr 68% niður í 48% og mis- munurinn að mestu farið í einkabílinn og orlofið. Það hlutfall heimilisútgjalda „vísitöluijölskyldunnar" sem fer í rekstur einkabilsins ásamt or- lofsferðunum, hótelgistingu og veitingahúsaþjónustu hefur hækkað úr um 11% upp í ijórð- ung (25%) á tæpum þrem ára- tugum. Miðað við núverandi verðlag þýðir þetta um 400.000 kr. hækkun, eða sem svarar úr 306.000 kr. upp í 707.000 kr. á ári. í þá „góðu gömlu daga“ sem margir minnast nú með sökn- uði („þegar maður átti alltaf peninga í buddunni") fór um 68% heimilisútgjaldanna í það sem kalla má brýnustu nauð- synjar; matvæli, fatnað, hús- næðiskostnað, heilsuvernd og símann. Núna fer minna en helmingur af heimilisútgjöldum vísitöluijölskyldunnar í þessa liði. Hálfri milljón minna í brýnustu nauðsynjar.. Meðalútgjöld Qölskyldna, sam- kvæmt neyslukönnun 1990, framreiknuð til núverandi verð- lags eru rúmlega 2.860 þús.kr. á ári (um 238.000 kr./mán.). Miðað við þá upphæð samsvar- ar minnkandi hlutfall framan- greindra nauðsynja, rúmlega 560.000 kr. á ári - sem geta þá farið í eitthvað ánægjulegra. „Skemmtilegri" hluti heimil- isútgjaldanna - sem líka auð- veldara er að hnika til, fresta, eða jafvel vera án - hefur því vaxið úr 32% upp í 52% á sama tíma - eða sem svarar rösklega 560.000 kr. á ári, m.v. framan- greind meðalheimilisútgjöld. Hér er t.d. átt við hluti eins og; húsgögn, gólfteppi, rafmagns- tæki, fleiri sjónvarpsstöðvar, vídeóspólur, lottó, spilakassa og fleira tómstundagaman, snyrti- vörur og snyrtingu og síðast en ekki síst heimilisbflana, orlofs- ferðirnar, veitingahúsaferðir og pöbba. Fjölmargir þessara „skemmtilegri“ útgjaldaliða, sem nú eru orðið digrir póstar í heimilisútgjöldum almennings, voru raunar ekki til á sjöunda áratugnum. Þrefalt fleiri fólksbílar og 9 sinnum fleiri utanferðir Engir útgjaldaliðir í heimilisbók- haldinu hafa þó vaxið neitt í lík- ingu við „ferðir og flutninga“, sem fyrst og fremst er útgerðar- kostnaður einkabflanna, og síðan upplyftingu eins og orlofsferðir. Hlutur einkabflsins í heimflis- útgjöldunum hefur rúmlega tvö- faldast (úr tæplega 9% í 18%, eða 250 í 500 þús.kr.), enda ijöldi fólksbíla rúmlega þrefald- ast á þrem áratugum. Liðirnir orlofsferðir og veit- ingahúsa- og hótelþjónusta hafa meira en þrefaldast (úr 2% í tæp- lega 7%.) — eða miðað við nú- verandi útgjaldagrunn úr sem svarar 57.000 kr. á ári upp í 192.000 kr. á ári. í þessu sam- bandi má hafa í huga utanferðir íslendinga hafa næstum tífaldast á tímabilinu; úr 21 þúsund 1968 í 190.000 manns í fyrra, þótt landsmönnum hafi aðeins ijölgað um þriðjung. Skipting heimilisútgjalda hef- ur hér miðast við niðurstöður neyslukannana Hagstofunnar tfl útreiknings á grunni fram- færslu/neysluverðsvísitölu, ann- ars vegar m.a. verðlag 1968 og hins vegar verðlag í ársbyrjun 1997. Eldri könnunin náði eingöngu til hjónafólks, en sú nýjasta einnig til heimfla ein- stæðra foreldra og einhleypinga, enda „vísitölufjölskyldan“ nú minni. Orlof o.fl. Tómstundir- og menntun Heimilis* búnaðuj^ Heilsuvemd Póstur og sími Drykkir/tóbak Skipting heimilisiitgjalda Heimilis Drykkir/tóbak Heilsuvemd búnaöur Póstur og sími

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.