Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.01.1997, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.01.1997, Blaðsíða 7
|Ditgur-'®ttrimt Miðvikudagur 29. janúar 1997 - 7 ERLENDAR FRÉTTIR Elítur allra landa sameinast Baksvið Dagur Þorleifsson Víða er sagt sem svo að efsta lag samfólaganna, elíturnar, verði stöðugt alþjóðlegri, skynji sig í vaxandi mæli sem eina heild, óháða mörkum á milli ríkja, þjóða, trúarbragða, menningarheilda, kynþátta. Þetta fólk vilji sem mesta alþjóðahyggju í efna- hagsmálum, að heimurinn verði allur eitt efnahagssvæði. Það sé og hlynnt fjölmenningarhyggju, þar eð hún muni greiða fyrir al- þjóðahyggjunni í efnahagsmál- um. Auk þess er það kunn skoðun að yfirstéttarfólk sé yfirleitt ekki rasistar; til þess líti það of mikið niður á alla sem eru fyrir neðan það í stéttastig- anum, óháð því af hvaða kyn- þætti, þjóð, trúflokki eða menn- ingarheild lág- og millistéttar- fólkið sé. Breikkandi bil Með hliðsjón af þessu kemur ekki á óvart að sjá því haldið fram, að jafnframt því sem elít- ur í efnahags- og menningar- málum þoki sér saman yfir landamæri slitni þær úr tengsl- um hver við sína þjóð. Af því leiði að almenningur telji sig svikinn af elítum sínum, óttist því um öryggi sitt og þoki sér saman í skjaldborgir þjóðernis- hyggju, kynþáttahyggju, trúar- bragða, eigin menningar eða menningarheildar. Hér er, skrifa ýmsir, um að ræða tvö þróunarferli er stefna hvort í sína áttina. Þetta þýði í senn aukna hættu á átökum milli þjóða, trúarbragða, menn- ingarheilda, kynþátta og á milli efstu laga hvers samfélags og lægri laga þess. Vaxandi viðskiptafrelsi og heimseining í efnahagsmálum hefur leitt til þess að iðnaðar- framleiðslan, sem áður var einkum í Evrópu og Norður- Ameríku, er nú í stórum stíl miklu víðar, sérstaklega í Aust- ur- og Suður-Asíu. Iðnaður til ódýrs vinnuafls Fyrirtæki sem þurfa mikið vinnuafl leita þangað sem það er ódýrast, hvar sem er á hnett- inum, að því tilskildu að fyrir hendi sé lágmarkshæfni vinnu- afls og sæmilegur pólitískur stöðugleiki. Brottflutningur fyrirtækja og fjármagns hefur leitt til stöðn- unareinkenna á efnahagslífi Vestur-Evrópu, mikils atvinnu- leysis þar og rýrnunar velferð- arkerfis. Oft heyrist því haldið fram að Bandaríkin hins vegar blómstri í efnahagsmálum sem aldrei fyrr og þar sé atvinnu- leysi lítið. Þar og víðar er og oft sagt að í Bandaríkjunum hafi fjölmenningarhyggjan sannað gildi sitt. Aðrir skrifa að þótt atvinnu- leysinu sé haldið niðri í Banda- ríkjunum með því að skapa ný störf, þá séu það mest lág- launastörf í þjónustugeiranum. Fjöimenningarhyggja í Kína: Mikki mús og þarlend börn. Um Bandaríkin gildir það eins og um Vestur-Evrópu að iðnað- urinn hefur skroppið saman með flutningi fyrirtækja til landa þar sem framleiðslu- kostnaður er minni. „Balkanísering“ Bandaríkjanna Og um gengi fjölmenningar- hyggjunnar vestanhafs skrifar Kajsa Ekholm Friedman, pró- fessor í félagsmannfræði í Lundi, í Svenska dagbladet, að mörgum finnist að „rasisminn hafi aldrei verið verri í Banda- ríkjunum á þessari öld en nú ... unni í Vestur-Evrópu, þar sem fjölmennir þjóðernisminnihlut- ar Asíu- og Afríkumanna hafa myndast á síðustu áratugum. Hættan á átökum þar milli inn- fæddra og nýbúa aukist með minnkandi afkomuöryggi og þar með harðnandi baráttu um það sem til skiptanna er fyrir almenning. Viðvíkjandi því seg- ir Ekholm það fásinnu að van- meta þjóðernishyggju og föður- landsást: „Á öllum öldum hafa menn verið fúsir til að berjast og deyja fyrir landið sitt, en mjög sjaldan fyrir stéttina sína.“ Clinton-hjón sigurglöð eftir forsetakosningarnar í haust: Bandaríkin að detta sundur undir stjórn þeirra? Almenningur, sem telur sig svikinn af elítunum, þokar sér saman í skjaldborgir í nafni þjóðrækni, trúarbragða eða eigin menningar. Enginn trúir lengur á samruna [kynþátta, menningarheilda]. Hvítir menn tortryggja blökku- menn og latinos [rómanska am- eríkana], ... varðliðasveitir hvítra manna vopnast og búa sig ... undir kynþáttastríð, ís- lamsþjóð [samtök svartra músl- íma] hvetur opinskátt til haturs á gyðingum, blökkumenn ráð- ast ... á hvíta menn ... Asíu- menn og verslanir þeirra, er óeirðir brjótast út.“ í Bandarkjimum sjáist ugg- vænlegir fvrirboðar „balkams- eringar." I Texas sé bollalagt um að skipta því fylki í tvö, annað enskumælandi og mót- mælendatrúað og hitt spænsku- mælandi og kaþólskt. Kúbverjar hafi lagt undir sig Miami og „anglos“ hörfað undan þeim norður. Ekholm virðist hafa enn minni trú á fjölmenningarstefn- ■ ■ Dagur- Tíminn og Stafnbúar boða til \b orgarafundar | á SauðárkróM í Fjölbrautaskólanum fiuuntudagiun 30. janúarM. 20:30. Fiskveiði- stjómi Byggða stefna Dagskrá: Jón Kjartan Jónsson, formaður Stafnbúa, félags sjávarútvegsfræðinema, ávarpar og setur fundinn. Framsögumenn: Jón Eðvald Friöriksson, framOkvæmdastjóri FISK. Jón Karlsson frá Verkalýðsfélaginu Fram. Hilmir Jóhannesson, hæjarfulltrúi. Arðsemi Öli Bj öm Kárason, ritstj óri Viðskiptahlaðsins. Kaffthlé. - Pallborðsumræður. Fundarstjóri verður Gunnlaugur Sighvatsson, sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri rannsóloiastofnunar Háskólans á Akureyri. Allii velkomnir. JOHgur~®ímirat

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.