Dagur - Tíminn - 23.11.1996, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn - 23.11.1996, Blaðsíða 8
Mgardagur 23. nóvember 1996 - VIII |DagurJðImnmi MINNINGARGREINAR Gunnar Eggertsson Fæddur 10. nóvember 1907 Dáinn 12. nóvember 1996 Gunnar Eggertsson fæddist að Vestri-Leirárgörðum í Leirár- sveit. Hann ólst upp við venju- leg sveitastörf þangað til hann settist í Laugarvatnsskóla 1929 á öðru starfsári skólans og stundaði þar nám tvo vetur. Þegar Gunnar kom að skólan- um var mikill frumbýlingsbrag- ur á öllu, í stórum dráttum ekki önnur aðstaða fyrir hendi en skólahúsnæði og kennarar. En nemendur réðust í að bæta úr því sem í þeirra valdi stóð, og komu upp aðstöðu til sunds í vatninu og annarra íþróttaiðk- ana — án þess að spyrja um hvort greiðsla kæmi fyrir. Á Al- þingishátíðinni 1930 var Gunn- ar í hópi þeirra gæslumanna sem frændi hans, Halldór Lax- ness, kvað um í Þíngsetníngu: „Heimsfræga stund nær pólitíin prúð / puntuð með bláhvítt vís- uðu oss í gjána“. Að lokinni skólagöngu fluttist Gunnar til Reykjavíkur og hóf störf á Hótel Borg. Þar hafði hann m.a. eftirlit með að reglur um áfengisveitingar væru virt- ar, fyrst sem starfsmaður rfkis- ins, en síðar réð Jóhannes Jós- efsson, eigandi hótelsins, Gunn- ar í sína þjónustu. Gunnar framfylgdi reglunum jafnt hvort sem háir eða lágir áttu í hlut og tjóaði mönnum ekki að mögla þótt þeir þættust eiga eitthvað undir sér, en Gunnar hafði lag á að leysa úr ágreiningi með gamansemi sinni og ljúf- mennsku, svo aldrei kom til illinda. Gunnar hóf störf hjá toll- stjóra skömmu eftir að hann kom í bæinn og hafði innlendar tollvörutegundir á sinni könnu. Þá var Jón Hermannsson toll- stjóri, kominn á sjötugsaldur, embættismaður af gamla skól- anum. Ég kynntist Gunnari Eggerts- syni fyrst árið 1957, þegar við snæddum hádegisverð við sama Fæddur árið 1906 Dáinn árið 1996 Vorið 1990 bárust okkur þær fregnir suður að aldraður maður á Hvammstanga hefði fest kaup á litlum bæ þar á staðnum og væri byrjaður að búa til mannamyndir úr viði. Næst þegar við skruppum norður, heimsóttum við Björn Guð- mundsson frá Laufási í Víðidal á þessa vinnustofu hans til að kynn- ast honum og kaupa af honum verk, ef föl væru. Þegar til kom vildi hann ekki selja neitt, en sagð- ist gera það síðar þegar íjölgaði í hópnum. Þá var í undirbúningi sýningin / hjartans einlœgni, sem haldin var í öllum sölum Nýlistasafnsins og opnuð 5. janúar 1991 að viðstöddu miklu fjölmenni. Á þessari sýningu voru mörg verk eftir Björn, annars vegar 10 verk í okkar eigu og hins vegar 30 verk á hillu sem Kristján Guðmundsson myndlistarmaður festi sér strax á opnuninni. Þessi verk vöktu mikla hrifningu sýning- argesta, enda báru þau höfundi sínum fagurt vitni, vöktu upp borð í Arnarhváli. Tollstjóra- embættið hafði þá aðsetur í húsinu, en ég var ritari lækna- ráðs. Með okkur tókst fljótlega góð vinátta, við fengum okkur oft göngutúra eftir matinn til að geta spjallað saman, og á tíma- bili iðkuðum við sund í Sund- höllinni í hádeginu. Árið 1967 stofnaði ég eigin skrifstofu á Laugavegi 18, eða í Rúblunni eins og húsið var iðu- lega nefnt. Ég hafði kaffistofu og ísskáp og gat snætt þar í há- deginu. Fljótlega tókum við Gunnar upp þráðinn úr Arnar- hváh og hittumst reglulega hjá mér. í félagi við okkur var Hjör- leifur Sigurðsson listmálari, sem vann þar í húsinu hjá Listasafni Alþýðusambandsins, og smám saman varð til eins konar matarfélag sem við nefndum Gnægtir, en annað sams konar félag, Græðgi, var þar einnig í húsinu. Margir mætir menn litu inn hjá okkur í hádeginu, þegar þeir áttu leið í Mál og menningu, t.d. Sverrir Kristjánsson, Haukur Hafstað, Sigfús Daðason, Inga Huld Há- konardóttir, Anna Einarsdóttir og Jónas Kristjánsson sem þá vann á Þjóðskjalasafninu. Þá var oft glatt á hjalla, og ekki síst var það að þakka gaman- semi Gunnars sem jafnan kunni að slá á létta strengi. Honum fylgdi jafnan gáski og gaman, og varð allt að skemmtun þegar hann kom nærri. Hann hafði ljóð og laust mál á hraðbergi eða einhverja gamansögu frá árum sínum á Hótel Borg, af tollvarðarstarímu eða úr Borg- arfirði. Gunnari var fyrsti húsbóndi sinn, Jón Hermannsson toll- stjóri, sérstaklega minnisstæður og hann hermdi stundum eftir honum. Þegar Gunnar fór í inn- heimtuferðir, sagði Jón honum iðulega til verka og endaði jafn- an ræðu sína á þessum orðum: „Verið þér kurteis." Hann kall- aði stundum í Gunnar á skrif- kenndir sakleysis og barnslegrar gleði. Eftir þetta höfðum við verk Björns í umboðssölu í fáein ár og tíndum upp úr pappakassa handa ánægðum kaupendum, eða þang- að til Safnasafnið var stofnað. Þá ákvað hann að það sem eftir var í kassanum skyldi renna til safns- ins, voru það 24 stykki til viðbótar þeim 23 sem við höfðum keypt. Þess má geta að Kristján Guð- mundsson hefur rætt þann mögu- leika að Safnasafnið eignist þau verk sem hann keypti á sýning- unni, þannig að staða Björns verð- ur mjög sterk í listaverkaeign þess. Það var lán fyrir Björn að eiga sór sálufélag við Egi) Ólaf Guð- mundsson og vita af verkum Þor- steins heitins Díómedssonar, en báðir þessir listamenn hafa lagt drjúgan skerf til alþýðulistarinnar. Hinn fyrrnefndi hefur dregið upp gamla tímann í smíðaverkum sín- um af miklum þokka og sjaldgæfri alúð, sá síðarnefndi tálgaði út fugla og málaði af mikilli snilld. stofu sína og bað hann að fá sér sæti. Síðan fór hann að taka til í skjölum á borðinu hjá sér og laga bækur í hillum, en Gunnar sat þegjandi og beið fyrirmæla. Þegar Jón hafði raðað skjölum og bókum um hríð, sneri hann sér að Gunnari og sagði: „Takk fyrir, Gunnar, þér megið fara.“ Gunnar kvæntist eftirlifandi konu sinni, Þrúði Guðmunds- dóttur frá Snæíjöllum (f. 2. jan- úar 1907), 13. ágúst 1934. Þau hófu búskap sinn á Þórsgötu 19 í Reykjavík, en bjuggu síðar m.a. á Freyjugötu 40. Á stríðs- árunum eignuðust þau Gunnar stóra lóð við sjóinn á utanverðu Kársnesi, sem þá tilheyrði Sel- tjarnarneshreppi. Þá var rétt að segja kominn akfær vegur um- hverfis nesið og lóðin var ekk- ert nema urð og stórgrýti. Gunnar gekk í það með haka og járnkarl að vopni að hreinsa lóðina og reisa sér hús. Til er skemmtileg teikning eftir Hall- dór Pétursson af Gunnari þar sem hann glímir við björgin á lóðinni með uppbrettar ermar og járnkarlinn í höndum. Þegar þau fluttust í húsið árið 1949, var Kópavogshreppur nýlega orðinn sjálfstæður hreppur (1948), rafmagn var komið en ekki vatnsveita, svo þau hjónin urðu að safna regnvatni til þvotta, en drykkjarvatn bar Gunnar á sjálfum sér úr bæn- um. Þau Gunnar voru meðal þeirra fyrstu sem reistu sér hús á þessum slóðum og fengu fyrir vikið stærri lóð en þeir sem síð- ar komu. Gunnar hóf snemma vísi að búskap, ræktaði blóm, kartöflur og annað grænmeti á lóðinni, sem er einhver hin feg- ursta í Kópavogi, hlóð báta- naust í Ijörunni og stundaði hrognkelsaveiðar á lítilli kænu sem hann átti. Fyrsta bátinn sem hann eignaðist tók út í of- viðri, en stefnið fannst rekið suður á Álftanesi. Gunnar gerði sér þá lítið fyrir og smíðaði bát- Það er nokkurs virði svo litlu bæj- arfélagi að búa að svo stórbrotn- um mönnum. Hór má nefna fleira fólk: Anna Ágústsdóttir býr til kátlegar fígúr- ur úr máluðum fjörusteinum, Snorri Jóhannesson rennir karla og kerlingar í tré sem Tryggva Eggertsdóttir, eiginkona hans, málar lipurlega, og ekki má gleyma Bardúsu sem selur þessa gripi. Björn Guðmundsson var hæg- látur maður með prúðu fasi, eilítið stífur, viðræðugóður og broshýr. Hann átti sér í æsku þann draum að læra til smiðs, en aðstæður leylðu það ekki. Hann fetaði í fót- spor margra ungra manna þess tíma á vinnumarkaði sveitanna, uns hann keypti sér jörð og hóf sjálfstæðan búskap. En draumur- inn liíði hið innra, hugsjónin að skapa eitthvað fagurt til að fuil- nægja eigin þrá, ylja sér og gleðja aðra. Hvar kviknuðu hugmyndir hans? Þær liðu áfram í farvegi sín- um í djúpi sálarinnar þar sem ör- veikt Ijósið týrir og bíður þess að inn upp. Bátinn hafði hann einnig til skemmtiferða með gesti sína á Kópavoginum, þeg- ar vel viðraði. Það er mér t.a.m. afar minn- isstætt þegar við Baldur sonur minn heimsóttum Gunnar í fögru veðri um 1960. Þá höfðu Jónas Kristjánsson og Sigríður kona hans nýlega reist sér hús við Sunnuveg, niðri við sjóinn nokkru innar á nesinu. Þar kom talinu að okkur þótti við hæfi að heilsa upp á Jónas og líta á nýja húsið. Gunnar setti bátinn á flot og við rerum inn voginn og lentum í íjörunni fyrir neðan hús Jónasar. Þegar mál var komið að halda heimleiðis, var farið að hvessa. Töluvert gaf á bátinn út á Þinghólsbraut til Gunnars, svo við Iögðumst báð- ir á árar, en Baldur jós. Húsið, lóðin og báturinn voru ekki einu merkin um hagleik Gunnars. Hann batt inn bækur af svo ótrúlegri snilld að hver skræða varð að gersemi í hönd- um hans. Ég fór fljótlega að njóta góðs af snilld Gunnars og batt hann fyrir mig fjölda bóka, svo þær eru sannkallað augna- yndi. Gunnar byggði sér eitt sinn lítið gróðurhús á lóðinni og bauð nokkrum vinum sínum að lífsandinn blási til að auka bjar- mann, uns hann lýsir upp allt svið- ið og formin taka á sig það eina rétta snið sem er spegilgerð höf- undar síns. Það sem einkennir manna- myndir Björns Guðmundssonar er spurnin sem skín úr andlitunum, Ijómandi augun í hrekkleysi, eftir- væntingu og tilhlökkun. Verkin eru einföld í formi, teinrétt og stolt, skrautlaus að kalla, þau eru sann- ur vitnisburður um sálargöfgi listamanns sem fer varfærnum höndum um efniviðinn og sníður hann að eðlislægri skynjun sinni. Einskis er vant, það er engu við að bæta, verkið talar til okkar á sinn hljóðláta hátt sem er inngróinn í barnslegt hjarta. Að leiðarlokum llytjum við ynd- islegum listamanni þakkir okkar fyrir höfðinglega gjöf og notaleg kynni. Megi starf hans lýsa skært inn í framtíðina. Níels Hafstein og Magnhildur Sigurðardóttir, Safnasafninu. koma og vígja það. Gestirnir komu á tilsettum tíma og Gunn- ar leiddi þá út í húsið, sýndi þeim þar hvern hlut góða stund og hafði um mörg orð. Um það bil þegar gestirnir voru farnir að þreytast og hugðu að gengið yrði til stofu, lyfti Gunnar hellu í gólfinu og dró upp dýrindis veisluföng. Léttist þá brúnin á viðstöddum, en Gunnar hafði gaman af, því hann vissi vel að ekki voru allir jafn miklir á- hugamenn um ylrækt. Gunnar fylgdist af áhuga og raunsæi með þróuninni fyrir austan tjald og fór í tvær kynn- isferðir til Þýska alþýðulýðveld- isins. Fór þá m.a. til Leipzig og Dresden og dáðist eins og fleiri að árangrinum sem náðst hafði, þrátt fyrir ofsóknir og skemmd- arverk sem skipulögð voru af vestrænum hatursmönnum sós- íalismans. Það gilti um Gunnar sem Ilalldór Laxness sagði einhvern tíma í minni áheyrn: „Það er ekki nema einn og einn maður sem áttar sig á því að það eru að gerast sögur í kringum hann.“ Hann kunni vel að meta hæfileika manna og unni mönn- um sannmælis, en ósköp fannst honum að sjá sömu menn þjást af nísku, naumingjaskap og flottræfilshætti, þannig að hæfi- leikar þeirra hurfu í skuggann. Gunnar var ágætlega ritfær hvort heldur var í bundnu eða óbundnu máli; unni skáldskap, var mjög vel að sér í bókmennt- um, fornum og nýjum, og svo víðlesinn og vel menntaður að margur langskólagenginn mað- ur hefði mátt öfunda hann af. Hann las ekki síður ljóð ungra skálda og hafði unun af að ræða skáldskap. Hann kunni kynstur af ljóðum og hafði jafn- an kveðskap á hraðbergi eða meitluð tilsvör úr bókmenntum. Gunnar orti mikið, stundum í rómantískri hrifningu, stundum í kerskni, en þó var hann aldrei níðskældinn. Svo var hann vandlátur, að hann vildi ekki birta neitt af yrkingum sínum nema fimm ljóð, sem birtust í fyrsta hefti Tímarits Máls og menningar árið 1982. Fyrsta ljóðið lieitir Sannleikurinn: Því stærra hús, því erfiðara að hýsa sannleikann. Því ríkulegra allsnœgtaborð því varasamari er hann sem gestur. Og aldrei er hann andkaldari en þegar þú hefurfengið heiður þinn staðfestan krossi og stjörnu. Fyrsl þegar þú liefur misst allt þetta getur þú boðið hann velkominn án ótta. En hin kvæðin eru þó miklu íleiri sem liggja óbirt. Gunnar og Þrúður eignuðust ijögur börn sem upp komust: Ilrafnhildi, f. 14. mars 1936; Hugrúnu, f. 29. okt. 1937; Egg- ert Gaut, f. 27. maí 1940, og Gerði, f. 24. okt. 1950. Við Lilja. Baldur og Gísli vottum íjöl- skyldu Gunnars innilega sam- úð. Sigurður Baldursson. Bjöm Guðmundsson frá Laufási í Víðidal

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.