Dagur - Tíminn - 23.11.1996, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn - 23.11.1996, Blaðsíða 10
Laugardagur 23. nóvember 1996 - X MINNIN GARGREINAR jDagur-<Etnmm * Olína Eybjörg Pálsdóttir fæddist í Borgargerði í Höfðahverfi 13. septem- ber 1907. Hún andaðist á Dvalarheimilinn Hlíð á Akur- eyri 10. nóvember síðastliðinn. Foreldrar Ólínu voru hjónin Páll Friðriksson bóndi og Mar- grét Árnadóttir frá Brekku í Kaupangssveit. Páll átti móð- urætt að rekja að Arnarstapa í Ljósavatnshreppi og Skógum í Fnjóskadal. Þau Páll og Mar- grét fluttust að Borgargerði árið 1899. í Borgargerði ólst Ólína upp til ellefu ára aldurs. Foreldrum hennar varð 10 barna auðið. Þrír drengir dóu í bernsku, en sjö systkini komust á legg. Þau eru í ald- ursröð: Þórunn, Páll Trausti, Kristinn, Friðrika, Kristbjörg, María Aldís og Ólína Eybjörg. Eru þau systkinin nú öll látin. Árið 1930 giftist Ólína Þor- steini Stefáni Baldvinssyni skipstjóra frá Stóru-Hámund- arstöðum á Árskógsströnd. Ó- lína og Þorsteinn bjuggu á Há- mundarstöðum í Hrísey. Þor- steinn lést 11. janúar 1971. Þeim varð tveggja barna auðið og ólu upp einn fósturson. Börn þeirra eru: Snjólaug Fil- ipía, gift Jóni Helgasyni og eiga þau fjögur börn. Þor- steinn Grétar, giftur Sesselju I. Stefánsdóttur og eiga þau tvö börn. Fóstursonur þeirra er Þorsteinn J. Jónsson, giftur ÁshUdi Emilsdóttur og eiga þau tvo syni. Auk þess á Þor- steinn fimm börn frá fyrra hjónabandi. Upphefð, œtt, með fleiru er ekki mikils vert; hitt skiptir miklu meiru, hve margt til þarfa er gert. Uns dagur lífs réð dvína, með dug og kjark þú vannst, og alla œvi þína þér enginn trúrri fannst. (Einar Bjarnason frá Fellsseli) Fyrir réttri viku lést á Dval- arheimilinu Hlíð á Akureyri elskuleg amma mín, Ólína Ey- björg Pálsdóttir. Hún hefði orðið níræð á næsta ári og var heilsu hennar mjög farið að hraka. Síðustu misserin hafði hún litla fótaferð og var búin að tapa allri sjón. Því má ætla að amma hafi verið hvíldinni fegin, enda búin að skila sínu dagsverki og gott betur. Mikill söknuður fyllir hjarta okkar allra og margs er að minnast frá liðnum árum. Sem krakki var ég mikið hjá Minningar- greinar Minningargreinar birtast aðeins í laugardagsbiöðum Dags-Tímans. Þær þurfa að berast á tölvudiskum eða vélritaðar. - Myndir af þeim sem skrifað er um þurfa að berast með greinunum. Sendist merkt Dagur-Tíminn Strandgötu 31, 600Akureyri Garðarsbraut 7, 640 Húsavík Þverholti 14, 105Reykjavík Ólína Eybjörg Pálsdóttir ömmu og afa í Hrísey, og eftir að afi dó bjó óg meira eða mínna hjá ömmu. Það má varla minna vera en að ég minnist hennar með nokkrum orðum. Björtustu og bestu minning- ar mínar úr barnæsku eru tengdar sólríkum dögum úti í Hrísey. Ég minnist þeirrar til- hlökkunar sem greip mig þegar sumarið nálgaðist og ég vissi að brátt kæmi að því að ég færi út í eyju. Það var alltaf mikið líf og íjör á Hámundarstöðum yfir sumartímann, enda var þá yfir- leitt margt um manninn. Þar dvöldum við systkinin fjögur í góðri umsjá afa og ömmu, en þar var einnig fleira fólk, meðal annars frændur og frænkur að sunnan. Margt var þá brallað og held ég að það hafi verið mikil gæfa fyrir okkur krakk- ana að kynnast lífinu í eyjunni og þeim ævintýrum sem þar gerðust á degi hverjum. Við búum að því alla tíð og ég finn fyrir því nú seinni árin, þegar ég kem út í Hrísey, að þar kvikna ljúfar minningar við hvert fótmál. En þótt börnin hafi ekki kunnað á því nein skil, þá hefur talsvert þurft að hafa fyrir öll- um þeim gestum sem sóttu Há- mundarstaði heim. Enda eru þær myndir, sem ég helst geymi í huga mér af ömmu frá þess- um árum, tengdar vafstri henn- ar í eldhúsinu á rósóttum kjól. Hún Ólína passaði vel upp á það að enginn færi svangur frá henni. Undir lok sjöunda áratugar- ins fluttu afi og amma til Akur- eyrar. Þá saknaði maður mikið Hríseyjar og Hámundarstaða, en þó var bót í máli að nú var auðveldara að heimsækja þau. Afi og amma höfðu varla fyrr búið sér heimili þar en lítil stúlka bankaði upp á og krafð- ist þess að fá að gista nokkrar nætur. Fljótlega gerðust amma og afi húsverðir í Þingvalla- stræti 14 og sáu þar um lítið gistiheimili í eigu Verkalýðsfé- lagsins Einingar. Þar eignuðust þau marga góða vini, hvort heldur það voru gestir að sumri eða skólafólk sem leigði þar á vetmna. Þorsteinn afi minn andaðist í ársbyrjun 1971. Það var mikill missir, en auðvitað lét hún amma mín ekki bugast, heldur hélt áfram rekstri gistiheimilis- ins við Þingvallastræti. Þegar hún var orðin ein, sótti ég enn- þá meira til ömmu minnar og fyrr en varði var ég flutt til hennar. Yfirleitt var meira en nóg að gera hjá ömmu við þrif og annað er tengdist gistiheim- ilinu. Þótt ég hafi ekki verið há í loftinu, reyndi ég eftir minni bestu getu að hjálpa til. Eftir erilsaman dag settumst við gjarnan saman í eldhúsinu, ræddum alla heima og geima og fengum okkur kaffisopa. Litla stelpan vandist þar á kaff- ið góða og hefur ekki orðið meint af. Nú, þegar ég er orðin full- orðin, hugsa ég oft til þess and- rúmslofts sem ríkti á Þingvalla- strætinu og hvernig amma gerði allt sem í hennar valdi stóð til að gestunum liði eins og heima hjá sér. Hún var gjörn á að bjóða þeim inn á litla heimil- ið sitt og traktera þá með kafíi og kökum. En þar kom að amma hætti starfi sínu við gisti- heimilið og þá fluttist hún í snotra íbúð við Hrísalund. Þangað var ævinlega gott að koma og oft vildi hun að við hjónin byggjum þar hjá henni, þegar við vorum sest að á suð- vesturhorninu en áttum leið norður. Gangur lífsins verður ekki stöðvaður og fyrr en varði færð- ist aldurinn yfir hana ömmu mína. Nú, í miðjum nóvember, eigum við hjónin aftur leið norður yfir heiðar, en í þetta sinn til að kveðja ástkæra ömmu hinstu kveðju. Það ger- um við í svartasta skammdeg- inu, en dýrleg sumrin í Hrísey og góðir dagar á Þingvalla- strætinu leita óhjákvæmilega á hugann. Minningin um góða ömmu mun lýsa mína leið. Niðdimm er nóttin, napur vindur hvín. Senn rénar sóttin, sofðu vina mín. (R.H.R.) Margrét Elfa Jónsdóttir. Heimilisprýðin húsið kveður, í hjartanu hvíldi ró ogfriður. Guðs í trúnni gekkstu veginn, Guð þér launar hinum megin. (Jóhann Nilsen) Þessa kveðju fékk langamma mín, Margrét Árnadóttir, frá gömlum manni sem bjó á heim- ili ömmu minnar, Ólx'nu Páls- dóttur, að Hámundarstöðum í Hrísey þar til hann fór háaldr- aður á Sjúkrahusið á Akureyri og andaðist þar. Þessi kveðja gæti vel átt við hana ömmu mína. Minningar frá barnæsku sækja að mér sem yndislegt æv- intýri þar sem Hrísey hjá afa og ömmu er sögustaður og Há- mundarstaðir höllin sem við bjuggum í. Þau kóngur og drottning og Steini móðurbróðir minn prinsinn. Eins og í ævin- týrunum var (að mér fannst) alltaf sól og sumar. Margmenni var yfirleitt í höllinni og eins og ömmu var von og vísa borð hlaðin kræsingum. Oft var sofið í öllum herbergjum og inn af þeim. (Þeir vita hvað ég meina, er gist hafa á Hámundarstöð- um). Hlýjan og kærleikurinn frá ömmu og afa, sem lýsti sér í svo ótal myndum, er í dag dýrmæt- ur sjóður sem margir, er hjá þeim bjuggu eða sóttu heim um lengri eða skemmri tíma, eiga í hjarta sínu um ókomin ár. í hjarta mínu verð ég alltaf lítil og áhyggjulaus stelpa þegar ég heimsæki ævintýraeyjuna mína. Elsku amma mín, ég er viss um að þið afí haldið áfram að búa í höll hvar sem hún er staðsett og að þar er alltaf sól og sumar, þið umvafin kærleik og hlýju og haldið áfram að hlúa að börnunum stórum og smáum. Hafðu þakkir fyrir alla þína elsku í minn garð og fjöl- skyldu minnar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Þín dótturdóttir Ólína E. Jónsdóttir. Elsku amma mín. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég þig. Ég mun æti'ð minnast þín með þakklæti fyrir allt sem þú gafst mér sem litlum dreng, er ég kom til dvalar hjá ykkur afa í Hrísey á sumrin. Þessi sumur hafa ávallt verið mér sem ævin- týri, sem fær mig til að brosa og líða vel og mun ég segja það börnum mínum og barnabörn- um. Þannig lifir minningin um þig með okkur öllum. Fýrir hönd yngri systkina minna, þeirra Geirs, Kristjönu, Hauks og Guðjóns, þakka ég þér fyrir allt sem þú gafst okkur. Ég og fjölskylda mín á Grænlandi erum í hjarta okkar hjá þér á þessari kveðjustund. Guð blessi þig og varðveiti að eilífu. Guðmundur Þorsteinsson (Mummi). Ég heiðra mína móður vil af mœtti sálar öllum og lyfti huga Ijóssins til frá lífsins boðafollum. Er lít ég yfir liðna tíð og löngu farna vegi, skín endurminning unaðsblíð sem ársól lýsi degi. Að fœra slíka fórn sem þú munflestum ofraun vera, en hjálpin var þín heita trú, þœr hörmungarnar bera. í hljóði barst þú hverja sorg, sem hlaustu oft að reyna, en launin fœrðu í Ijóssins borg og lœkning allra meina. Nú er of seint að þakka þér og þungu létta sporin, þú svífur fyrir sjónum mér sem sólargeisli á vorin. Þú barst á örmum börnin þín og baðst þau guð að leiða, ég veit þú munir vitja mín og veg minn áfram greiða. (Eiríkur Einarsson) Elskulega móðir, með þakklæti og virðingu minnumst við þín og þökkum þér fyrir alla þá umhyggju og ástúð, sem þú veittir okkur, börnum þínum, barnabörnum og tengdabörn- um. Frændfólki og vinum viljum við þakka vináttu og hlýhug í hennar garð. Minningarnar all- ar, allt frá því að við vorum börn í Hrísey, eru Ijársjóður sem við geymum í hjörtum okk- ar. Við erum þess fullviss að vel hefur verið tekið á móti þér, af föður okkar og ástvinum öllum. Að lokum viljum við þakka starfsfólkinu á Dvalarheimilinu Hh'ð fyrir alla umönnun og kær- leik í hennar garð. Nú legg ég augun aftur, ó, guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Guð blessi minningu Ólínu Eybjargar Pálsdóttur. Snjólaug F. Þorsteinsdóttir, Þorsteinn G. Þorsteinsson. Ég þakka alltfrá okkar fyrstu kynnum, það yrði margt, ef telja skyldi það. í lífsins bók það lifir samt í minnum, er letrað skýrt á eitthvert henn- ar blað. Ég fann í þínu heita, stóra hjarta þá helstu tryggð og vináttunnar Ijós, er gerir jafnvel dimma daga bjarta, úr dufti lœtur spretta lífsins rós. (Margrét Jónsdóttir) Mig langar að skrifa örfáar lín- ur til að minnast tengdamóður minnar, Ólínu Eybjörgu Páls- dóttur, sem lést á Dvalarheimil- inu Hlíð 10. nóvember s.l. Það var fyrir jólin 1951 sem ég lagði upp í ferð til Hríseyjar ásamt unnustu minni, Snjó- laugu, til að kynnast tilvonandi tengdaforeldrum mínum, þeim sæmdarhjónum Ólínu og Þor- steini Baldvinssyni. Ég kveið ekki fyrir þeirri heimsókn, þar sem ég hafði verið um nokkurt skeið með Hríseyingum til sjós, sem þekktu svo vel til á því heimili og báru því góða sögu. Ég sá fljótt að þar var hin fullkomna húsmóðir að störfum eins og þær gerðust bestar á þeim dög- um. Ég varð ekki fyrir von- brigðum með mín fyrstu kynni, því mér var tekið með sérstakri alúð og umhyggju af þeim hjón- um frá fyrsta degi og var svo alla tíð. Hámundarstaðaheimilið var annálað fyrir gestrisni og myndarskap, enda sagði ég stundum að það hafi verið dval- arheimili fyrir aldraða og börn um lengri tíma. Ólína hjúkraði tengdamóður sinni, sem var rúmliggjandi í mörg ár, og síðar móður sinni. Þá má ekki gleyma umhyggju þeirra fyrir Jóhanni Nilsen, sem hjónin tóku inn á sitt heimili og var þar til dauðadags. Ég minn- ist þess hvað Jóhann var þakk- látur þeim hjónum og talaði hlýlega um dvöl sína hjá þeim. Tvö fyrstu börn okkar Snjó- laugar fæddust á Hámundar- stöðum, það voru því hlýjar hendur Ólínu sem umluku þau í fyrstunni. Ég var starfandi sjó- maður á þessum árum og gladdist yfir því að Snjólaug og börnin mín nutu handleiðslu Ó- línu og Þorsteins. Seinna þegar börnin, sem voru orðin fjögur, stækkuðu, var það þeirra fyrsta ósk á vorin að fá að fara til ömmu og afa í Hrísey og alltaf voru þau velkomin, þó mörg börn væru þar fyrir. Þau nutu þess að vera í návist þeirra og eyjan heillaði á marga vegu. Það hefur örugglega orðið þeim mikill lífsbrunnur, sem þaú.' jssfc. munu búa að alla sína ævi. Hafðu þökk fyrir þetta allt og alla hjartagæsku þína og ég bið þér Guðs blessunar. Hver minning dýrmœt perla að liðnum lífsins degi, hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kœrleikur í verki

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.