Dagur - Tíminn - 23.11.1996, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn - 23.11.1996, Blaðsíða 7
JDagur-®ttmTO ÍSLENDIN GAÞÆTTIR Laugardagur 23. nóvember 1996 - VII af því að iðulega koma þar fyrir nöfn á erlendum og óþekktum grösum, jurtum, runnum, trjám og dýrum, verða þeir að nota al- menn heiti um ákveðna einstak- linga eða jafnvel að sætta sig við erlendar útleggingar. Skemmdarverk Þótt Oddur biskup væri stoltur af fornmenntum og bæri afdrif ís- lenskrar tungu fyrir brjósti, varð honum á í messunni, eins og fleirum. Jón prófessor Helgason tilgreinir setningu eftir honum og er h'tið hrifinn: „En hvað sem á skræðurnar og lesbækurnar vantar, hefur úr gengið af með- ferð þeirra í skólanum, en sumt hef ég haft utan um skrifaðar bækur mínar til saurblaða." Þarna játar biskup á sig þá höf- uðsynd, að áhti prófessors Jóns, að eyðileggja skinnhandrit með þeim hætti að nota þau í bókband utan um h'tilsverð pappírsplögg, kannski lúterskt guðsorðastagl. Þjóðernið í hœttu Þjóðernissinninn ákafi Eggert Ólafsson lifði og starfaði öldina á undan Fjölnismönnum. Um miðja 18. öld ferðaðist hann um landið og hafði kynni af fjölda fólks. Hann komst að því að heldri menn höfðu h'tinn áhuga á fom- um fræðum og þeir voru orðnir fáir sem lögðu stund á að skrifa hreina íslensku. Um baráttu Eggerts fyrir við- haldi íslenskunnar segir Bjarni Jónsson í samantekt um ævi ætt- jarðarvinarins: Eggert fann að á þessu þyrfti að ráða bót. Móðurmálið mátti umfram allt ekki glatast; þá vœri þjóðernið glatað um leið og öll þjóðleg menning. Hann yrkir kvœðið „Sótt og dauði íslenskunnar" til að minna átakanlega á þetta þjóðarmein. Hann lœtur íslenskuna boða börn sín til sín og segir þeim frá veik- indum sínum og orsök þeirra. Or- sökin var auðvitað sú, að hún var farin að blandast útlendum orðum, öllum bjöguðum. Hún sendir sonu sína í alla lands- fjórðunga (þá Eggert og Bjarna Pálsson) til að skyggnast eftir málfari manna og leita sér með því lækninga. Lœtur þá skáldið koma fram í kvæðinu dönsku- slettur þœr, sem algengastar eru í hverjum landsjjórðungi. Þeir komu aftur úr förinni og gátu hvergi fundið málið hreint og gátu því eigi bjargað henni. Henni þyngir þá meira og meira. Öll börn og skuldalið íslenskunn- ar vitja hennar á banasænginni. Hún deyr. Spaklegt og óaðgengilegt Að þeirra tíðar hætti setti Egg- ert hugmyndir sínar og viðvaran- ir fram í bundnu máli og er margt af þessu heldur óaðgengi- legt nútímafólki, þótt margt sé þar spaklega mælt. Hér er birt lítil heilræðavísa: Þeir, sem kunna tungur tvœr, tali hreinar báðar þœr, frónsku í dag en dönsku í gœr, en drulli þeim ekki saman... Eggert verður að viðurkenna, að hann sjálfur vandi ekki orð- færi sitt sem skyldi og hafi jafnvel útlend orð um hönd. Það afsakar hann með því að hann hafi mikið saman við útlendinga að sælda. En hann telur að Norðurálfuþjóð- ir telji íslenskuna hið mesta hnoss, og að það sé löndum sín- um til minnkunar að vanda ekki mál sitt. Þeir séu eins og fuglinn sem dritar í sjálfs síns hreiður. Staðfesta geðsmunanna Róttæk þjóðernishyggja Egg- erts Ólafssonar jaðrar stundum við forneskju, afturhvarfs til forn- aldar. Hann skrifar: Nú mœli ég eigi svofelldum orð- um þar fyrir að eigi sé sá arður miklu hollastur, að í kunnáttu- haldi réttrar mállýsku, viðlíkt og hverrar annarrar gamallar og góðrar siðvenju, liggur hulin nokk- ur staðfesta geðsmuna hverrar þjóðar. Sjáum vér af mörgum dœmum, hve stór umskipti heilir landslýðir hafa tekið, eftir því sem þeir breyttu siðum og málfari eftir öðrum þjóðum. Svo hafa þeir gerst hverflyndir og þróttlausir og gjarnir á útlenda siðu, að eftir einn aldur þekkja þeir ekki sjálfa sig. En þótt hér liggi svo mikið við, þá ber oss jafnfúslega að kasta ó- siðum hinna fyrri manna og taka upp aftur ný siðgœði, hvaðan sem þau koma, nœr vér sjáum, að oss er þeirra áður vant. Eggert skrifaði stafsetningar- reglur, sem einkum virðast hafa átt að beygja ritmálið að fornum rithætti. Heiti þeirra er: „Nokkrar óreglulegar reglur í spurningum fram settar eftir stafrófi um það, hvern veg rétt eigi að skrifa, bók- stafa og tala þá núlifandi íslenska tungu.“ Þessar ritreglur munu aldrei hafa verið gefnar út. Aðskilnaður þjóðernis og tungu Á þeim örfáu dæmum, sem hér er tæpt á, er sýnilegt að oft hafa menn örvænt um afdrif móður- málsins á ýmsum tímum. Þótt hef- ur ástæða til að stappa stálinu í ís- lendinga að vanda málfar sitt og umfram allt að varast ásækni er- lendra mála. Þjóðerni og tunga eru lögð að jöfnu og glatist annað, hverfur hitt í hringiðu umheims- ins. Á okkar tímum er mikill siður að fordæma þjóðernishyggju, en gera mikil „átök“ til verndar ís- lensku máli og megi því vel farn- ast. OÓ tók saman. Framsókn í 80 ár FRAMSÓKNARFLOKKURINN ÍQIÓ-IQQÓ Afmælishátíð Framsóknarflokksins haldin í Háskólabíói laugardaginn 23. nóvember kl. 13.45 Dagskrá: Kársneskórinn stjórnandi Þórunn Björnsdóttir - undirleikari Marteinn H. Friðriksson Ávarp Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins Kvennakór Reykjavíkur stjórnandi Margrét Pálmadóttir - undirleikari Svana Víkingsdóttir Ávarp Hildigunnur Árnadóttir, nemandi í MA Einsöngur - Rannveig Fríða Bragadóttir, messosópransöngkona - undirleikari Gerrit Schvil Ávarp - Hákon Skúlason, bókmenntafræðinemi Söngur - Emilíana Torrini - undirleikari Jón Ólafsson Karlakórinn Heimir stjórnandi Stefán R. Gíslason - undirleikarar Thomas Higgerson og Jón St. Gíslason Kynnir: Haraldur Ólafsson, prófessor Að lokinni dagskrá verður boðið uppá kaffiveitingar í andyri Háskólabíós Afmælishátíðin er öllum opin Framsóknarflokkurinn

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.