Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1987, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987. 5 Fréttir Hér að ofan eru talin upp ýmis fyrirtæki sem samvinnuhreyfingin á og stjórnar. Þá eru tengsl fyrirtækjanna innbyrðis sýnd með strikum. Þannig eiga t.d. Framleiðni sf. og Samvinnusjóðurinn hf. fyrirtækið Marel hf. og Marel á Marel Equipment Inc. Dótturfyrirtæki KEA eru hér tekin sem dæmi um dótturfyrir- tæki einstakra kaupfélaga en ekki er gerð tilraun til að sýna dótturfyrirtæki fleiri kaupfélaga. Hvert kaupfélaganna 41 á í rekstri á ýmsum sviðum og því má gera ráð fyrir að mikils fjölda fyrirtækja sé hér ógetið. Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra um Utvegsbankaáföllin: Mun engu leyna um hvaða skuldir lenda á ríkinu Albert Guðmundsson alþingis- maður spyr í DV i gær hvers vegna ekki séu birt nöfn þeirra einstakl- inga og fyrirtækja, annarra en Hafckips hf., sem skulda Útvegs- bankanum stórfé. Þessi spuming Alberts var borin undir Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra. „Því er til að svara að ef og þegar ég hef undir höndum upplýsingar til skattborgaranna um það hverjir þetta em mun ég ekki liggja á þeim. Ég hef engu að leyna í þeim efrium. Ég hef þessar upplýsingar ekki enda liggja þær ekki fyrir enn sem komið er,“ sagði Jón Baldvin. Hann sagði að fyrri ríkisstjóm hefði skipað 3ja manna nefnd til að fara yfir uppgjör gamla Útvegs- bankans. Þeirri úttekt á að vera lokið 15. september næstkomandi en nefridin hefur svo tíma til áramóta til að skila af sér. Jón sagði að þeir nafnar í fjármála- og viðskiptaráðu- neyti hefðu skipað sinn manninn hvor til að annast hagsmunagæslu fyrir ríkissjóð í þessu uppgjöri. Jón Baldvin sagði að enn væri ekki ljóst hvað af þessum skuldum væri hægt að innheimta. Eins væm sumir af þeim sem skulduðu mikið í gamla bankanum enn í viðskiptum við Útvegsbankann og það væri bankaráðs nýja bankans að meta það hvort þeir yrðu áfram í viðskipt- um og ráðstafanir þá gerðar til að bæta fjárhag þeirra. „Allt mun þetta skýrast þegar líður á haustið en af minni hálfu verður engum upplýsingum haldið leynd- um,“ sagði Jón Baldvin fjármálaráð- herra. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.