Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1987, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr. Verð í lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr. Dýr misskilningur Fyrir nokkru var byggingarkostnaðurinn við flug- stöðina gerður hér að umtalsefni. Þá höfðu komið fram þær upplýsingar frá fjármálaráðherra að kostnaðurinn hefði farið rúman milljarð fram úr áætlun. Engin við- hlítandi skýring hafði verið gefin á þessari hækkun en forsvarsmenn byggingarframkvæmdanna voru flestir hverjir horfnir til annarra og virðulegri starfa rétt eins og þeim kæmi ekki lengur við hvernig viðskilnaðurinn var. Var ekki annað sýnna en hér væri enn eitt dæmið um það bruðl og sukk sem jafnan þrífst þegar ríkið er annars vegar. Enginn ber ábyrgð, öllum er sama, og svo má skattgreiðandinn borga brúsann af fjármálaóreiðu og hneysklum sem þessum. í kjölfarið af umfjöllun DV um þetta mál kallaði byggingarnefndin á blaðamenn til að leiðrétta misskiln- ing eins og komist var svo hnyttilega að orði. Bygging- arnefndin segist hafa allt sitt á hreinu og einn nefndarmanna hélt því jafnvel fram að útgjöldin væru minni en gert hafði verið ráð fyrir! Samkvæmt blaða- mannafundinum eiga allar kostnaðaráætlanir að hafa staðist, fyrir utan tvö hundruð og fimmtíu milljónir króna sem rekja má til síðari tíma ákvarðana um stækk- un og breytingar á flugstöðinni. Það sem upp á vantar er allt verðbólgunni og dollaragenginu að kenna, segja hinir vísu menn og virðast harla ánægðir með sínar skýringar á því sem þeir kalla misskilning. Á sínum tíma var ákveðið að reisa nýja flugstöð á Keflavíkurflugvelli á þeirri forsendu að Bandaríkja- menn greiddu nær helming byggingarkostnaðarins. Þetta þótti kostaboð og aldrei var einu orði á það minnst að íslenska ríkisstjórnin gerði ekki ráð fyrir verðbólgu eða rýrnandi gengi dollarsins. Aldrei var á það minnst að það kæmi í hlut íslendinga að bera kostn- aðinn af mismuninum af upphaflegum dollaraáætlunum og raunverulegum útgjöldum. Það var í rauninni ekki fyrr en nú, nokkrum vikum eftir kosningar, sem sjálft fjármálaráðuneytið fær upplýsingar um það frá bygg- ingarnefndinni að meira en milljarð króna vanti upp á til að endar nái saman. Niðurstaðan af þessum flottræfilshætti í sambandi við flugstöðina, fyrirhyggjuleysinu og verðbólgu- gleymskunni er að lokum sú að íslenskir skattgreiðend- ur þurfa að greiða tólf hundruð milljónir til viðbótar vio milljarðinn sem flugstöðin átti upphaflega að kosta okkur. Það er það sem eftir stendur þegar misskilning- urinn hefur verið útskýrður og það er dýr misskilningur. Það getur vel verið að embættismönnunum og fínu mönnunum í byggingarnefndinni þyki þetta ekki miklir peningar. Það getur vel verið að þeir hafi skýringar á reiðum höndum til að afsaka þessa skekkju. En í augum okkar hinna, sem þurfum að borga brúsann, er þetta ekkert annað en hneyksli þar sem vísvitandi er verið að láta það líta svo út að rúmlega milljarðs útgjöldum til viðbótar við hinn milljarðinn sé varla orð á ger- andi. Enda er reikningunum slengt fram í lokin eftir að byggingarnefndin er búin að taka á móti fagnaðarlát- unum fyrir þá frammistöðu að reisa flugstöð sem hana varðar ekki hvað kostar. Það eru aðrir sem borga. Það er ríkið sem blæðir. Þá eru allir stikkfrí, ekki satt? Því miður er mörgum spurningum ennþá ósvarað í þessu stórfellda óreiðumáli. Almenningur og Alþingi eiga ekki að sleppa neinum undan þeirri ábyrgð að gera grein fyrir þessum fjármálalega sóðaskap. Ellert B. Schram Helmingaskiptin rekast á Sprengja hefur fallið í íslenska fjármálaheiminum. Áratugagamalli helmingaskiptareglu er skyndilega boðinn birginn. Ný kynslóð í Sjálf- stæðisflokknum hefur farið út af sporinu og misst sjónar á gömlum leikreglum, óskráðum, milli Sjálf- stæðis og Framsóknar, milli fjárafla- manna og SÍS. Þeir höfðu það í gegn að Útvegsbankinn var gerður að hlutafélagi án þess að eigninni væri fyrirfram skipt. I rúmlega hálfa öld hafa þessir flokkar verið ráðandi í ríkisbönkunum og skipt þar völdum án teljandi árekstra. Það sem gerðist í Útvegsbanka- málinu var að hinir fyrmefndu settu bankann á hausinn. Það gerðist ekki með Haískipsviðskiptunum, það var lögu skeð áður. Á annan áratug var bankinn búinn að vera á hausnum. Sjálfstæðismenn voru að vísu í for- svari fyir Hafskip en þau viðskipti voru aðeins punkturinn yfir i-ið. Nýlega hefur verið upplýst að tap bankans muni vera á annan millj- arð. Við, þegnar ríkisins, sem enn eigum þennan banka, bíðum þess að gerð verði grein fyrir allri skulda- súpunni. Viðskiptavinum, sem þar eiga stærstan hlut, verður ekki ein- um um kennt. Þar bera ábyrgð þeir sem stjómuðu bankanum. Ólíkir hagsmunir. Síðasta ríkisstjóm greip til þess ráðs að bjóða bankann til sölu þegar í ljós kom að aðrir bankar vildu ekki við honum taka vegna slæmrar stöðu. Hluthafabanki var draumur frjálshyggjumanna. Þeir vom hins vegar ekki að flýta sér því ólíklegt var að nokkur myndi spyrja eftir bankanum hvað þá ganga að þeim skilmálum sem Alþingi hafði sam- þykkt. Bankinn var þungur baggi á ríkissjóði sem var illa staddur og því ekki ómögulegt að hann fengist á betri kjörum eftir því sem lengra liði á fjárhagsárið. Auk þess væ, j í við- skiptum við Útvegsbankann menn og fyrirtæki með miklar skuldir og rétt að láta Hafskipsmálið hljóðna áður en næsta skuldasúpa yrði birt. Hjá Sambandi íslenskra sam- vinnufélaga stóðu mál hins vegar með allt öðrum hætti. Ný bankalög gera ráð fyrir því að eignir banka megi ekki fara fram úr ákveðnu hlut- falli af eiginfjárstöðu. Til þess að Samvinnubankinn uppfyllti þessi skilyrði þurfti Sambandið að auka hlutafé sitt um 100 milljónir. Bank- inn hafði auk þess tapað miklu fé i gjaldþrotinu á Svalbarðseyri. Það yrði einnig að bæta upp með auknu hlutafé. Þannig lá fyrir að ef hægt ætti að vera að reka bankann þá varð að setja í hann sennilega á þriðja hundrað milljónir. Samt sem áður yrði bankinn erfiður í rekstri því hann væri það lítil eining og hefði litla stækkunarmöguleika. Það var þvi miklu betri fjárfesting að kaupa hlutabréfin í Útvegsbank- anum heldur en hressa upp á Samvinnubankann. Sambandið hafði einnig eignir undir höndum sem ríkið hafði sýnt áhuga á að eign- ast og hentugt að láta söluverðið ganga upp í kaupin. Hlutabréfin í Útvegsbankanum höfðu verið boðin til kaups með ákveðnum skilmálum, þ.e. verð- merkt eins og hver önnur vara. Því töldu SIS menn það næsta víst að ef þeir uppfylltu þessa skilmála þá væru bréfin þeirra og því yrði ekki breytt þó svo aðrir byðu betur eftir á. Þetta verður að telja eðlilegt sið- ferði í viðskiptum. Með þessa vissu í huga tilkynntu þeir fjölmiðlum um kaupin og einnig að þeir hygðust sameina Samvinnubankann Utvegs- bankanum. Þeir höfðu einnig áhuga á því að Alþýðubankinn kæmi inn í þá sameiningu. Svo upp úr logaði Þessi tilkynning Sambandsins verkaði eins og þegar logandi eld- KjaJlaiinn Kári Arnórsson skólastjóri yfir að yrði bankinn tekinn frá Sjálf- stæðisflokknum og afhentur SÍS væri hann farinn úr ríkisstjóminni. - Söguleg yfirlýsing. - Skipti þar engu máli þó þessi hlutabréf væru búin að vera til sölu í marga mán- uði. Fyrrverandi forsætisráðherra sá sig réttilega tilneyddan til að snupra hann fyrir og segja honum hvert hlutverk forsætisráðherra hefði í ríkisstjóm. Þegar þetta er skrifað er verið að þæfa málið með útspili um Búnaðar- bankann, sett fram sem gálgafrestur. Viðskiptaráðherra er að leika for- sætisráðherra og ætlar sér að fella saiómonsdóm. En almenningur í landinu, sem enn á þessi hlutabréf, er engu nær um það hvort bankinn lendir hjá stærstu fyrirtækjasamsteypu landsins, sem „ .. .almenningur í landinu, sem enn á þessi hlutabréf, er engu nær um það hvort bank- inn lendir hjá stærstu fyrirtækjasamsteypu landsins, sem er undir vemdarvæng Fram- sóknarflokksins, eða hann lendir hjá peningavaldinu í landinu sem er bakhjarl Sj álfstæðisflokksins. ‘ ‘ spýtu er fleygt ofan í tóma bensín- tunnu. Geðshræringin, sem greip um sig meðal fjáraflamanna og helstu stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks- ins, var slík að við fátt verður jafnað. I fyrsta lagi höfðu fjáraflamennimir ekki látið sér til hugar koma að neinn gæti eignast meirihluta í þess- um banka aðrir en þeir. En af öllu slæmu sem fyrir gat komið í þeim efhum var þó eignarhald SlS allra verst. Allt var sett á fulla ferð og verki, sem ekki hafði tekist að ljúka á mörgum mánuðum, var nú hespað af á einni helgi. Nú var ekki lengur nauðsynlegt að fyrirtæki í sjávarút- vegi eða útgerðarmenn eignuðust meirihlutann heldur hitt að það væru einstakir sjálfstæðismenn eða fyrirtæki sem þeir stjómuðu. Form- aður Sjálfetæðisflokksins, sjálfur forsætisráðherrann, látinn lýsa því er undir vemdarvæng Framsóknar- flokksins, eða hann lendir hjá peningavaldinu í landinu sem er bakhjarl Sjálfstæðisflokksins. Þegar Búnaðarbankinn kom inn í myndina fór almenningur svolítið að átta sig. Þá fóm menn að kann- ast við helmingaskiptaregluna. Ef íhaldið átti að fá banka þá varð Framsókn að fá annan eða öfugt. Ef Búnaðarbankinn yrði hluthafa- banki þá yrði búið að selja meiri- hluta bréfanna fyrirfram. Svoleiðis á auðvitað að stofha hlutafélag! Fram- vegis verður það trúlega tryggt þegar eignum ríkisins verður breytt í hlutafé að ákveðinn aðili hafi eign- ast meirihluta fyrirfram svo menn lendi ekki í þessum óskapa vandræð- um að við liggi stjómarslit. Kári Amórsson „Viðskiptaráðherra er að leika forsætisráðherra og ætlar sér aö fella salóm- onsdórn."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.