Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1987, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987. Utlönd Hafa bjargad 300 munum úr Titanlc Hópur franskra og bandarískra kafara, aem undanfarið hafa verið að störfrun í flaki farþegaskipáns Titanic, sögðnst í gær hafa bjargað um þrjú hundruð munum úr flakinu þar sera það liggur á haísbotni en hétu þvi jafnframt að selja aldrei neilt af því sem þeir hafa fundið þar. óttast kafararnir að verða sakaðir um grafarrán ef þeir reyna að afla íjár með sölu á hlutiun úr skipinu. Særðu Qóra stúdenta Lögreglan í Panama skaut í gær með haglabyssum á hóp stúdentó, sem stóð á svölum á húsi við háskól- ann í Panaraaborg, með þeim afleið- ingum að fjórir stúdentanna særðust. Þetta er í þriðja sinn á fimm dögum sem gatan Via Batista, sem liggur meðfram háskóianum. vc-rður að víg- velii í átökum iögrcgiu og stúdenta. Hóta að fresta útförinni Verkfallsmenn í Suður-Kóreu höfnuðu í gær tilboði um launahækkun og hundsuðu fyrirmæli varðandi útfór eins féiaga sins sem féll í átökum við lögreglu fyrir nokkrum dögum. Ættingjar hins látna vildu greftra hann við einfalda athöfii í heimabæ hans en nefnd verkalýðsleiðtoga og andófsmanna, sem telja sig hafa rétt til að skipuleggja útför mannsins, hótuðu að fresta henni um óákveðinn tíma, ef ríkisstjómin bæðist ekki opinberlega afeökunar á láti hans. Þeir krefjast þess ennfremur að innanríkisráðherra landsins, sem er yfirmaður lögreglunn- ar, verði rekinn. Þúsundir verkamanna í skipasmíðastöð og þungavélaiðnaði hafe ataðið vörð við lík mannáns frá því á laugardag. Hundsa Aquino förseta Til átaka kom milfi óeirðalögreglu og verkfallsmanna á Filippseyjum í gær þegar verkalýðsleiðtogar hvöttu til mótmæla um allt landið þrátt fyr- ir að Corazon Aquino, forseti lands- ins, hafi komið verulega til móts við kröfur þeirra. Mótmæli þessi em talin alvarleg- asta opinbera ógnun við Aquino á valdaferli hennar og virðast þau hafa náð mikilli útbreiðslu í Manila, höfúðborg landsins. Mótmælin hófúst vegna hækkunar á bensíni en Aquino hefúr nú dregið hana til baka án þess að mótmælun- um linni. Hart neitar að ákveða sig Gary Hart öldungadeildarþingmaður, sem fyrr á þessu ári varð að hætta við framboð sitt sem forsetaefrú fyrir Demókrataflokkinn í Bandaríkjunum vegna sambands síns við unga sýningarstúlku, neitaði í gær að segja af eöa á um orðróm þess efiús að hann hygðist gefe kost á sér að nýju. Hart sagðist þurfa að ráðgast við fjölskyldu sína og nána samstarfemenn áður en hann gæfi út nokkra yfirlýsingu um málið. Þrálátur orðrómur hefur gengið undanfema daga um að Hart hygöist láta reyna á framboð sitt þrátt fyrir hneyksbsmál síðasta vetrar. Hóta fjöldamorðum á gíslum Fangar á ftölsku eyjunni Elbu hótuðu í nótt að rayrða tuttugu og fimm gísla sem þeir tóku i uppreisn í gær ef reynt yrði að beita valdi gegn þeim. Fangamir, sem eru vopnaðir byas- um, hnífum og sprengiefni, kröfðust þesa að fó þyrlu til að koraast á brott í. Þeir ætluðu að hafe tvo gísla með sér, þar á meðal yfirmann fengelsis- ins, en hugðust sleppa hinura. í fyrstu kröfðust fengamir bifreiða til að komast á brott í, síðan vildu þeir fá bát og nú loks þyrlu. í gær voru sveitir sérþjálfeðra sendar til Elbu og bíða þar frekari fyriimæla. Kontraskæruliðar í Nicaragua með sprengjur og vopn sem þeir fengu i sendingu með flugi. Simamynd Reuter Kontra fiær enn stuðning Reagan Bandaríkjaforseti sagði í útvarpsávarpi til Nicaraguamanna að Bandaríkjamenn myndu halda áfram stuðningi sínum við kontraskæru- liða þar til frelsi hefði náðst í Nicaragua. Reagan sagði að friðaráætlunin sem Daniel Ortega, forseti Nicaragua, og fjórir aðrir leiðtogar Mið-Ameríku- ríkja hefðu undirritað í Guatemala í þessum mánuði krefðist mikilla stjóm- málalegra og félagslegra breytinga í Nicaragua. I friðaráætluninni, sem Reagan vitn- aði til, er gert ráð fyrir vopnahléi í Mið-Ameríku þann 7. nóvember, samningaviðræðum milli stríðandi aðila, afnámi utanaðkomandi aðstoð- ar við skæruliða og lýðræðislegum umbótum á svæðinu- Bandaríkin veita kontraskæruliðum í Nicaragua og stjóminni í E1 Salvad- or hemaðarlega aðstoð. Það vom stjómarandstæðingar í Nicaragua sem fóru þess á leit við Bandaríkjafor- seta á fundi með honum í byrjun ágúst að hann flytti ávarp til þjóðarinnar í Nicaragua. Ávarpið var flutt á ensku en þýtt yfir á spænsku. Spæjari OOJörgensen gegn Poul Schlúter Haukur L. Haukssan, DV, Kaupmannahcfiu „Frumsýning fyrir alla fjölskyld- una 8. september. Anker Jörgensen er forsætisráðherra í Danmörku morgundagsins.“ Þetta er ekki texti á kvikmynda- veggspjaldi í Danmörku, og þó. Textann er að finna á kosningavegg- spjaldi ungra jafnaðarmanna þar sem notast er við auglýsingaspjald nýjustu James Bond myndarinnar. í stað spæjara 007 með byssu er kom- inn OOJörgensen með rós jafnaðar- manna að vopni. Var veggspjaldið prentað í tuttugu þúsund eintökum og rann það út eins og heitar lummur eftir umtal fjölmiðla. Er reynt að höfða til yngri kjósenda með veggspjaldinu en það getur orðið dýrt gaman fyrir jafnað- armenn. Er reiknað með að framleiðendur Bond-myndarinnar fái veggspjaldið bannað og krefjist bóta vegna brota á höfundarréttarlögum. Talsmaður framleiðendanna segir það of hug- myndasnautt að stela auglýsinga- herferð Bond-myndarinnar á þennan hátt í stað þess að detta eitthvað nýtt í hug. Talsmaður jafnaðar- manna segist ekki hafa sótt um leyfi til að nota veggspjaldið en taki máls- höfðun með ró. Sérfræðingar í málum um höfund- arrétt telja að veggspjaldið verði bannað af fógeta en að framleiðend- um verði varla dæmdar skaðabætur þar sem veggspjaldið stendur báðum megin markanna lagalega séð. OOJörgensen sagðist aldrei hafa dreymt um svona uppátæki en að mótleikari hans væri þrátt fyrir allt undurfögur. Poul Schlúter fékk áritað eintak af veggspjaldinu á kosningafúndi og illa út úr kosningunum gæti hann sagði að ef Anker Jörgensen færi huggað sig við framtíð í Hollywood. SfPTEMBER - FOR HELE FAMILIEN Kosningaauglýsing með Anker Jörgensen i Bondstellingum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.