Alþýðublaðið - 20.06.1967, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 20.06.1967, Blaðsíða 1
ÞríSjudagur 20. júní 1967 - 48. árg. 202 tbl. - VERO 7 KR. Geirgerði mestð lukku Hátíðahöldin vegna 800 ára afmælis Kaupmanna- hafnar þóttu takast vel, en blaðið Aktuelt sá iþó sér- staka ástæðu til að þakka Geir Hallgrímssyni, borgar- stjóra, fyrir að hafa komið með dálítið af kímni inn í öll hátíðlegheitin. Blaðið byrjar frásögn sína af ræðu • (höldunum með því að segja, að afmæli og sérstaklega borgaráafmæli séu ósköp óskemmtileg. Menn séu þar í dökkum fötumi og flytji Ihálfgerðar jarðarfar- arræður, því beri að taka of an fyrir íslendingnum „ der i aftes sparkede rundt i Kö- benhavns 800 árige lög sovs.“ Geir ibyrjaði nefni- lega á að segja fylliríissögu af Absalon, aem stofnaði Kaupmanna'höfn, er hann drakk hinn sigraða Bugis- law undir borðið, lét síðan flytja hann í land og setti Framhald á bls. 14. NEV\r YORK, 19.6. Aleksej Kosygin, forsætisráðherra Sovétríkjanna, lagdi í dag fram ályktunartillög-u á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna, þar sem ísrael er fordæmt fyrir árás og þess krafizt, að það dragi her sinn til baka frá þeim arabísku svæðum, sem . her þess vann í stríðinu í Austurlöndum nær. í tillögunni er einnig gert ráð fyrir að ísraelsmenn grciði fullar skaðabætur fyrir allt það tjón, sem unnið hafi verið í árásinni á Egyptaland, Jórdaníu og Sýrland, auk þess sem skila skuli aftur öllum herteknum gögnum. í tillögunni eru einnig ákvæði um, að allsherjarþingið feli ör- yggisráðinu þegar í stað að gera ráðstafanir til að má út allar af- leiðingar árásar þeirrar, sem ísraelsmenn hafi gert sig seka um. Ályktunartillagan er hin sama, en nákvæmari, en sú, sem Rússar lögðu fram í öryggisráð- inu á fimmtudag í fyrri viku, en þeirri tillögu var vísað á bug. Það var Kosygin, sem hóf um- ræðurnar á allsherjarþinginu tæp um klukkutíma eftir ræðu John- sons Bandarikjaforseta, þar sem hann gerði grein fyrir stefnu Bandaríkjanna í málefnum Aust- urlanda nær. Kosygin kvaðst hafa hlustað á ræðu Johnsons í sjón- varpinu. Hin harða árás Kosy- j gins á ísrael er talin vera í al- i gjörri andstöðu við hinn hóf- sama tón í ræðu forsetans. í ræðu sinni sakaði Kosygin Bandaríkjamenn og Breta um að J hafa stutt árásaraðilann, eins og hann kallaðj ísraelsmenn, og hélt því fram, að á meðan ísraelskur her væri á arabísku landi gætu bardagar blossað upp að nýju hvenær sem væri Hann gaf ör- yggisráðinu heiðurinn af að hafa komið á vopnahléi, en harmaði jafnframt, að ráðið hefði ekki tekið á sig alla þá ábyrgð, sem sáttmáli SÞ legði því á herðar. „Árásin heldur áfram“, sagði hann. Eftir hlíðarhopp í ræðu sinni tók Kosygin að vitna í fréttir af hemaði ísraelsmanna í Sinai, Gaza og vesturhéruðum Jórdaníu og Sýrlands, án þess að geta þess hvaðan þær fréttir væru komnar, og kvað grimmdarverk þau, sem þar hefðu verið unnin, minna á afbrot nazista í síðari hei msstyr j öldinni. Kosygin gerði það lýðum ljóst, að Rússar mundu aldrei fallast á, að ísraelsmenn héldu nokkru af því landi, sem þeir hefðu lagt undir sig í styrjöldinni. Hann Framhald á 14. síðu. Hussein orðinri hógvær f orðum ulltrúi frá ©ii Kúrdum á fer hér HÉR á landi er nú staddur Dr. Mahmud Osman, sendifulltrúi Kúrda í írak og er aðalerindi hans hér að íkynna íslendingum þjóð sína og sjálfstæðisbaráttu hennar, en Kúrdar í írak eru nú 2 millj., en Arabar eru um 5 millj. Þó að Kúrdar séu svo fjölmennir í landinu hafa þeir lítil sem eng- in réttindi og í skólum þeirra er aðeins kennd arabíska, sem er semiskt mál og alla óskylt máli Kúrdanna, sem. er Indó-ger- manskt, en það er eitt af baráttu- málum Kúrda, að mál þeirra verði kennt í skólunum. í írak er herstjórn og stjórnin vill ekki við urkenna Kúrdana sem þjóð og ekki að þeir hafi nein sérréttindi, en Kúrdar vilja fá nokkra sjálf- stjórn og að komaet að einhverju ieyti inn í embættismannakerfi landsins, en það hafa Arabarnir ekki viljað. Undanfarin ár hefur verið sífelldur ófriður milli Kúr- da og Araba og hafa Araharnir eyðilagt þorp Kúrdanna. Mikill matvælaskortur er með- al þjóðarinnar og helzta fæðan er brauð og te. Þetta er ekki eðlilegt ástand, þar sem land Kúrdanna er gott landbúnaðarland, en hið sífelda stríð, og bann á vöru- flutningum til kúrdísku hérað- anna ásamt flóttamannastraumi, sem leitað hefur frá hinum kúr- disku héruðum undir stjórn Ara- ba inn á það landsvæði sem Kúr- dar ráða yfir sjálfir. hefur orsak- að þetta og er ástandið mjög slæmt. Einnig er þarna miiill læknaskortur, en þrír læknar munu vera á hverja milljón íbúa Dr. Mahmnd Osman. og því mikið um sjúkdóma, 5 þús. berklatilfelli eru skráð, einnig er alltaf eitthvað um malaríu, ýmiss konar hungursjúkdóma, kúabólu, kóleru. Spítalar eru engir. Kúrd- ar hafa beðið Sameinuðu þjóðim- ar um aðstoð, en ekki fengið hana, þar sem þær geta ekki stutt þá, nema einhver þjóð innan þeirra biðji um það. Þess vegna hefur Dr. Osman nú undanfarið verið á ferðalagi um Norðurlönd- til að leita stjórnmálalegrar að- stoðar þeirra landa, þar eð þau hafa ekki sömu hagsmuna að gæta í sambandi við Austurlönd og margar aðrar stórþjóðir. Dr. Osman hefur dvalizt hér á landi, síðan á miðvikudag og hefur hann haft tal af forsætisráðherra, Dr. Bjama Benediktssyni, utanríkis- ráðherra, Emil Jónssyni og einn- ig nokkrum þingmönnum. Nokkur lönd hafa stofnað nefnd ir til aðstoðar við Kúrda og s.l. vetur var stofnuð hér á landi slílk nefnd. í henni eru þeir Helgi Briem, fyrrv. sendiherra, Páll Kolka, héraðslæknir, Sigurður Guðmundsson, skrifstofustjóri, Þórður Einarsson, fulltrúi og Dag ur Þorleifsson, blaðamaður. AMMAN, 19. júní. Hussein Jórdaníukonungur hélt blaðamannafunfl í dag og vildi ekki ásaka neina ákveðna þjóð um að hafa sent flugvélar til að- stoðar ísraelsmönnum í stríðinu í Austurlöndnm nær, en liann bætti við, að Jórdaníumenn hefðu áhuga á að komast að raun um, hvað hefði raunverulega gerzt, hvort fsraelsmenn hefðu staðið einir, eða hvort þelr hefðu fengið aðstoð einhvers staðar að. Á blaðamannafundinnm skýrði hann svo frá, að í ratsjárstöðvnm Jórdaníumanna hefði svo virzt, sem stærri flugfloti en ísraels- menn réðn yfir, hefði farið til ár- ása. Konungurinn gat þess, að allar upplýsingar Jórdaníumanna um þetta mál hefðu verið sendar með sendinefnd Jórdaníu til Samein- uðu þjóðanna og þar gætu allir, sem áhuga hefðu á, kannað skýrslurnar. Hussein neitaði að svara, er hann var spurður, hvers vegna hann hefði rofið stjórnmálasam- band við Bandaríkin og Bretland, er þessi lönd hefðu verið sökuð um að styðja ísraelsmenn i stríð inu. Hins vegar kom það fram í svari hans við annarri spuming- unni, að það væri ekki stefna 'hans að breyta deilum ísraels- manna og Araba i átök milli aust- urs og vesturs. „Arabaríkin verða að skapa sína eigin stefnu, en við þiggjum gjaman aðstoð utan frá við þá stefnu,‘“ sagði hann. Hann sagði ennfremur að vestur bakki árinnar Jórdan, sem ísraels menn hafa hertekið, væri veiga- mikill hluti Jórdaníu, sem sjálf væri veigamikill hluti hins ara- bíska heims. „Sem Jórdanía og hluti hins arabíska heims.höfum við orðið fyrir áfalli, og við leit- umst við að fá fram nýja þróun í þjóðlífi hinna arahísku þjóða í áttina til betri framtíðar", sagði Hussein. Hann lagði ríka áherzlu á, að Palestínu-vandamálið væri ekki einskorðað við neina eina þjóð, heldur væri það vandamál allra Araba. — Þá gat hann þess, að aðeins smáflokkar Egypta hefðu barizt með Jórdaníumönnum og írökum, en jórdanskir flugmenn hefðu notað ísraelskar flugvélar, er þeirra eigin vélar höfðu verið eyðilagðar í lárásum á flugvellina. Þá hefði her Saudi-Arabíu komið of seint. BRANDIKEMUR Á FÖSTUDÁGINNl WILLY Brandt utanrikiráð- herra Vestur-Þýzkalands er vænt anlegnr hingað til lands síðdegis á föstudag en heimsókn hans hingað er liður í heimsékn hans til Norðurlandanna aRra, sein nú stendnr yfir. Brandt mun ræða við helztu ráðamenn Ísíands á laugrardag, en héðan fer hann aft ur á sunnudagsmorgun. i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.