Dagur - 13.05.1986, Blaðsíða 1

Dagur - 13.05.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur Akureyri, þriðjudagur 13. maí 1986 87. tölublað Filman þín á skilið það besta! FILMUHÚSIÐ Hafnarstræti 106 Sfmi 22771 Pósthólf 198 gæðaframköllun Filman inn fyrir kl. 10.45. Myndirnar tilbúnar kl. 16.30. Opið á laugardögum frá kl. 9-12. Kaupfélag Skagfirðinga: Vill leigja Vallhólma Eins og kunnugt er gekk rekst- ur graskögglaverksmiðjunnar Vallhólma erfiðlega á síðasta ári og varð 8,5 milljóna króna halli á rekstrinum. Ríkið sem á 75% í verksmiðjunni, hefur ákveðið að auka ekki hlutafé sitt. Á aðalfundi Kaupfélags Skag- firðinga sem haldinn var fyrir stuttu, var samþykkt tillaga þar sem stjórn kaupfélagsins var falið að leita eftir samningum um leigu á verksmiðjunni. Kom sú tillaga fram í kjölfar þess, að fundar- menn lýstu þungum áhyggjum vegna frétta um áform þess efnis að leggja verksmiðjuna niður. Var það einróma álit fundarins, að slíkt yrði óbætanlegt tjón fyrir fóðuröflun í héraðinu og leggja bæri kapp á að tryggja áfram- haldandi rekstur hennar. Blaðið leitaði til Ólafs Sveinssonar kaupfélagsstjóra til að grennslast eftir því hvort eitthvað hefði gerst í málinu. Ólafur sagði að stjórn kaupfélagsins hefði gert stjórn Vallhólma leigutilboð í síðustu viku. Tilboðið hljóðar svo, að kaupfélagið býðst til að taka við rekstri verksmiðjunnar frá 15. maí til 15. september 1986 og leigutaki hafi aðstöðu til að geyma og afgreiða grasköggla í verksmiðjunni til 15. maí 1987. Til leigu eru öll tæki og vélar, öll mannvirki, öll ræktun og allt land í eigu verksmiðjunnar. Heildar- leiga fyrir framangreint tímabil, sem kaupfélagið bíður er 2 millj- ónir króna. Ólafur sagðist reikna með að ef samningar tækjust yrðu framleidd 1000-1200 tonn af graskögglum í sumar. Þetta til- boð er nú til athugunar hjá stjórn verksmiðjunnar og bjóst Ólafur við því að málin skírðust eitthvað í þessari viku. „Þetta má ekki dragast lengur, því bráðlega þarf að bera á túnin ef framleiðsla verður í verksmiðjunni í sumar,“ sagði Ólafur. Hann hvað ekki ólíklegt að samningar tækjust, því vélar verksmiðjunnar færu illa ef framleiðsla stöðvaðist. Blaðið hefur eftir heimildum að stjórn verksmiðjunnar hafi nú þegar óskað eftir greiðslustöðvun fyrirtækisins. þá l<ra notninni I Hrisey. iviynö: KliA „Omaklega að okkur vegið“ - segir Bogi Sigurbjörnsson skattstjóri Norðurlands vestra um hugmyndir um að leggja skattstofur landsbyggðarinnar niður Nefnd sú sem skipuð var til að kanna umfang skattsvika á ís- landi er þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að breyta skipulagi, starfsháttum og stjórnun skattkerfisins til að gera það markvissara og eftir- litið skilvísara. Til þess að ná því markmiði beri að leggja niður skattstofurnar í núver- andi mynd og færa yfirstjórn skattamála alfarið til Reykja- víkur. Þetta kemur fram í skýrslu fjármálaráðherra um störf þess- arar nefndar. Þar segir að lélegt skatteftirlit sé ein alvarlegasta brotalömin í íslenskum skatta- málum. Ríkisskattstjóri sé í reynd heimildalítill og þar sem skattstofurnar séu sjálfstæður ákvörðunaraðili um eigin vinnu- Snældu-Blesi: Enn i spelkunni „Hann hefur það ágætt, en hins vegar er ekki búið að fullreyna hann við skylduverkin. Það er meiningin að reyna eitthvað um miðjan mánuðinn og sjá hverju fram vindur,“ sagði Magni Kjartansson bóndi í Árgerði, en hann er eigandi hins landsfræga Snældu-Blesa, sem hefur fengið meiri og betri umönnun en flestir hestar á ís- landi, enda af úrvalskyni. Snældu-Blesi er enn í spelk- unni góðu sem smíðuð var um fót hans, „og verður það eitthvað áfram, þó hann fari allra sinna ferða hér um flötina sem honum er ætluð, en varðandi skyldu- verkin er erfitt að segja. Þó ætla ég að láta halda undir hann og sjá hvernig gengur," sagði Magni. Fótbrot Blesa er nokkuð vel gróið, „en ekki fullgróið," eins og Magni orðaði það. Hann sagði að meiningin væri að gera jafnvel aðgerð á brotinu seinna í sumar, „en læknarnir skoðuðu hann fyrir stuttu og sögðust hafa átt von á að þetta væri betur gróið en raun ber vitni og þar af leiðandi vildu þeir ekki mynda brotið nú, held- ur þegar kæmi að aðgerð," sagði Magni Kjartansson í Árgerði. gej- brögð sé heildarskipulagi ábóta- vant og vinnubrögð ósamræmd. Skattstofurnar vinni úr atvinnu- rekenda- og einstaklingsframtöl- um, en skorti til þess menntað og þjálfað starfsfólk. Fullyrt er að hjá skattrannsóknastjóra sé eina raunhæfa skatteftirlitið í landinu. Nefndin leggur til að embætti ríkisskattstjóra verði breytt í stofnun sem fari með faglega stjórnun og verkstjórnarvald í skattamálum á öllu landinu. „Skattstofur í núverandi mynd yrðu þá óþarfar og legðust niður. Þó mætti hugsa sér e.k. umboðs- skrifstofur út um land. Þær gætu þjónað til upplýsinga- og gagna- öflunar á viðkomandi svæði,“ segir í skýrslunni. „Þessi nefnd hefur ekki kynnt sér þau störf sem fara fram á skatt- stofunum og því hljóma ummæli hennar um skattstofurnar undar- lega í eyrum þeirra sem þar vinna og mér finnst ómaklega að okkur vegið. Við erum ekki tilbúnir til þess að byggja þjóðfélagið þann- ig upp að hvergi verði hægt að gera nokkuð nema í Reykjavík,1' sagði Bogi Sigurbjörnsson skatt- stjóri Norðurlandsumdæmis vestra í samtali við Dag. „Skattstofurnar hafa verið í góðum tengslum við skattrann- sóknastjóra og það er ekkert sambandsleysi þar á milli. Við vísum til hans ákveðnum málum sem hann svo vinnur fyrir okkur. Nýráðinn ríkisskattstjóri hefur reyndar lýst því yfir í blaðaviðtali að þessar tillögur nefndarinnar séu óraunhæfar og muni ekki koma til framkvæmda." Bogi sagði að það sem þyrfti fyrst og fremst að gera væri að lagfæra launakjörin. „Við fáum ekki sérhæft fólk í bókhaldi til starfa á þeim launum sem ríkið býður í dag. Það er útilokað. En ég legg ríka áherslu á það að í skattakerfinu er starfandi fjöld- inn allur af mjög hæfu fólki með mikla reynslu. En það sem okkur vantar er bókhaldssérfræðingar sem farið geta út í fyrirtækin og skoðað bókhald þeirra, svona nokkurs konar „göngudeild". En ég er alls ekki sammála því að breyta þurfi skipulagi og yfir- stjórn skattakerfisins í heild og vara við þessari áráttu að vilja flytja alla skapaða hluti til Reykjavíkur," sagði Bogi að lokum. BB. Vatnspökkunarfyrirtækið AKVA: Vatn til U.S.A. fyrir 14-16 milliónir Allt útlit er fyrir að AKVA á Akureyri muni á næstunni selja vatn til Bandaríkjanna fyrir um það bil 14 til 16 millj- ónir króna. Að sögn Þórarins Sveinssonar hjá AKVA er reiknað með að staðfesting fáist á pöntunum á 7 til 8 förmum til Bandaríkjanna í kringum 20. þessa mánaðar en láta mun nærri að verðmæti hvers farms sé um tvær milljónir króna. „Þetta mega að vísu kallast til- raunasendingar þar sem um svo stóran markað er að ræða og þungt kerfi að fara í gegnum en engu að síður er þetta verulega á réttri leið," sagði Þórarinn. Þá sagði hann að nýlega hefði birst grein í TIMES um að geisla- virkni hefði borist til íslands en taldi þó frekar ólíklegt að það myndi spilla nokkru. Þórarinn sagði einnig að búið væri að samþykkja fyrstu send- inguna sem send var til Dan- merkur af hinum ýmsum stofnun- um eins og t.d. heilbrigðiseftirlit- inu. Nú væri verið að auglýsa vöruna og innflutninginn í danska lögbirtingablaðinu og ef ekki kæmu fram neinar athuga- semdir alveg á næstunni mætti reikna með að næsta sending færi fljótlega út. Upp úr því ætti að verða tiltölulega auðvelt að kom- ast inn á markaði í öllum Efna- hagsbandalagsríkjunum. Það má því búast við því að sala á íslensku vatni verði hafin í verslunum í Danmörku áður en langt um líður. G.Kr.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.