Dagur - 13.05.1986, Page 11

Dagur - 13.05.1986, Page 11
13. maí 1986 - DAGUR - 11 t Dýrieif Ólafedóttir Fædd 16. október 1899 - Dáin 11. apríl 1986 Laugardaginn 19. apríl sl. var fyrrverandi tengdamóðir mín, Dýrleif Ólafsdóttir, jarðsett frá Akureyrarkirkju. Það var gott vorveður á Akur- eyri þennan dag, sunnanandvari, hlýtt og bjart. Þegar ástvinir eru kvaddir hinstu kveðju, leitar hugurinn til baka og endurminningarnar skýrast. Tíminn er svo stuttur þegar litið er til baka. Það var vorið 1953 sem ég sá Dýrleif fyrst. Ég var svo lán- samur að fá vinnu við undirbún- ing skipa þeirra hjóna Dýrleifar og Valtýs Þorsteinssonar til síld- veiða. Þau voru þá komin með umfangsmikinn rekstur í útgerð og síldarsöltun ásamt börnum sínum, Hreiðari og Valgerði Þóru. Mikill fjöldi starfsmanna vann við reksturinn, einkum yfir sumartímann, og því annasamt á heimilinu að Fjólugötu 18. Þar var í senn stjórnstöð, skrifstofa, en þó fyrst og fremst myndar- legt heimili þar sem reglusemi, heiðarleiki og dugnaður ríkti. Dýrleif Ólafsdóttir fæddist í Steinkoti, Árskógshreppi þann 16. október 1899. Hún var yngst þriggja dætra hjónannna Helgu Stefánsdóttur og Ólafs Magnús- sonar er þar bjuggu. Árið 1922 giftist hún Þorsteini Valtý Þorsteinssyni frá Litlu- Hámundarstöðum á Árskógs- strönd og fluttist með honum til Akureyrar ári síðar. Árið 1928 urðu mikil þáttaskil í lífi hjónanna er þau fluttu að Rauðuvík á Árskógsströnd og hófu þar búskap, sjósókn, báta- smíðar og síðar útgerð. Á Rauðuvík undi Dýrleif hag sín- um vel, þrátt fyrir mikla og erfiða vinnu. Hún unni búskap og hafði mikla ánægju af blóma- og trjárækt. Árið 1943 fluttu hjónin ásamt börnum sínum tveim til Akureyr- ar aftur og reistu sér þar myndar- legt hús með fallegum garði að Fjólugötu 18. Umsvifin í útgerð og fiskvinnslu höfðu aukist og breyst svo, að það var talið nauð- synlegt. Mikil umskipti höfðu átt sér stað frá því hjónin fluttu frá Akureyri, þau höfðu efnast vel, eignast fallegt heimili, tvö elsku- leg börn, framtíðin og lífið brosti við þeim. Ég held að Dýrleif hafi alltaf saknað þess að fara frá Rauðuvík. Árin líða í nýjum heimkynn- um, börnin vaxa úr grasi og umfang fyrirtækisins eykst enn. Vissulega hafði breytingin mikil áhrif á Dýrleif þar sem hún unni búskap svo mjög. En allt hefur sínar björtu hliðar. Hún tók rík- an þátt í starfseminni, enda vön löngum vinnudegi. Erfið veikindi höfðu mikil áhrif á líf fjölskyldunnar. Tengdadóttirin Elsa varð að dvelja á sjúkrahúsum langtímum saman frá eiginmanni og ungum syni þeirra hjóna og síðan dóttir- in Valgerður Þóra er einnig veiktist af alvarlegum sjúkdómi frá eiginmanni og ungum syni, en hún lést aðeins 25 ára gömul. Móðurhjarta Dýrleifar varð því að vera stórt og hlutverkið erfitt enda fór heilsu hennar upp frá því mjög hrakandi. Síðast en ekki síst veiktist eig- inmaðurinn alvarlega og átti við veikindi að stríða árum saman. Hann lést árið 1970. Lífið brosti því ekki alltaf við Dýrleif, hún átti erfiða ævi, en skilaði hlutverki sínu með mikl- um sóma. Ég færi Dýrleif bestu þakkir fyrir allt og allt. Hún var mér og mínúm ætíð góð, það var mennt- andi að kynnast henni. Guð blessi hana og hennar. Haraldur Valsteinsson. Frambjóðendur framsóknarmanna til bæjarstjórnarkosninga á Akureyri eru fúsir til að heimsækja vinnustaði og sitja fyrir svörum. Minni hópar eru velkomnir á skrifstofuna til fundar við frambjóð- endur í Eiðsvallagötu 6. Mælum okkur mót sem fyrst í síma 21180. Framsóknarfélögin á Akureyri. i f Veiðivömr Veiðivörur í stórkostlegu úrvali. Einnig veiðivöðlur. SÍMI (96)21400 Jt l/’l IDrVD Jt ACTD P'tri' \ Unglingavinna Akureyrar Skráning 13,14 og 15 ára unglinga sem óska eft- ir vinnu í sumar er hafin. Skráning fer fram á Vinnumiðlunarskrifsfofunni Gránufélagsgötu 4, í síma 24169 kl. 9-12 og 13-16 alla virka daga. Skráningu lýkur þriðjudaginn 20. maí. Forstöðumaður unglingavinnu. Staða yfirlæknis við Rannsóknadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15. júlí nk. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist framkvæmdastjóra sjúkrahússins Halldóri Jónssyni, sem veitir nánari upplýsingar í síma 96-22100. Stjórn Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Matreiðslufólk, aðstoðarfólk í eidhús og framreiðslufólk Hér er um að ræða bæði fullt starf og íhlaupa- vinnu. Þeir sem áhuga hafa hafi samband í síma 22644 eftir kl. 6 á daginn. Slökkvilið Akureyrar óskar að ráða mann til sumarafleysinga. Nauð- synlegt er að umsækjandi hafi meirapróf og þekk- ingu í skyndihjálp. Slökkviliðsstjóri.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.