Dagur


Dagur - 13.05.1986, Qupperneq 3

Dagur - 13.05.1986, Qupperneq 3
13. maí 1986 - DAGUR - 3 ÆSK að Vestmannsvatni Sumarbúðir ÆSK eru við Vest- mannsvatn í Aðaldal í Suður- Þingeyjarsýslu, þar sem saman fer einstæð náttúrufegurð og mikil veðursæld. í sumarbúðun- um er alltaf mikið um að vera fyr- ir unga sem aldna. Búðirnar standa við vatnið, þar sem hægt er að fara í bátsferðir, renna fyrir silung og busla á góðviðrisdög- um. Þá er einnig farið í göngu- ferðir um næsta nágrenni og bíl- ferðir í kirkju eða í sund. í búð- unum er íþróttavöllur, þar sem brugðið er á leik í frjálsum íþróttum, handbolta og fótbolta. A leikvelli búðanna eru rólur og vegasölt og önnur leiktæki. Þegar veður leyfir, er safnast saman við varðeld á kvöldin með söng. í samkomusalnum eru haldnar helgistundir og fræðslukvöld, þar sem rabbað er um allt milli him- ins og jarðar. í sumarbúðunum við Vestmannsvatn er lögð rækt við sál og líkama. Félagsskapur- inn er góður og þroskandi, umhverfið fagurt og fjölbreytt. Innritun Innritun í sumarbúðir ÆSK við Vestmannsvatn er hafin. Hún fer fram hjá Gunnari Rafni Jónssyni og Steinunni Þórhallsdóttur, Skálabrekku 17 á Húsavík. Sím- inn er 96-41668. Innritað er alla virka daga frá kl. 17-20, en einn- ig má hringja á öðrum tímum, ef það hentar betur. Frá og með 31. maí fer innrit- un fram í sumarbúðunum við Vestmannsvatn. Síminn þar er 96-43553. Við innritun þarf að greiða 1000 kr. staðfestingargjald, sem er óendurkræft, ef umsækjandi hættir við dvölina þremur vikum eða skemur fyrir upphaf hennar. Ella gengur staðfestingargjaldið upp í dvalargjaldið. Sendir verða út gíróseðlar fyrir staðfestingar- gjaldinu. Þá þarf að greiða innan tveggja vikna. Þegar sú greiðsla hefur borist, fá væntanlegir þátt- takendur bréf með öllum upplýs- ingum um sumarbúðirnar og dvölina þar. Dvalargjald Dvalargjald í barnaflokkum er 4.900 fyrir barnið. Systkini fá afslátt, og er dvalargjaldið þá 4.400 kr. í 7. flokki (fyrir aldr- aða) kostar 6.400 fyrir manninn eða 5.500 fyrir hvort hjóna. Rútugjöld eru ekki innifalin. Starfsfólk Sumarbúðastjóri: Jón Eyfjörð Friðriksson. Aðstoðarsumar- búðastjóri: Sævar Herbertsson. Ráðskona: Arndís Steingríms- dóttir. Aðrir: Hanna Guðrún Magnúsdóttir, Brynhildur Sig- urðardóttir o.fl. Framboðsmál á Blönduósi í frétt af framboðsmálum á Blönduósi nýlega var sagt að Alþýðuflokkurinn byði ekki fram sökum mannfæðar. Ekki mun þetta vera rétt skýring og vísast að muni um atkvæði kratanna. Til stóð að alþýðuflokksmenn yrðu á H-listanum með fram- sóknarmönnum, og óháðum, en af ýmsum ástæðum varð ekki úr því. Eftir sem áður er talið að alþýðuflokksmenn á Blönduósi muni almennt styðja H-listann og vafalaust munar um þau atkvæði, hvar svo sem þau lenda. Dalvík: Útlit fyrir fjölg- un íbua í ár „Hjá okkur fækkaði íbúum um 19 á síðasta ári, sem er nokkuð há tala miðað við fólksfjölda,“ sagði Snorri Finnlaugsson bæjarritari á Dalvík, en þar hefur nokkur fækkun orðið síðustu ár og ekki verið haldið í við landsmeðaltal. Snorri taldi frekar einhæft atvinnulíf verða þess valdandi að fólk flytti úr bænum. „Langmest af því fólki sem flytur burt fer til Reykjavíkur. Það reiknar með því að fá betri laun þar og meiri fjölbreytni í atvinnuna. Þar kemst fólk í eitthvað annað en fiskinn sem er ríkjandi atvinnu- vegur á Dalvík," sagði Snorri. Hann nefndi að nokkur aukning hefði orðið í sambandi við atvinnutækifæri. Það væri t.d. með tilkomu Sæplasts og Pólstjörnunnar, sem væri ný niðursuðuverksmiðj a. „Mér sýnist að um fjölgun íbúa sé að ræða þessa fyrstu mánuði ársins. Enda er næg atvinna hér og atvinnuleysi þekkist ekki. Það hefur verið lagt kapp á að halda jafnri vinnu allt árið í stað þess að byggja upp á aflahrotum og mikilli vinnu um skemmri tíma. Okkur hefur tekist að halda vinnu allt árið,“ sagði Snorri Finnlaugsson. gej- Yeiöivörur Úrval af veiðivörum. Einnig vöðlur. Aldurshópur Ráðlagðurdagskammtur Hæfllegurmjólkur- ár (RDS)afkalklímg skammtur (2,5 dl glös) Börn 1-10 800 2 Unglingar 11-18 ' 1200 3 Fullorönir karlar 800 2 Fullorðnar konur (*) 800 (*) 2 (*) (*) Margir sérfræöingar telja að kalkþörf kvenna eftir tíðahvörf sé mun hærri eða 1200-1500 mg/dag. Reynist það rétt væri hæfilegur mjólkur- skammtur ekki undir 3 glösum á dag. Hvað er hæfíleg mjólkurdrykkja? eftir dr. Jón óttar Ragnarsson Krakkar þurfa miúlktilað ná langt Cuðmundur Porbjömsson var kíörinn besti leikmaður íslensku knattspyrnunnar 1985, hann varð íslandsmeistari með Val, stóð sig frábærlega í landsleikium sumarsins og réðst sem atvinnumaður til Sviss I haust. Hann hefur náð langt í íþrótt sinni. Guðmundur hefur alltaf drukkið mikla mjólk; sem ungur drengur og einnig eftir aö hann varö fullorðinn. Honum finnst miólkin góð og veit hve holl hún er. Fyrir unga friska krakka er mjólk algjör nauðsyn. Úr mjólkinni fá þau kalk, sem er ein af undirstöðum þess að bein og tennur geti vaxið eðlilega. Nær vonlaust er að fullnægja kalkþörf líkamans án mjólkurmatar. Skorti barn eða ungling kalk í uppvexti geta alvarlegir sjúkdómar í beinum og baki gert vart við sig síðar, auk þess sem hætta á tannskemmdum eykst. Gefum börnunum mjólk að drekka! MJÓLKURSAMLAG KEA Mjólk er nýmjólk, léttmíólk og undanrenna. ÍINGAÞJÖNUSTAN/SÍA — Mjólk er góð

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.