Þjóðviljinn - 02.08.1962, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 02.08.1962, Blaðsíða 1
Síldveiðisjc- menn mátmæla gerðardóminum Þjóðviljanum barst i gæ bréf skipshafna ellefu síld veiðibáta, sem staddir voru í Siglufjarðarhöfn sl, sunnu dag. Mótmæla sjómennirni harðlega úrskurði gerðardóm um síldveiðisamningana. Undir mótmælabréfið rit skipshafnir eftirtalinna báta Svanur RE 88, Guðný 266, Hafnarey SU 110, Stapa fell SH 15, Sigurður SI 90 Gnýfari SIl 8, Runólfur SI 135, Arnfirðingur RE 212 Draupnir IS 485, Agúst Guð mundsson GK 95, Þórsne SH 108. Sömu dagana og ríkisstjórnin íslenzka lætur meirihluta sinn í síldar- útvegsnefnd banna að salta síld á íslandi, birta norsk blöð þær fregnir, að gífurleg vöntun sé á saltsíld til útflutnings í Noregi, og verða meira að segja stjórnarblöðin íslenzku til að flytja þær fregnir. En meirihlutinn í síldarútvegsnefnd hefur ekkert fram að færa annað en vesælar afsakan- ir, enda framferði hans í fullu samræmi við viðskiptastefnu stjórnarinnar. Bygggingar- krani í Vest- urbænum Þegar byggingarlóðum undir nokkur fjölbýlishús var út- hlutað á síðasta vori við Kaplaskjólsveg norðanverð- an var frá því skýrt að bygg- ingarfélagið íslenzkir aðal- verktakar ætlaði að reyna nýja tækni við smíði húsa- samstæðna þar. Að undanförnu hefur verið unnið að |>ví að ganga frá húsgrunnum þarna og í gær- mcrgun gat að líta turn einn mikinn cg mjóan. Hér er um að ræða það scm kalla mætti „kranaturn“. Ut úr honum á aö ganga armur, um 30 metra langur. Verður á honum svo- nefndur „hlaupaköttur" og á sjálfur armurinn að geta snú- izt hr’nginn í kring. Það mun ætiunin að nota þennan kranaarm einkum til steypuflutninga, en auðvitað er að honum margvís'egt hag- ræði annaö við húsasmíðina. Það er til marks um tæknina að krananum er fjarstýrt meö rafmagni. — Myndin var tckin við Kaplaskjólsveg í gær. Hægra megin sést kranaturn:nn sem var að rísa þarna en kraninn. sem notaður var við það verk. er vinstra megiri á myndinni. (T.iósm. Þ.ióðv. A.K.). Vísir skýrir frá fregnum norskra blaða um vöntun á salt- síld af íslandsmiðum. og hafi söltunartímabilið í Noregi verið lengl til 5. október,- vegna fyrir- sjáaniegs skorts á þessari vöru. Norðmenn sem eru að veið- unv á íslandsmiðum halda líka áfram að salta af full- um krafti og eins lieima í Noregi, og fátt mun Norð- mönnum þykja fjarstæðu- kenndara en bann íslenakra stjórnarvalda nú við síldar- söltun. ★ Fíflaleg ráðsmennska Meðan No.rðmennirnir hamast að salta Ís’.andssíld og tryggja sér þannig þrefalt verð fyrir hráefnið, biða íslenzku skipin dag eftir dag eftir þvi að íá að kasta sí’.dinni i bræðslu! Önn- ur eins ráðsmennska með dýr- mæta framleiðs’.uvöru og með Æpandi" skortur saltsíld í Noregi # Geta ekki sinnf pönfunum frá Rússlandi yÞað er ægilegur : ^egnaþessi^íLíIldveiðarnaf f NorðursjÓnUm I _ Svfai Fyrirsögn á Vísisfréttinni um saltsíldarsöUunarmögulcika Norðmanna fólikið sem bíður á sö’-tunar- stöðvunum, er fíflalegri en orð fá lýst. enda skeldur fordæming- in á ríkisstjórninni og meiri- h’.uta ihennar í síldarútvegs- nefnd þessa dagana, og gagnar lítið að láta marglesa í útvarp- ið bjánalegar afsökunarromsur veitir Bretum engar tilslakanir og kattarþvott siildarútivegs- nefndar þar sem reynt er að kenna öðruim um trassaskap ís- lenzkra stjórnarva’.da í þessu efni. ★ Viðskiptin við Rússa Varðandi þennan kattarþvott sildarútvegsnefndar hefur Þjóð- viljinn afilað sér eftirfarandi vitneskju hjá síldarsa’.tenda sem aðstöðu hefur til að fyigj- ast með: 1. Samkvæmt heiidarsamn- ingnum við Sovétríikin. sem gild- ir til þriggja ára, er samið um að Rúissar kaupi atlt að 120 þúsund tunn-ur saltsíldar árleg'a. Það er minna magn en þeir hafa ke.vpt áður enda í samræmi við Framihald á 10. síðu. BRUSSEL 1/8 — Ráðherranefnd Efnahagsbanda-^ lags Evrópu hefur ekkert gengið til móts við kröf- ur Breta um að samveldislöndunum verði tryggð- ur markaður fyrir landbúnaðarafurðir eftir að Bretland væri gengið í bandalagið. Horfur hafa því ekki batnað á því að samningaviðræðurnar í Brussel um aðild Breta að bandalaginu beri árangnr. Samningaviðræöur hófust aftur í Brussel í dag. en hlé hefur verið á þeini síðan fyrir helgi, en þá fór Heath. aðalsamningamaður að Bretar gangi í bandalagið. Það var einn af frönsku. samn- ingamönnunum sem skýrði frá því í i'undarbléi í Brussel í dag. Breta, til London að skýra stjórn að ráðherranefnd bandalagsins sinni fná gangi rnáía. Engar íilslakanir Það er vitað að franska stjórn- in er því algerlega mótfallin að gcngið verði húrsbi'eidd til móts við kröfur Breta um að greitt verði fyrir útflutningi samveld- islandanna á landbúnaðarafurð- u.m til Evrópu, ef þau missa for- réttindi sín á brezka markaðnum. og á því leikur sterkur grunur að franska stjórnin hafi ekki að- cins í huga hagsmuni franskra bænda. heldui' vilji hún einnig með þessu móti lcoma í veg fyrir heföi ekki gert neinar breyting- ar á tillögum sínum varðandi til- högun landbúnaðarviðskipta við brezku samveldislöndin. Þær væru enn þær sömu og ræddar voru á föstudaginn þegar hlé var gert á viðræðunum. Ágreiningur innan bandalagsins > Viðræðurnar hóíust í dag t;cp- leg'a háifri annarri klukkustund síðar en ákveðið hafði vérið og stafaði sá dráttur af því að ráð- herranefnd bandalagsins hafði Framha’.d á 10. síðu. Bandariskar herstöðvar í Bretlandl nu óþarfar LONDON 1/8 — Peter Thorneycroft landvarna- ráðherra skýrði frá því í dag að brezka stjórnin hefði ákveðið að herstöðvar Bandaríkjanna fyrir Thor-flugskeyti yrðu lagðar niður á þessu ári. Landvarnaráðherrann skýrði þin-ginu frá þessu í dag, en gerði ekkj nánari grein fyrir málinu. Fulltirúi Verka- mannaílokksins. Patrick Gordon Walker, sagði að flokk- ur sinn fagnaði þessari ákvörðun. Hann sagði að nýjustu ílugskeyti Bandaríkjanna gætu hitt öll þau skotmörk sem Thor-skeytunum var ætlað að ná frá Bretlandi. Sá dagur nálgast að engin þörf verður lengur fyrir bandarískar herstöðvar í Bretlandi. Stjórn- arandstaðan hefur verið fylgjandi hinum banda- rísku herstöðvum meðan þörf var fyrir þær, en nú er ástæða til að efast um að svo sé lengur* sagði hann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.