Þjóðviljinn - 13.01.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 13.01.1982, Blaðsíða 11
Miövikudagur 13. janúar 1982. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 íþróttir (2) íþróttir g) íþróttir (2 Úr einu í annað Féll á eigin bragði! Fyrir kemur á knatt- spyrnuléikjum aö meðal áhorfenda leynist hrekkja- lómur með flautu sem reynir að hafa áhrif á leikinn með þvi að flauta á mikilvægum augnablikum. Fyrir skömmu áttust við i Uruguay tvö lið, Rampla og Liverpool!! (ekki enska lið- ið). Markvörður Liverpool hafði á einhvern hátt fengiö flautu i hendurnar og þegar einn framlinumanna Rampla haföi komist einn innfyrir vörn Liverpool, blés markvörðurinn hátt og snjallt i flautuna. Hætt er við að hann taki ekki upp á slikum fiflaskap aftur þvi þegar flautan gall við, tók einn varnarmanna Liverpool knöttinn upp innan eigin vitateigs og hugðist taka aukaspyrnuna. Dómarinn, sem fram að þessu hafði ekkert aðhafst, dæmdi umsvifalaust vita- spyrnu á Liverpool og gaf markverðinum gula spjaldið að auki fyrir óprúðmannlega framkomu. Rampla skoraði úr vita- spyrnunni og vann 3-0. Liverpool — Barnsley 0:0 Liverpool varö i gærkvöldi að sætta sig við markalaust jafntefli á heimavelli gegn 2. deildarliöinu Barnsley i 8-liða úrslitum enska deildarbikarsins. Barnsley, sem þegar hefur slegiö út 1. deildarliðin Manch. City Swansea og Brighton, fær þvi heimaleik gegn Liver- pool til að skera úr um hvort félagið kemst i undanúrslit keppninnar. VS /»V 1 staðanj Haukar unnu Fylki 24:20 i 2. deild karla i handknattleik i Laugadalshöllinni i fyrrakvöld. Staðan i 2. deild er nú þannig: Stjarnan...... 8 5 1 2 178:161 11 IR............ 7 5 0 2 132:122 10 Haukar........ 7 4 1 2 158:138 9 ÞórVe......... 8 4 1 3 163:160 9 Aftureld...... 7 2 2 3 144:150 6 Týr........... 7304 156:163 6 Fylkir ...... 8 1 2 5 158:187 4 Breiðabl...... 6 1 1 4 104:112 3 staöan 1R vann KR með 18 mörkum gegn 17 i 1. deild kvenna i hand- knattleik i fyrrakvöld. Staðan i deildinni er þannig: FH ........... 7 6 1 0 132:99 13 Valur......... 7520 116:79 12 Fram.......... 5 3 1 1 89:69 7 KR ........... 7 3 0 4 123:105 6 Vik........... 7304 116:108 6 IR............ 6 2 0 4 94:107 4 Akranes....... 6 2 0 4 73:114 4 Þróttur....... 7 0 0 7 91:153 0 Þróttarar Aöalfundur Knattspyrnu- félagsins Þróttar veröur haldinn sunnudaginn 17. janúar nk. kl. 14.00 i Þrótt- heimum viö Sæviðarsund. Alvöru — ekki handb oltamenn neinir^ Danir! Lands liðsstrákarnir okkar i handboltanum fengu i gærkvöldi að finna muninn á þvi, að leika handboita gegn alvöru handbolta- mönnum ogleika gegn Dönum. A- Þjóðverjar sigruðu landsliðið okkar tiltölulega auðveldlega með 19 mörkum gegn 17. Við þurfum alls ekki að skammast okkar fyrir frammistöðuna gegn Þjóðverjum. Við erum ekki með besta lið i heimi en það eru A- Þjóðvcrjar liklega með. Staðan i hálfleik var 11—7 Þjóðverjum i hag. Þjóðverjar hófu leikinn, og greinilegt var að okkar menn ætl- uðu að selja sig dýrt, vörnin kom vel Ut á móti skyttum Þjóðverja. Þetta kom gestunum nokkuð úr jafnvægi, og þeir misstu boltann klaufalega strax ifyrstu sókninni. Steindór Gunnarsson náði foryst- unni fyrir okkur eftir 2 min. eftir góða sendingu frá Guðmundi Guðmundssyni. Stuttu siðar jafnar skyttan mikla Dreibodt fyrir Þjóðverjanna. Leikurinn hélst i jafnvægi næstu minút- urnar, og þegar Siggi Sveins kom inn á eftir 10 min. og skoraði gott mark, voru menn viðbúnir jafnri baráttu en þvi miður kom á dag- inn að þetta var alls ekki dagur- inn hans Sigga, og þvi var sóknar- leikur okkar ekki eins beittur og hefði getað orðið. Þegar fyrri hálfleikur var rúmlega hálfnaður var jafnt, 4—4, en þá settu Þjóð- verjarnir i fjórða gir og skoruðu fjögur næstu mörkin og staðan orðin 4—8. Svipaður munur hélst út allan hálfleikinn, og staöan i hálfleik eins og áður segir 7—11. Hvort Þorbergur Aðalsteinsson hefur tekið inn e-ð örvandi i hálf- leik eða ekki, þá var drengurinn á köflum óstöðvandi og skoraði 5 mörk i siðari hálfleiknum. Svipaður munur hélst þó áfram þar til seinni hálfleikur var tæp- lega hálfnaður, en þá skoruðu is- lensku strákarnirþrjú mörk i röð og breyttu stöðunni úr 11—15 i 14—15. Þeirhöfðu stuttu sibar gott tækifæri til að jafna en hinn frá- bæri markvörður A-Þjóðverja varði þá vi'takast frá Þorbergi. Liklega hafa strákarnir borið of mikla virðingu fyrir markverð- inum snjalla en vitaköst þeirra • ÞORBERGUR AÐALSTEINSSON rlfur sig iausan og jafnar 2—2 gegn Austur-Þjóðverjum I gærkvöldi. Mynd: eik tvö sem fóru i súginn voru af slappari gerðinni, Kristján átti hitt f fyrri hálfleik. Lengra komumst við ekki og gestirnir náöu aftur fjögurra marka forystu 15—19 þegar ein og hálf minúta var til leiksloka, en tvö siðustu mörkin voru okkar. A-þýska liðið er geysilega sterkt, á þvi er enginn vafi. Þeir hafa haldið liði sinu nær óbreyttu i nokkur ár og hafa öðlast mikla reynslu, auk þess sem þeir eru i mikilli þjálfun, enda heims- meistarakeppnin á dagskrá hjá þeim i næsta mánuði. Gamla kempan Rost stjórnaði spili þeirra, en þó gekk strákunum verst að eiga við leikmann nr. 4, Wahl að nafni, en hann skoraði mörg mörk i gegnumbrotum. Attu islensku leikmennirnir i miklum vandræðum með hann þvi í stöðunni einn á móti einum gegn honum áttu þeir ekki mikla möguleika. Þorbergur var áberandi bestur okkar manna, og var hann markahæsti maður liðsins með sjömörk. Guðmundur skoraði 3, Kristján, Siggi og Steindór 2 hver og Þorgils Óttar 1. Wahl og Drei- bodt voru markahæstir Þjóðverj- anna með 4 mörk hvor. Þjóðirnar mætast aftur i Höll- inni i kvöld, og hefst leikurinn kl. 20.30. — B Þjálfaramálfn að skýrast Hilpert líklega til Vals og þá verða öll 1. og 2. deildarliðin komin með þjálfara Nú er komin nokkuö heilleg mynd á þjálfaramál 1. og 2. deildarlið- anna i knattspyrnu. öll hafa þau ráðið þjálfara fyrir næsta keppnis- timabil nema Valsmenn, sem þó eru komnir á lokastig meö viöræður sinar viö Klaus Hilpert, Vestur-Þjóöverjann sem þjálfaöi liö Akurnes- inga fyrir nokkrum árum. 11. deildinni eru fjórir þjáifarar endurráðnir frá siöasta keppnistimabili, hjá 2. deildarliöunum fimm. Þá hafa þrir erlendir þjálfarar, aö Hilpert undanskildum, ráöiö sig hingaö til lands á nýjan leik, þeir George Kirby, Steve Fleet og Douglas Reynolds. Hér fyrir neðan er samantekt á þjálfurum 1. og 2. deildarliöanna. 2. deild Einherji — Ólafur Jóhannesson FH — Albert Eymundsson Fylkir — Lárus Loftsson Njarðvik — Mile Reynir S. — Kjartan Másson Skallagr. — Einar Friðþjófsson Völsungur — Hörður Helgason Þór Ak. — Douglas Reynolds Þróttur N. — Guðjón Þórðarson Þróttur R. — Asgeir Eliasson Jóhannes Atlason gæti orðiö næsti landsliðsþjálfari tslands I knattspyrnu. Viðræður standa nú yfir milli hans og landsliös- nefndar og ekki er talið óliklegt aö samningar takist. Jóhannes hefur góða reynslu i þjálfun, hefur þjálfaö 1. deildarliö KA frá Akureyri og einnig hjá Fram. Er skemmst aö minnast þess að hann stjórnaöi þar 4. flokki til sigurs á tslandsmótinu sl. sumar. Jóhannes er sjálfur reyndur landsliösmaöur og var um nokkurt skeiö fyrirliöi is- lenska landsliösins. lóhannes með landslíðið? „Jú, ég er mjög jákvæöur fyrir umleitunum KSI”, sagöi Jó- hannes I samtali við Þjóöviljann i gær. „Málið ætti að komast á hreint seinna I vikunni, þaö er eftir aö ræða ýmis smáatriði, og best að láta sem minnst hafa eftir sér þar til þvi er lokið”, sagði Jóhannes. Þaö er þvi allt útlit fyrir aö Jóhannes Atlason verði arftaki Guöna Kjartanssonar sem landsliðsþjálfari. Erfitt verður aö bæta árangur sl. sumars en Jóhannes hefur sýnt að hann er traustsins verður og ánægjuleg er stefnan hjá KSl að fela is- lenskum þjálfurum landslið okkar i knattspyrnu. VS 1 deild: Breiðablik — Fritz Kissing Fram — Andrzej Strejlau 1A — George Kirby 1B1 — Magnús Jónatansson IBK — Karl Hermannsson IBV — Steve Fieet KA — Alex Willoughby KR — Hólmbert Friöjónsson Valur — Klaus Hilpert??? Vikingur — Juri Sedov

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.