Þjóðviljinn - 13.01.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.01.1982, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 13. janúar 1982. Myndarlegur Röðull Okkurhefur borist 4. og síöasta tbl.Rööuis fyrra árs, en Röðull er blað Alþýöubandalagsins i Borg- arnesi og nærsveitum. Blaöið er fjölbreytt aö efni sem fyrr og má m.a. nefna: A jólum, eftir Gunnar Pál. Friður og frelsi nefnistgrein eftir smn. Næst rekumst við á bráð- skemmtilegt viðtal við Jónas Amason, fyrrv. alþingismann á Kópareykjum, og er framhaldi þess heitið i næsta Röðulsblaði. Guðbrandur Brynjúlfsson á Brú- arlandi segir fréttir af Mýrum og ritar auk þess greinina Fáránleg skattheimta. Sagt er frá mál- verkasýningu, sem þær Áslaug Benediktsdóttir og Carmen Bon- itch héldu i Borgarnesi 15.-22. nóv. i vetur. Þórunn Eiriksdóttir á Kaðalsstöðum segir fréttir af Sambandi borgfirskra kvenna og kvenfélögunum og greinir auk þess frá kynningarfundum Kaup- félags Borgfirðinga. Guðmundur Þorsteinsson, bóndi á Skálpastöð- um, skrifar um kvótakerfi land- búnaðarins. Sagt er frá Reyk- holtsskóla fyrr og nú. 1 greininni ,,Ef það gerist” fjalla nemendur 9. bekkjar i' samfélagsfræði við grunnskólann i Borgarnesi um aðstööu fatlaðra. Greint er frá vigslu hins nýja húss Mjólkur- samlagsins íBorgarnesi. Grein er um stóriðju og Snorri Þorsteins- son leiðir okkur um Norðurárdal- inn. Skýrt er frá samkomu, sem haldin var i tilefni af aldarafmæli Búnaðarfélags Andakilshrepps. Pétur Ingólfsson segir sögu sam- gangna um Seleyri. Birtur er iþróttaþáttur i umsjá Ingva Arnasonar. Skýrt er frá flokks- ráðsfundi AB, aðalfundi Kjör- dæmissambands AB i Vestur- landskjördæmi, ráðstefnu AB á Vesturlandi um sveitastjómar- mál, ákvörðun um sameiginlegt prófkjör flokkanna vegna hrepps- nefndarkosninga i Borgarnesi og aðalfundi Samtaka sveitafélaga i Vesturlandskjördæmi. Auk þess eru i blaðinuýmsar fréttir i stuttu máli og margar myndir. Ritstjóri Röðuls og ábyrgðar- maður er Guðmundur R. Jó- hannsson en auk hans skipa rit- nefnd þau Jónina Arnadóttir, Haukur Júliusson, Jón Viðar Jón- mundsson og Þórunn Eiriksdótt- ir. —mhg Freyr Okkur hefur borist 24. tbl. Freys s\. árs. Meðal efnis i blaö- inu er eftirfarandi: ,,Sorp”, ritstjórnargrein, þar sem sagt er frá viðbrögðum fólks i sveit f Norður-Þrændalögum i Noregi þegar hreppurinn hóf þar sorphreinsun og lagði á sorpeyð- ingargjald. „Vika á Grænlandi”, Guðmundur Jósafatsson segir frá þvi, sem fyrir augu hans og eyru bar á Grænlandi þegar Búnaðar- félag Islands efndi til bændafarar þangað i júni sl. ,,Borið á eftir sprettuspá”. spá”, Páll Berg- þtórsson, veðurfræðingur, greinir frá niðurstöðum tilraunar á Hvanneyri, þar sem tilbúinn áburður er borinn á eftir spréttu- útliti. ,,A að fækka sauðfé?” en þar leggur Hjörtur E. Þórarins- son til að sauðfjárrækt verði dregin saman á aðal mjólkur- framleiðslusvæðunum: Suður- og Vesturlandi og i Eyjafirði. Jafn- framt yrði skipulögð herferð til að bæta skil og meðferð á ullinni. ,,Frá Búfjárræktarsambandi Ev- rópu”, dr. Ólafur Dýrmundsson segir frá sambandinu og erind- um, sem íslendingar hafa flutt á tveimur siðustu ráðstefnum þess. 1 Milnchen 1980 og i Zagreb 1981. „Nythæstu kýr nautgriparæktar- félaganna 1980”, Ólafur E. Stef- ánsson gerir grein fyrir þeim og birtir ýmsar töflur þvi viðkom- andi. „Bændaskólinn á Hvann- eyri”. Greint er frá skólaslitum 1981 og birtur listi yfir nýútskrif- aða búfræðinga og búfræöikandi- data 1981. — mhg mhgræðir við Sigurfinn Sigurðsson á Sel- fossi, form. Þroskahjálpar á Suðurlandi Þegar leið okkar Þjóð- viljamanna lá um Selfoss nokkru fyrir næstliðin jól litum við inn hjá Sigurf inni Sigurðssyni/ formanni Þroskahjálpar á Suður- landi, og leituðum frétta hjá honum af þeim sam- tökum. Viðspurðum Sigur- finn fyrst að því hvenær samtökin hefðu verið stof nuð. Brýn þörf Þau voru stofnuð árið 1974 og voru stofnendurnir nokkrir for- eldrar á Selfossi, sem áttu þroskaheft börn. Upphaflega nefndust þessi samtök Foreldra- félag þroskaheftra á Suðurlandi. Siðar var nafninu breytt i Þroska- hjálp á Suðurlandi. Þótt það væru Selfyssingar, sem stóðu að stofnun þessara samtaka, var hugmyndin sú, að þau næðu til Suðurlandsins alls, eins og nafn þeirra bendir lika til. 1 reynd hafa þau þó að mestu ver- iö bundin við Selfoss og næsta Húsnæöi Þroskahjálpar á Suöurlandi viö Lambhaga á Selfossi. — Mynd: gel ekkisundra „Viljum fjölskyldunni” nágrenni, enda þörfin mjög brýn fyrir einhverjar raunhæfar að- gerðir hér. Gátum ekki beðið Nú er það að visu svo, að i grunnskólalögunum er kveðið svo á, að allir skuli eiga þess kost, að njóta þeirrar kennslu, sem þeim hæfir og þeir eru móttækilegir fyrir, þroskaheft börn og ungling- ar jafnt og aðrir. En I mörg horn er að lita hjá stóru mömmu, ekki verður allt gert i einu og þvi var reiknaö með 10 ára aðlögunar- tima. Við gátum þvi búist við að nokkuð ætti i land með það að röð- in kæmi að okkur og eftir þvi gát- um viö bara ekki beðið. Þá voru aðeins tveir kostir fyrir hendi: að leita til Reykjavikur þar sem þessa þjónustu var að fá, eða að leitast við að taka málin i eigin hendur. Og þá leið ákváðum við að reyna. Aöstoö ráðuneytisins —Varð það ekki erfitt fyrir ykk- ur fjárhagslega? —Jú, við sáum náttúrlega fram á það að við heföum ekki fjár- hagslegt bolmagn til þess að koma á fót og reka svona stofnun hér nema aðstoð kæmi frá þvi opinbera. Þvi leituðum við að- stoðar menntamálaráðherra, sem þá var Magnús Torfi Ólafs- son. Hann tók erindi okkar ágæt- lega, en skömmu siðar urðu stjórnarskipti og þá var eins og málið lenti á einhverjum refil- stigum i kerfinu um sinn. Vil- hjálmur Hjálmarsson, sem varð menntamálaráðherra i þeirri rikisstjórn, sem nú kom til valda, tók málið upp aö okkar beiðni og nú hefur ráðuneytið viðurkennt þessa starfsemi okkar hér sem skólastofnun með þvi að endur- greiða laun starfsfólks. Og nú höfum við um sinn rekið hér á Selfossi skóla fyrir þroskaheft börn, á eigin ábyrgð en með fjár- hagslegum stuðningi rikisins og Selfossbæjar. Sigurfinnur Sigurösson: Sleitu- laust veröur aö vinna að þvf aö veita þroskaheftum hina ýtrustu aðstoð og þjónustu. Viljum hafa börnin heima —Ef niðurstaðan hefði nú örðiö sú, að þið hefðuð mátt senda börnin burtu, til Reykjavikur eins og þú minntist á, er þá ekki trú- legt að foreidrarnir hefðu flutt með þeim? —Jú, efalitið hefði reyndin orð- ið sú. En við vildum hvorki þurfa að senda börn okkar burtu né fara sjálf. Við vildum ekki þurfa að slita fjölskylduna sundur. Þvi sýndist okkur einboðið að reyna að leysa málið á þann hátt, sem við höfum gert. Og við sjáum sannarlega ekki eftir þvi. —Hvað eru mörg börn þarna á heimilinu hjá ykkúr? —Eins og sakir standa eru þau sex og öll héöan frá Selfossi. Þau dvelja þarna yfir daginn en eru svo heima yfir nóttina. Og það teljum við ákaflega mikils virði. —Er rúm fyrir fleiri börn i þvi húsnæði sem þið hafið en þau, sem þar eru nú? * —Já, ég skal ekki segja hvað við gætum bætt mörgum við en eitthvað fleiri gætu þau verið án þess að þrengsli yröu bagaleg. Fleiri einingar og smærri —Nú nefnast þessi samtök Þroskahjálp á Suöurlandi. Er kannski áformað að skóii hér komi til með aö þjóna Suðurlandi öllu? —Nei, það teljum við óheppilegt fyrirkomulag. Við viljum þvert á móti hafa þessa starfsemi i fleiri ogsmærri einingum. Rangæingar til dæmis ættu að hafa sitt eigið heimili I stað þess að vera með sin börn hér. Eins og ég sagði áðan þá teljum við þaö þýðingarmikið að börnin geti dvalið heima yfir nóttina en það getur ekki orðið nema heimilin séu fleiri og smærri. Þau mega ekki spanna yfir of stórt svæði. — Hvaö vinnur margt fólk þarna hjá ykkur? —Við höfum þarna núna sem svarar 2 1/2 til 3 stöðum. —Og hafið sérmenntað fólk? —Já, við höfum haft lærðan þroskaþjálfa, sem veitir skólan- um forstöðu. og svo fóstrur, en okkur vantar nauðsynlega sjúkraþjálfa. Bil beggja —Er það ekki rikið, sem á að sjá um rekstur svona skóla sam- kvæmt grunnskólaiögunum? —Jú, auðvitað er það svo, og vegna þess að við kostum þessa starfsemi öðrum þræði hér heima fyrir, verður ýmislegt annað að sitja á hakanum, sem við vildum gjarnan og þurfum að sinna. En eins og ég sagði áðan: við áttum aðeins um tvennt að velja þvi ekki kom til mála að halda að sér höndum, og við hikuðum ekki við að taka þennan kostinn. —Stjórnið þiö heimamenn algerlega rekstri stofnunarinnar? —Já, félagið hér skipar sér- staka skólanefnd og annast hún reksturinn algerlega. En i raun og veru er óeðlilegt að ráðuneytið hafi ekki einhverja hönd i bagga með honum. t skólanefndinni ætti að vera fulltrúi frá ráðuneytinu til þess að fylgjast með rekstrinum. Það er kannski þægilegt fyrir hið opinbera að láta af hendi fjár- muni til þeirra einstaklinga, sem annast reksturinn en telja sig svo enga ábyrgð bera á þvi hvað gert kann að vera. En það er engan veginn nógu gott. Hinsvegar er svo sú hætta fyrir hendi, fari þessi mál að öllu leyti undir opinbera stjórnsýslu, að heimamenn verði sviptir öllum áhrifum á rekstur- inn og þjónustuna. Það er heldur ekki gott. Þarna þarf að fara bil beggja. Svædisstjórnir Nú hefur sú breyting á orðið, að þessi mál eru komin i hendur svo- nefndra svæðisstjórna. Það þýðir, að þau eru tekin til meðferðar i heild fyrir viðkomandi svæði allt. Svæðisstjórnin er búin aö ráða starfsmann til þess að sinna þess- um málum hér á svæöinu. —Hver skipar svæöisstjórnirn- ar? —Það gerir félagsmálaráö- herra og hér eiga i henni sæti ísleifur Halldórsson, héraðslækn- ir á Hvolsvelli, Jón R. Hjálmars- son, fræðslustjóri á Selfossi, Sigrún Karlsdóttir, Vestmanna- eyjum. og Eggert Jóhannesson, Selfossi, formaöur Landsamtak- anna Þroskahjálpar, en þau tvö eru fulltrúar Samtaka sveitar- félaga á Suðurlandi, og Sigurfinn- ur Sigurðsson formaður Þroska- hjálpar á Suðurlandi. Þvi má svo bæta við þetta spjall okkar að i fyrra vann fólk frá félagsmáladeild Háskólans að könnun á málefnum þroskaheftra og öryrkja hér á svæðinu. Þeirri könnun er nú lokið i Vestmanna- eyjum og Árnessýslu en eftir eru Rangárvallasýsla og Vest- ur-Skaftafellssýsla og þvi vitum við minna um ástand þessara mála þar. Við megum ekki gleyma okkar minnstu bræðrum. Samkvæmt landslögum eiga þroskaheftir rétt á að njóta þeirrar ýtrustu aðstoð- ar og þjónustu, sem unnt er að veita. Enn vantar verulega á að svo sé,en að þvi verður sleitulaust að vinna. —mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.