Þjóðviljinn - 11.05.1985, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 11.05.1985, Blaðsíða 10
DÆGURMÁL Agnetha alveg sœmó Agnetha Fáltskog, Ijóshæröa ABBAdísin, hefur á sinn hátt unniö eilítinn sigur meö sóló- plötunni Eyes of a Woman. Ekki þaö beint að platan geisli af frumleik og sköpunarmætti, langt frá því, en hún er smekk- leg. Agnetha virðist hafa ratað á rétt form hvaö snertir tónlist, hún kann sín takmörk og þaö berað virða. Mér þótti svolítið tragískt hvernig fór fyrir hinni dísinni, henni Fridu. Hún var alltaf í pínu meira uppáhaldi hérnamegin, en fór, eftir ABBAævintýrið mikla, dálítið villt vegar í leitinni að heppilegu „tónlistarformi“, og týndist svo að segja alveg eftir síðustu plötu sína. Var ekki sam- kvæm sjálfri sér og tapaði. Leitt. Hvað um það, Agnetha viður- kennir að hún er „streit“ dægur- lagasöngkona, vill hvergi annað vera, og finnst sumum það eflaust ágætt. f öllu falli hefur þeim Agnethu og Eric Stewart, fyrrum gítar- leikara lOcc, en hann sá um upp- töku, tekist bara upp fínt. Eins og ég sagði áðan er Agga ekki á leiðinni að deyja úr sköp- unarþrá eins og allar ekta söng- kvinnur gera oft í orðsins fyllstu, það vantar þunglyndið, lífs- leiðann og sorgina i brjósthol hennar til að slíkt geti gerst. Þess vegna eru bestu lögin á plötunni þau sem einhver galsi og ponsu fjör er í: Just One Heart, Click Track, Save me (why don’t ya) og, One Way Love gengur upp. Ég segi það, að allir ABBA að- dáendur ættu ekki að vera neitt súrir út í hana þessa (að ógleymd- um þeim sem vilja rifja upp kynn- in af konunni „með fallegasta sitj- andann í Evrópu"). Og ekki orð um það meir. -9' Létfur hrollur en lítið ódó Það er langt um liðið síðan Hitt leikhúsið ákvaö aö slá í gegn og setja á sviö þoppsöng- leikinn Litlu Hryllingsbúð- ina. Platan kom útskömmu síðar og seldist það vel að hún finnst örugglega á öðru eða þriðja hverju heimili á landinu í dag. Þess vegna ætti ég kannski að sleppa því að skrifa umsögn um hana, fólki þykir hún skemmtileg hvorteð er, án þess að hafa tekið mark ámérfyrst... Það skal tekið fram að einn maður á meiri heiður skilinn um- fram aðra sem koma nálægt þessu sjói. En það er mærðardrengur- inn Megas sem á sérstakan hátt hefur tekist að snúa söngtextum yfir í fyrna kjarngott bundið mál. Þetta hefur mikið að segja, sér- lega ef það er haft í huga að það eru unglingarnir og börnin sem fá hvað mest út úr þessum söngleik, og læra margir utanað. Tónlistin er dæmigert söng- leikjapopp, létt og grípandi, og ekki laust við að maður kannist við sum stefin eftir að hafa séð og heyrt söngleikinn Rocky Horror Picture Show. Meira að segja eru nótur fengnar að láni frá Jesú Kristi súperstjörnu, en það er bara vel. Söngurinn er misjafn eins og gefur að skilja. Björgvin Hall- dórsson er áberandi bestur söngvari í þessu sjói, hann gerir plöntunni Auði II hörkufín skil og virðist Bjöggi sífellt vera að vaxa í söngnum, getur nú leyft sér allan fjandann með böndin í sér. Gamli gæinn seigur, (ætli hann sé í Hrútsmerkinu?)... Laddi töltir spottakorn á eftir Bjögga, góður eigi að síður í heilum hellingi hlutverka; það viðamesta ódóið Ómar tannsi. Rödd Eddu Bachman fellur sem flís við rass í söng hjartahlýju ljóskunnar heimsku, hún getur sungið. Leifur Hauksson er í einni stærstu rullunni, hann hefur ekki sterka rödd, en samsamar sig þægilega og býr yfir nokkrum sjarma. Nirfilinn Músnikk syngur Gísli Rúnar, og heldur lagi í hæs- inu, sem þær þrjár í bakradda- bandinu gera líka. Sem sagt allir sleppa vel frá sínu í söng. Spilerí er eins og það á að vera, í höndum vanra manna. Gítarinn nýtur sín vel í söngleik sem þessum, tilviljun að Björgvin Gíslason slær þar strengi? Ásgeir Óskarsson alltaf góður á trommur, Pétur Hjalte- sted og Bjöggi fullkomna bandið, allt í góðu gengi. Þetta er kannski ein af skemmtilegri „barna- og unglingaplötum" sem hér hefur verið gefin út, fyrir það fær hún þrjú prik og eflaust nokkurt lang- lífi. -? Phil Collins Hefur verið betri í menningunni sl. laugardag var umsögn um nýjustu sólóplötu breska trommaransog söngvar- ans Phils Collins. Inn í fyrirsögn- ina slæddist orðið aldrei sem varð til þess að fyrirsögnin var í al- gjörri mótsögn við innihaldið. Því miður fyrir Phil Collins átti fyrirsögnin að hljóða svo: Jakka- laus eður ei - hefur verið betri. A Þetta bjargar öllu Brynhildur Þorgeirsdóttir: „Áætlunin hljóðar upp á að vinna í Mynd: Valdís. Sarnafil „Þessi úthlutun þýðir að ég get gert það sem ég hef ætlað mér að gera og auðvitað er ég ánægð með það.“ - Og hvað er það? „Ég ætla að vera áfram í New York þar sem ég var í fjóra mán- uði í vetur. Þá vann ég á glerlist- armiðstöð sem heitir New York Experimental Glass Workshop. Þar er vinnuaðstaða, gallerí og kennsla undir einu þaki og allt rekið á þeim grundvelli sem am- eríkanar nefna „non-profit“. Það virkar þannig að listamenn leggja fram vinnu við miðstöðina og fá í staðinn tíma á verkstæðinu til að vinna að eigin list. Til þess að þetta nýtist manni þarf maður að leigja vinnustofu ------------------------------------------ þar sem hægt er að fullvinna verkin og á því hafði ég ekki efni í VIÐHALDSFRITT ÞAKEFNI Jf-"rS haust, þ.e. ég fæ að vinna þar frítt og þúsund dollara til efniskaupa. Brynhildur Porgeirsdóttir fœst við gler og stein, fékk 7 2 mánaða storfslaun og œtlar að eyða þeim íNew York Einn þeirra listamanna sem hlutu tólf mánaða starfslaun við úthlutun í vikunni heitir Brynhildur Þorgeirsdóttir. Hún tilheyrir yngri kynslóð íslenskra listamanna og fæst við gler og skúl- ptúra. Hún var að vonum harla ánægð með lífið þegar Þjóðvilj- inn náði tali af henni að Kjarvalsstöðum þar sem hún varað hengja upp verk sín á samsýningu íslenskra glerlistarmanna sem verður opnuð í dag. New York næsta vetur og halda þar sýningu næsta vor.“ Á ÞÖK - Á ÞAKSVALIR Starfslaunin gera mér kleift að leigja mér vinnustofu og nýta það sem ég geri á þessum sex vikum. Áætlunin hljóðar upp á að vinna í New York næsta vetur og halda þar sýningu næsta vor.“ - Hvað ertu að gera þessa stundina? „Ég hef verið á Korpúlfsstöð- um undanfarnar vikur að vinna úr því sem ég gerði í vetur vestra og verð þar áfram í mánuð eða svo en þá fer ég aftur út.“ Brynhildur hefur haldið sýn- ingar hér á landi og erlendis en hún stundaði framhaldsnám í San Francisco og Hollandi. Verk hennar hafa vakið töluverða at- hygli og hrifningu enda nýstárleg. „Dýrin hennar Brynhildar" nefndi einn kollega hennar á Kjarvalsstöðum verkin og Bryn- hildur segir að þau séu bara einn af þjóðflokkunum sem þrífst á þessari jörð. -ÞH FAGTÚN HF. LÁGMÚLA 7, 105 REYKJAVÍK, SÍMI 28230 22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 11. maí 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.