Þjóðviljinn - 11.05.1985, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 11.05.1985, Blaðsíða 11
MENNING Ford Fiesta er vandaður og rúmgóður bíll með nýtískulegt útlit. Hann er framdrifinn og býður upp á góða aksturseiginleika. Góð þjónusta og lítill rekstrarkostnaður hafa haldið Ford Fiesta í hærra endursöluverði en þekkist um sambærilega bíla hér á landi. Nú bjóðum við hinn sívinsæla Ford Fiesta á verði sem erfitt er að líta framhjá. Aðeins kr. 309.000,- (Gengi 2. maí) » SVEINN EGILSSON HF. Skeifan 17 Sími: 685100 Fuglinn flaug Jakob Þór Einarsson og Alda Arnardóttir í hlutverkum sínum í leikriti Nínu Bjarkar, Flug sem flaug á snúru. heldur vanþakklátt hlutverk en skilar því vel. Barði Guðmunds- son hefur töiuvert af skemmti- legum texta og kemur honum til skila af einlægni og með stillilegu skopskyni. Rósa Guðný Þórs- dóttir túlkar móður hans af sterk- um tilfinningum. Einar Jón Briem er nokkuð stífur í fram- sögn og fasi, en hann er í vand- ræðalegu hlutverki möppudýrs- ins. Það er margt forvitnilegt og ný- stárlegt í þessari sýningu, en gall- arnir eru líka margir. Nína Björk er að fara leið sem kann að geta leitt til merkilegra hluta, en hún er vandrötuð og þarfnast meiri hnitmiðunar og stílsamræmis en hér er sýnt. Sverrir Hólmarsson. Nemendaleikhúsið sýnir FUGL SEM FLAUG Á SNÚRU eftir Nínu Björk Árnadóttur. Leikstjóri: Hallmar Sigurðsson Leikmynd: Grétar Reynisson. Þetta verk Nínu Bjarkar er í eðli sínu ljóðrænt fremur en dramatískt. Það er samansett úr fjölmörgum litlum brotum, sem SVERRIR HÓLMARSSON hvert um sig bregður ljósi yfir samskipti einstaklinga. Rauði þráðurinn í verkinu er ástarþrá manneskjunnar og hvernig hún leitar sér útrásar á margvíslegan hátt, hvernig hún getur af- skræmst og hve auðsæranleg hún er. Persónurnar í verkinu eru af- skaplega viðkvæmar, margar eru listamenn, og lífið er þeim erfitt, þær brotna gjarnan undan því. Sumar hafa átt erfiða bernsku, gjarnan vegna drykkjuskapar foreldra, og sumar eru í andstöðu við kerfið. Þannig er um þá per- sónu sem einna hæst ber, unga manninn með rósina, en hann er utangarðsmaður sem gerir þá eina kröfu til lífsins að fá rós á dag, en býr annars í gömlu bíl- hræi og lifir að því er virðist á loftinu. En þessar persónur eru rissmyndir frekar en fullskapaðar leikpersónur, þær eru myndir í ljóði og eru því mjög einhliða, eru yfirleitt að slá eina eða tvær nótur alla sýninguna, sífellt að endurtaka sömu setningarnar. Þessi aðferð nýtist Nínu Björk misjafnlega. Stundum kveikir þessi ljóðræni texti líf og tilfinn- ingar, en stundum fellur hann marflatur til jarðar eða verður væminn og vandræðalegur, eins- og t.d. í atriðunum milli Þrastar og drykkfelldra foreldra hans þar sem samtölin minntu á uppbyggi- legar greinar um skaðsemi áfeng- is úr Æskunni fyrir hálfri öld. Sömuleiðis var möppumaðurinn einstaklega klisjukenndur og ein- feldningslega mótaður: sálfræð- ingur sem skilur ekki sálina en fór í þetta af fræðilegum áhuga en ekki áhuga á manneskjum og er fulltrúi kerfisins, ósköp eru þetta gamlar lummur og lítt skemmti- legar. Það er helst þegar Nína Björk gefur sig hinu ljóðræna mest á vald, svo sem einsog í sam- skiptum unga mannsins með rós- ina og stúlkunnar hans, að tex- tinn fær líf og eitthvað gerist á sviðinu. Sú aðferð gefur ýmislega möguleika, en það fer afskaplega illa á að blanda henni saman við þær siðapredikanir sem við verð- um að þola inná milli. En svona texta er erfitt að skrifa. Það má til dæmis gæta sín á endurtekning- um. Þær geta vissulega haft mikil áhrif rétt notaðar, en þegar setn- ingin „fugl sem flaug á snúru“ kom í tuttugasta skipti var hún bara orðin leiðinleg. Sýningin er sett upp á arenu- sviði með áhorfendur á þrjá vegu og Hallmar Sigurðsson notar ágætlega þau tækifæri til mikils hreyfanleika og fjölbreytilegra uppstillinga sem þetta býður uppá. Grétar Reynisson notar andstæður steins og moldar skemmtilega í leikmyndinni, en mér þykir nýmálverkið hans ekk- ert sérlega skemmtilegt. Ólafur Örn Thoroddsen hefur ásamt Grétari hannað óvenjuhaglega lýsingu sem gerir mikið til að lífga uppá sýninguna. En það sem mest er um vert, það er mikið líf í þessum ungu íeikurum sem nú eru á leið úr skólanum út í lífið, bráðefnilegt fólk. Þór Tulinius, ungi maður- inn með rósina, hefur til að bera alveg óvenjulega spennu og út- geislun, hver taug í skrokknum þanin án þess það sé ofgert. Hann túlkar hlutverkið af hrífandi ein- lægni. Sama má segja um mót- leikara hans, Kolbrúnu Ernu Pét- ursdóttur, hún hefur einnig ríku- legan skammt af opinni einlægni og beinskeyttum heiðarleika í fasi. Jakob Þór Einarsson er barmafulur af innibyrgðri spennu í hlutverki karlrembumannsins ólukkulega og Alda Arnardóttir veitir honum fallegan og stilli- legan mótleik sem konan hans. Þröstur Leó Gunnarsson hefur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.