Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2000, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2000, Blaðsíða 32
36 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 Tilvera DV Grafarvogs- skáld lesa i Kópavogi í kvöld kl. 20 verður upplestxu- á vegum Ritlistarhóps Kópavogs í Gerðarsafni. Skáldin sem fram koma eru öll úr Grafarvogi og gáfu á dögunum út bókina Brúin út í Viðey - sögur og ljóð. Sigmundur Ernir Rúnarsson er meðal skáldanna í Grafarvogi. Krár ■ ARNI EINAR A PRIKINU Ami E eða Arni Einar ætlar að snúa plöt- um svo um munar á Prikinu í kvöld. Tónleikar ■ HORÐUR TORFA MEÐ TON- LEIKA A SELFOSSI Frumkvööull ís- lenskra söngvaskálda, Hörður Torfa- son, heldur tónleika á veitingahús- inu Inghóll á Selfossi í kvöld. Hörður hefur að undanförnu fariö um landið og sungiö fyrir fullu húsi alls staðar. Fólki hefur staöiö og stappað og klappað og beöiö um fleiri auklaög og Höröur ávallt orðiö við því. Vænt- anlega verður stemningin því mögn- uð í Inghóli í kvöld og heljast tón- leikarnir klukkan 21. Leikhús ■ HORFPU REIÐUR UM OXL Horföu reiður um öxl í Þjóðleikhús- inu í kvöld á Litla sviðinu, kl. 20.00. Uppselt. ■ HÁALOFT Háaloft er einleikur um konu meö geðhvarfasýki eftir Völu Þórsdóttur. Sýningin hefst kl. 21.00 í kvöld í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarp- anum. Uppselt. ■ KIRSUBERJAGARÐURINN í kvöld kl. 20.00 veröur sýnt í Þjóö- leikhúsinu leikritiö Kirsuberjagaröur- Inn eftir Anton Tsjekhov. ■ SÝND VEKH... Leikfélag íslands frumsýnir leikritiö Sýnd veiði... eftir Michele Lowe í Iðnó á morgun. Að- alhlutverk leika Edda Björgvinsdótt- ir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Rósa Guðný Þórsdóttir, Ingvar E. Sigurös- son, Jóhann Sigurðarson og Pálmi Á. Gestsson en leikstjóri er Maria Siguröardóttir. Kabarett______________________ ■ ÁRT 2000 Tónleikar í kvold á Café 22 kl. 22 á vegum ART 2000. Fram koma: PS. Jóhannes Ágústs- son, Pétur Hallgrímsson og Gestur, Hilmar Jensson, Jóel Pálsson og Matthías MD Hemstock. ■ ART 2000 í kvöld kl. 20 veröa tónleikar í Salnum á vegum ART 2000. Þar koma m.a. fram: Jack Vees, Skúli Sverrisson og Hilmar Jensson. Fundir ■ ART 2000 I dag kl. 17 heldur Jack Vees fyrirlestur í Salnum á veg- um ART 2000. ■ TIL VARNAR SKÁLDSKAPNUM í kvöld kl. 20 verða á Súfistanum um- ræður um stööu Ijóðlistar í tilefni af útgáfu ritgeröasafns Sigfúsar Daða- sonar, Ritgerðir og pistlar. ■ MINNINGAR- OG BÆNASTIIND Nú eru fimm ár frá snjófióöinu á Flateyri. Minningar- og bænastund verður haldin í Dómkirkjunni t kvöld. Prestur er séra Jakob Hjálmarsson. SJá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is Mæðgurnar Margrét Pétursdóttir og Soffía Jakobsdóttir leika saman í Góðum hægðum Okkur hefur alltaf komið vel saman en eftir æfingar erum við extra góöar við hvor aðra. Listabrölt: Erum að rífast allan tímann - fólk eldra en þrítugt á aö sitja saman á kvöldin og ræða um hægöir en ekki vera ástfangiö Leikritið Góðar hægðir verður frumsýnt í Tjamarbíói í kvöld. Það er Draumasmiðjan sem stendur fyrir uppfærslunni en Auður Haralds er höfundur verksins. Verkið er hiö síð- asta í röð sex íslenskra verka sem saman mynda leiklistarhátíðina Á mörkunum sem er samstarfsverkefni Sjálfstæðu leikhúsanna og Reykjavík- ur menningarborgar 2000. Góðar hægðir er svört kómedía sem grefur undan þeirri hugmynd aö áhugi fólks á kynlífí falli niður um þrítugt. Aöalsöguhetjan er móðir sem komin er af léttasta skeiði. Hún verð- ur ástfangin af húsverðinum í blokk- inni og það á eftir að valda börnum hennar miklum áhyggjum. Þeim finnst að fólk á þessum aldri eigi að sitja saman í sófa á kvöldin og ræða saman um hægðir en ekki vera ást- fangið. Börn ástarfuglanna taka að sér siðgæðisvörslu í kjölfarið og reyna eftir megni að sporna gegn samband- inu sem þau telja með öllu ósæmilegt. Gunnar Gunnsteinsson er leikk- stjóri en Soffia Jakobsdóttir og Erling- ur Gíslason fara með aðalhlutverkin. Dóttir Soffiu, Margrét Pétursdóttir, fer einnig með hlutverk í leikritinum og er þetta í fyrsta skiptið sem mæðgumar leika saman á sviði. Mæðgumar Soffia og Margrét segja að þetta sé í fyrsta skiptið sem þær leiki saman á sviöi og það sé alveg frá- bært. „Það mætti halda aö við værum rosalega vondar við hvor aðra ef sam- skipti okkar væru dæmd eftir leikrit- inu,“ segir Margrét, „ég leik dóttur hennar mömmu og eins konar siða- postula sem er að reyna að segja henni fyrir verkum og stjórna lífi hennar. Litli strákm-inn minn sá bút úr leikritinu í sjónvarpinu og spurði ömmu sína af hverju hún væri svona vond. Eftir það fór ég að velta því fyr- ir mér hvort ég ætti að leyfa honum að sjá stykkið því ég er ekkert betri sjálf. Þegar við emm ekki að rifast erum við að hreyta hvor í aðra. Góð- ar hægðir er samtímaverk um eldra fólk og að mínu áliti er kominn tími til að fjalla um eldra fólk í leikhúsum. Hingað til hefur mest verið fengist við ungt fólk og helst ungt fólk á uppleið." Soffia segist hafa búist við að það yrði erflðara að leika á móti dóttur sinni en raun bar vitni. „Okkur hefur alltaf komið mjög vel saman, en eftir æfmgar á þessu stykki höfum við ver- ið extra góðar við hvor aðra á leiðinni heim.“ Kip Biiögaigjmrryiniii Hefur þú heyrt... Sam-bíóin - Gossip: ★ i Hiimar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Slúöur veröur til Norman Redus, Lena Headey og James Marsden í hlutverkum slúöurberanna. Ein lítil kjaftasaga getur orðið að heilli skáldsögu ef hún fær að þró- ast í stóru samfélagi og oftar en ekki er erfiðara að leiðrétta söguna en að koma henni af stað. Um þetta fjallar Gossip sem gerist innan veggja í háskóla hjá nemendum sem eru meðtækilegir fyrir kjaftasögum. í háskólanum, eins og á flestum stöðum þar sem saman kemur hóp- ur manna, á Gróa á Leiti ekki erfitt uppdráttar. Við fáum strax smjörþefinn af trúgirni fólks í fyrsta atriðinu sem gerist á diskóteki. Aðalpersónumar þrjár, sambýlingarnir Derrick (James Marsden), Jones (Lena Hea- dey) og Travis (Norman Reedus), sitja á barnum, Travis kvartar yfir því að engin stelpa vilji hann. Með- an hann gerir árangurslausa tilraun til að kynnast stúlku segja Derrick og Jones barþjóninum að faðir Tra- vis sé fræg poppstjama og það er ekki að sökum að spyrja, sagan breiðist út um salinn og allra augu beinast að Travis. Þetta verður til þess að þau ákveða að búa til stærri sögu þar sem aðalpersónan er Na- omi (Kate Hudson), en Derrick og Jones eiga bæði sökótt við hana að þvi er þau telja. Hlutimir gerast hratt og græskulaust gaman verður að háalvarlegu máli. Gossip byrjar glæsilega, það er ekki bara að það sé spennandi og skemmtilegt að fylgjast með hvemig hvíslið verður að hrópi heldur er öll sviðsetning og kvikmyndataka gerð á þann hátt að hún fylgir efninu mjög vel eftir. Brotalamir koma þó í ljós þegar líður á myndina og þegar þriðja sagan fer að grasséra um leið og farið er í smiðju Hitchcocks fer manni að liða illa. Bæði er að það þarf ekki glöggan mann til að sjá hver framvindan verður og hvað plottið er heldur er eins og myndin breytist í sjálfbirgingslegt hrós um sjáifa sig. Sjáið hvaö við erum klár gæti leikstjórinn, Davis Guggen- heim, hafa verið að hugsa og leikar- ar sem áður höfðu staðið sig ágæt- lega taka þátt í sjálfshólinu svo úr verður vandræðagangur sem eyði- leggur þá ágætu byrjun sem lofaði góðu. Leikarar eru allir af ungu kyn- slóðinni, misþekktir og misgóðir. Lena Headey í hlutverki Jones er kjölfestan í myndinni og á ágæta spretti en er eins og aðrir frekar vandræöaleg í lokin. Leikstjóri: Davis Guggenheim. Handrit: Gregory Poirrier og Theresa Rebeck. Kvikmyndataka: Andrezej Bartokowiak. Tónlist: Graeme Revell. Leikarar: James Marsden, Lena Headey, Norman Reedus, Kate Hudson, Eric Bogosian, Joshua Jackson og Edward James Olmos.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.