Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2000, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2000, Blaðsíða 26
30 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 DV ♦Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 80 ára________________________________ Ásdís Pálsdóttir, Kópavogsbraut 61, Kópavogi. 75 ára________________________________ Siguröur Bergsteinsson, Kleppsvegi 58, Reykjavík. Herdís María Jóhannsdóttir, Hraunbrún 29, Hafnarfiröi. Björn Jónsson, Heiðarvegi 36, Vestmannaeyjum. 70 ára________________________________ Haraldur Guðbergsson, Austurbrún 6, Reykjavík. Olga Steinunn Bjarnadóttir, Iðufelli 8, Reykjavík. 60 ára _______________________________ ■T1 Jóhanna G. PB| Siguröardóttir, Bæjargili 111, f| Garðabæ. Eiginmaður hennar er H Gunnar J. Árnason. ^—'~*r Jóhanna verður heima og meö heitt á könnunni á afmælisdaginn. Valgeröur Valtýsdóttir, Skúlagötu 40, Reykjavík. Guörún Siguröardóttir, Keldulandi 3, Reykjavík. 50 ára________________________________ Iztok Leban, Blönduhlíð 18, Reykjavík. Sigrún María Guömundsdóttir, Rskakvísl 7, Reykjavík. Rafn Alexander Ragnarsson, Bakkavör 2, Seltjarnarnesi. Sesselja Steinarsdóttir, Skólatúni 4, Bessastaðahreppi. *"40 ára_________________________________ Sigurjón Magnússon, Sólheimum 30, Reykjavík. Þórhallur Tryggvason, Baughúsum 33, Reykjavík. Guörún Jóhannsdóttir, Eyrarholti 18, Hafnarfirði. DV c 550 5000 @ vísir.is 3 cc 'Œ FAX 550 5727 </) Þverholt 11, 105 Reykjavík Andlát Ágústa Ágústsdóttir, húsfreyja í Svínadal í Skaftártungu, lést þriöjud. 24.10. að Klausturhólum. Kristján Þorláksson, fyrrv. hvalveiöiskipstjóri frá Súðavík, Álfaskeiði 72, Hafnarfirði, lést laugard. 21.10. Sigríöur Kristín Siguröardóttir frá Felli, Grindavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Víðihlíö sunnud. 22.10. Bjamheiður Gissurardóttir, Stórási 9, .-^Garðabæ, lést aö morgni þriðjud. 24.10. Bryndís Nikulásdóttir, Miöhúsum, Hvolhreppi, lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum, Selfossi, mánud. 23.10. Hundrað og fimm ára Þórdís Þorkelsdóttir lengi húsfreyja að Sjöundastöðum í Fljótum Þórdís Þorkelsdóttir, fyrrv. húsfreyja að Sjöundastöðum í Fljótum Hér er Þórdís, lengst til hægri, á mynd sem er tekin nú fyrir skömmu af fimm ættliðum í beinan kvenlegg. Þórdís er hér ásamt dóttur sinni, Sigríöi Guðrúnu Skarphéðinsdóttur sem er sjötíu og þriggja ára, dóttur hennar, Dagnýju Ósk Guömundsdóttur sem er fjörutíu og þriggja ára, dóttur hennar, Guðleifu Hallgrímsdóttur sem er tuttugu og þriggja ára, og langalangömmubarninu, Dagnýju Björk Garðarsdóttur sem er eins árs. Þórdís Þorkelsdóttir húsfreyja, til heimilis að Brúsholti í Reyk- holtsdal og á Akranesi, er hundr- að og flmm ára í dag. Samkvæmt heimildum Þjóðskrárinnar hjá Hagstofunni er Þórdís þriðji elsti núlifandi íslendingurinn. Starfsferill Þórdís fæddist á Unastöðum í Kolbeinsdal i Skagafirði en ólst upp í Sléttuhlíðinni. Eftir að hún kynntist manni sínum hófu þau fyrst búskap í Ás- geirsbrekku í Viðvíkursveit 1917. Þau fluttu þaðan aö Mið-Hóli í Sléttuhlíð 1923 þar sem þau bjuggu í tvö ár, fluttu þá að Ysta- Hóli í sömu sveit þar sem þau voru i átta ár en fluttu að Sjöunda- stöðum í Fljótum 1933 og stunduðu þar hefðbundinn búskap í tuttugu og eitt ár eða til 1954. Þá fluttu þau hjónin suður í Borgarfjörð til dætra sinna og hef- ur Þórdís átt þar heima síðan, að Brúsholti í Reykholtsdal og á Akranesi. Hún er nú stödd hjá Sigríði Guðrúnu, dóttur sinni, á Akranesi. Fjölskylda Eiginmaður Þórdísar var Skarp- héðinn Sigfússon, f. 20.10. 1887, d. 26.6. 1958, bóndi á Sjöundastöðum og víðar. Þau hófu búskap 1917 og giftu sig 1922. Skarphéðinn var sonur Sigfúsar Dagssonar, bónda síðast í Ásgeirsbrekku í Viðvíkur- sveit, og k.h., Aðalbjargar Eiríks- dóttur húsfreyju. Dætur Þórdisar og Skarphéðins eru Sigríður Guðrún Skarphéðins- dóttir, f. 15.6. 1927, verkakona á Akranesi, ekkja eftir Guðmund Lárusson bónda og eru böm þeirra Lárus Rúnar, búsettur í Reykjavík, Dagný Ósk, húsfreyja, búsett í Grænuhlíð í Húnavatns- sýslu, og Guðrún, húsmóðir, bú- sett á Akranesi; Aðalbjörg Stein- dóra, f. 16.12. 1928, húsfreyja í Brúsholti, en maður hennar er Sigurður I. Albertsson, bóndi þar, og eru börn þeirra Ásdís, f. 4.7. 1956, bóndi, búsett í Brúsholti, og Gunnar Þorsteinn, f. 19.11. 1960, rcifverktaki, búsettur i Kópavogi. Afkomendur Þórdísar eru nú átján talsins í fimm ættliðum. Systkini Þórdísar voru sjö en fjögur dóu í frumbemsku. Systkin hennar sem upp komust vom Ólöf Sigfríður, f. 30.7. 1885, d. 1963, hús- freyja að Mið-Hóli í Sléttuhlíð, síð- an búsett á Hofsósi, gift Tómasi Jónssyni, bónda að Mið-Hóli og síðan kaupfélagsstjóra á Hofsósi; Þorlákur, f. 22.9. 1887, lést af slys- förum 1912; Dagný, f. 26.6. 1893, d. 1969, saumakona, búsett hjá Þór- dísi og Skarphéðni. Foreldrar Þórdísar vom Þorkell Dagsson, f. 13.9. 1858, d. 4.6. 1929, bóndi síðast að Róðhóli í Sléttu- hlíð, og k.h„ Sigríður Guðrún Þor- láksdóttir, f. 16.8. 1862, d. 24.2. 1927, húsfreyja. Ætt Þorkell var sonur Dags, b. á Karlsstöðum, Bjamasonar, b. á Karlsstöðum, Sigfússonar. Móðir Dags var Guðrún Þorkelsdóttir frá Vatnsenda. Móðir Þorkels var Þuríður Sím- onardóttir, b. á Hamri í Fljótum, Jónssonar. Sigríður Guðrún var dóttir Þor- láks, b. á Unastöðum, Einarsson- ar, b. á Gili, Einarssonar, b. á Mið- hálsi, Jónssonar. Móðir Einars á Gili var Brynhildur Hallgríms- dóttir. Móðir Þorláks var Salbjörg Jónsdóttir, b. á Gili, Gíslasonar. Móðir Salbjargar var Salbjörg Jónsdóttir. Móðir Sigríður Guðrúnar var Ólöf Hermannsdóttir b„ Oddsson- ar og Þuríðar Bjömsdóttur, b. á Ytriá, Gíslasonar. Rósa Pranee Pin-Ngam húsmóðir og kokkur Rósa Pranee Pin- Ngam, húsmóðir og kokkur á Kina Take Away í Keflavík, Ásabraut 8, Sand- gerði, verður fertug í dag. Starfsferill Rósa fæddist í Pat- humtani í Bangkok í Taílandi og ólst þar upp í foreldrahúsum í stórum systkina- hópi. Hún var í barnaskóla í Pathumtani og stundaði þar auk þess námskeið í taílenskri matargerðarlist. Rósa kom fyrst til íslands 1984. Eftir að hún og maður hennar hófu sambúð voru þau búsett í Keflavík fyrstu árin. Hún stund- aði þá heimilisstörf og barnaupp- eldi en starfaði síðar utan heimil- isins. Rósa og maður hennar fluttu í Sandgerði árið 1992 og hafa verið þar búsett síðan. Hún stundaði flskvinnslu hjá Miðnesi i Sand- gerði á árunum 1992-97 en hóf störf hjá Kina Take Away í Kefla- vik 1998 og hefur starfað þar síð- an. Þá er Rósa á íslenskunámskeiði fyrir nýbúa sem haldið er í Sand- gerði. Merkir Islendingar Ingvar Vilhjálmsson útgerðarmaður fædd- ist í Dísukoti í Djúpárhreppi 26. október 1899. Hann lauk prófi frá Stýrimannaskól- anum í Reykjavík 1926. Ingvar hóf sjómennsku á opnum bát- um frá Þorlákshöfn 1916, var á vélbát frá Eyjum, togarasjómaður 1920-27, stýrimaður frá Patreksfirði 1927-30 og skipstjóri þar til 1935. Ingvar var einn þekktasti úgerðar- maður aldarinnar. Hann hóf útgerð, fiskkaup og flskverkun í Reykjavík 1935, stundaöi síldarsöltun 1935-39, stofnaði Söltunarstöðina Sunnu hf. á Siglufirði 1939, keypti hluta Síldarbræðsl- unnar hf. á Seyðisfirði 1942, stofnaði ísbjöni- inn hf. í Reykjavík 1944 og var forstjóri hans Fjölskylda Eiginmaður Rósu er Matthías Þ. Hann- esson, f. 22.12. 1952, verkstjóri hjá ís- lenskum aðalverk- tökum á Keflavíkur- flugvelli. Hann er sonur Ástvalds R. Bjamasonar og H. IGöru Ólafsdóttur sem bæði eru látin. Böm Rósu og Matthíasar eru Ást- valdur R. Matthías- son, f. 29.6. 1985, nemi; Nökkvi Þór Matthíasson, f. 7.8. 1985, nemi; Margrét Sveinsina Matthíasdóttir, f. 23.12. 1987, nemi; Trausti Ólafur Matthíasson, f. 17.12. 1992, nemi. Rósa á sex systkini, fjórar syst- ur og tvo bræður, sem öll era bú- sett í Taílandi. Ein systir Rósu var búsett hér á landi í nokkurn tíma en hefur nú snúið aftur heim til Taílands. Foreldrar Rósu era SomDjæ Pin-Ngam, sem er látinn, verk- stjóri í Taílandi, og Pradit Pin- Ngam, verkstjóri í Pathum Thami í Bangkok í Taílandi. Rósa verður að vinna á afmælis- daginn en hún og Matthías verða síðan ekki heima. Sjötíu og fimm ára Stefanía Hinriksdóttir húsmóðir í Keflavík Stefanía Hinriks- dóttir, Hringbraut 44, Keflavík varð sjötíu og flmm ára í gær. Starfsferill Stefania fæddist á Eskifirði og ólst þar upp en flutti með for- eldrum sínum til Reykjavikur um 1950. Eftir að Stefanía hóf sambúð bjuggu hún og maður hennar lengst af á Hellissandi. Auk húsmóðurstarfa vann hún í fiskvinnslu, lengst af hjá Hrað- frystihúsi Hellissands. Árið 1994 fluttu þau í Voga á Vatnsleysuströnd og voru þar bú- sett til 1999. Þá fluttu þau tU Kefla- vikur þar sem þau búa nú. Fjölskylda Eiginmaður Stefaníu er Albert Guðlaugsson frá Hellissandi, f. 9.3. 1931, sjómaður. Hann er sonur Guðlaugs Alexanderssonar, f. 9.11. 1894, verkamanns og sjómanns á Sólbakka á Hellissandi, og k.h„ Súsönnu Ketilsdóttur, f. 30.5. 1900, húsmóður, sem bæði eru látin. Sonur Stefaníu frá því áður er Hinrik Karlsson, f. 21.2.1951, verk- Ingvar Vilhjálmsson lengst af. Þá stofnaði hann Sunnuver á Seyð- isfirði og Síldarverksmiðjuna Hafsíld. Ingvar sat í sjó- og verslunardómi Reykjavíkur, í sjávarútvegsnefnd, í út- gerðarráði Reykjavíkur, var stjómar- formaður Samlags skreiðarframleið- enda, sat í Rannsóknarráði ríkisins, stjómarformaður Síldar- og flskimjöls- verksmiðjunnar hf„ varaformaður stjómar Eimskips, í stjómum LÍÚ, VSÍ, Aflatryggingasjóðs, Olíuverslunar íslands, Sjóvár, SH og Coldwater Seafood Corporation. Kona Ingvars var Áslaug Jónsdóttir en böm þeirra á lífi eru Jón, fyrrv. stjómar- formaður SH, og Sigríður stjómmálafræð- ingur. Jón lést á aðfangadag jóla 1992. taki á Akureyri, en kona hans er Ingunn Kristín Aradóttir verslunarmaður og eiga þau fjögur börn. Böm Stefaníu og Alberts era Guðlaug- ur, f. 22.12. 1960, sjó- maður í Grundarfirði, en kona hans er Jó- hanna Hallbergsdóttir skrifstofumaður og eiga þau þrjú böm; Lára Karólína, f. 21.9. 1963, húsmóðir á Akureyri, en maður hennar er Þröstur Heiðar sjómaður og eiga þau þrjú böm; Þröstur, f. 27.7. 1967, sjómaður í Ólafsvík en kona hans er Sóley Jónsdóttir kennari og eiga þau tvö böm. Hálfsystir Stefaníu er Guðrún Friðriksdóttir, f. 12.9. 1918, hús- móðir á Eskiflrði. Systkini Stefan- íu: Ólína, f. 6.6. 1927, húsmóðir í Reykjavík; Sæbjörg, f. 1.6. 1929, húsmóðir í Reykjavík; Karl Ólaf- ur, f. 19.12. 1935, d. 11.12. 1982, verkamaður á Akureyri; Sigurlín, f. 2.2. 1937, húsmóðir í Bandaríkj- unum. Foreldrar Stefaníu voru Hinrik Ólafsson, f. 10.11. 1891, sjómaður á Eskifirði, og Lára Sigurlín Ólafs- dóttir, f. 28.5. 1898, húsfreyja. SH Fanney S. Gísladóttir frá Grímsstööum, Reyöarfirði, áður Túngötu 32, Reykjavík, veröur jarösungin frá Reyðarfjaröarkirkju laugard. 28.10. kl. 13.30. Sigurbjörg G. Guðjónsdóttir, Dalbraut 27, áöur Skúlagötu 64, veröur jarösung- in frá Fossvogskapellu fimmtud. 26.10. kl. 13.30. Halldór Jónsson, Grettisgötu 12, Reykja- vík, veröur jarösettur frá Fossvogskirkju fimmtud. 26.10. kl. 15.00. Sveinn Kristdórsson bakarameistari veröur jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtud. 26.10. kl. 10.30. Jón Jónsson, tyrrv. bóndi, Innri-Kóngs- bakka, Helgafellssveit, Dvalarheimilinu í Stykkishólmi, veröur jarösunginn frá Bjarnarhafnarkirkju í Helgafellssveit laugard. 28.10. kl. 13.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.