Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 x>v 7 Fréttir 3KARLAKÓRAR föstudaginn 26. október í Langhoitskirkju Föstudaginn 26. október n.k. verða haldnir einstakirtónleikar þriggja karlakóra. Kórarnir þrír eru MK frá Álandseyjum, NS frá Gotlandi í Svíþjóð, og karlakórinn Fóstbræður. Kórarnir koma frá þremur norrænum eyjum sem þó hafa sín séreinkenni. Með þessu norræna samstarfi býðst almenningi að hlusta á söng karlakóra í hæsta gæðaflokki. Boðið er upp á fjölbreytt efni þar sem þemað er ísland, Finnland, Svíþjóð og Álandseyjar. Nokkur verk, sem skrifuð hafa verið sérstaklega fyrir kórana og samstarfið, verða frumflutt á tónleikunum. Tónleikarnir verða haldnir í Langholtskirkju og hefjast kl. 19:30. Miðaverð er 1000 kr. Einsöng syngur: Christian Juslin Undirleikari: Tom Eklundh Samgönguráöherra: Opnar nýja Borgarfjarðar- braut - .jafnvel þótt talið hefði verið að konur væru konum verstar" eins og höfundar orðuðu það. Einnig kom á daginn að konurnar reyndu í flest- um tilvikum að „bæta fyrir brot sitt“ þegar í óefni var komið. Allir sakborningarnir játuðu brotin og einn var dæmdur fyrir að fremja manndráp í tvö óskyld skipti, eftir því sem stendur í rit- gerðinni. -Ótt Er að undirbúa yfirgripsmikla morðarannsókn Gísli Guðjónsson, réttarsálfræöingur í London, ætlar ásamt Hannesi Péturssyni prófessor og Jóni Friöriki Sigurössyni sálfræöingi aö gera úttekt á manndráps- málum allrar síöustu aldar. Nærri lætur aö um eöa yfir 70 manns hafi veriö dæmdir fyrir manndráp á tímabilinu. Viðamikil rannsókn fram undan á tíðni manndrápa á síðustu öld: Fjölgun morða eftir stríð ■ aukið áfengi og fíkniefni Sturla Böðvarsson. Samgönguráðherra mun í dag opna formlega nýjan kafla Borgar- fjarðarbrautar á milli Andakilsár og Kleppjárnsreykja. Lengd þess vegar- kafla á Borgar- fjarðarbraut er alls 20,6 km en einnig voru end- urbyggðir kaflar á Skorra- og Flókadalsvegi. Þá var byggð ný 89 metra löng brú yflr Grímsá og 68 metra löng brú yfir Flóku. Nýbygging þessara vega bætir mjög allar samgöngur við uppsveit- ir Borgarfjarðar en nú er kominn góður uppbyggður vegur með bundnu slitlagi frá Seleyri við Borg- arfjarðarbrú og inn á hringveginn aftur í Stafholtstungum. Fram- kvæmdir við þetta verkefni voru boðnar út í tveimur áfóngum. Fyrri áfanginn, frá Bæjarsveitarvegi að Kleppjárnsreykjum, var boðinn út í nóvember 1998 og lauk þeim áfanga í október ári síðar. Síðari áfangi verksins, frá Andakílsá að Bæjar- sveitarvegi, var boðinn út í nóvem- ber 1999 og lauk framkvæmdum við hann nú fyrir skemmstu. LG vöruflutningar í Borgarnesi önnuðust framkvæmdir við fyrri áfangann en Ingileifur Jónsson á Svínavatni við þann síðari. -sbs - með árunum hafa morðingjar undirbúið glæpi sína betur - ásetningur meiri Frá aldamótum fram til ársins 1984 voru 52 dæmdir fyrir mann- dráp á íslandi. Manndrápum fór flölgandi eftir síðari heimsstyrjöld- ina og undirbúningur og ásetningur morðingja varð meiri, miðað við handahófskenndari gáleysismann- dráp á fyrri hluta aldarinnar. Fé- lagslegar aðstæður, áfengi og flkni- efni urðu æ algengari orsök fyrir manndrápum þegar líða tók á öld- ina. Þetta kom fram 1 ítarlegri rann- sókn þeirra Gísla Guðjónssonar, réttarsálfræðings i London, og Hannesar Péturssonar prófessors. Ottar Sveinsson ■ E blaöamaður iríWiiífiSOEaMl Þeir, ásamt Jóni Friðriki Sigurðs- syni sálfræðingi, 'eru nú að undir- búa viðamikla rannsókn sem nær til manndrápa á allri síðustu öld. Þar er vonast til að hægt verði enn frekar að varpa ljósi á hvernig tíðni morða þróaðist, tegundir verknaða og við hvaða aðstæður þeir voru framdir. Fjölgun eftir 1970 „Við ætlum að gera þetta mjög ít- arlega. Niðurstaða okkar var að breytingar urðu á tiðni manndrápa frá árunum 1970-1984. Þeim fór greinilega að fjölga og meira um ásetning hjá gerendum en áður hafði veriö. Hér var um að ræða 52 einstaklinga, þar af aðeins 3 konur. Við ætlum að kanna hvort frekari breytingar hafi orðið undanfarin 16 ár,“ sagði Gísli við DV. „Manndráp á íslandi voru mjög fá fyrir seinni heimsstyrjöldina. Eftir það fór manndrápum að fjölga mjög í Evrópu og einnig á Grænlandi og víðar þar sem tíðnin hafði verið lág. Á Grænlandi höfðu eskimóar verið að missa eigin arfleifð sem endur- speglaðist í fleiri manndrápum. í dag eru félagslegar aðstæður, áfengi og fíkniefni oftast tengd manndráp- um á Vesturlöndum. Spurningin er hvað hægt er að gera við því,“ sagði Gísli. Morö innan fikniefnahópa Gísli segir að margt spili inn i þá þætti sem teljast ástæður morða: „Fólk er ekki bara að myrða til að geta keypt sér fíkniefni heldur leið- ir innbyrðis barátta fikniefnahópa líka af sér ofbeldi og manndráp - fólk í hópum sem eru að framleiða, dreifa eða selja fíkniefni er að drepa hvað annað. Eiturlyf geta haft svo mismunandi áhrif. En það er aukn- ing á manndrápum þar sem félags- legar orsakir liggja að baki og ýmis geðeinkenni. Rannsókn mín og Hannesar Pét- urssonar sýndi fram á að áfengi og fikniefni voru tengd aukningu manndrápa eftir stríð. Aukist slík neysla getur það orsakað fleiri manndráp. En þetta á eftir að rann- saka betur. í heiminum í dag er margt að gerast og margt að breyt- ast, hlutir sem menn hafa ekki náð að kortleggja enn þá,“ sagði Gísli. Þrír þeir síðustu sögulegir Sé mið tekið af nýútkominni loka- ritgerð tveggja laganema við Há- skóla íslands um manndráp, sem byggð er á hæstaréttardómum, kem- ur fram að flestir manndrápsdómar voru kveðnir upp á árunum 1980-1989. Þá var uppsveifla mikil í efnahagslífi þjóðarinnar, þensla og vaxandi verðbólga. Gengi krónunn- ar var þrívegis fellt árið 1988 og stöðnun og samdráttur ríkti allt til ársins 1993. Á þessum áratug dæmdi Hæstiréttur 12 manns í fang- elsi fyrir manndráp að yfirlögðu ráði. Tíu af þeim manndrápum voru framin á höfuðborgarsvæðinu en tvö á landsbyggðinni. Athygli vekur að í lokaritgerð- inni, sem eingöngu er byggð á hæstaréttardómum þar sem um var að ræða ásetningsmanndráp, eru mun færri gerendur en í skýrslu Gísla og Hannesar sem nær til skemmra tímabils, það er frá alda- mótum til 1984. En þrátt fyrir þá niðurstöðu laga- nemanna um að níundi áratugurinn hafi verið slæmur liggur engu að síður fyrir að tæp tvö manndráp hafa verið framin að meðaltali á ári á íslandi síðasta áratug aldarinnar. Fimm hafa áttu sér stað á árinu 2000 en til samanburðar voru fjögur framin árið 1991 og þrjú árið 1992. Engin manndráp voru hins vegar framin á árunum 1994, 1995 og 1998. Frá því í júlí 1999 hafa sex menn verið dæmdir í fangelsi fyrir mann- dráp. Tvö málanna eru kennd við Leifsgötu en hin við Engihjalla, Espigerði, Njarðvík og Öskjuhlíð. Flest málin tengdust fikniefnum en einu þeirra er ólokið fyrir Hæsta- rétti. Lág tíðni á íslandi Þrátt fyrir að 15 morðingjar, eða fólk sem gerði tilraun til slíks (3), sitji nú í fangelsum landins eru manndráp á íslandi sjaldgæf, sé gerður samanburður á milli landa. Á íslandi voru 1,8 manndráp framin á ári síðasta áratug. Þetta þýðir 0,7 manndráp á hverja 100 þúsund ibúa. Sama tala á við í Finn- landi en 4,27 manndráp eru framin á hverja 100 þúsund íbúa í Dan- mörku - sjö sinnum fleiri en hér á landi. í Bretlandi er talan 2,6, 4,11 í Frakklandi, 7,41 í Bandaríkjunum en 2,64 í Noregi. Kólombía á senni- lega metið. Þar voru 59 manndráp framin á hverja 100 þúsund íbúa, áttatiu og fjórum sinnum fleiri en á íslandi á síðasta áratug. Morð í janúar eða síðsumars Einhleypir karlmenn á aldrinum 15-20 ára, verkamenn eða sjómenn, voru algengustu gerendur í mann- drápum á síðustu öld, sé miðað við ritgerð laganemanna. Oftast áttu manndrápin sér stað í heimahúsum í Reykjavík og gjarnan voru báðir aðilar undir áhrifum áfengis. Hníf- ar eða önnur eggjárn voru algeng- ustu vopnin. Sé miðað við atburðina í dómun- um er liklegast að morð séu framin í janúar eða síðsumars og byrjun hausts, það er ágúst og september. Meðalrefsing var rúmlega 12 ára fangelsi og einhleypir hlutu flesta dómana. Það vakti athygli höfunda að eng- in kona hafði verið sakfelld fyrir að bana annarri konu - aðeins körlum Bréfið til Davíðs: Var ekki miltisbrandur Staðfest hefur verið að duftið sem barst í bréfi til Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra sl. þriðjudag innihélt ekki miltisbrand. Bréfasendingin er til rannsóknar hjá embætti ríkislög- reglustjóra. Jón Snorrason ríkissak- sóknari varðist í gær allra frétta af rannsókninni, sagði hana einvörð- ungu vera í fullum gangi. Hann sagði að málið væri litið mjög alvarlegum augum innan embættisins. Aðspurður um hvort póstur til for- sætisráðherra sætti sérstakri meðferð í kjölfar málsins sagðist hann ekki svara því. -aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.