Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Blaðsíða 8
8 Fréttir FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 I>V Þarna er efni til húsbygginga, m.a. í Reykjavík, unnið. Veður geta orðiö mikil í Kollafirði og hafa vegfarendur stundum kvartað undan sandfoki úr matarnámu Steypustöðvarinnar. Skotiö á rútubíl Skotið var á rútu frá Teiti Jónassyni skömmu fyrir miðnætti í fyrrakvöld. Rútan, sem var á leið að Broadway til að sækja MR-inga á dansleik, hafði stutta viðkomu við hús skammt frá Háskóla íslands. Á meðan bílstjórinn skrapp inn húsið virðist sem einhverj- ir hafi skotið á bílinn, sennilega með loftriflli. Bílstjórinn sá þegar í stað að fjórar rúður bílsins voru alsettar götum. Hann tilkynnti lögreglu um atvikið og er málið í rannsókn. Ekki þótti óhætt að aka mermtskælingunum i rútunni og var því skipt um bíl í skyndi þannig að MR-ingar komust til síns heima eins og ráð hafði verið fyrir gert. -aþ Esjan er í margra augum fegurst fjalla: Innbrot í Nauthól Sár á stolti Reykvíkinga - úrbætur í skoöun, segir formaöur umhverfisnefndar í augum Reykvíkinga er Esjan allra fjalla fegurst þótt margur landsbyggðarmaðurinn gefi ekki mikiö fyrir það. Það hefur hins vegar verið fólki sem leið á um Vesturlandsveg og Kollafjörð mik- ill þyrnir í augum að leyft skuli að svo áberandi náttúrufyrirbæri sé nýtt til malarnáms og malar- vinnslu sem blasir við vegfarend- um. Á þessum slóðum getur llka orðið mjög hvasst og fjölmargar kvartanir hafa borist í gegnum árin vegna sandfoks úr malar- námu sem er fast við þjóðveginn. iÉH Annar hluti Hrannar B. Amarsson, formað- ur umhverfis- og heilbrigðisnefnd- ar Reykjavíkur, segir að eftir sam- einingu Reykjavíkur og Kjalarness sé Esjan komin undir hatt borgar- innar. Umhverfismál á þeim slóð- um heyri því beint undir umhverf- is- og heilbrigðisnefnd en umsjón með malamámi hefur síðan Heil- Uppboö Framhald uppboðs á eftlrfarandi elgnum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Hl. spildu úr landi Munaðamess, Selásar 17, jDÍngl. eig. Óskar Sigunnundsson, gerðarbeiðandi BYKO hf., þriðjudaginn 30. október 2001, kl. 14.00. Kjartansgata 3, Borgamesi, þingl. eig. Theodóra Þorsteinsdóttir og Olgeir Helgi Ragnarsson, gerðarbeiðandi Prentsmiðj- an Oddi hf., þriðjudaginn 30. október 2001, kl. 11.00.________________ Egilsgata 6, Borgamesi, þingl. eig. María Socorro Grönfeldt og Steinþór Grönfeldt, gerðarbeiðendur íbúðalánasjóður, KPMG Endurskoðun hf. og Sparisjóður Mýra- sýslu, þriðjudaginn 30. október 2001, kl. 10.30.__________________________ Hl. Hrafnakletts 4, Borgamesi, þingl. eig. Ármann Jónasson og Sigríður Finnboga- dóttir, gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Islands hf., þriðjudaginn 30. október 2001, kl. 11.00.________________ SÝSLUMAÐURINN í BORGARNESI DV-MYNDIR BRINK Sár á stolti Reykvíkinga Þegar ekið er út úr borginni um Vesturlandsveg í Kollafjörð blasir þessi sjón við - mikið svöðusár á helsta stolti Reykvíkinga. Þarna hefur um áraraðir veriö stundað malarnám í einkalandi Steypustöövarinnar og verður áfram „Það hefur ekki verið rætt sér- staklega um að stytta þann tíma. Hins vegar hafa menn verið með athugasemdir varðandi sandfok úr námunni. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða. Ég reikna þó ekki með að þessari námu verði neitt lokað á næstunni." Hrannar segir að borgin hafi mótað þá stefnu að efnistaka i borgarlandinu fari ekki fram nema í námum sem hafa til þess heimild. Þá eigi leyfishafar að ganga vel frá námunum eftir notk- un þeirra. Þeir eigi einnig að huga vel að umhverfinu á meðan þær eru nýttar. „Það er kannski helst þetta sem þyrfti að skoða varðandi þessa námu og hvort hægt sé að bæta eitthvað úr umhverfismálunum þannig að menn séu ekki að lenda þarna í sandfoki sem kvartað hef- ur verið undan. Við höfum fengið ábendingar um slíkt og erum meö þaö i skoöun," segir Hrannar B. Arnarsson. -HKr. samkvæmt sérstöku námaleyfi. brigðiseftirlit Reykjavikurborgar. Náman og hluti landsins á þessu svæði er í eigu Steypustöðvarinn- ar sem vinnur þarna malarefni, m.a. til steypugerðar i hús Reyk- víkinga. Hrannar segir Steypu- stöðina hafa leyfi til að starfrækja námuna áfram á þessu svæði. Esjan er fegurst fjalla í augum margra Reykvíkinga. Úr fjarlægö er ekki aö sjá mikil lýti á þessu myndarlega fjalli og helsta kennileiti borgarbúa. UPPBOÐ Eftirtaldar blfreiðlr verða boðnar upp að Skemmu við Flugvallarveg föstudaglnn 2. nóvember 2001, kl. 16.00: AX-585 BA-026 BD-439 BZ-704 DS-200 G11929 G16608 GJ-118 HR-846 HV-479 IN-536 1T-054 JA-337 JL-907 KJ-859 KT-985 KV-216 LM-271 ML-226 NA-312 NB-370 OJ-532 P456 PB-896 PF-968 PG-685 PR-093 PT-599 RZ-333 RZ-794 SB-861 SM-696 SN-662 SO-495 TM-752 TN-577 TV-717 TX-053 TZ-540 VF-693 VG-095 YL-984 YZ-008 ZS-067 Ö11451 DZ-096 Enn fremur verður selt ýmislegt lausafé. Greiðsla við hamarshögg. SÝSLUMAÐURINN í KEFLAVÍK Beggubúð á förum - húsið og innréttingar hafa sögulegt gildi Svonefnd Beggubúð, eða Verslun Bergþóru Nýborg, verður á næst- unni fjarlægö úr miðbæ Hafnar- fjaröar en húsið og innréttingar þess hafa sögulegt gildi. Það verð- ur því varðveitt á vegum Byggða- safns Hafnarfjarðar og ráðgert er að húsinu verði komið fyrir norð- an við hús Bjarna Sívertsens. Þar verður Beggubúð ásamt Sívert- senshúsi hluti af verslunarminja- safni á vegum Byggðasafnsins. Raunar mun Beggubúð „milli- j lenda“ á geymslusvæði Þjónustu- miðstöðvar Hafnarfjarðar við Hringhellu þar til gengið hefur verið frá defliskipulagi fyrir vænt- anlega staðsetningu og undirstöð- ur gerðar. Þess má til gamans geta að Beggubúð er í brennidepli í nýrri kvikmynd Ágústs Guðmundsson- ar, Mávahlátri, sem tekin var hér í j Hafnarfirði. -DVÓ/JGR Tveir menn voru í haldi lögreglunn- ar í Reykjavík í gærmorgun, grunaðir um að hafa brotist inn í veitingastað- inn Nauthól í Nauthólsvik. Tilkynnt var um innbrotið síðla nætur og í samvinnu við öryggisgæslu- fyrirtækið Securitas voru tveir menn handteknir í miðborginni skömmu síð- ar grunaðir um innbrotið, en stolið var léttvínsflöskum og einhverju af bjór. Þar voru á ferð svokallaðir góðkunn- ingjar, voru þeir í annarlegu ástandi og fengu að gista í fangageymslu. -gk Miklar hafnar- framkvæmdir í Snæfellsbæ Undanfamar vikur hefur verið talsvert um framkvæmdir við hafnir Snæfellsbæjar. Nýlega var lokið við að gera við þekju á bryggjunni í Ólafsvík, steypa þurfti í þekjuna þar sem að hún hafði gefið sig og gat komið í hana. Við nýju smábátaflot- bryggjuna er búið að steypa plan við stigann niður á fingurna svo að nú er samfelld þekja alveg að smábáta- bryggjunni. í síðustu viku var skrifað undir verksamning við Stafnafell um leng- ingu grjótgarðs á Arnarstapa og kem- ur sú framkvæmd til með að gjör- breyta allri aðstöðu til sjósóknar á Arnarstapa. Sjórinn hefur brotið nokkuð úr Klifinu sem félagsheimilið stendur á og var brugðið á það ráð fyrir skömmu að keyra grjót f bráða- birgðagrjótgarð undir bakkann en samkvæmt sjóvamaáætlun er gert ráð fyrir að hlaða grjótgarð á þessum stað á næsta ári. -DVÓ/JÓ Togari dótturfélags Samherja: 25 milljóna sekt fyrir landhelgis- brot Þýski frystitogarinn Kiel, í eigu Deutsche Fischfang Union, sem er dótturfélag Samherja hf., hefur ver- ið sektaður um sem svarar 25 millj- ónum íslenskra króna fyrir land- helgisbrot í Barentshafi. Togarinn var tekinn fyrir ólögleg- ar veiðar við Bjarnarey sl. þriðju- dag af norska strandgæsluskipinu Nordkap og fylgdi strandgæsluSkip- ið togaranum til hafnar í Hammer- fest. Skipstjórinn var sakaður um að hafa gefið upp ranga staðsetn- ingu í afladagbók og sömuleiðis stundaði togarinn grálúðuveiðar í óleyfi, að því er fram kemur í frétt Nordlys um málið. Gerð var dómsátt í málinu og féllst Deutsche Fischfang Union á að greiða 2,2 milljónir norskra króna og skipstjórinn á að greiða 100 þúsund norskar krónur. Þýska útgerðarfyrirtækið gerir einnig út frystitogarann Hannover sem áður hét Guðbjörg ÍS. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.