Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 1>V 9 Fréttir Ingibjörg Guðjónsdóttir og Andri Kárason eignuðust barn með tæknifrjóvgun: Neikvæo Staða ríkissjóðs gagnvart Seðla- banka fyrstu níu mánuði ársins var neikvæð um 4,9 milljarða króna. Ríkissjóður: Meiri útgjöld og minni skatttekjur Handbært fé frá rekstri i ríkis- sjóði fyrstu níu mánuði ársins var neikvætt um tæpa 7 milljarða króna en var jákvætt um tæpa fimm millj- arða á sama tíma í fyrra. Þetta skýrist m.a. af því að skatttekjur rík- isins hafa í samdrættinum ekki gert meira en að halda í við verðlags- breytingar á meðan útgjöld hafa hækkað verulega, en að sögn fjár- málaráðuneytisins eru þau útgjöld tilkomin vegna sérstakra tilefna, s.s. lækkunar gengis og kjarasamninga. Heildartekjur ríkissjóðs hækkuðu þannig um 10 milljarða miðað við sama tíma í fyrra en útgjöldin hafa hins vegar hækkað um 21,5 milljarða króna. Þá kemur fram á vefriti fjár- málaráðuneytisins að hreinn láns- fjárjöfnuður var neikvæður um 8,7 milljarða króna sem er tæplega 15 milljörðum lakara en i fyrra. Skýr- ingin er, að sögn vefritsins, sú að á árinu 2000 komu til greiðslu 5,5 millj- aröar króna vegna sölu á hlutabréf- um í ríkisbönkunum á árinu 1999. Auk þess voru greiddir rúmlega 10 milljarðar króna í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins til að grynnka á framtíðarskuldbindingum. Staða ríkissjóðs gagnvart Seðlabanka var neikvæð um 4,9 milljarða króna sem er tæplega mUljarði hagstæðari út- koma en á sama tímabili árið áður. Það má alfarið rekja til aukinnar er- lendrar lántöku sem bæði gekk til uppgreiðslu eldri og óhagstæðari lána og til þess að styrkja gjaldeyris- stöðu Seðlabankans. U"'S^rn Okkar hjartans mál að eignast börn - sárt tii þess að hugsa að fólk sé svipt voninni með einu pennastriki DV-MYNDIR HARI Fjölskyldan Andri og Ingibjörg með litla drenginn sinn, Daníei Guðjón, sem er nýorðinn tveggja ára. Heildsöludreifing: miklir peningar en sýnir hins vegar hversu skrýtin forgangsröð- unin getur verið. Það má ekki horfa fram hjá þvi að fólk stekkur ekkert inn í þessar meðferðir. Þeir sem áttu að komast að núna hafa þurft að skipuleggja vinnu og aðra hluti auk þess að búa sig andlega undir að takast á við þetta. Andlega hliðin er stór þátt- ur í þessu öllu saman og má lýsa sem samblandi af tiihlökkun og kvíða,“ segir Andri og og bætir við að sú afstaða heilbrigðisyfir- valda að meina læknum að vinna að tæknifrjóvgun á einkastofum sé í hæsta máta furðuleg. „Öll pör greiða fyrir hluta þess- arar þjónustu nú þegar en þrátt fyrir það eru þau sett í hólf og sett á biðlista. Það er ekki bara mitt mat heldur einnig þeirra sérfræð- inga sem vinna að tæknifrjóvgun að þetta sé sjúkdómur. Það er eitt- hvað líkamlegt sem hindrar þessi pör í eignast barn með eðlilegum hætti; eitthvað sem ekki verður við ráðið. Fólk hefur hins vegar ekkert val og það er slæmt,“ segir Ingibjörg. Andri og Ingibjörg segja það að eiga eitt barn sé guðsgjöf og tím- inn einn muni leiða það í ljós hvort Daníel litli eignist systkini. „Það er einlæg ósk okkar að ráða- menn þjóðarinnar sjái hve mikil- vægt er að leysa þessi mál enda er ekki um mikla fjármuni að ræða,“ segir þau Ingibjörg Guð- jónsdóttir og Andri Kárason. -aþ Tilhlökkun og kvíði Þórður Óskarsson, yfirlæknir tæknifrjóvgunardeildar, sagði í DV í gær að hann teldi að aðeins þyrfti fimm milljóna króna fram- lag til að halda deildinni í horfinu fram til áramóta. „Þetta er ekki „Ég finn svo sannarlega til með þeim fjölmörgu pörum sem hefðu átt að komast í meðferð um þess- ar mundir og þurfa nú að horfa upp á lokun deildarinnar fram yflr áramót," segir Ingibjörg Guð- jónsdóttir en hún ásamt eigin- manni sínum, Andra Kárasyni, eru meðal þeirra sjö hundruð para sem fylla biðlista glasa- frjóvgunardeildar Landspítalans. Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum hefur deildinni verið lok- að vegna þess að fjárveiting til lyfja er uppurin og verður ekki opnuð aftur fyrr en á nýju ári. Ingibjörg og Andri þekkja bið- ina sem fylgir slíkum aðgerðum. Þeirra ferli i glasafrjóvgun hófst fyrir sjö árum og af þeim tíma fóru fimm ár í hreina bið. En það varð kraftaverk, eins og þau segja sjálf, því fyrir tveimur árum eign- uðust þau litinn dreng, Daníel Guðjón, sem varð til við glasa- frjóvgun á ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn. „Við trúðum þessu vart fyrst en þessi aðgerð var sú síðasta sem við áttum völ á þarna úti. Meðgangan gekk eins og í sögu og við vorum svo sann- arlega tilbúin að verða foreldrar eftir alla þessa bið og þrauta- göngu,“ segir Ingibjörg. Biðin eftir barni Biðtíminn í þeirra tilfelli varð lengri en vant er enda fluttu þau til Danmerkur í millitíðinni og bjuggu þar um nokkurra ára skeið. Andri fór í konditornám en Ingibjörg starfaði sem söngkona og kórstjórnandi. „Biðtíminn eftir barni er alltaf langur og það skipt- ir kannski ekki máli hvort það eru dagar eða ár. Þetta tekur á andlega og þú ert að minna þig á þetta á hverjum degi. Alls staðar í þjóðfélaginu eru foreldrar með börn og krafan um barneignir er ríkjandi. Hjá flestum koma börn- in þegar fólk óskar þess,‘i’ segir Ingibjörg. Andri tekur undir þessi orð og segir biðina geta á stundum verið langa og erfiða. „Það fer eðli máls- ins samkvæmt mikill tími í rann- sóknir, síðan tekur við bið eftir meðferð og að henni lokinni er niðurstaðna beðið. Allan þennan tíma heldur fólk í vonina um barn en jafnframt verður fólk að vera raunsætt þvi einungis rúm- lega 30% aðgerða heppnast. Það er þess vegna sárt til þess að hugsa að hægt sé að svipta fólk þessari von nánast með einu pennastriki úr ráðuneytinu," seg- ir Andri. Daníel Guðjón Andri og Ingibjörg segja það guðsgjöf að eiga eitt barn og tíminn leiði í Ijós hvort börnin veröi fleiri. Skellt í lás Ingibjörg og Andri segja tækni- frjóvgun viðkvæmt og erfltt mál fyrir öll pör. Þótt flestum þyki sjálfsagt að fólki geti eignast börn með eðlilegum hætti þá er stað- reyndin sú að 10% para, sem lang- ar til að eignast barn, geta það ekki nema með aðstoð læknavís- indanna. „Þetta fólk er því miður ekki þrýstihópur og því auðvelt að níð- ast á þessum hóp ef svo má að orði komast. Þetta er í raun stórt vandamál sem ráðamenn virðast sýna litinn skilning. Við getum vel sett okkur í spor þeirra sem biða nú eftir sinni fyrstu glasa- frjóvgunaraðgerð og vonandi sínu fyrsta barni. Við þekkjum hve erf- ið sú bið getur verið,“ segir Ingi- björg. „Árangur glasadeildarinnar á Landspitalanum er mjög góður og betri en víðast hvar erlendis. Starfsfólkið, sem þarna vinnur oft við þröngan kost, er einstakt og það er sama á hverju gengur fólk er alltaf með bros á vör. Tækifær- in til að víkka út þessa þjónustu og bjóða erlendum pörum að koma hingað til lands eru vissu- lega til staðar. Þetta sjá menn ekki og í staðinn er bara skellt í lás,“ segir Andri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.