Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2002, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2002, Blaðsíða 18
18 Menning Óður til öræfa Hópur listamanna býður til sól- stöðuhátíðar á Austurvelli á morg- un kl. 17 og fram eftir kvöldi. Rithöf- undar,' tónlistarmenn, fræðimenn, leikarar, ljósmyndarar, myndlistar- menn og fleiri leggja dagskránni lið með ávörpum, tónlistaruppákom- um, hugvekjum, stuðvekjum og óvæntum gjörningum. Myndbönd listamanna og ljósmyndir af nátt- úruperlum hálendisins lýsa upp Austurvöll. Blíðfmnur kemur í heimsókn, trúðar skemmta og hin eina og sanna Grýla kynnir atriðin að sínum hætti. Myndbandasýning- ar í gluggum við Laugaveginn frá Hlemmi niður á Austurvöll. Glæsilegar og fróðlegar Skjaldborg hefur gefið út þrjár bækur i ritröðinni Skoðum náttúruna. Fjallar ein um bjöllur og tít- ur, önnur um kóngulær og sú þriðja um úlfa. í bókunum er gerð grein fyrir dýrun- um á fræðilegan og þó lifandi hátt eins og hæflr ungum lesendum í traustum texta og fjölda mynda, bæði frábærra ljósmynda og glöggra skýringarmynda. Fylgst er með lífi dýranna frá fæðingu, lífsháttum þeirra og lífsbaráttu, og gefin inn- sýn í alla þeirra leyndardóma. Jen Green skrifar bækurnar Bjöllur og títur og Úlfar en Barbara Taylor Kóngulær. Örnólfur Thor- lacius, Gissur Ó. Erlingsson og Bjöm Jónsson önnuðust þýðingar. Lófalestur Bókin um lófalest- ur - ásamt leyndar- dómum indverskrar túlkunar á þumal- flngrinum - eftir Ric- hard Webster er kom- in út hjá Skjaldborg í þýðingu Atla Magnús- sonar. Webster er Nýsjálendingur sem hefur verið ástríðufullur áhugamaður um lófalest- ur síðan hann var barn. Hann hefur kynnt sér listina með því að ræða við lófalesara um allan heim og lesið hundruð bóka um hana, og nú hefur hann safnað þekkingu sinni í þessa bók sína. Webster segir að það sé dásamleg- ur og ótrúlega gagnlegur eiginleiki að geta lesið í lófa, meö því geti maður hjálpað fólki að rata rétta braut og aukið vinsældir sinar til mikilla muna. Segir á bókarkápu að maður geti byrjað aö lesa í lófa strax og maður hefur lesið fyrsta kaflann og að loknum lestri geti maður farið að gera gagn. Skýringarteikningar fylgja hverju atriði í bókinni. Mannkúna dreymir Mannkýrin sem dreymir mennska drauma er fallega útgefin ljóðabók eftir Kjartan Jóns- son með litmynd- um eftir Þorgeir Óðinsson. Margt er þar líka skemmti- lega ort, ekki síst karllæga samfara- ljóðið „Testósteron eða ómarkviss tilbrigði við klifun eða 70 sagnir og 37 samtengingar" sem hefst á þess- um létta forleik: Kíma og kurra, kurra og kíma, kurra, kurra og kíma. Klœmast og kitla og kitla og klœmast, kitla, klœmast og kitla. Fálma og fnœsa.fnœsa ogfálma, fálma, fálma og fnœsa ... En þá er leikurinn farinn að æsast. Höfundur gefur bókina út sjálfur. Bókahappdrættið Dregið hefur verið í Happdrætti Bókatíðinda fyrir 20., 21. og 22. des- ember og komu þessi númer upp: 34.179, 39.546 og 86.644. Þeir gera okkur tilboö sem viö getum ekki hafnaö Pétur Grétarsson og Steef van Oosterhout æfa sig. Ein lítil næturmúsík 15:15 hópurinn lýkur tónleikaröð haustsins með ókeypis næturtónleikum á vetrarsólstöðum Nokkrir aðstandenda 15:15 tónleikaraðarinnar ætla að blása á tímasetninguna sem felst í heiti raðarinnar og bjóða til tónleika kl. 22 annað kvöld í Borgarleikhúsinu. Þetta er djarft tiltæki en kemur til af verkunum sem flutt verða, eink- um þó einu þeirra, Dream Sequence eftir Bandaríkjamann- inn George Crumb. „Þetta er næturmúsik, eins og nafnið bendir til,“ segir Pétur Grétars- son, „því mann dreymir aðal- lega á nóttunni, er það ekki?“ En áætlunin er raunar mun víðtækari en svo. Þessir tónleik- ar eru á vetrarsólstöðum þegar nótt er lengst en þeir kallast á við tónleika sem verða haldnir í Bókmenntir vor á vegum sömu aðila, í þann mund sem nótt verður styst á ís- landi. Þá verður leikin tónlist kennd við Jónsmessunótt. Vilja hlýindin áfram Tónleikarnir verða á Nýja sviði Borgarleikhússins undir yflrskriftinni Næturtónleikar á vetrarsólstöðum. Flytjendur eru Steef van Oosterhout, Pétur Grétarsson, Eggert Pálsson, Snorri Sigfús Birgisson og gest- ir þeirra. „Auk Crumbs ætlum við að leika tvö verk eftir japanska tónskáldið Toru Takemitsu, annað er „Litany", sem Snorri Sigfús Birgisson leikur á píanó, en hitt er „Rain Tree“ fyrir þrjá slagverksleikara, það leikum við vegna þess hvað það hefur rignt mikið undanfarið," segir Grétar. - Ekki viljið þið þó að það rigni meira? spyr blaðamaður sem er að norðan. „Jú, viö viljum halda þessum hlýindum,“ svarar Grétar ákveðinn. Svo bætir hann við: „Þú verður að taka fram að við bjóðum fólki á þessa tónleika. Slagverkshópurinn Benda gerir Reykvíkingum og nærsveitar- mönnum jólatilboð sem ekki er hægt að hafna! Enda munum við leika kyrrðarmúsík sem er gott mótvægi í jólastressinu." Þá er bara að fjölmenna. Poppmúsík í Píkumýri í Rokkað í Vittula eftir Mikael Niemi birtist nýtt land í sænskum og norrænum bókmenntum. Sögu- sviðið er Tomedal í Norður-Sví- þjóð, landsvæði sem bæði menn- ingarlega og landfræðilega liggur á mörkum Finnlands og Svíþjóð- ar. Matti, söguhetja og sögumaður bókarinnar, elst upp í bænum Pajala í hverflnu Vittulajankká eða Pikumýri sem þiggur nafn sitt af frjósemi íbúanna. í Tomedal koma saman margs- konar menningarheimar og mörg tungumál: sænska, finnska, sama- mál og hin sérstaka Tornedals- finnska. Tornedal er alger útnári frá hinni stóru Svíþjóð og þetta finna íbúarnir á sjálfum sér. í skólanum læra börnin landafræði þar sem heimkynni þeirra eru vart til, sögu þar sem þeirra er að engu getiö. Þetta endurspeglast svo i tungumálinu: „Við höfðum flnnskan hreim án þess að vera Finnar, sænskan hreim án þess að vera Svíar,“ segir Matti um Tomedalsbúa (51). Viðbrögðin við þessari útskúfun eru fyrst og fremst andúð á Suður-Svíþjóð, bókmenningu hennar og lærdómi. Rokkað í Vittula á ýmislegt sameiginlegt með íslenskum skáldsögum á níunda áratugnum, ekki sist trilógíu Einars Más Guð- mundssonar sem hófst með Ridd- urum hringstigans. Þetta er strákabók. Hún segir frá uppvexti sögumannsins Matta og Niila vin- ar hans, hvernig rokkið kemur til Vittula í kjölfar malbiksins og nú- tímans og hvernig ekkert verður eins og áður. Eitt af þvi sem gerir Rokkað í Vittula áhugaverða er hversu algerar andstæðumar eru. Tomedal er samfélag án bók- menningar og lista. Þess vegna verður sprengingin þegar rokkið heldur innreið sína líka öflug og umbyltingin fyrir söguhetjurnar alger. Foreldrar þeirra, og þá einkum feðumir, búa í kyrrstæðum heimi erfiðisvinnu, ættardeilna og skýrt afmarkaðra kynhlutverka. Lif þeirra snýst um að vera ekki „knapsu" eða kvenlegir. Þetta er heimur þar sem allt er á hreinu, manngildi er mælt eftir drykkju- þoli, dugnaði við skógarhögg og þaulsetu 1 gufubaði. Eftir að Matti og Niila taka sér rafmagnsgítar í hönd í stað axar- innar verður ekki aftur snúið, enda þótt uppgjörið verði aldrei í bókinni sjálfri er ljóst að gjáin milli nútímans, rokksins, og heims feðranna verður aldrei brú- uð. Líkindi Rokkað í Vittula við þær íslensku skáldsögur frá ní- unda áratugnum sem áður voru nefndar nær ekki bara til efnis- ins. Ef lýsa á stíl og frásagnarað- ferð Niemis er freistandi að grípa til klisjunnar „frásagnargleði". Sumir kaflamir eru óborganlegir, gróteskir en þó bornir uppi af næmri skynjun á umhverfinu og áhrifunum sem það hefur á hinn unga Matta. En eins og kemur fram í mögnuðum upphafskafla er þessi frásagnargleöi dýrkeypt, og til að geta fært reynslu nútíma- væðingar Vittula í sögu þarf sögu- maður bæði að yfirgefa heim- kynni sín og leysa höfuð sitt með sérkennilegum hætti. Þýðing Páls Valssonar er fyrir- tak. Ég las bókina fyrst á sænsku þegar hún kom út og hún hefur frekar batnað síðan, hvort sem það skrifast nú alfarið á reikning Páls eða ekki. Jón Yngvi Jóhannsson Mikael Niemi: Rokkað í Vittula. Páll Valsson þýddi. Forlagiö 2002. FÓSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 ___________________________DV Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir silja@dv.is Listavaka í Bankastræti Kl. 14 á morgun hefst viðamikil listavaka í Bankastræti 5 þar sem nú stendur yfir myndlistasýn- ing Bryndísar Brynjars- dóttur, Elsu Sofflu Jónsdóttur, Hilmars Bjarnasonar og Þórdísar Þorleiksdóttur. Þar koma fram Iris Antonía Hafsteinsdótt- ir, sem kynnir bók sína, Ekki segja frá (kl. 14), Björn Thoroddsen og Tómas R. Einarsson sem leika lög af nýjum diskum sínum (kl. 15). Báðir ætla svo tónlistarmennirnir að leika saman djass af flngr- um fram. Kl. 17 leikur Hörður Torfason lög af diski sínum, Bergmál 71/02. Kl. 20.30 ætlar Thor Vilhjálmsson að árita skáldsögu sína, Sveig, og lesa vel val- inn kafla úr henni. Að lokum flytja Rúnar Þórisson og Hinrik Bjarnason lög af disk- inum Duo de mano. Dagskráin verður tæmd kl. 22 en mynd- listarsýningunni lýkur 23. desember. Hún er opin mán.-laug. kl. 13-18. Að alast upp aftur ÓB ráðgjöf hefur geflð út uppeldishandbókina Að alast upp aftur - Annast okkur sjálf, ann- ast börnin okkar, eftir Jean fllsley Clarke og Connie Dawson. Eru höfundarnir meðal þekktustu og virtustu uppeldisfræðinga Vest- urlanda. Helga Ágústsdóttir þýddi. Bókin tekur kerflsbundið fyrir uppeldis- hlutverkiö allt frá meðgöngu til fullorðins- ára í fjölmörgum stuttum köflum sem fleygaðir eru sögum einstaklinga. Áhersl- an er alltaf á að aldrei sé of seint að snúa frá villu síns vegar og raunar eigi fullorð- ið fólk að vera vakandi fyrir því að breyta og bæta hegðun sína og þar með lífsmunst- ur. Aldur og þroskastig bama eru kortlögð ítarlega og fjallað um þarfir samsettra fjöl- skyldna og ættleiddra barna. Tekið er á samskiptum foreldra innbyrðis og þeim vaxandi vanda sem ofdekur bama er orðið. Vigdís Finnbogadóttir ritar formála að bókinni. Tafl fyrir fjóra Skáldsaga Birgittu H. Halldórsdóttur í ár heitir Tafl fyrir fjóra og hefst á sólarströnd þar sem íslenska lög- reglukonan Anna verð- ur vitni að nauðgun og bregst hetjulega við. Þegar heim kemur úr fríinu er hún send til þorpsins Sandeyrar til að rannsaka morðmál, en þar varð hún sjálf fyrir hrottalegri nauðgun á unglings- aldri. Málið sem hún á að rannsaka virðist liggja ljóst fyrir en Anna kemst að því að fátt er eins og það virðist við fyrstu sýn. Birgitta hefur glatt aðdáendur sína með bók á ári í tuttugu ár og ekki verða þeir sviknir af þessari rammíslensku glæpa- sögu. Skjaldborg gefur bókina út. Skírnir Hausthefti Skírnis er komið út og er megin- efni þess fjórar greinar um ljóðagerð fyrri alda. Guðrún Nordal ræðir myndræna hugsun og framsetningu drótt- kvæða og ber saman við myndlist miðalda, Sverrir Tómasson skrif- ar um kvæðið Noregs konunga tal, Margrét Eggertsdóttir skil- greinir íslensk landlýsingarkvæði á lær- dómsöld og Aðalgeir Kristjánsson skrifar um skáld Nýrra félagsrita. Meðal annarra greina má nefna að Jón Karl Helgason skrifar um eignarhaldið á íslenskri menn- ingu Sigurðar Nordals, Már Jónsson íjallar um greinasafn Stefáns Karlssonar og Úlf- hildur Dagsdóttir um skáldsöguna Með titrandi tár eftir Sjón, en hún hlaut Menn- ingarverðlaun DV í bókmenntum í ár. Skáld Skírnis er Bragi Ólafsson en mynd- listarmaður Skímis er Ólafur Elíasson. Um hann fjallar Auður Ólafsdóttir. Ritstjórar Skímis eru Sveinn Yngvi Eg- ilsson og Svavar Hrafn Svavarsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.