Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2002, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2002, Blaðsíða 34
Ótrúlegur leikur - 3ja stiga karfa Keflavíkur á síöustu sekúndunni Það var ótrúlegur leikur sem Snæ- -5 fell og Keflavík buðu upp á í gær- kvöld. Heimamenn léku frábærlega í fyrri hálfleik og staðan eftir fyrsta leikhluta var 25-9 fyrir Snæfell. Á fyrstu fjórum mínútum annars leik- hluta skoruðu Snæfellingar 14 stig gegn einu stigi gestanna og staðan ótrúleg eða 39-10 og þá var staðan í hátfleik 56-33. Keflvikingar komu tvíefldir til leiks í síðari hálfleik á meðan heimamenn virtust frekar leika upp á að halda for- skotinu en sækja meira á. Með góðri vörn og hröðum sóknum náðu þeir að saxa á forskot Snæfellinga. Guðjón Skúlason setti fjórar þriggja stiga körfur í þriðja leikhlutanum en sókn- ar- og varnarleikur Snæfells var t slakur og Keflavík vann leikhlutann 20-34 og staðan við lok hans því 76-67. Þegar sex mínútur lifðu leiks komust Keflvíkingar yfir í fyrsta skiptið, 80-81, og og þegar 3 mínútur voru eftir náðu þeir sínu stærsta for- skoti í leiknum, 82-94. Snæfellingar settu nú í íluggírinn aftur og skoruðu næstu 13 stig. Jón Ólafur jafnaði leik- inn, 94-94, og fékk í næstu sókn tvö vítaskot. Hann nýtti annað og kom heimamönnum yfir, 95-94, og um 10 sekúndur eftir. Keflvíkingar hreins- uðu fyrir Damon Johnson sem keyrði upp að körfunni, dró til sín varnar- menn og sendi boltann á Magnús Gunnarsson sem setti niður þriggja stiga skot þegar 1,7 sekúndur voru eft- ir, sem dugði til sigurs Fyrri hálfleikur hjá heimamönnum var hreint út sagt frábær. Sterk liðs- heild skóp forskotið og erfitt að fara að taka einhvem einn út. Þó verður að minnast á leik Jóns Ólafs Jónsson- ar sérstaklega undir lokin en þá skor- aði hann 10 stig og var maðurinn á bak við að koma heimamönnum inn í leikinn aftur á lokamínútunum. Hjá Keflavík stóð vart steinn yfir steini í fyrri hálfleik en hraðlestin fór í gang í þeim síðari. Þá komu til skjal- anna Guöjón og Damon og Magnús setti nær öll sin stig í síðasta leikhlut- anum og sigurkörfuna. -KJ Góður endaprett- ur tryggði sigur - Antropov með stórleik hjá Stólunum Leikurinn á Króknum í gær var lengi vel hnífjafh og skemmtilegur á að horfa, baráttan mikil og mikið skorað. Heimamenn voru ekki með á nótunum fyrstu mínútur leiksins og gestirnir mun ákveðnari. ÍR-ingar náðu mest níu stiga forskoti í fyrsta leikhlutanum, 8-17. Tindastól tókst að minnka muninn í fjögur stig áður en annar leikhluti hófst. Eftir það varð leikurinn hnííjafn og jafnt var i leikhléi, 45-45. Eiríkur Önundarsson fór mikinn fyrir gestunum og gerði 19 stig í fyrri hálfleiknum, en Rússinn Antropov hélt Tindastól mikið til á floti með 13 stigum, góðri vöm og hirti mörg frá- köst. Leikurinn hélt áfram að vera jafn í síðari hálfleik og það var ekki fyrr en síðasti leikhluti var kominn vel af stað að Tindastóll náði tíu stiga mun og skömmu síðar jókst hann í 14 stig, 84-72. Niðurstaðan varð öruggur sig- ur Tindastóls, 99-89. Hjá Tindastól var Michail An- tropov langbestur, en hann gerði 31 stig, auk fjögurra varinna skota. Þeir Axel, Helgi Rafn og Cook voru einnig sterkur. Hjá ÍR-ingum var Eirikur Önund- arsson langbestur og þá átti Eugene Christopher góðan leik. Sigurður Þorvaldsson átti góða spretti, en aðr- ir fundu sig ekki og voru talsvert frá sínu besta. -ÞÁ Snæfell-Keflavík 95-97 a-0, 13-2, 24-5, (25-9), 39-10, 39-20, 49-23, (56-33). 63-45, 67-54, 71-59, (76-67), 80-72, 80-81, 82-94, 95-94, 95-97. Tindastóll-ÍR 99-89 0-2, 4-9, 8-17, 14-18, (17-21), 23-23, 28-23, 28-28, 36-36, (45-45). 54-53, 59-56, 66-61, (68-66), 68-69, 80-69, 84-72, 91-78, 99-89. Stig Sruefells: Jón Ólafur Jónsson 24, Clifton Bush 23, Helgi Reynir Guðmundsson 16, Hlynur Bæringsson 15, Lýður Vignisson 10, Georgi Bujukliev 7. Stig Keflavikur: Damon Johnson 24, Guðjón Skúlason 22, Kevin Grandberg 17, Gunnar Einarsson, Magnússon Gunnarsson 9, Sverrir Sverrisson 6, Jón N. Hafsteinsson 4, Falur Harðarson 3, Amar Jónsson 2.. Dómarar (1-10): Jón Bender og Egg- ert Þ. Aðal- steinsson (7). Gœöi leiks (1-10): 8. Áhorfendur: 230. Ma&ur leiksins: Jón Ólafur Jónsson, Snæfelli Fráköst: Snæfell 34 (10 1 sókn, 24 i vöm, Cliflon 11), Keflavík 23 (3 i sókn, 20 i vöm, Grandberg 9). Stoösendingar: Snæfell 14 (Helgi 5), Keflavik 13 (Davið Jónsson 5). Stolnir boltar: Snæfell 10 (Jón Ólafur 3), Keflavík 9 (Jón, Sverrir og Magnús allir með 3). Tapaóir boltar: Snæfell 13, Keflavik 15. Varin skot: Snæfell 0, Keflavík 2. 3ja stiga: Snæfell 6/23, Keflavik 13/36. Víti: Snæfell 25/30, Keflavík 18/23. Stig Tindastóls: Michail Antropov 31, Clifton Cook 15, Maurice Carter 14, Axel Kárason 10, Helgi R. Viggósson 9, Kristinn G. Friðriksson 8, Sigurður G. Sigurðsson 6, Einar Ö. Aðalsteinsson 6. Stig lR: Eugene Christopher 31, Eiríkur Önundarsson 26, Sigurður Á. Þorvaldsson 8, Fannar F. Helgason 8, Hreggviður S. Magnússon 5, Ómar Ö. Sævarsson 3, Ólafur J. Sigurðsson 3, Pavel Ermolinskij 2. Dómarar (1-10): Kristinn Albertsson og Leifur Garðarson (8). Gceöi leiks (1-10): 8. Áhorfendur: Um 170. Ma&ur leiksins: J\ Michail Antropov, Tindastól Fráköst: Tindastóll 49 (29 í sókn, 20 í vöm, Antropov 16), ÍR 39 ( 14 í sókn, 25 í vöm, Ómar 14). Stoósendingar: Tindastóll 19 (Clifton Cook 5), ÍR 17 (ólafur J. 5). Stolnir boltar: Tindastóll 17 (Helgi R. 7), ÍR 15 (Cristopher og Eiríkur 4). Tapaóir boltar: Tindastóll, ÍR 31. Varin skot: Tindastóll 8 (Antropov 4), ÍR 1( Ómar). 3ja stiga: Tindastóll 8/39, ÍR 9/24. Víti: Tindastóll 21/24, ÍR 15/19. FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 Neitar að tjá sig um Bosnich Forsvarsmenn enska knatt- spyrnusambandsins neita að tjá sig um það hvort Mark Bosnich, markvörður Chelsea í knatt- spyrnu, hafi I raun fallið á lyfja- prófi, en það er talið að leifar af kókaíni hafi fundist í prufum sem teknar voru af leikmanninum. Samkvæmt heimildum enskra fjölmiöla þá mun síðara próf hafa staðfest það fyrra og ef rétt reynist á leikmaðurinn yfir höfði sér sekt- ir og leikbönn af hálfu samandsins og Chelsea. Forsvarsmenn Chelsea segjast ekkert hafa heyrt frá knattspyrnusambandinu og geti því ekki tjáð sig. -PS KR tryggði sér áframhaldandi veru í toppsæti Intersportdeildar- innar í körfubolta með sigri á Hauk- um, 93-91, í DHL-höllinni í gær- kvöld. Toppsætið verður því þeirra fram á næsta ár og jólasteikin á ef- laust eftir að smakkast KR-ingum enn þetur fyrir vikið. Haukamir voru reyndar betri aðilinn lungann úr leiknum þar sem Stevie Johnson fór hamförum og svo virtist sem hann ætlaði að klára leikinn upp á eigin spýtur. KR-ingar voru þó ekki á því og með því að setja Óðin Ásgeirsson á Johnson í fjórða leikhluta tókst þeim að ná frumkvæðinu og í raun seiglast á hörkunni og baráttunni og tryggja sér þannig stigin tvö og toppsætiö. Vissulega voru aðrir vamarmenn búnir að þreyta John- son en þeim tókst ekki að stöðva hann. Vamarleikur Óðins gerði það að verkum að skotval Johnsons fór versnandi og hann fór að reyna alltof erfiða hluti og aðrir leikmenn Hauka náðu ekki að fylla þetta gap sem myndaðist í sókn þeirra f kjöl- farið. Marel Guðlaugsson reyndi hvað hann gat en hann var einnig að reyna of erfiða hluti. KR-ingar vom dálítið eins og sofandi risi í þessum leik sem vaknaði ekki almennilega fyrr en lítið var eftir en það segir margt um styrk liðsins að þessi lokakafli dugði til sigurs. Liöiö er afar þétt í heildina litið og fátt um veika bletti og samt eiga þeir góða leikmenn inni sem koma væntan- lega sterkir inn eftir áramót. Óðinn Ásgeirsson var þeirra best- ur að þessu sinni, afar sterkur í vörninni, eins og áður var vikið að, og þá skoraði hann körfur á mikil- vægum timapunktum og var maður- inn á bak við þennan sigur. Skarp- héðinn Ingason kom sterkur upp eftir rólega byrjun og hér er alvöru keppnismaður á ferð. Darrell Flake skilaði sínu að venju og Magnús Helgason og Steinar Kaldal gerðu sitt. Hjá Haukum var Stevie Johnson algjör yfirburðamaður og þetta er besti leikmaður sem klæðst hefur Haukabúningnum frá því að Pálmar Sigurðsson var upp á sitt besta! Marel Guðlaugsson var síðan ágæt- ur og Sævar I. Haraldsson stjórnaði leik sinna manna nokkuð vel. Pre- drag Bojovic barðist vel og Ottó Þórsson átti spretti. Ingi Þór Stein- þórsson, þjálfari KR, var ekki alveg sáttur við leik sinna manna en stig- in hins vegar vel þegin: „Við vorum ekki tilbúnir í byrjun leiks og vor- um síðan að elta þá lengstum. Við fundum þó taktinn í fjórða leikhluta og með mikilli baráttu og góðri vöm á Stevie, sem var algjört lífs- spursmál, þá seigluðumst við á sig- urinn. Það er ánægjulegt að vera á toppnum en við megum ekki tapa okkur í gleðinni," sagði Ingi. -SMS KR-Haukar 93-91 2-0, 2-6, 7-8, 12-16, (18-20), 18-23, 22-30, 24-34, 32-40, (39-43), 3945, 45-51, 53-53, 60-63, (70-73), 70-75, 76-79, 83-80, 85-86, 91-86, (93-91). Stig KR: Darrell Flake 29. Óöinn Ásgeirsson 17, Skarphéðinn Ingason 15, Magnús Helgason 12, Steinar Kaldal 10, Baldur Ólafsson 6,1. Magni Hafsteinsson 2, Jóel Ingi Sæmundsson 2, Stig Haukar: Stevie Johnson 42, Marel Guðlaugsson 16, Sævar I. Haraldsson 11, Ottó Þórsson 9, Predrag Bojovic 8, Ingvar Guðjónsson 3, Davíð Ásgrimsson 2. Dómarar (1-10): Kristinn Óskarsson og Erlingur Snær Erlingsson (6). Gœöi leiks (1-10): 7. Áhorfendur: Um 100. Ma&ur leiksins: Ó&inn Ásgeirsson, KR Fráköst: KR 38 (8 í sókn, 30 í vöm, Flake 10), Haukar 34 (14 í sókn, 20 í vöm, Johnson 13). Stoósendingar: KR 28 (Steinar 6), Haukar 15 (Sævar 4, Johnson 4). Stolnir boltar: KR 5 (Stelnar 2), Haukar 9 (Johnson 3). Tapaöir boltar: KR 13, Haukar 10. Varin skot: KR 11 (Baldur 5), Haukar 3 (Bojovic 3). 3ja stiga: KR 19/7, Haukar 25/9. Vfti: KR 20/16, Haukar 28/18.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.