Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2002, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2002, Blaðsíða 22
22 Tilvera FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 DV Þ -V * M Þakklæti Jón Björn færir Birni Þorsteinssyni aö gjöf keramikijós, framleittí Fjaröabyggö, í þakklætisskyni fyrir hugulsemina. Stríðsárasafnið á Reyðarfirði fékk góða gjöf: Orður Þorsteins flugkappa Stríðsárasafnið á Reyðarfirði fékk höfðinglega gjöf í síðustu viku. Þá afhenti Bjöm Þorsteinsson, son- ur Þorsteins E. Jónssonar flug- kappa, safninu persónuíega muni úr dánarbúi fóður síns. Þessir munir eru orður sem Þorsteinn fékk í stríðinu og verðlaunagripir vegna golfmóta en Þorsteinn var mikUl golfáhugamaður. Það var Jón Bjöm Hákonarson, forstöðumaður safns- ins, sem tók við mununum. Þor- steinn Eldon Jónsson fór utan ung- ur að ámm á stríðsárunum og gekk til liðs viö RAF, konunglega breska flugherinn. Hann stýrði orrustuvél- um í árásum á Þýskaland og þótti afburða dugandi flugmaður og her- maður. Aðsókn að Stríðsárasafninu hefur verið mjög góð og vaxandi. Saöiið var opnað 1995 og er opið á sumrin.-GÞ DVMYNDII “þorSteinsson Tvöfalt stærra blað! .ii Qlafss<^» "" !. 31 FLSKA: NÍANN? einhvíB Qg Selma: uf?Búnaí5 >1 --- “ Rúnar kóngurínn j T jyS [Ge firi ái IVIaxm is: 1 El E1 MD |G1 u N RH KO E1 •N IW U! ITlBr 1 M /Vl T1LB0Ð —n NA’. rrsihs'. ^ * K hl N IGI 1 i kArni s HaflfcaUP ° vSSo 1 | hSkemm«*PÍW Orður flugkappans Björn Þorsteinsson afhendir Jóni Birni Hákonarsyni breska konungs- orðu sem Þorsteinn fékk fyrir fram- göngu sína í seinni heimsstyrjöld- inni. Til vinstri á myndinni er bún- ingur eins og Þorsteinn klæddist í styrjöldinni, ásamt merkjum hans. JJ Soul Band - Reach For the Sky ★★★ Ráösett og yfir- vegað Það er ógæfa platna eins og þess- arar að vera gefnar út á sama tíma og flestar aðrar, það er nokkrum vikum fyrir jól. Það eru því örlög margra þeirra - þrátt fyrir ótvíræð gæði - að hverfa í fjöldann og týnast jafnvel alveg. Vonandi fer ekki svo með Reach For The Sky. JJ Soul Band hefur verið lítt sýni- legt hin síðari ár. Hljómsveitin átti góða spretti á síðasta áratug og sendi þá frá sér tvær plötur, Hungry for News (1994) og City Life (1997). Sú nýjasta sver sig í ætt við hinar. Þó er yfirbragðið ráðsettara og yfir- vegaðra en áður. Flest eru lögin í rólegri kantinum og hrópa nánast á að vera flutt lifandi á síðkvöldi á notalegum, rökkvuðum klúbb. Stóra breytingin sem orðið hefur hjá JJ Soul Band frá því áður er að hljómborðsleikarinn Davíð Þór Jónsson er mættur til leiks. Á nýju plötunni leikur hann á Rhodes- píanó og Hammond-orgel. Leikur hans skapar tónlistinni yfirbragð sem minnir oft á tíðum á Donald Fagen í og úr Steely Dan. Sannar- lega ekki leiðum að líkjast. Merki- legt er að hópurinn skuli kalla til Rhodes-mann því Ingvi Þór Kor- máksson, lagahöfundur og ein aðal- sprauta JJ Soul Band, hefur hingað til verið einn okkar liðtækasti Rhodes-maður. Reach For the Sky er eins og lesa má út úr framansögðu hin áheyri- legasta plata. Það er ekki sist vegna þess að hún er alveg sér á parti í ís- lenskri tónlistarflóru. Stefnan er skýr frá fyrsta lagi til hins síðasta, engar kúnstir eða ævintýra- mennska, heldur þægileg djössuð stemning á tímalausum söngdöns- um þeirra Ingva Þórs og JJ Soul. Erfitt er að taka eitt lag og segja það betra en önnur. En væri maður píndur til slíks hygg ég að hið lát- lausa Love Is Blind yrði fyrir val- inu. Ásgeir Tómasson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.