Dagblaðið - 24.09.1975, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 24.09.1975, Blaðsíða 14
14 /■ Dagblaðið. Miðvikudagur 24. september 1975. Bannar brenni- vín og litríkar skyrtur Frank Borman, sem var æðstur manna i geimferð Apollo 8, er orðinn mjög óvinsæll hjá starfsfólki sinu. Hann er orðinn forstjóri stærsta flugfélags heims, Eastern Airlines, og hann er ofsafenginn bindindismaður. Hann hefur meðal annars bannað öllu starfsfólki aö drekka annað sterkara en sódavatn meðan það er i starfi. Þá hefur hann einnig lagt blátt bann við siðu hári og litrikum skyrtum. Sagt er að starfsfólkinu finnist helzt, að bezt hæfði fyrir Borman að verða ,,for- seti á tunglinu”. Frank Bor- man er 47 ára. Frank Borman Milljarð fyrir þrítugt Það er vist litið spennandi að tala um menn sem ætla að verða milljónamæringar fyrir þritugt, nema tekið sé fram að það eigi að vera i dollurum. Sá sem á sex milljón dollara á milljarð króna. Þetta er takmarkið sem Uri Geller hinn snjalli hefur sett sér. Uri er heimsfrægur orðinn fyrir að beygja skeiðar með hugarorku, gera við klukkur og færa til nálar á áttavitum. Hann er nú 27 ára, svo að skammur timi er til stefnu, en hann hyggst nota frægð sina fljótt, það er að segja verða ríkur fljótt. Hann býr i New York þar sem hann málar myndir, skrifar eitthvað og æfir sig i leiklist. Með þessum hætti ætlar hann að ná takmark- inu. Burton búinn að vera? Richard Burton er annað veif- ið i fréttum, en sumir segja að hann sé nú búinn að vera bæði sem leikari og kvennagull. Þessi Welsmaður, sem var einu sinni svo lifsglaður og manna snjallastur leikari, hefur sem leikari horfið úr sviðsljósinu. Það er ekki að vita hve mikið af fréttum um hann, hvort hann sé eða sé ekki aftur tekinn saman við Elisabetu Taylor, er runnið undan rifjum auglýs- ingamiðlara leikaranna. „Hann hefur ekkert léngur nema endurminningarnar,” segir blaðið Modern People. „Þegar ég fer i bólið þessa daga fer ég venjulega til að sofa,” segir Burton, sem nú vekur fremur meðaumkun en aðdáun hjá öðrum leikurum. „Ég hef sætt mig við mitt hlutskipti.” Eftir að honum mistókst i kvikmyndinni The Klansman, sem er vel gert verk af hálfu höfundar en fór i súginn i kvik- mynd, segja menn að fyrir Richard Burton eigi ekki að liggja að leika nema smáhlut- verk i framtiðinni. úr leik í Hollywood „Burton er úr leik sem Holly- woodstjarna og hann veit af þvi,” segir Hollywoodmaður i viðtali við blaðið. „Hann hafði aldrei miklar vonir um The Klansman. „Nafnið Klansman á við Ku Kux Klan. Kvikmyndaframleiðendur höfðu verið að rembast við að finna eitthvað i leik Burtons og manninum sjálfum sem væri þess virði að bjarga frá glötun. Margir kvikmyndaleikarar náðu, þegar þeir eltust, að finna nýjar leiðir. Þetta átti til dæmis við Ray Milland, Dana Andrews og Melvin Douglas. Þá tókst tveimur ódauðlegum leikurum að halda sinu allt til enda, þeim Spencer Tracy og Clark Gable. Burton vekur aðeins með- ■ aumkun með aldrinum, bæði á sviði, tjaldi og i einkalifi. Holly- wood hefur nú loks samþykkt að þetta sé svo. Vinir Burtons hafa, sam- kvæmt Modern People, fallizt á að það eina, sem hann dygði ef til vill til, væri að skrifa endur- minningar sinar. Þetta yrði vafalaust metsölubók, ef honum tækist sæmilega. „Að minnsta kosti er hann heppinn að einu leyti: Hann þarf ekkí að vinna til að komast af,” segir vinur Burtons. Eftir að hjónaband hans og Taylors fór út um þúfur, gortaði Burton af þvi að hann mundi eyða dögum sinum við að eltast við ungar stúlkur, hverja á fæt- ur annarri. „Það er svo mikið til af fallegum stelpum,” sagði hann þá. Vinir hans viðurkenna híns vegar að með gortinu hafi hann verið að fela sár sin eftir meðferðina hjá Elisabetu Taylor. Þarf hann að nota auðlegð sina til að ná smástelpum? Það gæti vel verið. Það bætir ekki úr skák að hann varð svona rikur af þvi að hann var kvæntur Taylor. Burton fékk ekki hæstu laun sem leikari fyrr en hann og Elisabet urðu ástfangin þegar kvikmyndin Kleopatra var gerð. Sumir segja að hugmynd hans um hjúskap með Elisabetu prinsessu frá Júgóslaviu hafi aðeins verið enn ein tilraunin til að „halda andlitinu”. Fylliriin hans hafa stundum verið með eindæmum, og eftir skilnaðinn lá við að hann dræpi sig á fyllirii. Ef til vill yrði það honum helzt til bjargar ef hann næði að taka að nýju saman við Elisa- betu Taylor. Richard Burton nokkuð úr sér genginn á götu. HITAMÆLAR HÆTTULEG- IR OG VAFASAMIR Börn eiga það til að „borða” þá. Svo eru nú hitamælar i vax- andi mæli gerðir úr plasti og vaxi. Ung hjúkrunarkona tapaði hitamælinum niður hálsinn á sjúklingi. Maðurinn virtist litlu verri fyrir vikið. Læknar fylgdust með mælin- um niður meltingarveginn i nærri þrjár vikur með röntgen- tækjum. Þá kom mælirinn út eins og vera bar. Mælirinn var i góðu lagi eftir ferðalagið. Þessi atburður gerðist i fyrra. Frá honum er sagt i timariti bandariska læknafélagsins. Það kemur ekki oft fyrir, að fólk gleypir hitamæla. Hins veg- ar eru mikil brögð að þvi að sjúklingarnir, einkum börn, fái sér vænan bita af þeim. Þetta er ein orsök þess, að læknar bæði austan hafs og vestan, reyna að finna hag- kvæmari leiðir en „munn-hita- mæla”, sem eru orðnir mjög al- gengir. 1 Bandarikjunum eru komnir á markað mælar, sem á að fleygja eftir notkun. Þeir eru úr plasti með vaxi á endanum. Vaxið fær sama hita og sjúkl- ingurinn hefur. Siðan er hita- stiginu náð, með þvi að vaxend- inn er settur i rafeindatæki, sem læknir eða hjúkrunarkona hafa við höndina. Mælinum er siðan fleygt. Framleiðendurnir segja: „Það er engin hætta á glerbrot- um eða smiti, þegar slikir mæl- ar eru notaðir. Þá hefur brezkum læknum komið i hug að finna aðferðir til að hætta að nota hitamæla. Þeir hafa, i rannsóknarstöð i London, fundið upp tæki, sem mælir hit- ann, með þvi að það er sett á hörundið. „Venjulegur hitamælir getur sýnt skekkju, sem nemur jafn- vel allt að tveimur hitastigum,” segir einn af forgöngumönnum þessárar aðferðar. Þetta getur að sjálfsögðu orðið sjúklingnum til bölvunar.” önnur brezk uppfinning er „byssumælir” fyrir villidýr, svo sem fila. Byssunni er beint að dýrinu og hleypt af, en ekkert skot kemur. Það eru innrauðir hitageislar frá likama dýrsins, sem fara inn i byssuna og sýna, hvaða hita dýrið er með. Ekki þarf að fjölyrða um, hversu erfitt hefur verið að mæla hita á dýrum með öðrum aðferðum. Og einum lækni finnst beinlin- is, að það sé timasóun að vera að mæla hita. Dr. Leon Norman skrifar i timarit: „Ég hef aldrei notað hitamæli i ellefu ára starfi minu. Éghef rætt við 100 þúsund sjúklinga, og enginn hefur kvartað. Til eru önnur og áreið- anlegri merki um einkenni, sem taka minni tima.” Annar læknir segir, að munn- mælir sé ágætt ráð til að þagga niður i sjúklingum, þó ekki væri annað.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.