Dagblaðið - 24.09.1975, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 24.09.1975, Blaðsíða 6
6 Dagblaðift. MiPvikudagur 24. september 1975. FRtST dómur i veg fyrir að útlendingar fái innflytjendaleyfi. Talsmaður útlendingaeftir- litsins í Washington sagði á- kvörðunina um frestun á brott- visun Lennons vera af mann- úðarástæðum, kona hans ætti von á barni. Visaði hann til vott- oröa lækna um að Yoko gæti borið skaða af þvi að takast á hendur langt og strangt ferða- lag eða að þurfa að horfa á eftir manni sinum. dómsmálaráðuneytinu fyrir samsæri gegn sér vegna póli- tiskrar afstöðu sinnar. Lennon fékk á sinum tima dómsúrskurö um að hann fengi að athuga skjöl ráðuneytisins um mál sitt og kom þá i ljós að þingmaður- inn Strom Thurmond haföi I þingnefnd lagt mjög fast að þvi að Lennon yrði visað úr landi — einmitt vegna „óþægilegrar” stjórnmálalegrar afstöðu hans. Lennon vill hvergi annars staðarvera en I Bandarikjunum en hefur ekki getað heimsótt ættland sitt i nokkur ár vegna máls þessa. Bandariska dómsmálaráöu- neytið ákvaö I gær að fresta þvi að reka John Lennon, fyrrum bitil, úr landi. Astæöan er sú að eiginkona Lennons, Yoko Ono, á von á barni innan tlðar. Tals- maður bandarlska útlendinga- eftirlitsins skýrði fréttamönn- um frá þessu i gærkvöldi. Lennon hefur barizt fyrir þvi að fá að dveljast I Bandarikjun- um siðan 1972. Brottvisun hans er tilkomin vegna dóms sem hann hlaut I Englandi 1968 fyrir að hafa marijuana i fórum sln- um. Samkvæmt bandarlskum innflytjendalögum kemur slikur RHAMWÉB . ■ : 'RAwaafWf' * ykk WfáJ-' MC % :f'< mm caffi J' .. H/ ‘cviri’i Mál þetta hefur vakiö mikla athygli i Bandarlkjunum og hef- ur Lennon stefnt bandariska Guillaume fór með leyniplöggin heim Giinter Guillaume, sem réttað er yfir i Vestur-Þýzkalandi vegna meintra njósna fyrir Austur-Þýzkaland, hafði eitt sinn I fórum sinum viðkvæm leyndarskjöl v-þýzku stjórnar- innar I tvær vikur áður en hann skilaði þeim aftur. Ekki lét hann þó verða af þvi fyrr en hann hafði fengið fyrirskipun um að gera það. Kom þetta fram I réttarhöld- unum yfir Guillaume i Dussel- dorf i gær. Hann er fyrrverandi ráðgjafi Willy Brandts sem varð að segja af sér kanslaraembætti þegaruppkomstum Guillaume. Ráðgjafinn fyrrverandi er ákærður fyrir landráð ásamt konu sinni, Christel. Embættismaður i kansellíinu skýrði svo frá fyrir rétti I gær að skjölin, sem um ræðir, hefðu verið 18 telexskeyti, sem biðu Brandts þegar hann kom ásamt ráðgjafa sinum úr sumarleyfi I Noregi 1973. Embættismaðurinn sagði að engum hefði þótt til- tökumál þótt Guillaume hefði verið svo lengi með skjölin, þar sem aðrir aðstoðarmenn og ráð- gjafar sýndu gjarnan af sér á- lika hæg vinnubrögð. NIXON VISSI EKKI UM INNANLANDSNJÓSNIRNAR Nixon, fyrrum Bandarlkjaforseti, vissi ekkert um ákveðna þætti ólöglegrar njósnastarfsemi CIA og EBI I Bandarikjunum, að sögn Toms Hustons, fyrrum ráðgjafa forsetans. Huston sagði rannsóknarnefnd öldungadeildarinnar að leyniþjón- usturnar hefðu rekið ólöglega starfsemi slna löngu áður en Nixon samþykkti innlendar njósnir. Huston lagði sjálfur fyrir forsetann áætlun um innbrot, slmahler- anir og könnun á einkabréfum. Var þetta 1970. Huston sagði Nixon hafa fallizt á áætlunina en afturkallað samþykki sitt fimm dögum siðar vegna mótmæla þáverandi yfirmanns FBI, J. Edgars Hoovers. Formaður rannsóknarnefndarinnar, Frank Church, staðfesti framburð Hustons og bætti við, að leyniþjónusturnar hefðu farið á bak við bæði forsetann og Huston og látið fyrirskipanir þeirra sem vind um eyrun þjóta. „Rannsókn okkar hefur leitt i ljós, að Huston-áætlunin var ekki nema litill hluti þeirrar lögleysu, sem viðgekkst bæði á undan og eftir,” sagði Church. A Spáni, paradís Islendinga, eru garrotturnar enn notaðar við aftökur ÞFTTA VIRÐUR IKKI SÁRT" að hjartastarfsemin heldur á- fram i allmargar minútur. Undirbúningurinn Litið er gert til að létta undir með þeim dauðadæmda. Þegar liður ab aftökunni — sem fang- anum er yfirleitt ekki tilkynnt um — kemur böðullinn inn i klefann til hans með málband. Svo að allt geti farið fram á sem þægilegastan hátt þarf að vita ummál hálsins, hæð hins dauða- dæmda að lögun hnakkagrófar- innar. Þegar hér er komið sögu þyk- ist sá dauðadæmdi hafa nokkuð góða hugmynd um hvað standi til. Fullvissu um að nú séu dag- ar sinir taldir fær svo hinn dauðadæmdi, þegar hinn dag- legi vinskammtur er stórlega aukinn. Siðan biðurhann. Einn daginn heyrist fótatak böðulsins i gang- „Þetta tekur fljótt af,” segir hann. „Þetta verður ekkert sárt.” Fátt eitt hefur vakið meiri at- hygli að undanförnu en dauða- dómarnir sem kveðnir hafa ver- ið upp yfir alls ellefu ungum Spánverjum. Er þeim gefið að sök að vera andstæðingar stjórnar Francos og hafa Spán- verjarnir ungu verið dæmdir fyrir ýmis brot. Ekki munu öll sönnunargögn i málum þeirra sérstaklega traust. Spænska stjórnin hafði ákveð- ið fyrirfram hvaða dóma þessir ungu Spánverjar — flestir Bask- ar — fengju. Réttarúrskurður var fyrirfram dæmdur endan- legur. Aðeins Francisco Franco sjálfur getur náðað svo rækilega dauðadæmt fólk. Allur heimurinn snýst nú gegn þessum dauðadómum — og meira að segja fólk úr röðum þjóðernissinnaflokks Francos sjálfs. Aftökur á Spáni fara fram með óvenjulega óhugnanlegum hætti. Hinir dauðadæmdu eru kyrktir i svokölluðum „garrott- um”, en i rauninni er um annað og meira en kyrkingu að ræða. Um leið og hinn dauðadæmdi er kyrktur með stálvir, sem skerst inn i hálsinn, gengur hvöss stálskrúfa inn i hnakkann hinum megin frá og slitur sund- ur mænuna. Það hryllilegasta er, að aftan við hinn dauðadæmda stendur maður, einhver þriggja opin- berra böðla Spánar, sem snýr skrúfunni með handafli. Fórn- Ilinir þrir opinberu böðlar spænska rlkisins. Frá vinstri sitja Vicente, Antonio og Bernardo.Frá 1949 hafa þeir tekiðafllfi 112manns. ardýrin eru misjafnlega lengi að deyja. Böölarnir Spænska rikið hefur i þjónustu sinni þrjá opinbera böðla, Vi- cente, Bernardo og Antonio. Siðan 1949 hafa þeir tekið af lifi 112 manns. Antonio er „marka- kóngur”, hefur stytt lif 52 manna. Þvi er liklegt, segir danski blaðamaðurinn Preben Halberg IBT á laugardaginn, að annaðhvort Vicente eða Bern- ardo fái að taka þá ellefu, sem nú biða dauða sins, af lifi — ef Generalissimo Franco náðar þá ekki. „Það er fremur algengt,” hef- ur einn böðlanna sagt i blaða- viðtali, „að ég verði að róa þá dæmdu svo ég komi járnkrag- anum og reipinu fyrir á forsvar- anlegan hátt. Yfirleitt láta þeir sér segjast þegar ég segi þeim að þetta taki fljótt af og sé ekk- ert sárt.” Kyrkingar hafa verið notaðar við aftökur á Spáni I aldaraðir. A miðöldum þótti Spánverjum ekki nóg að taka uppreisnar- seggi og banditta af lifi, heldur vildu þeir sjá til þess að dauðinn kæmi hægt... og örugglega. Fyrir kemur þó, að fórnar- dýrið deyr um leið og skrúfan kemst inn fyrir hörundið, þvi miðtaugakerfið verður fyrsta mótstaðan. Einnig kemur fyrir Vicente I starfi. Einbeitnin I svipnum ieynir sér ekki.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.