Vísir - 02.03.1974, Blaðsíða 20

Vísir - 02.03.1974, Blaðsíða 20
Laugardagur 2. marz 1974. Hver vill kaupa 300 kíló af hljóð- fœrum? — Hljómsveitin Pelikan hyggst endurnýja hljóð- fœrakost sinn er hún fer vestur um haf til hljóm. plötuupptöku í nœstu viku ,,1'aft vakir fyrir okkur að losa okkur við flestöll okkar hljóð- færi, áður en við lörum til Bandarikjanna, en þar ætlum við að endurnýja hljóðfærakost hljóm sveitarinnart>annig komst Pétur Kristjánsson, söngvari hijóms veitarinnar Pelikan, að orði i viðtali við Visi i gærkvöldi. „Aðeins trommur okkar og tveir gitarar eru ekki til sölu, en allt annað auglýstum við til sölu i smáauglýsingum Visis,” hélt Pétur áfram. ,,Þetta eru um 300 kiló af hljóðfærum, sem við erum að losa okkur við. Söluverðið fer sjálfsagt ekki langt frá milljón- inni, en það er náttúrlega sam- komulagsatriði,” sagði popp- söngvarinn. Án þess að það sé meiningin að fara hér að rekja innihald allrar smáauglýsingarinnar, sem birtist i Visi á miðvikudag- inn, má geta þess, að á meðal þeirra hljómtækja, sem Pelikan bjóða til sölu, er rafmagns- píanó, bassamagnari og bassa- box, þrir gitarmagnarar, einn gitar og gitarbox, auk alls söng- kerfisins. Aðspurður um það, hvort er- indi hljómsveitarinnar til Ame- riku væri þaö eitt að kaupa ný hljóðfæri, svaraði Pétur: ,,Nei, það er aðeins nokkuð, sem við ákváðum að gera i leiðinni. Við erum að fara vestur tii að fá hljóðritaða stóra hljómpiötu, sem við ætlum svo að taka meö okkur heim.” ,,Við fljúgum til New York i lok næstu viku og tökum þar stóran bil á leigu og ökum rak- leiðis til Stockbridge, en þangað er um fimm klukkutima akst- ur,” sagði Pétur frá. ,,1 Stock- bridge verðum viö i stúdiói i eina viku, en höldum siðan aftur til New York með hljóðböndin og fáum plötuna pressaða þar. Gerum við okkur vonir um, að það geti gengið allt saman fyrir sig á einni viku, en okkur langar til að nota þá viku til að koma hljómlist okkar á framfæri á umboðsskrifstofum þar i borg- inni á meðan við biðum.” Pétur upplýsti, að i stúdióinu, sem hljómplata hljómsveitar- innar verður hljóðrituð, hafi Hljómar látið hijóðrita plötu, sem væntanleg er á markaðinn hérlendis innan tiðar. —ÞJM Eftir verkfallsbardagann: Nú hamstrar fólk af hrœðslu við hœkkanir ,,óneitanlega höfum viö orðið varir við það, aö meira er keypt núna eftir verkfallið. Fólk hefur það á orði, að það séhrætt umað hlutirnir séu að hækka,” sagði afgreiðslumaður i Byggingavöruverzlun SÍS, þegar við ræddum við hann i gær. Sömu sögu virðist vera að segja á fleiri stöðum. Fólk er hrætt við hækkanir á söluskatti, farmgjöldum og fleira svo að innfluttar vörur hækki, og það óttast. að kauphækkun verði til þess að frekari hækkanir á vör- um verði leyfðar. 1 Silla og Valda, i Aðalstræti sagði ein afgreiðslustúlkan, að það væri auðséð, að fólk hefði tekið aðeins við sér. Hún sagði, að það hamstraði reyndar ekki neitt að ráði, en sumir safna þó vel að sér, og margir hafa á orði, að liklega séu hækkanir i nánd. „Salan hefur aukizt eftir verkfallið,” var okkur sagt i Heimilistækjum við Sætún. Fólk drifur i að kaupa frystikistur og isskápaog i Húsgagnahöllinni á Laugavegi var okkur tjáð, að nokkuð væri spurt um hækkan- ir, og allmikið væri að gera. — EA Nú ó flugvélaleit senn að auðveldast „Þessi litli pinni er tengdur tæki i vélinni, sem fer strax af stað, ef vélin fær á sig mikið högg,” útskýrir Elicser, sem hér sést við nýju vélina, sem hann kom með til landsins Igærkvöldi. —Ljósm. Bj. Bj. Fyrsta flugvélin, sem hefur að geyma neyðar- sendi, sem skylda verður að setja i allar vélar fyrir 23. mai næst- komandi, kom til landsins i gærkvöldi. Þaö er Piper Navajo, og var verið að kaupa þessa vél til Flug- stöðvarinnar á Reykja- vikurflugvelli. Þetta er 10. vél Flugstöðvar- innar, og hefur hún þvi yfir að ráða flestum vélum af þeim flugfél., sem hér eru starfandi. Vélin er 8 sæta, þ.e. 7 sæti fyrir farþega, og á Fiugstöðin eina slika vél fyrir. Vél þessi verður notuð i öll millilandaflug, enda hefur hún að geyma flest tilheyr- andi tæki, sem bæta öryggið, svo sem fullkomin afisingartæki, siglingartæki og fleira. Neyðarsendirinn svokallaði er aftast i vélinni og verður það i öllum vélum. Það er gert af þeirri ástæðu, að nokkurn veginn öruggt er talið, að aftasti hluti vélar komi nokkurn veginn óskemmdur frá slysi. Ef eitt- hvert óhapp hendir viðkomandi vél, ef hún lendir t.d. i fjalllendi eða á erfiðum stað, er samt sem áður öruggt, að hún finnist svo til strax. Neyðarsendirinn sendir frá sér með ákveðinni tiðni, og fyrir verða vélar, sem sérstaklega fylgjast með. Þó að þoka sé eða ef myrkur er yfir, finnst skaddaða vélin samt strax, þar sem nál i neyðarsendinum visar á rétta staðinn. Allar vélar munu fá slikan sendi, en ekki þykir nauðsynlegt að setja slikan i vélar, sem fljúga aldrei út fyrir 25 milna radius innan flugvallar. En engin slik vél mun þó fyrirfinnast hér. Flugstöðin, sem fyrst fær þennan sendi i hendur, býður nú upp á 35 farþegasæti, og önnur ný vél, ein af fyrrnefndum tiu, Cessna 172, er væntanleg til landsins nú i mánuðinum. -EA Við erum í framför! Lœgsta dauðaslysa- tola í heimi hér — minnsta aukning slysa í mörg ár Þótt menn tali oft um liversu hörmuleg umferðarmcnningin sé hér á tslandi, og hversu mikið tillitsleysi sé sýnt i umferðinni, þá erum við samt alltaf að bæta okkur. Umferðarráð sendi i gær frá sér yfirlit yfir umferðarslys á seinasta ári. Þótt þau hefðu orð- ið 7318 talsins, var það minnsta aukning slysa, sem orðið hefur ■ frá ári til árs siðan 1969, eða 3,4% Við spuröum Pétur Sv ein b ja r na r son , fram- kvæmdastjóra Umferðarráðs, hvað hann teldi að hér væri að verki. „Ef þetta er einhverjum að þakka, þá er það fyrst og fremst vegfarendum sjálfum,” sagði Pétur. „En ég hef trú á þvi, að sú umferðarfræðsla, sem hefur verið byggð upp á undanförnum árum, sé nú byrjuö að skila árangri. Það er að visu of snemmt að segja ennþá, hvort hér sé um einhver umskipti að ræða i umferðinni hjá okkur, en þetta er jákvæð þróun, sem ég vona að haldist.” Bilaaukning hefur verið gifurleg, og i ársbyrjun ’73 voru 57.451 ökutæki á landinu öllu. A árinu voru svo 7.880 bilar fluttir inn. Má þvi gera ráð fyrir, að bifreiðaflotinn hafi aukizt um 10%. Þetta gerir sitt til að auka tiðni slysa. „Við höfum hér einhverja lægstu tiðni dauðaslysa i heiminum. Seinustu þrjú ár voru 3,2 dauðaslys á hverja 100 milljón ekna kilómetra. Til samanburðar má geta þess, að i Danmörku og Noregi er sama tala 5 dauðaslys á hverja 100 milljón km. Bandarikin standa sig vel hvað þetta snertir, og hafa töluna 3,3, og i Englandi eru dauðaslysin 3,8. Hæsta tiðni dauðaslysa er talin vera i Zambiu, þar sem þau eru 71 á þennan tiltekna kilómetra- fjöida,” sagði Pétur einnig. „Við verðum þó að taka tiliit til þeirra sérstöku umferðarað- stæðna, sem eru hér á landi,” sagði hann. „Erlendis verða flest dauða- slysin i dreifbýli, við hraöbraut- irnar. Hérna er meðalökuhrað- inn hins vegar lágur og fátt um hraðbrautir. Með fjölgun þeirra megum við þvi búast við hækkuðum meðalhraða, og þá um leið alvarlegri slysum. Við eigum þvi eftir að fá úr þvi skor- ið, hvort við höldum þessari dauðaslysatölu jafnlangt niðri og nú er.” — Óll

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.