Vísir - 02.03.1974, Blaðsíða 6

Vísir - 02.03.1974, Blaðsíða 6
6 Vísir. Laugardagur 2. marz 1974. VÍSIR (Jtgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastj. erl. frétta: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsla: Ritst jórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Ilaukur Ilelgason Björn Bjarnason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Ilverfisgötu 32. Simi 86611 Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur i lausasölu kr. 25 eintakið. Blaðaprent hf. Persónulegi þátturinn Allur þorri manna tekur einungis þann þátt i stjórnmálum að velja milli lista i kosningum. Þessi þátttaka er að sjálfsögðu hornsteinn lýð- ræðisins. En hins vegar væri æskilegt, að hinn þögli almenningur léti að sér kveða á fleiri svið- um stjórnmálanna. Þegar þessi þorri manna tekur einnig þátt i að velja ©öfn frambjóðenda á þá lista, sem siðan er kosið um, er stigið skrefi lengra i átt til lýðræðis. Með opnum og bindandi prófkjörum hjá stjórn- málaflokkunum £ær almenningur þetta pólitiska vald i hendur. Æskilegast væri, að stjórnmálaflokkarnir héldu sameiginlegt prófkjör, eins konar forkosn- ingu. Þeir hefðu þá sameiginlegan kjördag og kjörstaði i prófkjörinu og fólk veldi þá um, hjá hvaða flokki það vildi taka þátt i prófkjöri. Þvi miður er litill áhugi á prófkjörum hjá flest- um stjórnmálaflokkanna. Fyrir fjórum árum var Framsóknarflokkurinn að fara inn á þessa braut. En nú veldur klofningurinn i flokknum þvi, að leiðtogar hans óttast, að prófkjör mundu ýfa sár- in. 1 undirbúningi sveitarstjórnakosninga vorsins er það þvi Sjálfstæðisflokkurinn einn, sem leggur áherzlu á prófkjör. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins i Reykjavik og viðar eiga þvi kost á lýðréttindum umfram aðra. Þeir geta tekið þátt i persónulegri kosningu milli manna. Þetta er mikilvægt atriði i þvi ópersónu- lega listakosningakerfi, sem rikir hér á landi. Hin góða reynsla, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur af prófkjörum, mætti gjarnan leiða til auk- ins áhuga annarra flokka á þessu tæki lýðræðis- ins. Með tið og tima gætu þá ákvæði um forkosn- ingu komizt inn i stjórnarskrána til eflingar lýð- ræði á íslandi. —JK Vönduns endurnýjunina Fjórir af átta borgarfulltrúum Sjálfstæðis- flokksins i Reykjavik hafa dregið sig i hlé að þessu sinni. Þeir taka ekki þátt i prófkjörinu, sem fer fram nú um helgina. Þetta er kjósendum flokksins hvafping um að taka þátt i prófkjörinu og tryggja á þann hátt sem bezt val á frambjóðendum flokksins i borgar- stjórnarkosningunum i vor. Það er mikilvægt, að endurnýjun borgarfulltrúa verði sem vönduðust. Prófkjörið er tækið til að ná þeim árangri. Prófkjörið er opið öllum stuðningsmönnum flokksins. Þátttakendur verða að vera næstum 7000 til að prófkjörið verði bindandi. En vonir standa til, að þátttakendur verði töluvert fleiri og er mikilvægt, að hver geri sitt til þess, að svo megi verða. Kosningin er að þessu sinni einfaldari en i sið- asta prófkjöri fyrir borgarstjórnarkosningar. Þátttakendur þurfa ekki að raða hinum kosnu upp i töluröð, heldur krossa þeir einfaldlega við átta til tólf nöfn á seðlinum. Látum fjöldann en ekki fámennið ráða. —JK Þór Whitehead: Fólkið kaus Frjáls- lynda í mótmœlaskyni — stjórnmálaleið- togarnir brugðust lágmarksskyldu sinni Visir hafði i gær samband við Þór Whitehead, sagnfræðing i Oxford, og bað hann að segja álit sitt á úrslitum brezku kosninganna. Talningu var ekki lokið i kosningunum, þegar talað var við Þór. Ég tel að kosningaúrslitin beri fyrst og fremst að skoða sem vantraust á efnahagsstefnu Heaths, sú stefna hefur hingað til ekki náð tilgangi sinum, þvi verð- lag hefur stöðugt stigið. Hún hef- ur einnig leitt til sifelldra árekstra við verkalýðshreyfing- una eins og heimsfrægt er. í- haldsmenn gátu ekki boðið kjósendum upp á neitt annað en að landið héldi áfram á sömu braut, og það vildi fólkið ekki. Fylgisaukningu Verkamanna- flokksins má áreiðanlega að miklu leyti rekja til þess, að kjósendur vilja gefa flokknum tækifæri til að spreyta sig á Harold VVilson — hefur lýst sig reiðubúinn til stjórnarmyndunar. Edward Ileath — verður honum ýtt til hliðar innan flokks sins? inu, að mikil vá sé fyrir dyrum i efnahagslifinu, þótt stjórnmála- mennirnir hafi ekki hugrekki til að segja þá sögu alla. Kannanir sýndu, að fólkið væri reiðubúið til að taka á sig miklu meiri byrðar heldur en nokkur stjórnmála- flokkur hefur farið fram á til þessa. Kjósendur vildu umfram allt, að landið kæmist i heila höfn efnahagslega og slegið yrði á verðbólguna af krafti. Þeir lýstu sig fúsa til að taka á sig stór- hækkaða skatta, orkuskömmtun og aðra lifskjaraskerðingu, að- eins ef þetta mætti verða til þess að koma efnahag landsins á réttan kjöl. Harris taldi, að það yrði væn- legast til fylgis i þessum kosning- um að lofa sem allra minnstu en leggja þvi meiri áherzlu á þær fórnir, sem framundan væru. Sá, sem mestu lofaði, myndi mestu fylgi tapa. Mesta hreyfingin á kjósenda- fylginu er til Frjálslynda flokksins. Og hvorugur stóru flokkanna hlýtur nægilegan stuðning til að geta myndað meirihlutastjórn. Það væri synd að segja, að Frjálslyndir hefðu lofað litlu i þessum kosningum, og þvi mætti til sanns vegar færa, að kenning Harris fengi ekki alls kostar staðizt. En dæmið má einnig setja öðruvisi upp: Kjósendur fundu ekki það, sem þeir vildu helzt hjá stóru flokkunum tveimur og kusu þvi Frjálslynda i mótmælaskyni. Mér finnst reyndar að skýra megi fylgisaukningu Frjáls- lyndra i þessu ljósi. Fólkið, sem kaus Frjálslynda flokkinn, virð- ist almennt gera sér óljósa grein fyrir stefnumiðum hans, enda eru þau mjög á reiki. En eins og Harris sagði: Kjósendur gera kröfu til þess, að stjórnmála- foringjarnir komi fram við þá eins og fullorðið fólk, en ekki börn. Þegar foringjarnir bregðast þeirri lágmarksskyldu, gripa kjósendur til mótmæla með at- kvæðaseðlinum. Afleiðingin kann að verða veik stjórn á örlaga- stundu. verðbólgunni. Og þeir vona, að langþráður friður verði saminn á vinnumarkaðnum. Það siðast- nefnda hefur eflaust vegið hvað þyngst á metunum i iðnaðarhér- uðum Mið-Englands, þar sem þriggja daga vinnuvika er i gildi. Kemur ekki á óvart, að Verka- mannaflokkurinn bætir við sig mestu fylgi i þessum iandshluta, enda þótt heildar-fylgisaulQing flokksins nægi honum væntanlega ekki til þess að hljóta hreinan meirihluta á þingi. Eitt athyglisverðasta við þess- ar kosningar er stóraukið fylgi Frjálslynda flokksins. Fylgis- aukning hans held ég sé enn eitt dæmið um það vonleysi og leiða, sem kjósendur á Vesturlöndum eru haldnir, og kom svo eftir- minnilega fram i kosningunum i Danmörku. Fyrir nokkrum dögum átti brezka útvarpið samtal við Lous Harris, forstöðumann Harris- stofnunarinnar, sem stendur fyrir skoðanakönnunum. Harris greindi frá þvi, að i könnunum á almennu viðhorfi kjósenda hefði komið fram, að þeir vilja ekkert frekar en að stjórnmálamennirn- ir temji sér hreinskilni. Kjósendur vilji fá að vita umbúðalaust, hvernig hag landsins er háttað. Það liggi i loft- Jeremy Thorpe — loforðatistinn langur en stefnumörkin óljós

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.