Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.1945, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.1945, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSENS 471 r • ’••7 Ur sumarferðalagi: Onnur grein A SÖGUSLÓÐUM * i r r Eítir Arna Ola Það er sem holtin. sjálf hleypi í mann 'þrótt þar hreystirann einhver var drýgð, og svo er sem mold sú sje manni þó skyld, sem mæðrum og feðrum er vígð. (Stephan fi. Stephansson). SKAMT fyrir norðan Ásgarð í Ilvammssveit skiftast vegir. Ligg- ur annar norður á Svínadal, en, hinn niður að Laxá. Framundan er Sælingsdalur. Eftir honum renn- ur Sælingsdalsá, og í hana fellur Svínadalsá. Eftir það heitir Laxá til sjávar, en nú mun nafn hennar Vart vera sannnefni. Skamt frá ármótunum, í miðjum dalnum, blasir við einstakt og ein- kennilegt fell, kistulaga með kletta- hrúnum. Það er Tungustapi og er þaðan einhver tilkomumesta huldu- fólkssaga, sem íslensk þjóðtrú hef- ir skapað. 1 stapanum var álfabygð og álfakirkja, ekki ein af þessum venjulegu álfakirkjum, sem eru um land alt, heldur dómkirkja. Sagan er prentuð í ,.íslenskar þjóðsögur og æfintýr" sem dr. Einar Ól. Sveinsson gaf út í fyrra og er með myndum eftir tvo íslenska list- málara. Geta menn lesið söguna þar svo því skal slept að rekja hana hjer. Af Tungustapa er hin fegnrsta útsýn vfir dalinn og út yfir ITvammsfjörð. Við göngum upp á hann síðla dags, þegar sól gvllir fjöll og hlíðar og dökkur blámi er inst í dalbotninum. Það er ekki erfitt að ganga upp á stapann, þótt hann sje nokkuð hár og rísi upp af jafnsljettu. Þarna blasir dalurinn við, grænn og gróður- sæll, og sólarljósið silfrar ána sem liðast þar fram. Hlíðarnar eru víð- ast ávalar og grænar austan megin dalsins, en brattar að vestan og með skriðum. Mest af þéim er Ránar- skriða, grá og gróðurlaus. Hjer blas ir og við heiðarbrúnin, þar sem þeir börðust Ilvamm-Sturla og Ein- ar Þorgilsson á Staðarhóli. Sú or- usta var kölluð Ileiðarvíg, og méð henni skifti um gengi þeirra Sturlu og Einars, svo að frá þeim degi má telja að hefjist veldi Sturlunga hjer á landi. En hinir miklu skóg- ar, sem Laxdæla getur um, að hafi verið í dalnum. eru nú algerlega horfnir. Þeir hafa eyðst af skriðu- hlaupum, beit og skógarhöggi. ITjeðan blasa við allir bæirnir í dalnum og hver bær á sína sögu, og hjer eru það helst raunasögur. ITjer er miðdepill leiksviðsins í harmleik þeirra KjartaUs Ólafsson- ar og Guðrúnar Ósvífursdóttur. Gegnt okkur vestan rnegin dals- ins blasir við bærinn á Laugum. Þar átti Ósvífur hinn spaki heima og þar fæddist Guðrún og ólst upp. .Tarðhiti er þar í smágili utan við bæinn. Kemur þar heitt vatn lit um sprungur á samskeytum berg- tegunda, og renUur í lítiun kaldan læk í gilinu. Ekki hagar svo til við uppsprettuna að þar sje hægt að baða sig og hafa fornmenn því ann- að hvort stíflað gilið eða veitt vatninu í einhverja laut, þó að þess sjáist nú engin merki. En líklegt er að þar hafi verið sundlaug. TiT þess bendir það hvað Kjartan var sundfær, þegar hann þreytti við hinn annálaða íþróttamann Ólaf konung Tryggvason. Og af sögunni vitum vjer að Kjartan fór oft til laugar. Þar kyntist hann' Guðrúnu og þar tókust ástir með þeim. Nú er við laugina stórt steinhiis, skóli og sundlaug, sem Ungmennafjelög- in hafa komið upp. Og þar er barnahæli á sumrin. ITim;m megin dalsins, „vafinn hárri hlíð", er bærinU Tunga eða Sælingsdalstunga eins og hann er nú kallaður. Út af kaupum á þess- ari jörð náði fjandskapur KjartanS og Laugamanna hámarki sínu, og lyktaði með því, að Kjartan var veginn litlu síð^r. Þá fluttist Bolli að Tungu, eU eftir víg hans hafði Snorri goði bústaðaskifti við Guð- rúnu Ósvífursdóttur. Fluttist Guð- rún þá að Helgafelli og var þar tiV dauðadags. Snorri fluttist að Tungu og bjó þar einnig til dauða- dags 1031. ITann 1 jet reisa þar kirkju og mun það sennilega sú kirkja, sem getið er í sögunni um Tungustapa. Seinna var hún flutt eins og segir í sögunni og sáust þess merki til skamms tíma hvar gamla kirkjan hafði staðið. Nú er engin kirkja í Tungu. Fyrir innan Tungu eru bæirnir Gerði (líklega hjáleiga frá Tungu í upphafi) og Sælingsdalur. Þar skamt frá eru rústir, sem kallaðar eru Bollatóftir og þaf á Bolli að hafa verið veginP. En örnefni þau, sem Laxdæla nefnir í sambandi við för þeirra ITalldórs Ólafssonar fram

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.