Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.1945, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.1945, Blaðsíða 2
466 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Trinity Great Court. mikilvægi í cnsku þjóðlífi er af allt öðruni rótum runnin. í dag eru íbúar sjálfrar borgarinnar uni 80 þúsund. Stræti hennar eru ílest þröng og sum í ótal hlykkjum. • Háskólaborgin. UM LANGT skeið hcfir verið nokkur metningur milli Cambridge og Oxford um það, hvor borgin væri eldri sem háskólaborg. Cambridgemcnn tclja örugt að miða stofnun háskóla í Cambridge við ákveðið ár. Snemma á 12. öld er talið að grundvöllur hafi verið lagður að slíkri starfsemi þar. En það er ekki fyrr en í byrjun 13. aldar, sem örugg vissa er fengin um tilvist hennar. Árið 1209 kemur til uppreisnar og óeirða meðal stúdenta í Oxford. Afleiðing þess varð sú, að tölu- verður hluti Oxfordstúdenta flutti þaðan til Cambridge. Af þessu virðist mega ráða tvennt: I fyrsta lagi að háskólinn í Oxford hafi form lega verið stofnaður á undan Cam- bridge háskóla. I öðru lagi er auð- sætt, að því aðeins hafa Oxford- stúdentar getað flúið til Cambridge, að einhver skólastofnun hafi þegar verið þar fyrir hendi. Annars hafa háskólarnir ekki verið komnir í eins fastar skorður sem stofnanir eins og þeir síðar komust í. „Stú- dentar“ þessa tima voru þessvegna að mestu leyti sínir eigin herrar, sem varla þurftu að lúta öðrum boðum og reglugerðum en þeir settu sjer sjálfir. Ber saga háskólaborg- anna þetta mjög með sjer. Óeirðir og uppþot meðal stúdenta voru tíð og gáfu konungs- og kirkjuvaldi ástæðu til íhluirunar. Upp af þeirri íhlutun spruttu svo ákveðnar regl- ur, sem smámsaman sköpuðu háskól- unum og Collegeunum agavald og lögðu hornsteinana að mörgum þeim venjum, sem enn þann dag í dag ► eru þar í keiðri hafðar. 700 ára þróunarsaga. SAGA Cambridge sem háskóla- borgar nær því nú yfir rúm 700 ár. Fyrsta Collegeið, eða stúdentagarð- urinn, er stofnaður þar árið 1284. Sjálfur háskólinn hefur þá staðið í allmörg ár. Stofnandi þessa fyi'sta College var Balsam biskup í Ely. Var það nefnt Feterhouse cftir sjálf um Sankti Pjetri. Á 14 öldinni voru síðan stofnuð 5 ný College og' á 15. öld bættust enn 4 við. Á 16. öld cru stoi'nuð tvö þeirra Cðllegca sem nú eru stærst og íjölmennust, Trinity, sem mun vera eitt fræg- asta College í Cambridge, og St. Johns. Auk þeirra voru á þcssum tíma stofnuð 4 smærri College. At- hyglisvert er að mörg bcra Coll- cgcin nöfn sem erú af kirkjulegum! uppruna. Má þar til nefna Corpus Christi College, Christ Collegc og Jesus College. Heildarfjöldi stúdentagarðanna í Cambridge er nú um 20. f Cam- bridge háskóla voru, áður en síðari heimsstyrjöldin hófst, um 5 þúsund stúdentar. Bjó þorri þeirra í Coll- egeunum en nokkur hluti þó jafn- an í leiguherbergjum í borginni. Á meðan styrjöldin stóð fækkaði stúdentunum mjög og muuu þeir flest þau ár ekki hafa verið yfir tvö þúsund. Nokkur Collegeanna voru og tekin til afnota hersins og stjórnarinnar. Saband háskólans og Collegeanna. FLESTUM, sem koma til Cam- bridge. fer svo, að þeir litast um eftir sjálfum háskólanum. Þeir bvi- ast við að finna hjer glæsilega stór- byggingu, sem sje aðalheimkynni hins fræga háskóla. En þessu er ckki þannig varið. Við finnum eng- an háskóla í þcssurn skilningi, t. d. hliðstæðan háskólabyggingunni okk ar í Reykjavík. Cambridge háskóli á cnga slíka byggingu. Kennslusal- ir hans, fyrirlestrarsalir, rannsókn- ar- og vinnustofur eru drefðar lit um alla borg. Þetta er afleiðing þess fyrirkomulags, seni Collegein hafa lagt grundvöll að. Iláskólinn er fyrst og fremst samncfnari þeirra Stúdentagarðarnir cru ekki aðeins bústaður flcstra stúdentanna heldur skipuleggja þeir nám þeirra, sjá þeim fyrir kennslu og kennslurúmi við háskólann og hafa að meira eða minna leyti sjálfstæða vinnukrafta,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.