Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 14
Jón Hnefill Aðalsteinsson THÖLLASTOFA og fleiri fornminiar Danmörk er akuryrkjuland. Fimm sjöttu hlutar landsins hafa verið brotnir til ræktunar, öx bylgjast um akra og grós þekja tún. Um aldarað- ir hefur plógurinn farið yfir þessi lönd og jafnað og sléttað þær minj- ar, sem eitt sinn báru uppi svip landsins. Mætti því ætla að þeirra sæi nú stað óvíða og svo virðist við fyrsta tillit. En þegar flogið er yfir blómleg akurlendi Danmerkur í Ijósaskiptunum, má enn sjá litbrigði á ökrum, sem eiga rætur að rekja til byggðar fornaldar. Þessi litbrigði koma fram þegar ljósið fellur ská- hallt á landið, og á þennan hátt hafa ýmsar nýjustu fornminjar Dan- merkur verið uppgötvaðar. Stund- um sjást þessi litbrigði ekki með berum augum, en þau geta eigi að síður komið fram á ljósnæmum filmum. Þessar merku upplýsingar er að finna í bók, sem kom út hjá Gylden- dal nú í haust. Heitir bókin Danske Old- tidsminder og er eftir P. V. Giab, próf- essor. Fjallar þar um fornminjar í Dan- mörku allt frá elztu mannvistarleifum, sem eru á þriðja hundrað þúsund ára og til fornminja víkingaaldar. E lztu mannvistarleifur, sem fund- izt hafa í Danmörku, eru frá tímabil- inu á milli tveggja síðustu ísalda. Leif- arnar, sem þessir menn hafa látið eftir sig, eru bein úr tveimur dádýrum, sem veiðimenn hafa gengið frá eftir máltíð. Það sem sker úr um að hér hafa menn verið á ferð, er að beinin hafa verið brotin til mergjar. Frágangur beinanna ber einnig vitni um handtök veiðimanna, en beinum hvors dýrs er raðað út af fyrir sig, en á þann hátt hugðust veiði- menn fornaldar tryggja sér að stofnar veiðihjarðanna dæju ekki út. Elztu fornminjar í Danmörku, sem verulega kveður að, eru steindysjar, sem sumar hverjar eru um 5000 ára gamlar. Þær hafa varðveitzt furðuvel og það var ekki fyrr en um miðja síðustu öld að farið var verulega að hrófla við þeim og nota steinana sem til þeirra höfðu verið dregnir í vegi og járn- brautarundirstöður. Þá var líka hjátrú- in, sem hafði haldið verndarhendi sinni yfir dysjunum, óðum að fjara út. 4 lis hafa verið kannaðar um 5000 steindysjar í Danmörku, en tæpar 1800 þeirra eru enn varðveittar. Þær skiptast í langdysjar og hringdysjar. Eru hringdysjar svo nefndar þegar haugur- inn, sem gerður hefur verið um dysina, er hringlaga. í þessum dysjum er venju- lega aðeins ein steinkista, gerð af fimm hellusteinum, einum á hverja hlið og einum, sem lagður er yfir. Eru stein- kistur þessar oft ekki nema hálfur metri á breidd, en 1,25 metar að lengd. Eitt iík hefur að jafnaði verið jarðsett í slíkri ikistu. Langdysjar eru aftur á móti þannig gerðar, að haugurinn um dysina er aflangur, ferkantaður og í dysinni sjáifri eru oft margar stein- kiistur af áðurnefndri gerð. Margar lang- dysjar eru yfir tuttugu metrar á lengd og sex til átta metra breiðar, en dæmi eru til að þær geti verið á annað hundrað metrar á lengd. Steindysjar hafa verið gerðar í Danmönku á önd- v'erðum dögum elztu bændamenningar þar í landi. Þessi grafarumbúnaður hélzt alla steinöldina og nokkru lengur, eins og rakið hefur verið með fornleifarann- sóknum. A. ofanverðri steinöld koma fram nýjungar i grafarumbúnaði í Danmörku. Þa rísa upp svonefndar tröllastofur, ,,Jættestuer“, sem eru grafhýsi gerð úr reginbjörgum. sem sum hver eru mörg tonn að þyngd. Tröllastofur eru graf- hýsi þessi nefnd fyrir þá sök, að menn álitu um eitt skeið, að þeir sem þau reistu hlytu að hafa verið meiri menn og stórvaxnari en þeir sem síðar byggðu Danmörku; hefðu verið líkari tröllum en mönnum. Stundum hafa menn talið, að tröliastofurnar hafi komið til vegna vaxandi fólksfjölda, vaxandi þörf á graf- arrými, en sú mun ekki vera raunin. Steindysjar munu aldrei hafa verið gerðar fyrir alla menn, sem jarðsetja þurfti, heldur mun slíkur umbúnaður aðeins hafa verið veittur helztu fyrir- mönnum samfélagsins, þeim sem sér- st&klega reið á að tryggðu framhald ár- gæzku og velfarnaðar eftir-að.þeir vor.u látnir. Á sama hátt munu tröllastofur aðeins hafi verið gerðar fyrir fáa út- valda og er talið að gerð þeirra standi í sambandi við það, að byggingarmeist- Gangur í tröllastofu sé ður innan úr grafhýsinu. ari, sem kunni skil á þeirri tækni, sem til þanf, hafi flutzt til Danmerkur. Tröila stofur eru þekktar víðsvegar í Vestur- Evrópu, á Spáni, í Frakklandi og á ströndum Englandis og írlands. Sérstakt svipmót dönsku tröllastofanna stafar af þeim efniviði, sem fyrir hendi var í Danmörku, ísnúnum stórbjörgum. Rúnasteinn við Glavendrup á Norður- fjóni. I egar tröllastofa var byggð hefur fyrst þurft að færa saman mikið magn af stórgrýti á þeim stað, er grafhýsið skyldi standa. Hefur verið nauðsynlegt fyrir byggingarmeistarann að hafa nægi- iega mikið af stórum björgum og minni steinum áður en Ihann hóf verkið. Fyrir tröllastofu af meðalstærð hefur þurft um 40 stór og rétt Löguð heliubjörg og nnergð minni steina. Nauðsynlegt var að jörð væri þurr og jarðvegur þéttur þar sem tröllastofan skyldi rísa því að annars var hætta á að jarðvegurinn skriði burtu undan ofurþunga grafhýs- isins. Stærðin hefuT að nokkru mótazt af þeim efniviði sem fyrir hendi var, en áður en hafizt var handa um bygging- una hefur stórgrýtið verið klofið og höggvið til eftir því sem föng voru á. Leirker og bein í gröf á Jótlandi. 24. desember 1967 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.