Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 8
JOL í Grikklandi Eftir Hönnu Kristjónsdóttir Vika af desember fór að kólna. Hitamælirinn stóri á apótekiniu sýndi nú aðeins 12—15 stiga hita í forsaelu. Eftir 25—30 stig margar undanfarnax vikur, var ekki að undra þótt eilítinn hroll setti að okkur. Um svipað leyti tóku iólabögglar að berast frá ættingjum heima á Islandi. Fjöl- skyldan var ræktarleg við okkur. >ví miður gátum við ekki endurgoldið vin- semdina. Vöruúrvai í verziunum var af skornum skammti. Hins vegar hef ég aldrei séð eins fjölbreytt úrval plastvarnings og þarna. Sömuleiðis bomu skipin hiaðin Tideþvottadufti í hverri ferð, enda sá ég hvergi jafn hvítan þvott og í Karpaþos. Við höfum hreiðrað um okkur í höfuðþorpinu, Pigadia, á grísku eynni Karpaþos. Hún liggur langt úti í Eyjahafi, nokkurn veginn miðja vegu miili Rhodos og Krítar. 1 þorpinu bjuggu 1500 manns og var það langfjölmennasta plássið á þessari frumstæðu eyju Útlendir ferðamenn þekkja ekki Karpaþos. Það getur meira áð segja vafizt fyriæ Grikkjuim sjálfum að átta sig, þegar minnzt er á eyjuna. Sumarið á undan höfðu þó fyrir tilviijun slæðzt þangað tveir hópar enskra ferðamanna, kannski 40—50 talisins. Ferðaskrifstofa var opnuð í skyndi til að vísa fólkinu til vegar um þessa einu aðalgötu Pigadia. En jafnskjótt og síðasti ferðamaðurinn steig á sikip og hélt brott var skrifstofunni lokað. Þoæpsbúum þóttu ferðamennirnir skrítnir fuglar, þeir sprönguðu um næsta fáklæddir og vildu hvergi vera nema í sjónum. Svo rifusí 'þeir út af því að þurfa að synda innan um úrganginn í fjör- unni, þv' að ströndin er samfelldir öskuhaugar. í Karpaþos eru engar rústaborgir, hvergi fyrirfinnst neitt sem leiðir hugann að grískri sögu. Eyjatr er hálend og klettótt, og vinaleg ólívurtrén breiða sig yfir mestalla eyjuna. Uppi í fjöllunum eru nokkur smáþorp. Eitt þeirra sýnu athyglis- verðast. Það heitir Aperi og þar búa 500 milljónamæringar. Þeir eru Ameríku- Grikkir, sem bo”nir og barnfæddir eru í Karpaþos. Fóru tvítugir til Ameríkiu, strituðu myrkranna á mílli í fjörutíu eða fimmtíu ár, veittu sér ekki nema brýn- ustu lífsþarfir, lögðu hvern eyri fyrir. Þegar þeir höfðu 40 þúsund dollara í vasan- um komu þeir heim, reistu sér dýrindis hallir í Aperi og lifa á eignuim sínum upp frá bví. í Pigadia voru engir milljónamæringar. En þar voru þó tveir tveir 1/æknar, apótekari, bíó, pórthús og einn matsölusaður. Þorpsbúar veiddu fisk úr sjó, þó að afli væri oftast rýr að okkar viti. Konurnar plokkuðu olivur og þarna voru tvær verksmiðjur, þar sem unnin var olía úr þeim. Svo var Skóli í þorpinu. Flestir liöfðu eina eða tvær geitur, nokkrar hænur og ein kona átti tvo kalkúna. v » erst fannst mer birtan á morgnana. Þegar bormn eldri fóru í skólann klukkan hálf átta var orðið albjart. Mér fannst erfitt að hugsa mér, að jólin væru nálæg, þegar ekki var dimmt á morgnana. Snjóleysið gerði ekki svo mikið til, en myrkri’ð vantaði; hlýja, íslenzka desembermyrkrið, sem við tengjum jóiunum. En Pigadiu mer.n voru byrjaðir að undirbúa jólagleðina. í suimiuim búðarglugg- um var hrúgað jólakúlum og skrýtnum jólasveinum innan um plastdótið og þvottaduftið. Á einum stað var til sölu stór uppblásinn jólasveirtn. Hann var svo dýr, að enginn treysti sér til að kaupa hann. En börnin í þorpinu stóðu löngum og horfðu hrifin á þennan undragrip. Eftir að þau fengu jólafríið komu þau oft í býtið á morgnana til að dást að honum og héldu trieg heim. Hálfum mánuði fyrir jól hófst jólabaksturinn. Flestar húsfreyjur þorpsins komu saman í bakaríinu og fengu afnot af ofnum bakarans. Sumar þeirra höfðu ofna heima. En þetta var jólasiður; að safnast saman í bakariinu og baka einn sunnudaginn. Kökutegundir voru ekki margar. Sumar bökuðu einhvers konar smá- kökur og kannski eina jólaköku eða svo. En flestar létu sér nægja að baka kringl- ur. Þær kringlur eru alls ólíkar okkar kringlum, en því miður get ég ekki gefið uppskriftina. Þegar ég fór fram á að fá hana, hristiu allar höfuðíð. Þeim farrnst óhugsandi, að útlenzka konan færi að leggja á sig að baka. Þó ekki væri. Þær sóttu stóreflis körfu og hver kona setti 3—4 kringlur í. Karfan fylltist á augabragði og mér var afhent hún með hýru brosi, handapaiti og mikluim orða- flaurni, sem ég botnaði Mtið í. En ég kunni alténd að þakka fyrir á grísku og þær virtust miklu hrifnari af tilraunum mínum til að ná grískum framburði, en því sem ég stundi upp. D agana síðustu fyrir jól fóru fram stöðugar heimisóknir milli kunningja. Og við fenguim að vera með. Þagar við löbbuðum um þorpið var iðulega kallað á okkur úr næstu gluggum, hvort við vilduim ekki gera svo vel og koma inn og þiggja kringlur og vatn, stundum súkkulaðilbita eða piparökur. Þegar veitingar höfðu verið bornar fram, settist öll fjölskyldan og horfði á okkur borða. Oft var sent eftir fólki í næstu hús til að gefa þeim kost á að sjá líka. Ýmsir keyptu jólakúlur og skraut og hengdu upp í gluggatjóld eða stilltu upp á hillur og húsráðendur beníu ijóimandi augum á glitranidi kúlurnar og spurðu, hvort okkur fyndist þetta ekki fallegt, hvort við hefðum séð svona áður og hvernig við hefð- um það á jólunum heima sjá okkur. Á aðfíingadag fékk ég mér hárlagningu á einiu stofunni sem sUka þjónustu veitti. Aldrei hef ég kynnzt eins vandvirknislegum vinnubrögðum. Fyrst var hárið þvegið úr fimm sápuvötnum og tók þvotturinn einn um fjörutíu og fimm mínútur. Þegar greitt var síðan úr hárinu var sprautað yfir það úr fullum lakkbrúsa og voru ekki nema fáeinir dropar eftir að því loknu. Enda var ég tvo klukku- tírna að bursta niður úr bárinu um kvöldið. Við höfðum keypt kerti og nokkrar jólakúlur. Meira að segja fengum við keypt eitt af fiimm gervijólatrjám, sem komu með m/s Esperosi tveimur dögum áður. Börnin útbjuggu margskonar jólapoka og stjörnur, svo að þetta vadð all- snotrasta tré, að vísu nokkuð frábrugðið fyrri jólaitrésskreytin.gum okkar. Meðan ég var að taka til og undirbúa matseldina fór heimilisfaðirinn með börnin út á simstöð til að freista þess að senda jólaskeyti til ættingja heima. Ég hafði ætlað að ná mér í kalkún, en tókst ekki og endaði með því að við urðum að gera okkur hænu áð góðu eins og flesta daga aðra. Yfirleitt virtist mér þorpsbúar ekki hafa neitt sérstakt við í mat. Þeir borðuðu sinn ost, brauðið og sardímur og drukku úzo með eins og flesta aðra daga. í búðinni minni hafði ég séð ísduift í dós og keypti eina slíka. Þegar ég hafði blandað það með mjólk leit það ágætiega út, og ég brá mér á hótalilð hinum megin við götuna með ísinn. Ég vissi til, að þar var ísskápur og fannst tilvalið að biðja gastgjafann að frysta fyrir mig. Hann tók við ísnum með Ijúfu geði. Þegar ég kom aftur að sækja hann nokkrum klukkustundum síðar kom í Ijós, að vertinn hafði gleymt að setja skápinn í samband. Það gerði ekkert til, við biðum bara með að borða ísinn þar til daginn eftir. Meðan ég var að malla hænuna niðri í eldhúsinu mínu heyrði ég að hópur unghnga hafði staðnæmzt fyrir framan dyrnar og hóf upp mikinn jólasöng. Þetta voru börn úr elzta bekk barnaskólans. Þau gengu milM húsanna og sungu grísk jólalög. ÖU í sínu fínasta skarti og ljómandi af tilhlökkun. Ég gekk auðvitað út í dyrnar og hlustaði már til milkillar ánægju. Þó að ég kannaðist hvonki við lögin né skíldi texta skapaði þetta fall.ega jólastemmingu. Að söngnum loknum hneigðu börnin sig hátíðlega, hikuðu aðeins við og voru í þann veginn að snúa frá, þegar gömul kona úr næsta húsi, sem hlýtt hafði á fór ofan í pilsvasa sinn og tók upp fáeinar drökmur. Hún hvíslaði því að mér, að þau væru að safna í skólasjóðinn sinn. Ég var svo hrærð yfir þessum ljúfa söng, að ég þreif upp seðil og rétti þeim fremsta í hópnum. Þakklæti þeirra var meira en orð fá lýst. Skömmu siðar heyrði ég aftur söng við húsið. Nú leizt mér ekki meira en svo á bMkuna. Ef þau kæmu nú á hálftíma fresti í allan dag. Það gæti orði'ð mér nokkuð dýrt. En þegar ég leit út sá ég, að þarna voru komin yngstu börnin, og þau elztu hafa varla verið meira en 8 ára. Þau fengu Mka seðil og fleiri hópar komu ekki. Hænan var óvenju ljúffeng, eða kannski höfum við verið komin í sérstakt jólaskap. Bögglarnir frá íslandi voru undir litla gervitrénu og börnin sungu Heims um ból og Nú tjaldar foldin fríða upp úr skólaljóðunum sínum. Framhald á bls. 29. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. desember 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.