Lesbók Morgunblaðsins - 23.09.1995, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.09.1995, Blaðsíða 8
Hervél bjargað við Malarrif 1945 Ibyijun síðari heimsstyijaldar nauðlenti við Malarrifs- vitann Swordfish-hervél frá flugvélamóðurskipinu HMS Biter, sem lá þá inni í Hvalfírði. Þessar flugvél- ar urðu heimsfrægar, þegar þær gerðu tundur- skeytaárás á stærsta og fullkomnasta orrustuskip SWORDFISH-vél á flugi. Þær urðu frægar í stríðinu, ekki síst þegar þýzka orrustuskipinu Bismarck var sökkt. En eins og myndin gefur hugmynd um, þótti æði kalsamt að fljúga þeim. Flugvélin sem nauðlenti á túnbalanum við Malarrifsvitann hafði verið á eftirlitsflugi út af Faxaflóa en hreppti illviðri. Flugmaðurinn varð að nauðlenda á síðasta bensíndropanum við vitann. Eftir MATTHÍAS MATTHÍASSON SWORDFISH-vélin eins og hún var notuð í stríðinu. Takið eftir tundur- skeytinu sem komið hefur verið fyr- ir undir henni. veraldar og stolt Þjóðveija, Bismarck, og lösk- uðu það svo að það lét ekki að stjórn. Varð þá auðveldara fyrir breska sjóherinn að granda því. Annað atvik sem gerði Swordfish- flugvélamar frægar var þegar flugvélamóður- skipið Illustrious flutti tuttugu og eina Swordfish-flugvél inn á Miðjarðarhafið en þær gerðu tundurskeytaárás á ítalska herskipa- flotann í Tarano og sökktu helmingi af öllum flota Mussolínis, sem þá var orðinn banda- maður Hitlers. Swordfish-flugvélin var tvíþekja með Bri- stol „Pegasus" 690 hestafla mótor og flaug með 131 mílu hraða á klukkustund og lend- ingarhraðinn var 67 mílur á klst. Áhöfn vélarinnar var 2-3 menn; flugmað- ur, loftsiglingafræðingur og skytta sem sat aftast, flugmaðurinn hafði einnig vélbyssu og skaut kúlunum á milli skrúfublaðanna. Auk þess flutti vélin tundurskeyti (18“) 33 cm í þvermál og 3 metra löng. Kalsamt var að fljúga þessum vélum því þær voru opnar. Eins og áður segir var Swordfish-vélin tví- þekja og því hægfleyg miðað við flugvélar Þjóðveija. Af þeim sökum fullnægði hún ekki þörfum breska flughersins og voru þær því að mestu aflagðar og hraðfleygari lágþekjur af ýmsum gerðum teknar í notkun í staðinn. Flugvélin sem nauðlenti á túnbalanum við Malarrifsvitann hafði verið á eftirlitsflugi út af Faxaflóa en fékk mjög vont veður og sterk- an mótvind, sem gerði það að verkum að flug- vélin varð eldsneytislaus. Flugmaðurinn varð að nauðlenda á síðasta bensíndropanum við vitann. Ljóst er að Malarrifsvitinn bjargaði áhöfninni. Flugmaðurinn hafði séð vitaljósið í gegnum sortann. Flugmanninum tókst á undraverðan hátt að lenda á örlitlum og ósléttum túnbala rétt við vitann. Hvassviðrið hefur líka hjálpað til að minrika lendingarhraðann við jörðu, svo flugvélin hefur runnið stutta vegalengd eftir túninu, enda tókst lendingin svo giftusamlega að ekki kom rispa á flugvélina. Vitavörðurinn, Pétur Pétursson sálugi, sagði mér er við sóttum flugvélina, að flug- maðurinn hefði bankað uppá hjá honum og spurt hvar á Reykjanesi hann væri staddur. Pétur var lengi að fá flugmanninn til að trúa því að hann væri lentur á Malarrifi á Snæ- fellsnesi en ekki á Reykjanesi. Nú þurfti að láta hérstjórnina í Hvalfirði vita um þennan atburð. Enginn sími var á Malarrifi á þessum tíma eða bílvegur og varð Pétur að fara fót- gangandi, með áhöfninni, til næstu símstöðv- ar, sem var Amarstapi, en þangað er um 1 klst. gangur. Nú skal gerð grein fyrir aðdaganda að björgun flugvélarinnar. Vorið 1945 vorum við svifflugfélagar við flugæfingar á Sandskeiði er maður að nafni Guðni Oddsson frá Hafnar- firði gaf sig á tal við okkur og var með þá hugmynd að fá okkur í hlutafélag með sér til að bjarga breskri Swordfish-herflugvél sem hefði nauðlent við Malarrifsvitann á Snæfells- nesi árið 1942. Flugvélin stæði þar óskemmd. Guðni kvaðst hafa gert kaupsamning við breska flugherinn um kaup á vélinni á staðn- um. Herinn sendi tvisvar sinnum leiðangra’ til að athuga með björgun flugvélarinnar en þeir lentu í villum og óhöppum vegna vegleys- is. Því var vélin talin ónýt og afskrifuð af hersins hálfu. Guðni taldi möguleika að ná flugvélinni sjóleiðis. Svifflugfélögunum leist illa á þetta ævintýri vegna erfiðra aðstæðna mót opnu hafl, engin bryggja nærri og fjaran brött og grýtt. Þyngd flugvélarinnar var rúm 2 tonn og yrði því að taka vængina og mótor- inn af til þess að hægt væri að flytja vélina út í skip. Öllum fannst þetta fráleitt nema mér og Guðna og reyndi ég að kveikja áhuga félag- anna á ævintýrinu. Benti ég félögunum á að með því að selja Swordfishinn til Bandaríkj- anna í flugminjasafn eða til annarra flugsafna gæfíst okkur möguleiki á að fjármagna kaup á minni flugvél til kennslu og til að dr.aga svifflugur á loft. Vegna kunnugleika Guðna í Hafnarfírði tókst að fá mótorbátinn Mugg GK 15, 12 tonn að stærð, trébát fjóræring og 15 manna kork-þjörgunarpramma. Formaður bátsins var Óli Færeyingur og aðeins einn vanur háseti var með, Tryggvi, mikil rumur og svo við sjö svifflugmenri ásamt Guðna. Veðurstofan spáði loks góðu veðri og var okkur nú ekkert að vanbúnaði að leggja á stað í björgunarleiðangurinn. Frá Hafnarfirði var lagt af stað fagran vormorgun 1945. Stefnan var tekin á Malarrifsvitann og eftir 9 klst. siglingu stönsuðum við utan við skeija- garðinn á móts við vitann. Óli formaður gaf Tryggva skipun um að taka einn landkrabb- ann með sér til lands og fá vitavörðinn til að lóðsa sig inn fyrir skeijagarðinn. Tryggvi spurði með sinni miklu bassarödd: — Kann einhver af þessum sjóveiku landkröbbum að róa? Löng þögn, enginn svaraði, því það var ekkert árennilegt að róa á móti þessum tröll- karli í mikilli haföldu. Þá rumdi í Tryggva: — Grunaði ekki Gvend, ekki get ég róið þetta einsamall. Sá sem þetta skrifar, hrópaði þá til hans: — Þú verður ekkert í vandræðum með að róa þetta einsamall, því þú ert með helmingi stærri hendur en við. Þú þarft ekki einu sinni árar og getur auðveldlega róið þennan smá- spotta með höndunum. Tryggvi sagði nokkur vel valin orð og skip- aði mér út í árabátinn og skyldum við sjá til, hvort risið á mér yrði eins hátt er við kæmum til baka með vitavörðinn. Nú rerum við lifróður í land og er við vor- um nærri hálfnaðir þá hrópaði Tryggvi: — Þú drepur okkur, þú drepur okkur, við lendum á skerinu mín megin ef þú slakar ekki á róðrinum. Þá sagði ég: — Taktu bara betur á árinni karl og sýndu landkrabbaræflinum að þú hafir við honum. Orð Tryggva hef ég hér ekki eftir. Skýring á, þessum róðri mínum var sú að ég æfði gríðarlega mikið kappróðra í 3 ár hjá Glímufé- laginu Armanni í von um að komast á næstu Ólympíuleika eftir stríð. Þegar í land var komið þótti okkur fjaran brött og með erfiðismunum tókst okkur að draga bátinn nógu hátt upp í fjöruna, svo að aldan næði ekki að soga hann út. Ég hljóp heim til vitavarðarins, sem hét Pétur Pétursson, og sagðist vera sendur af Óla formanni með beiðni um að hann kæmi út til hans og lóðsaði skipið inn fyrir skeija- garðinn. Pétur vitavörður svaraði þvi til að hann lóðsaði engan eins og sjórinn væri núna, ha- falda og fallið út að auki. Ég lagði hart að Pétri vitaverði að taka á þeim stóra sínum og lóðsa flotann inn fyrir en hann svaraði því til að hann gerði sig ekki að fífli með að láta hafa sig út í slíkt, við skyldum velja okkur betra sjóveður og koma seinna. Rerum við Tryggvi nú út í Mugg aftur og sögðum Óla formanni að Pétur vildi ekki lóðsa okkur við þessar aðstæður. Var okkur öllum mjög brugðið og óttuð- umst að þurfa nú að hætta við björgun flug- vélarinnar, því annar leiðangur. yrði okkur fjárhagslega ofviða. Óli sá hvernig okkur leið og eftir stutta umhugsun sagði hann: — Svo siglum við bara inn sjálfír. Og allt fór vei í öruggum skipstjórahöndum Óla. Var lagst við akkeri og við rerum í land með flotprammann í eftirdragi og lending gekk vel. Var nú hafist handa við að taka fjóra vængpartana og hæðarstýrin af og róið með það út í Mugg og híft um borð. Skrokkur Swordfish-vélarinnar var okkur erfíður vegna þyngdar og stærðar. Það varð ekki hjá því komist að taka mótorinn af skrokki vélarinn- ar. Hestvagn án hests fengum við að láni hjá Pétri til að flytja flugvélarskrokkinn að pram- manum og gekk vel að róa út með prammann og hífa skrokkinn um borð. Erfíðastur var þó 690 hestafla mótorinn vegna þyngdar og umfangs. Það þurfti að leggja þverslár ofan á vagninn og lyfta mót- omum að mestu með höndum upp á vagninn. Síðan drógum við vagninn á höndum eftir túninu og fram af fjörukambinum. Þegar við vorum komnir rúma 2 metra niður fjöruhall- ann sukku hjólin í fjörugijótið, vagninn sat fastur. Þá bárum við prammann upp að vagn- inum og renndum mótomum á tijám um borð í hann. Reyndum við nú að draga prammann niður að sjávarmáli, en það tókst ekki. Muggur var of langt frá landi til þess að hægt væri að koma dráttartaug við. Flæddi nú ört að og sáum við að þess yrði ekki langt að bíða að flæddi undir prammann. Við notuð- um tímann til að skila hestvagninum og hvíla okkur eftir stritið. Eftir rúma klst. fór að flæða undir prammann og gátum við fljótlega ýtt honum á flot og dregið hann á trébátnum sem róið var með fjórum árum og veitti ekki af á móti stígandi öldunni. Tókst giftusamlega að ná til Muggs og hífa mótorinn um borð. Strax og lokið var við að ganga frá bátnum og binda farminn setti Óli formaður á fulla ferð til Hafnarfjarðar. Hafaldan var að mestu hjöðnuð og land- krabbarnir læknaðir af sjóveiknni. Heimsiglingin gekk vel og hægur veltingur bátsins svæfði örþreytta björgunarmenn. Loftleiðir hf. voru með starfsemina í flugskýl- inu í Vatnagörðum, þar sem Sundahöfn er núna, og voru þeir svo vinsamlegir að leyfa okkur að hafa Swordflsh-vélina inni í skýlinu um óákveðinn tíma. Nú eru kannski margir forvitnir að vita, hver urðu afdrif flugvélarinnar. Kemur nú að lokakafla þeirrar sögu. Eftir að flugvélin hafði verið í geymslu í Vatnagarðaflugskýlinu í nokkrar vikur kom að því að Loftleiðir þurftu á öllu flugskýlinu að halda fyrir flugvélar sínar. Swordfish-vélin varð því að fara út í nokkra daga og var henni stillt upp Kleppsspítala megin við skýlið. Fyrsta sunnudag eftir að vélin var sett út úr flugskýl- inu voru brennuvargar á ferð þama og sáu sér leik á borði og kveiktu í vélinni. Daginn eftir hringdi i mig Loftleiðastarfsmaður og sagði mér að kveikt hefði verið í flugvélinni og ég yrði að koma á staðinn og skoða flakið. Er ég kom á staðinn þá blasti við mér upps- núin röragrind, stálvírar og afglóðaðir málm- hlutir. Það var eins og ég hefði misst vin þegar ég horfði á öskuhrúguna af Swordfish-flugvél- inni þama við Vatnagarðaflugskýlið. Hvort ástæðan fyrir því að kveikt var í vélinni þama var að hún var merkt hinum konunglega breska flugher eða að sjúkir brennuvargar voru að svala fysn sinni, skal ósagt látið. Má því segja að hér sannist hið fom- kveðna: Að ekki eru allar ferðir til fjár. Höfundur er fyrrverandi yfirverkstjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur. VIÐ Malarrif á Snæfellsnesi. Árið 1942 var þar enginn sími og varð að fara suður á Amarstapa til að láta vita um afdrif flugvélarinnar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.