Lesbók Morgunblaðsins - 23.09.1995, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 23.09.1995, Blaðsíða 10
ann á nóttinni þegar ljós höfðu verið slökkt í húsinu og flæddi um öll gólf uppi einsog köld dalalæða, gleypti húsgögnin, leitaði að einhveiju lifandi að baki herbergishurðanna og þegar það fyndi lífsmark, træði það sér inn, fikraði sig áfram í átt að rúminu henn- ar, safnaðist undir það, þreifaði loðnum lúk- um uppí það og biði eftir því að hún sofnaði til þess að gleypa hana. Og hún hrökk upp við vondan draum, í svitabaði, fálmaði í fáti eftir náttlampanum að kveikja ljósið til þess að hrekja þessa óværu burt og dró sængina uppað höku, einsog til þess að veija sig bet- ur. Og hún tók uppá því að láta öll ljós loga, bæði niðrí kjallara og uppá efri hæðinni, jafn- vel luktimar yfir garðhliðinu og útidymnum. Strax og tók að skyggja var hún búin að kveikja; þegar nær dró jólum loguðu ljósin orðið allan sólarhringinn. En þá sjaldan að henni tókst að stugga öllu burt, lánaðist að sofna í friði, hrökk hún upp um miðja nótt við vælið í strákgemlingnum eða þá að Marta litla kveinkaði sér. Hún finnur ljósið blossa í höfði sér, finnur þúsund flugelda springa út í skæmm unaðs- ljóma sem fyllir ennið skini, lýsir upp gagn- augun, flæðir frammyfir augun, grípur harðnaðar geirvörturnar, hleypur kítlandi frammí fingurgómana, sprettur fram einsog leiftrandi rafstraumur á utanverðum lærun- um, skýst niður fæturna útí tær og ólgar merlandi í skauti hennar fylltu honum; og ljósið verður að samhljóma ópi þeirra beggja þegar aldan rís sem hæst og fellur fram með hvítfyssandi ofsa. Og þótt ástríðan fjari út lifa glæðumar áfram í höfði hennar, ylheit- ar, deyfandi, sefandi. 0g hún sofnar í örmum Jóhannesar. »- -Æ, þetta em sko jól! Og byija strax á þorláknum! Mikið er ég fegin að þið skylduð koma inn í morgun, skylduð hætta við að vera úti yfir hátíðimar. Margrét hlær lágt og strýkur blíðlega um stutt og grátt alskegg Jóhannesar, lagar með vísifingri og löngutöng vinstrihandar gráyij- aðan lokk fallinn frammá sæbarið enni skor- ið djúpum þverrákum og horfir í heiðblá augu honum. Hún finnur ylinn frá stæltri nekt hans við hlið sér í hjónarúminu streyma inní beran líkama sinn, nývöknuð undir dún- sænginni, enn með glóðina í sér eftir ástar- fund sem hún hefur beðið með óþreyju alian þennan dimma desembermánuð. -Nú ertu Ioksins kominn, Jóhannes, Jó- hannes minn! Nú er loksins ljós eftir allt þetta myrkur. Sjáðu bara, það hefur meirað- segja létt til úti núna um hádegið eftir snjó- komuna í nótt og morgun! Sjáðu bara þessa hvítu birtu sem flæðir innum gluggann til okkar, lýsir upp heiminn okkar og skín líka á dóttur okkar litlu sem sefur þarna í vögg- unni sinni. Æ, ég vildi óska þess að þú vær- ir alltaf í landi, alltaf hjá mér, alltaf með þetta Ijós! -Svona, elskan mín, ég er alltaf hjá þér, alltaf með hugann við þig þótt ég sé langt útá sjó; langar alltaf í land til þín. í hvert skipti sem ég fer í koju í þessum túrum okk- ar verður mér hugsað til þess að gott væri að hafa þig uppí hjá mér einsog nú. Þá er erfíðara að vera á sjó en í verstu brælum. Og hvað gæti ég gert í landi? Ég er ansi hræddur um að um leið og ég hætti að stíga ölduna væri ég farinn að tvístíga órólegur yfír því að þurfa að fara að stimpla mig ein- hverstaðar inn og út, jafnvel klæðast jakka- fötum og hálsbindi dags daglega. Þá yrði það fljótt að dofna, fljótt að slökkna, þetta ljós sem þú ert að tala um. -En ég héldi því logandi, elsku Jóhannes minn; mér finnst svo vænt um þig, finnst svo gott að hafa þig hjá mér. Margrét hjúfrar sig uppað honum, strýkur honum aftur um skeggið, horfir grábláum augum sínum í hans einsog hún leiti þar merkis um jáið sem hann tregast við að gefa. -Finnst svo gott að hafa þig hjá mér! Hann er í þann veginn að segja eitthvað. En áður en orðin ná frammá varir honum gellur við sár barnsgrátur í öðrum enda húss- ins. Jóhannes sprettur á fætur allsnakinn, tínir bláar nærbuxur uppúr fatahrúgu á gólf- inu og fer í þær í snatri um leið og hann segir: -Heyrðu, þetta er nafni litli. Hann hefur vaknað aleinn og yfirgefinn, litli prinsinn, og mamma hans ekki heima. Það er best að afí líti snöggvast á litla karlinn sinn. Og hann er rokinn fram og það er engu líkara en að hann taki með sér ljósið því að um leið og hann lokar dyrunum á eftir sér dimmir skyndilega úti svo að birtan í herberg- inu slævist, lognast útaf, deyr; hreinlega sogast út gegnum hvít grisjutjöld gluggans. Hörð snjóhögl taka að bylja á rúðunni. Mar- gréti er allt í einu orðið kalt undir dúnsæng- inni í rúminu. Það var komið frammí miðjan janúar þeg- ar hún ákvað að drepa Elísabetu fósturdóttur sína og Jóa prins, litla karlinn hans afa síns, þessa afa og föður sem var fullur af kvens- æði og hafði ekki kunnað að geta son heldur aðeins fjórar dætur. Ekki að Margrét settist niður og tæki þessa ákvörðun formlega eftir að hafa vegið slíkt og metið; myrkrið náði einfaldega tökum á henni eftir að Jóhannes var farinn á sjó með jólaljósin og dagleg togstreita þeirra Elísabetar hafin að nýju. Og Margrét tók að brugga ráð til þess að koma þeim mæðginum fyrir kattamef, eða réttara sagt, hugur hennar fylltist allskonar morðórum: hún læddist að þeim eina nótt með stóra eldhúshnífínn, stakk þau bæði í svefni og allt varð blóðrautt, rúm Elísabetar, vagga Jóa, veggirnir í herberginu þeirra, stofugólfíð, og kjallarinn barmafullur af rauðu, límkenndu blóði, blönduðu myrkrinu sem þar hafði hreiðrað um sig; hún tók barn- ið einn daginn þegar Elísabet var í vinn- unni, bar það útí bíl, ók með það útað strönd- inni þar sem svart bjargið rís hvað hæst uppúr sjónum, lagði bílnum utanvegar, barð- ist mót beljandi vindinum með það í fanginu frammá bjargbrúnina, fleygði króganum í ólgandi brimið fyrir neðan og skyndilega var hvítt brimrótið orðið blóðrautt, allt hafið orð- ið blóðrautt, og þegar hún kom heim aftur sá hún blóðið í kjallaranum slettast uppí gluggana og síðan hvolfdist það í rauðum fossi yfir vélarhlíf og framrúðu bifreiðarinnar þegar hún opnaði flennistórar bílskúrsdyrnar með fjarstýringunni. Nei, ekki blóð. Kannski eitur, rottueitur, eða refaeitur. Já, það væri réttast að drepa þessa tæfu, þessa ógeðslegu rottu og ungann hennar, á slíku eitri. En hvar fengi hún eitur fyrir rottur eða refí? Nei, ekki eitur. En lyf? Já, einsog í ævintýrun- um, einhveija ólyfjan sem hún gæti lætt í drykk prinsessunnar á bauninni og litla prins- ins hans afa síns. Svefnlyf! Já, svefnpillur væri hægt að fá hjá lækni. Hún gæti logið upp einhverri sögu til þess að fá þijá, fjóra pakka. Eða hvað þyrfti hún að blanda miklu útí pela krógans og útí mjólkurglasið sem Elísabet var enn svo mikiil kálfur að vilja alltaf áður en hún fór í háttinn? Hvað mörg- um svefntöflum til þess að þau sofnuðu bæði svefninum langa? Vindurinn feykir regninu með grimmd útúr dimmu vetrarkvöldinu á eldhúsgluggann, flet- ur slyddukennda dropa út á stórum vatnsfleti rúðunnar, skekur hana ýlfrandi í verstu hvið- unum, hleypur undir þakskeggið og rífur illi- lega í það svo að allt húsið stynur undan. Vatnið streymir niður rúðuna og Margrét sér óljósa mynd sína speglast í flaumnum, bleikan flekk sloppsins og föla kringlu svipmótalausr- ar ásjónu - einsog ljósmynd úr skerpu - þar sem hún stendur við gluggann með glas og pela fýrir framan sig á borðinu, hvorttveggja fyllt volgri mjólkurblöndu. Hún fínnur enn hræðsluhrollinn hríslast um bak sér, óttann sem sló hana þegar henni fannst myrkrið enn einusinni læðast að sér inní svefnherbergi þar sem hún sat og saumaði við hlið Mörtu sof- andi í vöggunni sinni. Þessi ófögnuður hafði ekki ónáðað hana um nokkum tíma - ekki síðan hún fékk svefnpillumar - en nú í illviðr- inu virtust ósköpin komin á stjá á ný. Og þau komu henni í opna skjöldu; skyndilega var gripið í hana, ekki um hálsinn einsog svo oft við spegilinn heldur úlnliðinn - ískaldri kmmlu - svo að hún stakk sig á nálinni og missti fíngurbjörgina af fíngri sér eitthvert útí myrkrið. Og hún rauk upp og hljóp í fáti frammí eldhús þar sem hún geymdi pillumar og það komst aðeins ein hugsun að í höfði hennar: hún yrði að frelsa sig undan þessum hryllingi, yrði að láta til skarar skríða, yrði að drepa þau; nú eða aldrei. Margrét vefur sloppnum fastar að sér og stingur íjórum tómum svefntöflupökkum í sloppvasana, tveimur í hvom, hrærir aftur í glasinu, skrúf- ar túttulokið á pelann, hristir hann vel og vandiega, lætur nokkra dropa falla úr tútt- unni á innanverðan úlnlið vinstrihandar til þess að prófa hvort drykkurinn sé hóflega heitur og grípur síðan glasið. Og þá verður henni aftur litið á spegilmynd sína í rúðunni, rekur augun í móðukennt andlit sitt, neglir þau gegnum það og vatnsglæruna útí óveðr- ið, útí tómið, í þungum þönkum nokkra stund og hrollurinn grípur hana aftur. J^egar hún kemur loks til sjálfrar sín á ný, snýr hún sér ákveðin við og gengur með glas og pela að dyrunum. Þar stansar hún, þröngvar brosi á andlit sér, einsog hún setji upp grímu málaða ýktum kátínusvip, og kallar útum gættina hárri og ofleikinni gleðiröddu: -Beta mín, pelatími fyrir Jóa litla! Ég var að blanda í einn handa honum. Svo flóaði ég svolitla mjólk handa þér í leiðinni. Ég skil þetta eftir hérna á eldhúsborðinu: ég ætla að gefa Mörtu litlu bijóst inní hjónaher- bergi einsog vanalega. Blessuð komið þið nú og fáið ykkur þetta áður en það kólnar. En hún hefur vart sleppt orðinu þegar hún heyrir skaðræðisóp kveða við einhverstaðar . frammi, örvæntingarfullt óp sem skyndilega blandast sárum barnsgráti - það er Marta litla - og áður en Margrét nær að bregðast við stendur Elísabet í eldhúsdyrunum með hágrátandi stúlkubarnið í fanginu: -Hún... hún... hún var alveg að kafna... öll orðin blá í framan... en ég... mér... mér tókst að slá uppúr henni þessa fíngurbjörg... Höfundur býr í Madrid. HALLDÓR GUÐJÓNSSON Haust Nepjukaldir um núpa næða vindar og gnauða. Drungaleg yfir dröngum dragast skýin í bogum. Úlfgrá þokan með ýlfri úrsvölum vætir tárum lyngið, sem hafði lengi ljómað í sumarblóma. Haust fer að og hastir hvæsivindar blása. Sólmánaða sæla senn á enda runnin. Blómskrýtt landið undir sumarsólu sölnar, bliknar fyrir haustsins gjólu. Draumværð kyrrð und himins heiðu tjaldi hnikar fyrir tímans skuggavaldi. Flykkja sér í flokka fastir sumargestir. Máli sínu mæla, móti suðri líta. Kveðja vini, hlíðar, holt og dali, hefja ferð um loftsins bláu sali. Vængjum lyfta, út frá strönd til stranda, stefnuvissir beint til hlýrri landa. Ljúft er samt að lifa, litir þó að breytist. Andar sumaryndi enn í sálum manna. Haustkvöld rómuð, friðsæl, björt og fögur faðminn breiða yfir land og gjögur. Hrímköld nótt 'þó veki vetrarkvíða, vorþrá býr í hjörtum allra lýða. Höfundurinn varð 100 ára 30. apríl sl. Hann er frá Smádalakoti í Flóa, en var um tíma skólastjóri í Vestmannaeyjum. Ljóð hans voru gefin út fjölrituð á aldaraf- mælinu. HERMANN R. JÓNSSON Elska hann Ég dái skuggann skuggann minn. Þar er ég maður án alls nakinn. Þar er ég maður án andlits tilfinninga. Þar í skugga mínum verður hjarta mitt aldrei sært né sál mín. Ég dái skuggann minn. Elska hann. Höfundur er sölumaður í Reykjavík. HRAFN A. HARÐARSON Steinn Steinarr Eins og Steinn geng ég hring eftir hring í kring um allt sem er og innan skamms er aldrei aftur allt sem áður var. Steinar. Höfundur er bókasafnsfræðingur i Kópavogi. LÁRUS MÁR BJÖRNSSON Ástir jökla Og þú varðst til Og svo mættust þeir undir Jökli. fæðingarjökullinn þinn Varðst svo ótrúlega og ástaijökullinn minn, mikið til, fóru með Ijóshraða að engin ljósmynd um landið, ölvað af birtu. fær sýnt þig Þar elskuðumst við lengur svart á hvítu. á mosagrænu hörundi Engin orð málað þig hraunsins, í vatnsbláu litunum brenndum landið mínum. með berum fótum okkar Og þessi varðeldur og hlógum í mjólkurhvítri sem heldur augum mínum dögg. opnum: Ást mín Og þeir komu, var slysaeldur sem kviknaði báru okkur til sjávar, undir öðrum jökli, vermdu okkur óravegu frá þínum. í ísfaðmi sínum. Nærðu losta okkar á sögum, af frumstæðum ástum jökla. Höfundur er skáld og Ijóðaþýðandi. Ljóðiö er endurbirt vegna þess að síðustu línurn- ar þrjár urðu af einhverjum ástæðum viðskila við birtingu þess í Lesbók 2. sept. sl. Leiðrétting í Lesbók 2. sept. sl. birtist ljóðið „Röfun“ eftir Örn Úlfar. Þar var siglt undir fölsku flaggi án þess að blaðið vissi um. Nú hefur komið í ljós að höfundarnir eru tveir, Ellert Þór Jóhannsson og Guðmundur Erlingsson, en Örn Úlfar hins- vegar dulnefni. Það skal tekið fram að Lesbók birtir ekki ljóð eða annað und- ir dulnefnum og ber höfundum að láta fullt nafn fýlgja, þegar ljóð eða annað efni er sent Lebók með birtingu fyrir augum. 0

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.